Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 12.02.1982, Blaðsíða 10
Dagbók Hvað er hægt að gera? Skíði: Skíðamiðstöðin í Hlíðarfjaili verður opnuð í byrjun janúar verði nægur snjór. Lyfturnar eru opnar alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.45, nema þriðjudaga og fimmtudaga til klukkan 21.45. Eftir 15. febrúar verður einnig opið fyrir hádegi. Um helgareropiðkl. 10.00 til 17.30. Veit. ingasala alla daga kl. 9.00 til 22.00. Sími Skíðastaða er 22930 og 22280. Sund: Sundlaugin er opin fyrir al- menning sem hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 07.00 til 08.00, kl. 12.00 til 13.00 og kl. 17.00 til 20.00, laugardaga kl. 08.00 til 16.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 11.00. Gufu- bað fyrir konur er opið þriðjudaga og fimmtudaga k I. 13.00 til 20.00 og laugardaga kl. 08.00 til 16.00. Gufu- bað fyrir karla er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13.00 til 20.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 11.00. Kennsla í sundi fyrir karla og konur er í innilauginni á fimmtudög- um frá kl. 18.30 til 20.00, kennari er Ásdís Karlsdóttir. Síminn er 23260. Skemmtistaðir Hótel KEA: Sími 22200. H100: Sími 25500. Smiðjan: Sími 21818. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Sjúkrahúsið á Akureyri: 22100. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Dalvíkur: 61500. Afgreiðslan opin kl. 9-16. Mánud., fimmtud. og föstud. kl. 9-12. Sjúkrahús Húsavíkur: 41333. Heimsóknartími: kl. 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahús Siglufjarðar: 71166. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Þórshafnar: 81215. Héraðslæknirinn, Ólafsfirði. Læknastofa og lyfjagreiðsla: 62355. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: 5270. Heimsóknartími: 15-16og 19-19.30. Héraðshæli Austur-Húnvetninga: 4206, 4207. Heimsóknartími alla dagakl. 15-16 og 19.30-20. Læknamiðstöðin á Akureyri: 22311. Opið 8-17. Lögregla, sjúkrabílar og slökkviliðið Akureyrí: Lögregla 23222, 22323. Slökkvilið og sjúkrabíll 22222. Húsavík: Lögregla 41303, 41630. Sjúkrabíll 41385. Slökkvilið 41441. Dalvík: Lögregla 61222. Sjúkrabíll, á vinnustað 61200 (Eiríkur), heima 61322. Ólafsfjörður:Lögregla og sjúkrabíll 62222. Slökkvilið 62115. Siglufjörður: Lögregla og sjúkrabíll 71170. Slökkvilið 71102 og 71496. Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkvilið 5550. Blönduós: Lögregla 4377. Raufarhöfn: Lögregla 51222, heima 51232. Hvammstangi: Slökkvilið 1411. Þórshöfn: Lögregla 81133. Bókasafnið á Ólafsfirði:Opið aila virka daga frá kl. 16 til 18, nema mánudaga frá kl. 20 til 22. Bóka- vörður er Erla. Sjónvarp um helgina FÖSTUDAGUR12. FEBRÚAR 19.45 Fréttaágrip ó tákmnáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 AuglýBÍngar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. Umsjón: Karl Sigtryggsson. 20.50 Skonrokk. Popptónlistarþáttur. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson. 21.20 Fréttaspegill. 21.55 X. Reykjavíkurskákmótið. Skákskýringarþáttur. 21.10 Kona flugmannsins. (La femme de l'aviateur). Frönsk bíómynd frá 1980, eftir Eric Rohmer. Aðalhlutverk: Philip Marlaud, Marie Riveriere og Anne-Laure Meury. Myndin segir frá Francois, ungum manni, sem vinnur á nóttunni. Hann er ástfanginn af Anne, sem vinnur á daginn. Þau rífast vegna þess að Francois sér hana með flugmanni nokkrum. Þýðandi: Ragna Ragnars. 23.50 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 16.00 íþróttir. Umsjón: Bjami Felixson. 18.30 Riddarínn sjónumhryggi. Tólfti þáttur. Spænskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjami Felixson. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 X. Reykjavikurskákmótið. Skákskýringarþáttur. 20.50 Shelley. Fimmti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.15 Mömmudrengurinn. (You're a Big Boy Now). Bandarísk bíómynd frá 1967. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Peter Kastner, Elizabeth Hartmann, Geraldine Page og Julie Harris. Myndin segir frá ungum manni, sem býr í New York. Faðir hans ákveður, að nú sé kominn tími til þess að pilturinn læri að lifa lífinu á eigi spýtur, og lætur hann flytja að heiman. En frelsið er ekki ein- ber dans á rósum. