Dagur - 18.02.1982, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIODIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. árgangur
Akureyri, fimmtudagur 18. febrúar 1982
19. tölublað
Hestamenn:
Undirbúa
Landsmót
á Vind-
heima-
melum
„Það er ekkert að frétta af því
ennþá, en þetta er allt í deigl-
unni eins og við segjum. Fram-
kvæmdanefndin var á fundi
fyrir skömmu og það er verið
að skipuleggja þetta mót í
ýmsum atriðum og koma verk-
um af stað,“ sagði Sveinn
Guðmundsson á Sauðárkróki
um landsmót hestammanna,
sem h aldið verður á Vind-
heimamelum 7. til 11. júlí í
sumar. Sveinn á sæti í fram-
kvæmdanend.
Síðast var landsmót hesta-
manna haldið á Þingvöllum fyrir
tæpum fjórum árum. Sveinn sagði
að í sumar mætti gera ráð fyrir sex
til átta þúsund manns á mótið.
„Nýjungar? Nei, það er ekki rétt
að gera neitt svoleiðis að blaða-
mat að svo komnu, en það og ann-
að skýrist sennilega eftir næsta
fund, sem verður í byrjun næsta
mánaðar.“
Viðtal við
Bjama
formann
svæðis-
stjómar
þroskaheftra
á N.-landi
eystra
bfs. 4.
Þórí
úrslitin
í körfu-
boltanum
íþróttir bls. 5.
Samdráttur í kindakjötssölu til Noregs:
Snúa bændur sér
að loðdýrarækt?
„Ég get sagt það alveg hrein-
skilnislega að aukin sauðfjár-
framleiðsla Norðmanna getur
valdið því að við verðum að
draga saman framleiðslu sauð-
fjárafurða. Sá mikli samdráttur
sem hefur orðið á sölu íslensks
kindakjöts í Noregi, og það að
allar líkur eru á að Norðmenn
verði sjálfum sér nógir um
kindakjöt í framtíðinni, hlýtur
að hafa áhrif á framleiðslu-
möguleika okkar á kindakjöti.
Við verðum e.t.v. að fækka
sauðfé og þá er það mín skoðun
að slíkt verði að gerast á þeim
svæðum þar sem menn geta
tekið upp aðra atvinnustarf-
semi í staðinn. Ég hef trú á því
að eitt af því helsta sem menn
geti tekið upp sé refaræktin.“
Þetta kom fram er Dagur ræddi
við Inga Tryggvason formann
Stéttarsambands bænda. Ingi
hafði framsögu á bændaklúbbs-
fundi á Hótel KEA fyrir nokkrum
dögum og urðu miklar umræður á
fundinum, sem var fjölsóttur.
Framleiðsla kindakjöts hér á
landi árið 1978 var samt. 15.393
tonn, árið 1980, 13.534 tonn og
14.225 tonn 1981. Neysla kinda-
kjöts innanlands hefur verið svip-
uð frá ári til árs eða milli 8 og 9
þúsund tonn. Mest var hún árið
1979 eða 8.760 tonn.
Útflutningur á kindakjöti hefur
verið milli 4 og 5 þúsund tonn
undanfarin 4 ár, nema ,í fyrra þá
var útflutningur rétt rúm 3 þúsund
tonn. „Ástæðan var fyrst og
fremst sú að það var lítill útflutn-
ingur á haustmánuðum 1981, þar
sem Norðmenn tóku ekki við
neinu kjöti af okkur. Ef litið er á
útflutning lambakjöts og horfur í
því efni þá kemur í ljós að það er
mjög farið að þrengjast um mark-
aði í Noregi, en þó ergert ráð fyrir
að selja þangað um 600 tonn af
þessa árs framleiðslu, en á síðasta
ári var salan þangað 2.400 tonn og
hefur stundum verið meiri.
Ástæðan er einfaldlega sú að
Norðmenn hafa aukið framleiðslu
sína og eru orðnir sjálfum sér nóg-
ir með kindakjöt, og gera jafnvel
ráð fyrir útflutningi á kindakjöti á
næsta ári.“
Ragnheiður L. Árnadóttir, Sunna Borg og Guðbjörg Thoroddscn í hlutverk-
um sínum í„Þrem systrum“ sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir annað kvöld.
