Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 18.02.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, fímmtudagur 18. febrúar 1982 LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR HÓLASKÓL1100 ÁRA Sauðárkrókur: Skortur JT a leigu- húsnæði „Við höfum getað leyst öll húsnæðisvandamál kennara, en það er mikil húsnæöisekla á Sauðárkróki“, sagði Jón Hjart- arson, skólameistari fjölbraut- arskólans á Sauöárkróki, en Dagur hafði haft af því spurnir að yfir veturinn væri mikill skortur á leiguhúsnæði á Króknum. Jón sagðist vita þess dæmi að maður hefði orðið að fara af staðnum vegna þess að honum tókst ekki að útvega sér húsnæði. Húsnæði heimavistar fjölbraut- arskólans er gjörnýtt og að auki búa um 40 nemendur í leiguher- bergjum úti í bæ. Fyrirhugað er að hefja byggingu nýrrar álmu við heimavistina og á fjárlögum er gert ráð fyrir að verja til bygging- arinnar þremur milljónum króna. Jón sagði að tilkoma þessa húss myndi létta vandann, en það vcrður vart fyrr en eftir þrjú ár að hægt verður að taka það í notkun. í tilefni 100 ára afmæli Hóla- skóla á þessu ári, hafa nokkrir af eldri búfræðingum frá Hól- um tekíð sig saman um að efna til sameiginlegrar gjafar til skólans. Framkvæmdanefnd hefur verið mynduð og mun hún á næstunni leita til allra Hólamanna sem á lífi eru og næst til, með ósk um þátt- töku í gjöfinni. Hugmyndin er að gefa skólan- um sundlaug og er verið að kanna það mál í samráði við skólastjóra og tæknimenn, sem unnið hafa að hitaveitunni á Hólum og endur- bótum á staðnum. Tilboða hefur verið leitað og bendir allt til þess að koma megi upp góðri sundlaug og tilheyrandi aðstöðu við íþróttahúsið á Hólum fyrir um það bil 500-600 þúsund krónur. Nefndin hefur þegar opnað sparisjóðsreikning í Búnaðar- bankanum á Sauðárkróki. Reikn- ingsnúmerið er 11000. Bráðlega verða gíróseðlar stíl- aðir á þennan reikning sendir til allra „gamalla" Hólamanna. En þar sem ætla má að ekki náist tii allra m.a. vegnabreyttra heimilis- fanga, væntir nefndin þess að þeir sem ekki fá seðla næstu vikurnar og leggja vilja nokkuð til gjafar- innar leggi það inn á nefndan reikning, en það er ekki hægt að gera í hvaða banka sem er. Aðrir sem hafa áhuga á að heiðra Hólastað í tilefni afmælis- ins geta að sjálfsögðu einnig kom- ið framlögum til sundlaugarsjóðs- ins á sama hátt. Ætlun er að varðveita nöfn allra gefenda í sérstakri bók á Hólum. Þess má geta að fyrirtækið Fjöl- hönnun, sem séð hefur um hita- veituna á Hólum hefur ákveðið að gefa alla vinnu við tæknilegan undirbúning málsins og veitir það hverskonar ráðgjöf í þessu sam- bandi ókeypis. í framkvæmdanefndinni eru: Gísli Pálsson, bóndi á Hofi í Vatnsdal sem er formaður, Ás- geir Bjarnason, bóndi í Ásgarði formaður Búnaðarfélgs íslands, Guðmundur Jóhannsson, bókari Hjaltabakka 14, Reykjavík, Jón- as Jónsson, búnaðarálastjóri og Stefán H. Sigfússon, landgræðslu- fulltrúi, Sogavegi 36 Reykjavík. Hitaveita var lögð að Hólum á síðastliðnu ári og þar er gnægð af heitu vatni sem ekki nýtist. Það væri vissulega ánægjulegt ef þar yrði komin vel búin sundlaug, gjöf frá „gömlum Hólamönnum" þegar 100 ára afmæli skólans verður minnst 