Dagur - 19.02.1982, Side 4

Dagur - 19.02.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Samvinna og samhjálp á lýðræðisgrundvelli „Það var hugsjón frumkvöðla samvinnuhreyf- ingarinnar, að hún mætti hasla sér völl á sem flestum sviðum íslensks athafnalífs. Þetta hef- ur hreyfingin gert. Það var hugsjón þeirra, að samvinnuhreyfingin mætti reka öfluga fræðslu- og upplýsingastarfsemi. Þetta hefur samvinnuhreyfingin gert í þeim mæli, að hennar fræðslu- og upplýsingastarfsemi er miklu víðtækari en nokkurra annarra frjálsra félagasamtaka í landinu. Það var hugsjón þeirra, að samvinnuhug- sjónin mætti hafa mótandi áhrif á þjóðfélagið allt. Þetta hefur ræst í miklu meira mæli en í fljótu bragði virðist. Sannleikurinn er sá, að samvinnuhugsunin nær langt út fyrir raðir hinnar eiginlegu samvinnuhreyfingar. Allt þjóðfélagið og þar með flestir stjórnmálaflokk- arnir eru mótaðir af lýðræðislegri samvinnu og samhjálp. Flest meiriháttar samtök í atvinnu- og efnahagslífi eru uppbyggð á samvinnu- grundvelli. Byggðastefnan er beinn afkom- andi samvinnuhugsjónarinnar, samvinna milli sveitarfélaga og héraða og þannig mætti lengi telja. Samvinna og samhjálp á lýðræðisgrund- velli; það er samvinnuhugsjón. “ Þannig kemst Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri og stjórnarformaður Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, að orði í viðtali við Dag í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni 100 ára afmælis samvinnuhreyfingarinnar á íslandi. Valur segir ennfremur í viðtalinu, að „sam- vinnuhreyfingin hafi átt ríkan þátt í viðhaldi byggðar í landinu. Hún starfar í fjölmörgum byggðum, sem einkareksturinn virðir ekki við- lits vegna ónógs markaðar fyrir hagnaðarsjón- armið sín. Þetta leiðir svo í ýmsum tilfellum til mótsagnarinnar um einokunaraðstöðu sam- vinnuhreyfingarinnar í viðkomandi byggðum, en við slíkum mótsögnum andstæðinga sam- vinnuhreyfingarinnar er í sjálfu sér ekkert að segja. Róleg yfirvegun hlýtur að gegnumlýsa blekkingarnar í slíkum mótsögnum. Það eru gerðar þær kröfur til samvinnufélag- anna að þau starfi í slíkum byggðum og við þeim kröfum vilja samvinnufélögin verða, enda eru þetta félög fólksins í viðkomandi byggðum. Á mörgum fleiri sviðum eru veru- lega meiri kröfur gerðar til samvinnuhreyfing- arinnar en til annarra. “ Síðar í viðtalinu segir Valur Arnþórsson: „Stefnumiðin eru í sjálfu sér alveg þau sömu og í öndverðu. Efnahagslegt og félagslegt réttlæti almenningi til handa er grunntónn samvinnuhreyfingarinnar. Baráttunni fyrir þeim verðmætum lýkur aldrei. Baráttan fyrir varðveislu efnahagslegs, menningarlegs og félagslegs sjálfstæðis íslendinga heldur áfram og tekur aldri enda. Þar vill samvinnuhreyf- ingin leggja styrka hönd á plóginn. “ gerð, var sá pappírsstafli, sem ég bar með mér heim, 1.125 gr. Hirti ég þó hvergi nærri allar þær skýrslur og plögg sem frammi lágu. Við getum þó huggað okkur með það Norðlendingar, að slfk- ar ráðstefnur geta orðið veruleg lyftistöng fyrir væntanlega papp- írsverksmiðju á Húsavík. Tilraun var gerð til að rök- ræða þær upplýsingar sem fram komu og draga af þeim ályktan- ír. Skemmst er frá að segja, að umræður lentu út um alla móa, enda var fundarstjórn mjög los- araleg. Ekkert samhengi var milli þess magns, sem fram var lagt af pappír, og niðurstaðna af ráðstefnunni. Framanritað er skrifað í nokkrum hálfkæringi en, öllu gamni fylgir þó alvara. Ljóst er, að verði ekki um verulega atvinnuuppbyggingu að ræða, verður annað tveggja, verulegur brottflutningur fólks eða atvinnuleysi í Norðlend- ingafjórðungi á næsta áratug. Norðlendingar verða að hafa frumkvæði um lausn þessa vanda. „Enginn hjálpar þeim sem ekki hjálpar sér sjálfur, nema ef vera skyldi iðnaðar- ráðuneytið." Sú ábyrgð hvílir á herðum stjórnmálamanna, að skapa þau ytri skilyrði að atvinnuvegirnir geti dafnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga og atvinnufyrirtækja verða að setja fram þær hugmyndir um sókn í atvinnumálum, skoðaþær og hrinda í framkvæmd því sem til heilla horfir. Þetta gerist ekki nema með markvissri umfjöllun og starfi. J.S. Undirritaður eyddi drjúgum tíma um síðustu helgi á atvinnu- málaráðstefnu Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Það er bæði hollt og sjálfsagt hverjum Norðlendingi, að eyða nokkrum tíma