Flutningar Ríkisskips s.l. ár:
Þeir mestu
í sögu
fyrirtækisins
48% aukning frá árinu 1980
Vöruflutningar meö skipum
Skipaútgeröar ríkisins á síðasta
ári urðu þeir mestu í sögu fyrir-
tækisins. Alls voru flutt 110468
tonn sem er 48% aukning frá
árinu 1980, en þá voru flutt
74758 tonn. Það ár hafði einnig
verið metár í sögu fyrirtækis-
ins.
Á síðasta ári var gerður samn-
ingur milli Ríkisskips og Hafskips
um að Ríkisskip tæki að sér að
mestu strandflutninga Hafskips
hf. Nemur sá flutningur 30 til 35
þúsund tonnum árlega, þar af um
20 þúsund tonn af kísilgúr frá
Húsavík til Reykjavíkur. í skýrslu
frá Ríkisskip segir að þetta sé
stærsti stykkjavöruflutninga-
samningur Ríkisskips til þessa,,
og að hann marki tímamót, og
gæti verið stefnumarkandi fyrir
strandflutninga við ísland.
„Vænta má aukinnar hag-
kvæmni í flutningum að og frá
landinu ef minni skip eru látin
annast farmflutninga innflutn-
ings- og útflutningsvara til og frá
minni höfnum, sem stór ntilli-
landaskip umskipa um stærri
hafnir," segir í skýrslunni. Þar
kemur ennfremur fram að með-
altalsaukning flutninga milli ár-
anna 1978 til 1981 er um 31% á
ári. Þessi magnaukning er aðal-
lega tilkomin vegna þess að skipa-
félögin hafa í síauknum mæli látið
Ríkisskip annast farmflutninga
fyrir sig.
Farþegar á síðasta ári voru 606
en voru 672 á árinu 1980. Flestir
farþegar á veturna eru fluttir á
milli Austfjarðahafna. Á sumrin
koma flestir farþeganna um borð í
Reykjavík og fara hringferð með
Ríkisskip.
„Sæluvikan“ undirbúin
„Sæluvika Skagfirðinga hefst
laugardaginn 20. mars með
svokallaðri „ForsæIu“, en hin
eiginlega Sæluvika hefst svo
daginn eftir og lýkur 28. mars,“
sagði Ólafur Jónsson fram-
kvæmdastjóri samkomuhúss-
ins Bifrastar á Sauðárkróki í
samtali við Dag, en Ólafur hef-
ur haft veg og vanda að undir-
búningi Sæluvikunnar.
Á laugardeginum verður dans-
leikur um kvöldið og þann dag
verða fleiri atriði á dagskránni s.s.
ræðukeppni, kórsöngur og jafn-
vel eitthvað fleira. Hin eiginlega
Sæluvika hefst síðan á sunnudeg-
inum með guðsþjónustu. Þann
dag frumsýnir Leikfélag Sauðár-
króks leikritið „Hjónalíf“ eftir
Novel Covart, en því leikstýrir
Elsa Jónsdóttir.
„Við verðum með kvikmynda-
sýningar og dansleiki á „forsælu-
kvöldi“ og fimmtudag, föstudag
og laugardag. Gömlu dansarnir
verða á fimmtudeginum en nýju
dansarnir hin kvöldin og það er
hljómsveit Geirmundar sem sér
um fjörið á dansleikjunum.
Kirkjukvöld verður í Sauðár-
krókskirkju á mánudeginum og
þriðjudeginum. Þá verður mál-
verkasýning í Safnahúsinu en það
er óákveðið hvaða listamaður
sýnir að þessu sinni. Skagfirska
söngsveitin kemur fram og syrígur
á föstudag og laugardag. Pá er í
athugun að Alþýðuleikhúsið
komi norður og verði með sýning-
ar,“ sagði Ólafur.
Hann tjáði Degi að von væri á
mörgu aðkomufólki til Sauðár-
króks vegna Sæluvikunnar. í fyrra
hefði Flugleiðir veitt þeim sem
sótt hefðu Sæluviku heim 30%
afslátt og líkur væru á því að svo
yrði einnig nú.