Dagur - 18.02.1982, Page 7
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Um símakostnað
Fjórðungssamband Norðlendinga benti á það
árið 1975 og leiddi til þess rök, að símakostn-
aður fólks og fyrirtækja í strjálbýlinu væri mikl-
um mun hærri en á höfuðborgarsvæðinu.
Landshlutasamtök sveitarfélaga tóku málið
síðan upp á sína arma og í framhaldi af þessu
var farið út í svokallaða skrefatalningu á sl. ári,
sem menn töldu geta verið til þess fallna að
jafna símakostnað. Enn eru ekki öll kurl komin
til grafar varðandi það, hvernig til hefur tekist
og hvaða áhrif þessi breyting hefur haft.
Skrefatalningin mætti strax mikilli andstöðu
sjálfskipaðra „sérfræðinga" í þessummálumá
Reykjavíkursvæðinu. Málflutningur þeirra
snerist um það m.a. að verið væri að hygla
landsbyggðafólkinu á kostnað Reykvíkinga.
Þessum mönnum virtist fyrirmunað að skilja
það, að það var ekki verið að hygla fólkinu út á
landi, heldur var með þessari aðgerð reynt að
afnema eða draga úr forréttindum þeirra sem
njóta þess að hafa allar helstu valdastofnanir
þjóðfélagsins við stofugluggann.
Fjórðungssamband Norðlendinga hefur
gert könnun á símanotkun og notendafjölda,
annars vegar Norðlendinga og hins vegar
höfuðborgarbúa. Árið 1980 voru notendur
sjálfvirks síma á Norðurlandi 12,5% af notend-
um slíkra síma á landinu öllu. Símanotkun
þeirra var hins vegar 18% af heildarnotkun-
inni, sé miðað við teljaraskref. Sama ár voru
notendur í Reykjavík 49% af heildinni, en
notkun þeirra á síma, sé miðað við skrefafjölda
nam hins vegar aðeins 34% af heildarnotkun-
inni. Þetta dæmi gefur glögga vísbendingu um
það, hversu Norðlendingar þurftu miklum
mun meira en Reykvíkingar að hringja milli
landshluta og það þarf enginn að efast um
ástæðuna; — langmest af þeirri þjónustustarf-
semi sem landsmenn allir hafa tekið þátt í að
byggja upp og þurfa allir að nota, er í Reykja-
vík. Leiðrétting þessara mála var því mikið
réttlætismál.
En hver skyldi kostnaðarmunurinn vera
fyrir t.d. fyrirtæki á Akureyri annars vegar og í
Reykjavík hins vegar, sem bæði þurfa að
hringja fimm sinnum þriggja mínútna símtöl í
opinbera þjónustustofnun í Reykjavík hvern
virkan dag ársins? Fjórðungssambandið hefur
borið þetta saman miðað við febrúarverðlag á
símaþjónustu. Eftir breytinguna sem gerð var
1. nóvember sl. kosta þessar símhringingar
aðeins 52% af því sem þær hefðu kostað miðað
við óbreytt ástand. Athyglisverðara er þó
e.t.v. það, að breytingin hefur líka orðið til
hagsbóta fyrir þann sem er í Reykjavík, því þar
kosta þessar símhringingar 79% af því sem
þær hefðu kostað, ef kerfinu hefði ekki verið
breytt.
Vonandi
upphaf
að öðru
meira
Rætt við Ðjarna Kristjánsson
formann Svæðisstjórnar
málefna þroskaheftra á
Norðurlandi eystra
Svæðisstjórn málefna þroska-
heftra á Norðurlandi eystra var
fyrst skipuð 12. febrúar 1980
samkvæmt lögum nr. 47/1979. í
svæðisstjórninni eru Bjarhi
Kristjánsson Akureyri, sem er
formaður, og Egill Olgeirsson,
tilnefndir af Fjórðungssam-
bandi Norðlendinga, Jón E.
Aspar tilnefndur af foreldra-
samtökum þroskaheftra. Hér-
aðslæknir og fræðslustjóri eiga
einnig sæti í Svæðisstjóminni.
Héraðslæknir, Gísli Auðuns-
son, Húsavík, kom síðastliðið
haust í stað Ólafs Oddssonar
Akureyri. Fræðslustjóri, Ing-
ólfur Armannsson kom síðast-
liðið haust í stað Sturlu Krist-
jánssonar.
