Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 2
HSSBSSSESSBÐS.íIEHESSESBSHSSHESSSESEESEEEHIBEESEHEEEESIsjBEBSBSSHBEBSSBI Lesendahomid Hvatning tíl dáða Fimmtudaginn 14. janúar s.l. er ég kom heim úr vinnu minni á sjöunda tímanum, gríp ég Morg- unblaðið og tek að fletta því, sem ég reyndar geri kvöld hvert. Allt í einu staðnæmast augu mín við grein er ber yfirskriftina fs- lensk heilsulind og er eftir þau Hebu A. Ólafsson og Pál Ágústsson. f>ar sem mér er þessi heilsulind að nokkru kunn og kær, þá tók ég að lesa með at- hygli það sem þarna var skrifað. Reyndist það vera lofsamleg ummæli þessara dvalargesta á staðnum og aðbúnaði öllum í meðferð og fæði. Höfðaði grein- in sterkt til mín, það sem grein- arhöfundar höfðu um staðinn að segja. Ég tel það allt rétt, því ég hef orðið hins sama aðnjótandi í heilsuhælinu í Hveragerði. Ég vil vekja athygli á því, að hér á Akureyri er að rísa af Þynnislykt Kona í Norðurgötunni hringdi og hafði þá sögu að segja, að á mánudag í fyrri viku hafi hún og fleiri íbúar við norðanverða Norðurgötuna orðið vör við megna þynnislykt upp úr niður- fallsrörum íbúða í hverfinu. Lyktin hefði komið upp um niðurföll baðkera og vaska og verið svo sterk, að líkast hefði verið sem um stórfelldar máln- ingarframkvæmdir hefði verið að ræða á næstu grösum - eða sem líklegra væri, að miklu magni af einhvers konar máln- ingarefnum hefði verið hellt í niðurfallskerfið. Bað konan Dag að koma þessuá framfæri í þeirri von, að einhver gæti gefið skýringar á fyrirbærinu. Hafa tæpast tíma tíl að slnna okkur Freyja Eiríksdóttir, verkakona hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga, hafði samband við blaðið og bað um það því yrði komið á framfæri, að ómaklega hafi verið vegið að mótframboðinu í Einingu í Smáu og Stóru á þriðjudag. Sagðist hún ekki vera sammála því, að Guðmundur Sæmundsson væri byltingar- sinni. Maðurinn kæmi mjög vel fyrir og hefði rólega framkomu. Hann legði sig eftir því að heyra álit félaganna og að fá þá til þátt- töku. Hann vildi að valddreifing yrði meiri í félaginu. „Við hjá Útgerðarfélaginu hlökkum til ef annar maður á B- listanum verður varaformaður. Erna Magnúsdóttir nýtur trausts samstarfsmanna sinna og er vin- sæl meðal þeirra. Verði hún kos- in þurfum við ekki að leita á skrifstofuna með málefni okkar, þar sem stjórnin situr og hefur tæpast tíma til að sinna okkur. Því miður finnst mér Eining vera orðin stofnun og í augum stjórn- endanna séu félagarnir lítið ann- að en nafnnúmer og skattgreið- endur. Ég vil taka það fram að afgreiðslufólkið á skrifstofu Ein- ingar er allt úrvals fólk. Ég hef orðið vör við lítilshátt- ar golukul frá stuðningsmönn- um Jóns Helgasonar á mínum vinnustað sem ég er starfandi hjá nú, og tel þann besta sem ég hef haft um ævina“, sagði Freyja Eiríksdóttir. grunni heilsulind af sama toga. og heilsulindin í Hveragerði. Það er Náttúrulækningafélag Akureyrar er stendur að þeirri framkvæmd. í dag standa bygg- ingamál þessa húss þannig, að lokið er við að steypa kjallara að 600 m húsi. Einnig er