í að ígrunda þessi mál. Það er jú í atvinnumálunum sem skórinn kreppir að okkur Norðlendingum. Lítt ráðstefnureyndur maður, eins og ég er, vænti þess að bergja mikinn fróðleik úr visku- brunni þeirra sem þarna Iétu ljós sitt skína. Undir niðri hélt ég jafnvel að þarna gætu komið fram bita- stæðar hugmyndir um það hvernig Ieysa má aðsteðjandi vanda í atvinnumálum fjórð- ungsins. Mikil urðu vonbrigðin. Stjórn og skipulag ráðstefnunnar var í molum. Framsöguerindi gesta að sunnan voru flest illa unnin og mörg þannig flutt að þau voru ill skiljanleg. Erindi Norðlendinga voru undantekningarlítið miklu betri. Viðamikið talnaflóð, sem steypt var yfir ráðstefnugesti flæddi yfir alla bakka. Litlar tilraunir voru gerðar til að „matreiða" tölulegar upplýs- ingar þannig að þær mætti inn- byrða með góðu móti. Óhemju magni af pappír var útdeilt manna á meðal. Sam- kvæmt eldhúsvog af Soehnle- grömm Salka Jónas Jónasson: Valka Kæri Hermann! Það er langt síðan ég hef hrip- að þér línu úr Iðnóvíkinni hér við Tjörnina í Reykjavík, en nú er mikið um dýrðir. Leikfélag Reykjavíkur heldur hátíðlegt 85 ára afmæli sitt síðan 11. janúar sl., og ákvað leikhúsráð LR að fara í vettvangsgöngu á bygging- arstað Borgarleikhúss og gera úttekt á stöðunni í byggingamál- um félagsins, en það er skoðun Leikfélagsmanna að til þess að áætlun byggingaraðila eigi að geta staðist, verði borgaryfir- völd að auka fjárveitingar sínar til byggingarinnar frá því sem verið hefur. Það hefur verið tak- mark byggingaraðila að taka Borgarleikhúsið í notkun í ágúst 1986 á 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar, en um þær mundir verður byggingartíminn orðinn fullur áratugur - og verður ekki hjá því komist til samanburðar, að geta þess, að í framkvæmda- áætlun Reykjavíkurborgar árið 1976 var gert ráð fyrir, að bygg- ingu Borgarleikhúss lyki 1980- 81. Þannig mæltist Þorsteini Gunnarssyni m.a. í ávarpi á 8f ára afmælinu. Fimmtudaginn 28. janúar frumsýndi LR Sölku Völku eftir Laxness í ieikgerð Stefáns Bald- urssonar og Þorsteins Gunnars- sonar. Það var mikil og góð stemmning á frumsýningar- kvöldi, meiri en maður á að venjast, því oft er eins og eitt- hvað standi í frumsýningargest- um, bæði í Iðnó og Þjóðleikhús- inu. Þórunn S. Þorgrímsdóttir hefur gert leikmynd og búninga. Litla leiksvið Iðnó, sem mér finnst eiginlega alltaf vera að minnka, er nýtt til hins ýtrasta. Þar má finna heilt þorp með brimhljóði og mávasöng í fjöru, bryggju og saltfiskplani og versl- un Bogesens, stórhýsi hans sem stendur áreiðanlega uppi í hlíð- inni, smáhýsi fólksins, slorugar götur og fram í áhorfendasal hanga þorskhausar og í leiknum er saltfiskurinn sólþurrkaður og salurinn ilmar og við erum allt í einu partur af þessu lífi í sjávar- þorpi, en það .er löngu vitað að lífið er saltfiskur. Inn í þessa bráðgóðu leik- mynd raðar leikstjórinn, Stefán Baldursson, fólki sínu og gerir það af miklum listrænum þokka og leikendur, sem eru fjölmargir og fara sumir með mörg hlutverk, gera allir vel, sumir bráðvel. Guðrún Snæfríður Gísladóttir leikur Sölku Völku og kemur nú fram í fyrsta skipti á fjölunum í Iðnóvíkinni, en lék í fyrra í sýn- ingu LR á söngleiknum Gretti í Austurbæjarbíói. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Sig- urlínu, móður Sölku, Þorsteinn Gunnarsson leikur Steinþór, Jón Sigurbjörnsson er Bogesen og auðvitað mætti halda áfram og telja leikendur, en látum nú kyrrt. Það má kannski rífast um það hvort nóg sé komið af Laxness, en aðsókn að leikritum sem gerð hafa verið eftir sögum hans, bendir ekki til þess. Laxness á stórafmæli á þessu ári. Áhorfendur íslenskir eiga það til að rísa úr sætum í gleði sinni á sýningum eða tónleikum. Þeir gerðu það aldeilis á frumsýningu þessari. Litla leikhúsið var að rifna af lófataki og jafnvel brávó-um og endurnar sem lágu í lygnu tóku kipp og sundhlupu út um allan Tjarnarsjó meðan stjörnur leiksviðsins tóku við þakklæti og nóbelsskáld dansaði upp og niður sviðið að hneygja sig fyrir sínu fólki. Fólk á Óseyri við Axarfjörð var dálítið mikið á leið suður, ég legg til að þið fylgið því eftir og komið suður að sitja gleðistund í Iðnóvíkinni frægu, meðan sætt er í húsinu þar sem er framin leiklist í miklum mæli. Sé ykkur! jj 4 - DAGUR--19, febrúar 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.