Verksvið svæðisstjórnar er í
stórum dráttum að hafa yfirum-
sjón með málefnum þroska-
heftra. Til þess að fræðast nán-
ar um starf Svæðisstjórnarinn-
ar ræddum við við formann
hennar Bjarna Kristjánsson.
„Lögin um aðstoð við þroska-
hefta tóku gildi 1. janúar 1980 og
komu í stað eldri laga frá 1967 sem
þá hétu lög um fávitastofnanir.
Þau lög voru mjög ófullkomin og
löngu úrelt og ekki í samræmi við
þá þörf sem var fyrir þjónustuna
né heldur ný og breytt viðhorf til
þessa málaflokks. Landssamtökin
Proskahjálp sem voru stofnuð
fyrir 5 árum tóku það upp sem eitt
af sínum stefnumálum að knýja á
um setningu nýrrar löggjafar um
þjónustu við þroskahefta. Það er
fyrir forgöngu og áeggjan þeirra
samtaka að þessi lög urðu til, en
þau eru unnin af starfshópi sem
fulltrúi frá þessum samtökum átti
sæti í ásamt fulltrúum frá ráðu-
neytum.
„Lögin marka
tímamót“
Lögin marka ákveðin tímamót
hvað varðar lagasetningu vegna
þjónustu við þroskahefta og í lög-
unum eru einnig ákveðin nýmæli
sem ekki er fordæmi fyrir í öðrum
lögum hvað varðar félagslega
þjónustu. í fyrsta lagi var landinu
skipt upp í ákveðin þjónustusvæði
sem eru hin sömu og fræðsluum-
dæmin og gert er ráð fyrir að á
hverju svæði starfi svokölluð
Svæðisstjórn sem í eiga sæti full-
trúar frá Fjórðungssamböndum,
héraðslæknir, fræðslustjóri og
fulltrúi frá foreldrafélögum. Þá er
með lögunum stofnuð sérstök
deild í Félagsmálaráðuneytinu
sem þessi málaflokkur heyrir
liilÉsitai
tms
Bjami Kristjánsson, Sigrún Sveinbjamardóttir sálfræðingur og Ingólfur Ármannsson fræðslustjóri í
„Gullasafninu“ á fræðsluskrifstofunni.
undir. í þriðja lagi gera lögin ráð
fyrir að skipuð sé svokölluð
stjórnarnefnd sem í eiga sæti full-
trúar frá félagsmálaráðuneytinu,
menntamálaráðuneytinu og heil-
brigðisráðuneytinu og að auki
fulltrúar frá Þroskahjálp og Or-
yrkjabandalagi íslands.
Stjórnunarnefndin hefur það
hlutverk að samræma aðgerðir
þessara þriggja ráðuneyta hvað
varðar þjónustu við þroskahefta,
útvega fé til framkvæmda o.fl.
Áður fyrr höfðu verið lítil tengsl á
milli þessarra aðila og lítið sam-
ræmi á milli þess sem unnið var af
hverju ráðuneyti fyrir sig.“
„Heildarskipulag
var af
skornum skammti“
- Var þessum málum lítið og
illa sinnt áður en þessi nýju lög
tóku gildi?
„Það má segja að heildarskipu-
lagning hafi verið mjög af skorn-
um skammti innan þessa máia-
flokks. Það voru fyrst og fremst
frjáls félagasamtök s.s. styrktar-
félög og foreldrafélög sem höfðu
komið á ýmisskonar þjónustu og
haft forgöngu um rekstur vist-
heimila en um samræmdar að-
gerðir var ekki um að tala. Þjón-
ustan var því án nokkurrar skýrr-
ar stefnu og nánast í molum.“
- Hver hafa verið verkefni
Svæðisstjórnarinnar frá því hún
tók til starfa?
„Það var strax ljóst að verkefni
svæðisstjórnanna eru viðamikil
og skipulag á þjónustu við þroska-
hefta víðast hvar óljós. Lögin gera
ráð fyrir að svæðisstjórnir geri til-
lögur um uppbyggingu þjónust-
unnar hver á sínu starfssvæði og
sjái til þess að samræmdar séu að-
gerðir ýmissa opinberra aðila á
þessum vettvangi. Jafnframt gera
lögin ráð fyrir ákveðinni lág-
marksþjónustu í hverju umdæmi
sem er t.d. rekstur á leiktækja-
safni, sjúkraþjálfun, talkennsla,
iðjuþjálfun, þroskaþjálfun, sál-
fræðiþjónusta og félagsráðgjöf.
Þessi þjónusta var að nokkru
leyti fyrir hendi á svæðinu, en
skipulögð af mörgum aðilum og
ekki að neinu leyti samræmd.
