Dagur - 19.02.1982, Page 5

Dagur - 19.02.1982, Page 5
„Ætli meginástæðan fyrír því að við fórum til Thailands hafi ekki verið súað okkur langaði til þess að sjá eitthvað nýtt. Við höfðum farið til Spánar og eins til Florída og okkur langaði til þess að sjá eitthvað sem væri öðruvísi en það sem á boðstólum er í hinum hefð- bundnu sólarlandaferðum,“ sagði Haukur Tryggvason, ungur Akureyringur sem fór í haust, ásamt konu sinni Stein- unni Jónsdóttur í ævintýra- ferð til Thailands. Ellen Sverrisdóttir var með þeim í ferðinni, en hún kom til Thai- lands tveimur dögum á eftir þeim Hauki og Steinunni. Pau flugu til Kaupmanna hafnar og fóru þaðan með dönsku ferðaskrifstofunni Globe- trotter til Thailands. Millilent var á Indlandi, en ferðin frá Kaupmannahöfn til Thailands tók um 14 klukkustundir. Við spurðum Hauk hvað hefði kom- ið honum mest á óvart þegar til Thailands var komið. „Allir una vel við sitt“ „Ætli það hafi ekki verið hvernig fólkið býr. Það er ekki hægt að segja að það eigi heima í húsum, þetta eru timburkofar, fjórir útveggir og þak, og nánast ekkert inni í þessum kofum ann- að en myndir af Búdda og af fjöl- skyldunni. Þá hafa margir sjón- varpstæki en um önnur húsgögn eða annað sem til þarf er ekki að ræða. Þetta fólk virðist eingöngu lifa til þess að hafa í sig og á, og því virðist bara líða vel. Það merkilega við þetta er að fólkið er mjög þrifalegt og virðist una vel við sitt. - Sástu þá ekki einnig mikið ríkidæmi? „Það er varla hægt að segja það, við sáum a.m.k. engin hús sem voru neinar villur. Hinsveg- ar sáum við hvernig hótelin eru, og á hótelinu sem við bjuggum á í Bangkok var geysilegur íburð- ur. Ég held að það hótel sé eitt af glæsilegustu hótelum í heimin- um. Öll húsgögn á herbergjun- um útskorin, baðherbergin úr marmara og þjónustan alveg stórkostleg. Allur borðbúnaður úr silfri, öll glös gulli slegin og áfram mætti telja. Þjónustan var alveg stórkostleg, margir þjónar við hvert borð og greinilega allt gert til þess að láta gestunum líða sem allra best“. Fimm og hálft tonn af gulli „Það var t.d. farið í eina könn- unarferð og skoðuð nokkur Búddamusteri, en af þeim er nóg í Bangkok. Meðal annars var komið í musteri þar sem heljarmikil stytta af Búdda trjónir yfir höfðum fólksins. Fyrrum var steinn utan um stytt- una, einhverjar tommur á þykkt. Árið 1953 var styttan flutt til, og var þá geymd úti eina nótt. Þá nótt ringdi mikið með þrumum og eld- ingum og varð regnið til þess að steinninn byrjaði að molna af styttunni. Þegar það gerðist kom í ljós að styttan var ekki stein- stytta eins og menn höfðu haldið, heldur var einungis steinhúð yst en þar fyrir innan var skíra gull, alls fimm og hálft tonn. Þessa styttu skoðuðum við og fannst auðvitað mikið til koma. Enginn veit með vissu hversu gömul styttan er, og ekki er nokkur leið að meta hana til fjár. Annars eru í öllum muster- unum einhverskonar styttur af Búdda þótt ekki séu þær eins mikilfenglegar og þessi“. Búdda færðar gjafir - Snýst líf fólksins mikið um Búdda? „Já, það snýst allt um trúna, og ef fólk eignast eitthvað þá gefur það musterunum það, fær- ir Búdda gjafir. Við sáum fólk gefa peninga og jafnvel svíns- hausa.