4. júlí á komandi sumri, en að því er stefnt. Fjar- söfnun á Grenivík Fjögur félagasamtök í Grýtu- bakkahreppi hafa ákveðið að efna til nokkurra skemmtana i lok febrúar á Grenivík. Ágóð- anum af skemmtunum verður varið til kaupa á bifreið handa Víði Þorsteinssyni sem lenti í bifreiðaslysi 23. maí 1980. Víðir er nú bundinn við hjóla- stól. Víðir hyggst kaupa bifreið, sem verður að breyta sérstaklega með hliðsjón af fötlun hans. Vitað er að þessi bifreið mun verða mjög dýr „og bindum við því miklar vonir við góðar undirtektir við þessa fjáröflun, sem mun veita Víði aukin tækifæri til sjálfbjargar og frelsis, sem okkur er öllum svo nauðsynlegt," segir í fréttatil- kynningu. Víðir er tvítugur að aldri. í fréttatilkynningunni segir að hann hafi sýnt einstakt jafnaðar- geð og hugrekki í sjúkdómslegu sinni, sem hefur vakið aðdáun og stolt þeirra sem hann þekkja. Þær skemmtanir, sem verða haldnar til að fjármagna kaupin, verða sniðnar við hæfi allrar fjöl- skyldunnar. Margháttað efni ann- ast bæði börn og fullorðnir. í mars verður að sama tilefni haldinn almennur dansleikur, en þar á að bjóða upp muni gerða af hagleiks- manninum Ingólfi Benediktssyni málara. Hann gefur þá til styrktar þessu málefni. Hólar í Hjaltadal. HRÍSEY: Nýr grunnskóli Ákveðið hefur verið að hefja í vor byggingu á nýjum grunn- skóla í Hrísey. Nýja skólahúsið verður 650 fermetrar að grunn- fleti, að hluta til á tveimur hæðum. Pctta nýja skólahús verður reist rétt við sundlaugina, en þar er framtíðar skólasvæðið í eynni. Par er ætlunin í framtíðinni að byggja einnig félagsheimili og íþróttahús. Nýjagrunnskólabygg- ingin mun leysa af hólmi mjög gamla og úrelta skólabyggingu. Þrengsli hafa verið þar mjög mikil, gangur notaður sem kennslustofa svo eitthvað sé nefnt. Mikið hefur verið byggt í Hrís- ey að undanförnu. Þar hafa verið í byggingu 8 verkamannaíbúðir í 2 einbýlishúsum og þremur par- húsum og nú er að verða lokið tveimur af þessum íbúðum. Það er fyrirtækið Stuðlafell á Akur- eyri sem hefur reist þessi hús. Á síðasta ári var hafin bygging tveggja nýrra fiskvinnsluhúsa og viðbyggingu við frystihúsið. Ann- að af nýju húsunum er í eigu Birg- is Sigurjónssonar sem rekur út- gerð í féiagi við Smára Thorarens- en. Jóhann Sigurbjörnsson og fleiri Hríseyingar hafa reist hitt húsið. Bæði þessi hús eru nú til- búin til notkunar og byrjað að vinna í þeim. Þá er einnig verið að byggja við fiskvinnslustöð KEA, viðbygg- ingu á tveimur hæðum sem er um 400 fermetrar hvor hæð og er stutt þar til hægt verður að taka neðri hæðina í notkun. JH-Hrísey. íslenska samvinnuhreyfingin 100 ára: Kaffiveitingar í öllum kjörbúðum KEA Þann 20. febrúar nk. eru liðin 100 ár frá stofnun fyrsta sam- vinnufélagsins hér á landi, Kaupfélags Þingeyinga, og 80 ár frá því að kaupfélögin ís- lensku stofnuðu sín samtök, Samband íslenskra samvinnu- félaga, kaupfélögunum og fé- lagsmönnum þeirra til eflingar og hagsbóta. Þessara merku tímamóta munu samvinnumenn minnast með ýmsu móti á þessu ári. Sérstök samstarfsnefnd K.