Einnig var lítið vitað um fjölda
þroskaheftra og aðsætður þeirra,
en eitt af verkefnum svæðisstjórn-
arinnar er skv. lögunum að láta
fara fram könnun á fjölda þeirra
og skrá alla sem hugsanlega hafa
þörf fyrir þjónustu af einhverju
tagi.
„Óljóst með
fjárveitingar“
Það verður að viðurkennast, að
svæðisstjórnin hefur ekki haft
möguleika á að þoka málum
áfram með nægilegum hraða og
má þar ýmsu um kenna. í fyrsta
lagi var mjög óljóst með fjárveit-
ingar til framkvæmda á lögunum
og er reyndar enn og í öðru lagi er
ljóst að svæðisstjórn getur ekki
unnið sjálf þau verkefni sem lögin
gera ráð fyrir nema í samvinnu og
samráði við ýmsa þá aðila sem
eðli starfs síns vegna hljóta að
hafa veruleg afskipti af málefnum
þroskaheftra. Eftir allmiklar um-
ræður innan Svæðisstjórnar og
viðræður við ýmsa aðila var að
lokum ákveðið að leita til
Fræðsluskrifstofu umdæmisins
um að hún tæki að sér að annast
ýmis þau verkefni sem Svæðis-
Stjórn er ætlað að ieysa og var um
það gerður samningur s.l. haust.
Á fræðsluskrifstofunni, eða öllu
heldur sálfræði- og ráðgjafardeild
hennar, starfa nú 3 sérfræðingar,
þ.e. sálfræðingur, félagsráðgjafi
og talkennari, sem að hluta til
sinna verkefnum vegna þessa
samnings og getur fólk leitað
þangað um ráðgjöf og leiðbein-
ingar. í tengslum við deildina ei
einnig rekið leiktækjasafn, sem
áður var starfrækt af Akureyrar-
bæ. Þá er nýlokið könnun á fjölda
og högum þroskaheftra á svæðinu
en það unnu menn sem ráðnir
voru til þess verkefnis af Svæðis-
stjórn og Félagsmálaráðuneytinu.
Þeir hafa heimsótt alla þá sem við
vissum um hér í umdæminu sem
einhverja þjónustu höfðu fengið
og rætt við þá eða þeirra aðstand-
endur, en eftir er að vinna úr þess-
um gögnum. Það má segja að
undirstaðan fyrir því að hægt sé að
skipuleggja þessa þjónustu sé sú
að vita hvar þetta fólk er, hvernig
þess aðstæður eru og hvað það er
sem þessir einstaklingar sérstak-
lega þurfa á að halda.“
- Hvernig hefur þjónustu við
þroskahefta á svæðinu verið hátt-
að til þessa? .
„Stærsti þjónustuaðilinn er
Vistheimilið Sólborg en á þess
vegum njóta milli 75-80 einstak-
lingar þjónustu af ýmsu tagi.
Stofnunin rekur t.d. sambýli á
tveimur stöðum í bænum, vernd-
aðan vinnustað og við hana er
starfandi skóli með 35-40 nem-
endum. Þjónustusvæði Sólborgar
hefur reyndar ekki eingöngu mið-
ast við Norðurland eystra heldur
eru þar einnig einstaklingar af
Norðurlandi vestra og víðar að.
„Samræmda
þjónustu
skortir“
Þá njóta þroskaheftir vissulega
þjónustu skólanna víða í umdæm-
inu og dagvistunarstofnana. Hins
vegar hefur nokkuð á það skort að
þessi þjónusta verði samræmd og
fyrst og fremst er hún bundin við
stærstu þéttbýlisstaði. Þá er ljóst,
að bæði foreldrar og aðrir þeir
sem í starfi kynnast þeim vanda-
málum sem hér er fj allað um finna
sig einangraða og án stuðnings og
ráðgjafar. Samstarf Svæðisstjórn-
ar við Fræðsluskrifstofuna er
fyrsta skrefið í þá átt að bæta úr
brýnni þörf á sviði ráðgjafar og
vera einstaklingum og stofnunum
til leiðbeiningar um meðferð og
úrræði á þessum vetvangi".
Nú verður þessi aðstaða fyrir
hendi á Fræðsluskrifstofunni sem
er staðsett á Akureyri, hvaða
möguleika hafa þá þroskaheftir
annars staðar úr fjórðungnum á
að notfæra sér hana eða fá sams-
konar þjónustu í sína heima-
byggð. Verður komið upp sams-
konar aðstöðu í öðrum kaupstöð-
um í umdæminu?