“ Haukur, Steinunn og Ellen voru eina viku í Bangkok, en héldu síðan til Pattaya sem er strandbær um 150 km. frá Bangkok, og dvöldu þar í hálfan mánuð. „Pattayaergamaltfiski- þorp, en í Víetnamstríðinu upp- götvuðu Bandaríkjamenn þénn- an stað og sóttu þangað mikið sér til hvíldar og hressingar. Síð- an hefur hann þróast upp í það að vera vinsæll ferða- mannastaður, en bandaríkja- menn eru ekki sérlega vel séðir þar, karlmönnunum þykir þeir vera helst til djarftækir til kvenna heyrði ég sagt“. Búddalíkneskið, fimm og hálft tonn af hreinu gulli. Sá væri ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega sem ætti þetta. - Nú hefur eitthvað verið um það að íslendingar hafi ferðast til Thailands þótt það hafi ekki verið í mjög ríkum mæli, hittir þú ekki fólk sem ekki hafði séð íslendinga áður? „Jú, það gerðum við og fólk sem við hittum vissi ekki einu sinni að ísland væri til. Þegar við vorum að reyna að segja því að við værum frá íslandi sagði það alltaf: „já frá írlandi“ og fór síð- an að tala um óeirðirnar á N-írl- andi. Þegar við hittum aðra ferðamenn var annað uppi á ten- ingnum og allir fóru að tala um Norðmenn í heimsókn Talsvert var um ferðamenn frá Norðurlöndunum í Bangkok þegar Haukur, Steinunn og Ell- en voru þar, og þau kynntust m.a. sænsku pari þar sem var komið gagngert til þess að láta gifta sig og eyða hveitibrauðs- dögunum. „Við kynntumstþeim strax og við komum til Bangkok og þau voru síðan eina viku í Pattaya um leið og við á sama hóteli þar. Þau virtust vera eina parið sem var í þessari ferð, hitt fannst skrítið að sjá gestina, og var mikið hlegið að okkur þegar við stigum á land. Myndavélar hafði fólkið ekki séð áður og fannst þær vera skrítnar. Karl- mennirnir þarna hafa það ansi náðugt, dunda sér við að spila á götunum allan liðlangan daginn, en konurnar sjá um alla vinnu. Lífið þarna var furðulegt. Matseld virðist t.d. þannig hátt- að að eldað er úti á gangstéttun- um eitthvert gums, og þar borð- ar fólkið. Það virtist ekki þekkj- ast að borðað væri heima hjá sér!“ Ævintýraferð til Thailands: V.SróM* var mikið einhleypir karlar sem voru þarna í ákveðnum erinda- gjörðum. T.d. komu þarnafjór- ir Norðmenn saman. Þeír voru að koma í fimmta skiptið og var tekið á móti þeint á flugvellin- um. Eftir að við komum til Pattaya var farið í nokkrar skoðunar- ferðir þaðan. Meðal annars heim- komum við til eyju einnar, en sóknir hennar til Norðurland- þar hafa ferðamenn ekki sést áður. Var greinilegt að fólkinu Vigdísi forseta og Tveir bflar í eyjunni „í eyjunni eru tveir bílar, litlir pallbílar, og vegurinn er svo mjór að þeir geta ekki mætst. Við fórum í öðrunt þessum bíl í ökuferð og það vakti athygli okkar að bílstjórinn þandi alltaf flautuna þegar hann ók framhjá fólki. Okkur fannst þetta skrítið og höfðum orð á þessu við leið- sögumanninn sem var með okk- ur og sagði hann að þetta væri einungis gert til þess að skemmta fólkinu. Það skemmti sér svo sannarlega yfir þessu og við höfðum auðvitað gaman af.“ Við spurðum Hauk að því í lokin hvort hann myndi vilja ferðast aftur til Thailands. „Ég held varla. Það var þó mjög gaman að koma þarna og sjá þessa veröld sem er svo gjörólík öllu sem við þekkjum, en ég held að það sé alveg nóg að fara einu sinni. En það sem kom manni mest á óvart var hvað fólkið virtist vera nægjusamt og vera ánægt með lífið“. Haukur, Steinunn og Ellen sest að veislumat á matsölustað. Þannig býr fólkið. Fjórir veggir og stráþak og inni eru einungis myndir af Búdda og fjöl- skyldufólkinu. 1ð. VátiftiáT 1'982 - DÍAGÚR - 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.