lokið gerð sundlaugar er steypt var á s.l. hausti. Þessi fyrsti áfangi á að verða 3 hæðir á kjallara og full- byggt mun hælið geta tekið á móti um 70 manns. Á þessu ári er fyrirhugað að taka fyrir fyrstu og jafnvel aðra hæð hússins, ef fyrir liggur nægjanlegt fjármagn. Uppbyggingin hefur fram að þessu verið fjármögnuð af framlögum einstaklinga í formi gjafa og áheita, Félagið hefur fjáröflun í gangi nánast allt árið í einhverri mynd og eru margir skörungar þar á ferð. Fé til uppbyggingar hælisins úr op- inberum sjóðum er nánast ekk- ert enn sem komið er, en von- andi stendur það til bóta. Stað- setning heilsulindarinnar á Ak- ureyri er í Kjarnalandi sunnan Akureyrar í einum fegursta stað í bæjarlandinu. Það gefur auga leið, að þegar þetta hressingarhæli tekur til starfa, ætti það að létta verulega af heilsuhælinu í Hveragerði og stytta biðtíma þeirra, sem svo sárlega þurfa á líkamlegri upp- byggingu að halda. Fámennt áhugamannafélag hvetur því alla hvar sem er á landinu að ganga til liðs við þá heilsulind sem er að þokast upp á yfirborð jarðar í Kjarnalandi, svo að sem fyrst sé fært að hefja þar rekstur. Ég vil þakka þessum ágætu hjónum fyrir grein þeirra er í upphafi var nefnd. Hún er hvatning til dáða, einkum þar sem við hér á Norðurlandi vinnum á sama grunni og í sam- vinnu við heilsulindina í Hvera- gerði. Laufey Tryggvadóttir. Magra línan frá Mjólkursamlagi KOTASÆLA Næringargildi í 100 g eru u.þ.b. Prótein 13,50 g Fita 4,50 g Kolvetni 3,00 g Kalsium 0,96 g Járn 0,03 g Hitaeiningar 110,00 (440 kj.) UNDAN- RENNA Næringargildi í 100 g er um það bil Hitaeiningar 35,00 Próteln 3,5 g Fita 0,05 g Kolvetni 4,7 g Kalk 0,12 g Fosfór 0,09 g Járn 0,2 mg Bi - vitamin 15,00 ae B2 -ö vitamin 0,2 mg C -vitamin 0,5 mg LÉTTMJÓLK í 100 g. eru.þ.b.: Hitaeiningar 46 Prótein 3,5 g Fita 1,5 g Kolvetni 4,7 g Kalk 120mg Fosfór 95 mg Járn 0,2 mg Vitamín A, B-|, B^, C og D GERBOLLUR M/KOTASÆLU (24-30 Stk.) 30 g smjör 50 gger 5 dl mjólk 100 g Kotasæla 1 tsk salt 'h msk sykur 3 msk sesam- eða höiiræ 650 g hveiti egg til að pennsla með Skraut: Sesam- eða hörfræ Bræðið smjörið og setjið í skál ásamt mjólk, geri, salti og sykri. Blandið Kotasælu, sesam- fræjum og hluta af hveitinu saman við vökvann og hrærið vel. Hreinsið barma skálarinnar og stráið hveiti yfirdeigið. Breiðið hreinan klút yfir skálina og látið deigið lyfta sér í 30-40 mín á hlýj- um stað í eldhúsinu (þar til það hefur stækkað um helming). Sláið deigið niður eða hrærið hraustlega í því með sleif. Setjið deigið á borð og hnoðið meira hveiti í það, en ekki meira en svo að deigið losni frá borðinu. Mótið bollur, setjið þær á bökunarplötu og látið þærlyftasérí 15-20 mín- útur. Penslið bollurnar m/eggi og stráið sesamfræi ofan á. Bakið í u.