Þ. og Sam- bandsins annast undirbúning há- tíðarhaldanna, en hápunktur þeirra verður aðalfundur Sam- bandsins, sem haldinn verður dagana 18. og 19. júní nk. á Húsa- vík og sérstakur hátíðarfundur að Laugum í Reykjadal, sunnudag- inn 20. júní, sem opinn verður öll- um samvinnumönnum. Kaupfélögin um land allt og Sambandið munu gera margskon- ar afmælistilboð sem dreifast á af- mælisárið allt. Gert hefur verið sérstakt afmælismerki með kjör- orði ársins, sém er „Máttur hinna mörgu", og mun það skreyta búð- ir og auglýsingar samvinnuhreyf- ingarinnar þetta ár. Kaupfélag Eyfirðinga mun minnast afmælisins með því að bjóða félagsmönnum og við- skiptavinum upp á kaffiveitingar föstudaginn 19. febrúar kl. 3-6 e.h. í öllum matvöruverslunum félagsins á Akureyri og við Eyja- fjörð og í Vöruhúsi KEA. Sérstök afmælistilboð verða þennan sama dag í öllum kjörbúðum KEA á reyktu svínafleski, bjúgum og London-lamb framparti frá Kjöt- iðnaðarstöð KEA. Verða þessar vörur sérstaklega merktar „af- mælistilboð" og seldar með 20% afslætti. Síðar á árinu verða vænt- anlega fleiri slík tilboð. # ... að koma í veg fyrir fordóma í þessari viku hafa þær Helga Steffensen og Hallveig Thor- lacius sýnt börnum á Akur- eyri brúðuleikrit, en tilgangur- inn með sýningunni er að kynna ófötluðum börnum Iff og starf fatlaðra. S&S hafði það eftir nemanda sem sá sýninguna að hún hefði verið fræðandi og skemmtileg. Eftir því sem S&S komst næst voru félagar nemandans hon- um sammála. f síðasta tölu- blaði Dags greindu þær stöll- ur frá því að með sýningunni væri verið að reyna að koma í veg fyrir fordóma í garð fatl- aðra, en of lítið hefur verið gert af slíku undanfarin ár. Það ber því að þakka fyrir þessa sýningu og vona að framhald verði á starfi þeirra Helgu og Hallveigar. # Ðlárefur skotinn Fyrr í mánuðinum var skotinn blárefur í Kelduhverfi. Enginn veit hvaðan rebbi kom, en það er vitað að hann hefur ein- hvern tíma átt heima í refabúi. Fullyrt hefur verið að blárefur geti ekki lifað hér á landi - að veturinn gangi af þeim dauð- um fyrr en síðar. Það heyrði S&S að slíkar fullyrðingar gætu ekki staðist því ekki alls fyrir löngu hefðu menn fyrir vestan séð blárefslæðu f fylgd með alfslenskum ref. Ekkí hefði verið hægt að sjá annað en læðunni hefði liðið afskaplega vel. En það gerlr varla mikið til þótt einn og einn refur og minkur sleppi út úr búri, þvf þessi kvikindi eiga marga ættingja fyrir hér á landi og skiptir varla máli þótt bætist ögn við hópinn. # Aukabúgrein- ar íslenskir bændur hafa í seinni tfð velt fyrir sér hvaða auka- búgreínar geti veriö hag- kvæmt að taka upp. Sumfr bændur hafa einnig velt þeim möguleika fyrir sér að hætta með öllu f hinum hefðbundnu greinum og snúa sér alfarið að einhverju nýju. Það kemur Ifka fram f viðtali við Inga Tryggvason í blaðinu í dag, að hætta sé á, að bændur verði að minnka sauðfjár- stofninn, því kjetsala til Nor- egs hafi dregist saman. • Til fyrir- myndar Það er Ijóst að við óbreyttar aðstæður geta sveitirnar ekki tekið við mikið fleiri körlum og konum - því verður að leita nýrra leiða. Bændur, eða öllu heldur samtök þirra, hafa verið ótrauð við að athuga nýjungar og væri betur ef fleiri aðilar tækju vinnubrögð þeirra sér til fyrirmyndar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.