„Þarf að veita
meiri aðstoð
en verið hefur“
„Það hefur ekki verið tekin
nein ákvörðun um það, en ljóst er
áð fyrst til að byrja með mun vera
auðveldast fyrir aðila á Akureyri
og í nágrenni að nýta sér þessa
þjónustu. En hins vegar er þetta
fólk staðsett víðar í umdæminu
þannig að það þarf á einhvern hátt
að veita meiri aðstoð en gert hefur
verið. Til að byrja með væri sú að-
stoð fyrst og fremst fólgin í ein-
hverskonar ráðgjöf og leiðbein-
ingum frá Fræðsluskrifstofunni,
og þá hugsanlega með heimsókn-
um þess fólks sem þar starfar,
út í skóla og dagvistunarstofn-
anir annars staðar en hér á Akur-
eyri.
- Hver verða brýnustu verk-
efni Svæðisstjórarinnar, er það
einhver einn þáttur t.d. sem er
meiri nauðsyn að leggja áherslu á
öðrúm fremur?
i „Þau viðhorf eru nú mjög ríkj-
ahdi að þroskaheftir njóti í sem
ríkustum mæli þjónustu almennra
stofnana og sem næst sinni heima-
byggð. Réttur þroskaheftra sem
og annarra fatlaðra er ótvíræður
hvað þetta varðar og hluti af al-
mennum mannréttíndum. Marg-
ar hinna svokölluðu almennu
þjónustustofnanir telja sig hins
vegar illa í stakk búnar til að tak-
ast á við þau vandamál sem
þroskaheftum fylgja, og reyna
jafnvel að vísa þeim frá sér. í flest-
um tilfellum stafar það alls ekki af
illvilja heldur miklu frekar af ótta
við að ráða ekki fram úr vandan-
um og skorti á upplýsingum um
eðli verkefnisins og oft aðstöðu-
leysi.
Ég held að með upplýsingum
og ráðgjöf eins og þeirri sem hægt
verður að veita frá Fræðsluskrif-
stofunni megi í mjög mörgum til-
fellum stuðla að árangursríkara
starfi þessara stofnana hvað við
kemur þjónustu við þroskahefta.
Ef þetta mat er rétt er það eitt
brýnasta verkefni svæðisstjórnar-
innar að efla þessa þjónustu og
samstarf við foreldra, skóla, heil-
brigðisstofnanir, félagsmálastofn-
anir og aðra þá aðila sem málun-
um tengjast“.
- Hvernig verður Svæðisstjórn-
in sett með mannafla til þess að
sinna þessu verkefni eins og þið
hafið hug á að gera?
„Við höfum gert tillögur um á-
kveðinn mannafla á Fræðsluskrif-
stofunni vegna þessa verkefnis og
er búið að samþykkja ráðningu
hluta þess fólks sem við teljum
nauðsynlegt en annað ekki“.
Hefur þroskaheftu fólki
fjölgað?
„Um þetta eru ekki til neinar
ábyggilegar tölulegar upplýsing-
ar, en rannsóknir sem gerðar hafa
verið erlendis benda til þess, að
fjölgað hafi alvarlega þroskaheft-
um einstaklingum, t.d. þeim sem
lifa af erfiðar fæðingar. Meiri
þekking og aukin tækni á sviði
læknisfræðinnar gerir það einnig
að verkum að fleiri en áður lifi
alvarleg áföll sem valda ýmiss
konar þroskaheftingu. Auk þess
hefur lífaldur þessa hóps sem ann-
arra hækkað. Trúlega er ekki um
að ræða verulega fjölgun innan
þessa hóps heldur breytta sam-
setningu hans“.
Að lokum sagði Bjarni:
„Svæðisstjórn er ljóst, að sú
þjónusta sem hér er lagður grunn-
ur að, er alls ekki nægileg en
markar vonandi upphaf að öðru
meira. Hver þörfin er liggur ekki
ljóst fyrir, en svæðisstjórn og
starfsfólk Fræðsluskrifstofunnar
sem að þessum málum vinnur
óskar mjög eindregið eftir góðu
samstarfi við alla þá aðila í um-
dæminu sem þetta mál varðar s.s.
skóla, dagvistir og heilsugæslu-
stöðvar. Síðast en ekki síst er for-
eldrum bent á að kynna sér þá
þjónustu, sem hér stendur til
boða“.