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.50 Nótt veiðimannsins. Endursýning. (The Night of the Hunter). Bandarisk bíómynd frá árinu 1955, byggð á sögu eftir Davis Grubb. Leikstjóri: Charles Laughton. Aðalhlutverk: Robert Mitchum, Shelley Winters og Lillian Gish. Sagan hefst á því, að maður nokk- ur rænir banka og felur ránsfeng- inn í brúðu dóttur sinnar. Hann er tekinn höndum og líflátinn fyrir ránið. En klefafélagi hans ákveður að komast yfir féð og svífst einskis til að ná því markmiði. Þýðandi: Þráinn Thoroddsen. Myndin er eki við hæfi bama. Mynd þessi var áður sýnd í Sjón- varpinu 13. febrár 1974. 00.20 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR14. FEBRÚAR 16.00 Sunnudagshugvekja. Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir flytur. 16.10 Húsið á sléttunni (Vertu vinur minn). 17.00 Óeirðir. 2. þáttur. í þessum þætti er litið á sagnfræði- legar forsendur og atburði er urðu til þess að Irland skiptist upp í írska lýðveldið sem er sjálfstætt ríki og Norður-írland sem er hluti Bretlands. Þýðandi: Bogi Amar Finnboga- son. 18.00 Stundin okkar. Umsjón: Bryndís Schram. 19.45 Fréttir á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 X. Reykjavíkurskákmótið. Skákskýringarþáttur. 20.50 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 21.05 Eldsmiðurinn. íslensk kvikmynd sem Friðrik Þór Friðriksson hefur gert um eld- smiðinn Sigurð Filippusson. Sig- urður er einbúi á áttræðisaldri og býr að Hólabrekku 2 á Mýmm við Homafjörð. Hann stundar járn- smíðar og aðal smíðaefnið em gamlar bílfjaðrir. 21.40 Fortunada og Jacinta. Spænskur framhaldsflokkur. 22.40 Tónlistin. 7. þáttur. Leyni- melur 13 Höfundur: Þrídrangar. Leikstjóri: Theodór Júlíusson. Sýning sunnudag 14. febrúar kl. 20.30 Miðapantanir í síma 24936 og við innganginn. Fáar sýningar eftir. Freyvangur. Tveir Akureyringar segja frá kynnum sínum af Natan Friedman Bökasafnid á Raufarhöfn hefur nú opnað aftur á Aðalbraut 37 jarðhæð. Það er opið á miðvikudögum kl. 20.00 til 22.00 og á laugardögum kl. 16.00 til 18.00. StarfsmaðurerMarta Guðmundsdóttir. Apótek og lyfjaafgreiðslur Akureyrarapótek og Stjörnuapótek: Virka daga er opið á opnunartíma búða. Apótekih skiptast vikulega á um að sinna kvöld-, nætur- og helgi- dagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19ogfrá kl. 21-22. Á helgidögum eropiðfrá kl. 11-12,15-16og20-21. Á öðrum timum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Hvammstangi, lyfsala: 1345. Siglufjörður, apótek: 71493. Dalvíkurapótek: 61234. -í þætti Péturs Péturssonar á laugardag kl.20.30 Á dagskrá útvarpsins á laug- ardagskvöldi kl. 20.30 er þátt- ur sem heitir Nóvember ’21. Þetta er annar þáttur af 12, sem Pétur Pétursson, útvars- þulur hefur tekið saman, en þeir fjalla um Ólaf Friðriks- son og Natan Friedmann, rússneska piltinn sem mikið hitamál varð út af á sínum tíma. Meðal þeirra sem fram koma í þætti Péturs annað kvöld eru tvær konur á Akur- eyri, Nanna Túliníus og Svava Hjaltalín. Mál rússneska drengsins hafði sinn aðdraganda, þó eftirmálinn hafi orðið meiri. Segja má að málið hafi dregið langan slóða á eftir sér og margir komið við sögu. „Ég hef lagt áherslu á að hljóðrita viðtöl við þá sem beint komu við sögu, einkum bolsana og hvítliðana, en einnig þá sem fjær stóðu. Mál Natans varð mjög pólitískt á sínum tíma“, sagði Pétur Pétursson í viðtali við Dag. „í þessum þáttum eru viðtöl við um 100 manns. Ég er búinn að viða að mér heimildum mjög víða og vinna að þessu verkefni í tvö ár. Nú þegar eru einir tíu viðmælenda minna látnir, sem sýnir að ekki var seinna vænna að afla þessara heimilda, svo þær glötuðust ekki. Uni dagskrána Eftir að Natan var fluttur nauðugur héðan, undir því yfir- skini að hann væri með smitandi augnsjúkdóm, en aðrir telja að hafi verið af pólitískum ástæð- um, fór hann á sjúkrahús í Dan- mörku, þaðan til Sviss og 10 árum síðar kom hann aftur til ís- lands og var hér í nokkra mán- uði. Talið er að hann hafi farist í útrýmingabúðum nasista, en hann var gyðingur. Nanna Túliníus var systur- dóttir Ólafs Friðrikssonar og Svava Hjaltalín vinnukona á heimili Ólafs þegar þetta var. Þær greina frá kynnum sínum af drengnum og vitneskju sinni um þetta mikla hitamál“, sagði Pét- ur Pétursson. to -iDAGUR-12: lebrúar. 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.