þ.b. 12 mín við 225°C. Fitusnautt - Hollt - Næringarríkt H E E E B H H E E 0 E E H E E H E E E E E E H H E E E H E E E E E E E H E H H E E E E E E E H E E H EJ H E E E H H H Frábær skemmtun Verksmiðjukona hringdi. Mér hefur sýnst að svona les- endadálkar í blöðunum væru aðallega notaðir til þess að kvarta undan öllu mögulegu, en mig langar til þess að vera svolít- ið jákvæð og þakka kærlega fyrir frábæra skemmtun sem ég var viðstödd nýlega. Þetta var skemmtun f verk- smiðjum Sambandsins á Akur- eyri þar sem flutt var revía og síðan var dansleikur á eftir. Re- vían var samin og flutt af starfs- fólki þar og tókst alveg sérstak- lega vel. Þetta var allt svona í léttum dúr, meinlaust allt saman en allir skemmtu sér konung- lega. Þetta framtak Starfs- mannafélagsins var til hinnar mestu fyrirmyndar og er von- andi að framhald verði á. Þakkir tíl starfs- fólks F.S.A. Lesandi Dags hringdi og sagði m.a.: „Minnugur þess að í lífinu eru það skammirnar sem skila sér áberandi betur en það sem segja má gott um, og þess vegna er H-D beðinn fyrir þessar línur. Nú í tvígang hef ég átt erindi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ég hef tekið eftir því sérstaklega hve læknarnir eru öruggir, fljótvirkir og velvirkir og hve hjúkrunar- konurnar og annað aðstoðarfólk hefur verið kurteist og skilnings- ríkt. Þetta er að sjálfsögðu séð með augum gestsins og hins óf- aglærða, en sem var þó í báðum tilvikum þolandinn. Að fenginni þessari reynslu vil ég óska þess að þetta ágæta fólk fái sem fyrst betri aðstöðu í nýbyggingu spítalans11. Um aðgerðir til húsfriðunar á Akureyri Lftirfarandi bréf barst frá Helgu Sveinsdóttur: „Völundur Kristjánsson, vél- smiður, andaðist að morgni 22. apríl 1981 og dánarfregn kom í útvarpinu sama dag. Þennan dag að kveldi þurfti ég ásamt fleira fólki að ganga til verkstæðis Völ- undar (í Gamla Lundi, innsk. blaðsins). Eftir smá stund urð- um við vör við að verið var að dumpa í Lund að utan, gluggar hristir harkalega. Við fórum að kanna óspektir. - Jú, þar var maður að verki. Ég sagði strax Völund dáinn. Það vissi maður- inn, - sagði okkur með embætt- ismanns ró, að hann hefði litið eftir húsinu undanfarna daga því húsfriðun Akureyrar ætti húsið. Upphófust illindi á báða bóga. Ég krafðist mega kistuleggja og jarða Völund í friði. Ekki skildi embættismaðurinn það. Ég benti þá strax á að eignarlóð stæði hann á og skyldi hann hypja sig strax. Gerðu menn sig líklega til að vippa manninum frá húsinu - þá fór hann. Aftur er svo höggvið í sama knérunn á ári fatlaðra og jóla- kveðja send dánarbúinu. (Um er að ræða bréf frá Akureyrarbœ, dags. 23. des. 1981, þar sem segir: „Bœjarstjórn hefuráfundi sínum í gœr samþykkt eftirfar- andi úr gerðabók húsfriðunar- sjóðs dags. 18. desember 1981. Stjórnin leggur einróma til við bœjarstjórn, að eftirtalin hús verði friðlýst samkvæmt þjóð- minjalögum (öll í Bflokki) Eiðs- vallagata 14 (Gamli Lundur), Norðurgata 17 (Gamla prent- smiðjan), Strandgata49 (Gránu- hús).“ Bréfið er undirritað af bœjarstjóra og stílað á Dánarbú Völundar Kristjánssonar, Geisla götu 39, 600 Akureyri, do frú Helga Sveinsdóttir. Innskot blaðsins). Þessar aðgerðir opinberra að- ila á viðkvæmum stundum hafa skilið eftir opið sár og gleymast seint. Helga Sveinsdóttir“. 2 - DAGCJR - 12.febrúar.1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.