1 i ♦ *
wk .
Roger Behrends er liði Þórs mikil lyftistöng - hér skorar hann í leiknum gegn Tindastól.
Mynd KGA.
Þór f úrslit
Á þriðjudagskvöldið léku í
íþróttaskemmunni Þór og
Tindastóll í annarri deild í
körfubolta. Þetta var síðari
leikur þessara aðila í deild-
inni, en Þór vann fyrri leikinn
nokkuð örugglega. Banda-
Einn leikur verður í 2. deild-
inni í körfuknattleik annað
kvöld og fer hann fram í
íþróttaskemmunni kl. 20.
Þá leika Þór og ísafjörður og
er þetta síðasti leikur Þórs í
riðlakeppninni. Liðið hefur þeg-
ar tryggt sér sæti í úrslitunum, og
ríkjamaðurinn Roger Behr-
ends lék nú í fyrsta sinn með
Þór og styrkir hann liðið
mikið.
Til að byrja með var leikurinn
mjög jafn, en Þórsarar léku
maður á mann í vörninni. Þegar
mætti því tapa leiknum annað
kvöld.
Ekki er vitað hvaða lið leika í
úrslitunum önnur, en allt bendir
til þess að það verði lið Mennta-
skólans á Egilsstöðum, Breiða-
blik og annað hvort FH eða
Vestmannaeyjar.
staðan var 21-18 fyrir Þór
breyttu þeir varnaraðferðinni og
fóru að leika svæðisvörn og þá
gjörbreyttist leikurinn hjá þeim
og þeir breyttu stöðunni í 44
gegn 18 á skömmum tíma. I hálf-
leik var taðan 50 gegn 21.
í síðari hálfleik héldu Þórsar-
ar áfram að auka forskotið og
þegar flautað var til leiksloka
var staðan 88 gegn 43 og öruggur
Þórssigur í höfn. Þórsarareru nú
komnir í úrslit í annarri deildinni
en úrslitaleikirnir verða hér á
Akureyri fyrstu helgina í mars.
Flest stig Þórs gerði Roger 34,
Jón gerði ^^.Erlingur 14, Valdi-
mar 10, og Eiríkur 8. Kári Mar-
ísson var stigahæstur þeirra
Skagfirðinga ásamt Alfreð með
15 stig, Ómar var með 6, Gústaf
4, Gylfi 2 og Björn 1. Dómarar
voru Hörður Tuliníus og Rafn
Benediktsson, og sýndi Hörður
sérlega skemmtilega „takta“ að
þessu sinni.
Körfubolti
annað kvöld
Góðir sigrar
hjá Ásu
Hermanns-
mótið:
Hermannsmótið í alpagrein- um var haldið í Hlíðarf jalli um
síðustu helgi. Helstu urðu þessi: úrslit
Úrslit í svigi: KONUR: Ásta Ásmundsdóttir A 103.06
Hrefna Magnúsdóttir A 103.69
Sigrún Þórólfsdóttir í 107.03
KARLAR: Árni Þór Árnason R 100.36
Guðmundur Jóhannsson f 101.58
Ólafur Harðarson A 103.14
Hermannsbikarinn: Guðmundur Jóhannsson í svig 9.24 stórsv. 0.00. samt 9.42
Helgubikarinn: Ásta Asmundsdóttir A svig 0.00 stórsv. 55.00 samt 55.00
Úrslit í stórsvigi:
KONUR: Nanna Leifsdóttir A 132.83
Tinna Traustadóttir A 137.80
Guðrún H. Kristjánsdóttir 142.16
KARLAR: Guðmundur Jóhannsson í 122.00
Sigurður H. Jónssson í 123.10
Elías Bjarnason A 125.10
Alpatvíkeppni:
KONUR: Ásta Ásmundsdóttir A
Hrefna Magnúsdóttir A Sigrún Þórólfsdóttir í -
KARLAR: Guðmundur Jóhannsson í Ólafur Harðarson A Elías Bjarnason A
Um helgina:
Mikið verður um að vera í
Hlíðarfjalli um helgina. Á laug-
ardag verður Bikarmót í alpa-
greinum unglinga sem hefst kl.
11 f.h. og kl. 14 verður Febrúar-
mót í göngu, keppt í öllurn
flokkum. Á sunnudeginuni
verður svo framhaldið Bikar-
mótinu í alpagreinum unglinga.
Ása Ásmundsdóttir.
6 - DAGUR -18. febrúar 1982
18. febrúar 1982 - DAGUR - 7