Dagur - 19.02.1982, Síða 10
Dagbók
Hvað er hægt að gera?
Skíði: Skíðamiðstöðin í Hlfðarfjalli
verður opnuð í byrjun janúar verði
nægur snjór. Lyfturnar eru opnar
alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.45,
nema þriðjudaga og fimmtudaga til
klukkan 21.45. Eftir 15. febrúar
verður einnig opið fyrir hádegi. Um
helgareropiðkl. 10.00 til 17.30. Veit.
ingasala alla daga kl. 9.00 til 22.00.
Sími Skíðastaða er 22930 og 22280.
Sund: Sundlaugin er opin fyrir al-
menning sem hér segir: Mánudaga til
föstudaga kl. 07.00 til 08.00, kl.
12.00 til 13.00 og kl. 17.00 til 20.00,
faugardaga kl. 08.00 til 16.00 og
sunnudaga kl. 08.00 til 11.00. Gufu-
bað fyrir konur er opið þriðjudaga
og fímmtudaga k 1.13.00 til 20.00 og
laugardaga kl. 08.00 til 16.00. Gufu-
bað fyrir karla er opið mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 13.00
til 20.00 og sunnudaga kl. 08.00 til
11.00. Kennsla í sundi fyrir karla og
konur er í innilauginni á fimmtudög-
um frá kl. 18.30 til 20.00, kennari er
Ásdís Karlsdóttir. Síminn er 23260.
Skemmtístaðir
Hótel KEA: Sími 22200.
H100: Sími 25500.
Smiðjan: Simi 21818.
Sjúkrahús
og heilsugæslustöðvar
Sjúkrahúsið á Akureyri: 22100.
Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20.
Heilsugæslustöð Dalvíkur: 61500.
Afgreiðslan opin kl. 9-16. Mánud.,
fimmtud. ogföstud. kl. 9-12.
Sjúkrahús Húsavikur: 41333.
Heimsóknartími: kl. 15-16 og 19-
19.30.
Sjúkrahús Siglufjarðar: 71166.
Heimsóknartími kl. 15-16
og 19-20.
Heilsugæslustöð Þórshafnar: 81215.
Héraðslæknirinn, Ólafsfirði.
Læknastofa og lyfjagreiðsla: 62355.
Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: 5270.
Heimsóknartími: 15-16 og 19-19.30.
Héraðshæli Austur-Húnvetninga:
4206, 4207. Heimsóknartími alla
daga kl. 15-16 og 19.30-20.
Læknamiðstöðin á Akureyri: 22311.
Opið 8-17.
Lögregla, sjúkrabflar
og slökkviliðið
Akureyri: Lögregla 23222, 22323.
Slökkvitið og sjúkrabíll 22222.
Húsavik: Lögregla 41303, 41630
Sjúkrabíll 41385. Slökkvilið 41441.
Brunasími 41911.
Dalvík: Lögregla 61222. Sjúkrabíll,
á vinnustað 61200 (Eiríkur), heima
61322.
Ólafsfjörður:Lögregla og sjúkrabíll
62222. Slökkvilið 62115.
Siglufjörður: Lögregla og sjúkrabíll
71170. Slökkvilið 71102 og 71496.
Sauðárkrókur: Lögregla 5282.
Slökkvilið 5550.
Blönduós: Lögregla 4377.
Raufarhöfn: Lögregla 51222, heima
51232.
Hvammstangi: Slökkvilið 1411.
Þórshöfn: Lögregla 81133.
Bókasafnið á Ólafsfirði:Opið alla
virka daga frá kl. 16 til 18, nema
mánudaga frá kl. 20 til 22. Bóka-
vörður er Erla.
Bókasafnið á Raufarhöfn hefur nú
opnað aftur á Aðalbraut 37 jarðhæð.
Það er opið á miðvikudögum kl.
20.00 til 22.00 og á laugardögum kl.
16.00 til 18.00. Starfsmaður er Marta
Guðmundsdóttir.
Apótek og lyfjaafgreiðslur
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek:
Virka daga er opið á opnunartíma
búða. Apótekin skiptast vikulega á
um að sinna kvöld-, nætur- og helgi-
dagavörslu. Á kvöldin er opið í því
apóteki sem sér um þessa vörslu til
kl. 19ogfrákl. 21-22. Áhelgidögum
eropiðfrákl. 11-12,15-16 og 20-21.
Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á
bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í
síma 22445.
Hvammstangi, lyfsala: 1345.
Siglufjörður, apótek: 71493.
Dalvíkurapótek: 61234.
Sjónvarp um helgina
FÖSTUDAGUR19. FEBRÚAR
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Á döfinni.
20.50 AUt i gamni með Harold Lloyd.
Syrpa úr gömlum gamanmyndum.
21.15 Fréttaspegill.
21.50 X. Reykjavflrurskákmótið.
Skákskýringarþáttur.
22.05 Poppað á síðkvöldi.
Þýskur poppþáttur með fjórum
þekktum hljómsveitum, m.a. For-
eigner og Meatloaf.
Þýðandi: Veturliði Guðnason.
01.25 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR 20. FEBRÖAR
16.30 íþróttir.
18.30 Riddarinn sjónumhryggi.
Þrettándi þáttur.
Spænskur teiknimyndaflokkur.
Þýðandi: Sonja Diego.
18.55 Enska knattspyman.
Umsjón: Bjami Felixson.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 X. Reykjavikurskákmótið.
Skákskýringarþáttur.
20.50 Shelley.
Sjötti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur.
Þýðandi: Guðni Kolbeinsson
21.15 Sjónminjasafnið.
Þriðji þáttur.
Dr. Finnbogi Rammi, forstöðu-
maður safnsins, bregður upp
gömlum myndum i léttum dúr.
21.50 Furður veraldar.
Fjórði þáttur. Leitin að apamann-
inum.
Framhaldsmyndaflokkur um
furðufyrirbæri.
Leiðsögumaður: ArthurC. Clarke.
Þýðandi: Ellert Sigurbjömsson.
22.15 Háskaför.
(Cheyenne Autumn)
Bandarisk bíómynd ffá árinu
1964.
Leikstjóri: John Ford. Aðalhlut-
verk: Richard Widmark, Carroll
Baker, Karl Malden, Dolores del
Rio, Sal Mineo o.fl.
Myndin fjallar um hóp Indíána,
sem býr við bág kjör á vemdar-
svæði í Oklahoma árið 1978. Þeir
ákveða að flýja til sinna fyrri heim-
kynna í Wyoming í stað þess að
bíða bóta, sem stjómvöld höfðu
lofað þeím fyrir löngu. í myndinni
koma við sögu tvær þekktar hetjur
villta vestursins, þeir Wyatt Earp
og Doc Holliday.
Þýðandi: Bjöm Baldursson.
00.35 Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR 21. FEBRÚAR
16.00 Sunnudagshugvekja.
Dr. Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir,
flytur.
16.10 Húsið á sléttunni.
Sautjándi þáttur. Dýrmæt gjöf.
Þýðandi: Óskar Ingimarsson.
17.00 Óeirðir.
Þriðji þáttur. Aðskilnaður.
í þessum þætti er fjallað um skipt-
ingu írlands, ástæður hennar og
greind þau vandamál, sem
Norður-frland hefur átt við að
striða frá stofnun þess fram á
sjötta áratug þessarar aldar.
Þýðandi: Bogi Amar Finnboga-
son.
Þulur: Sigvaldi Júliusson.
18.00 Stundin okkar.
í þættinum verður rætt við Hjalta
Jón Sveinsson, sem starfar við úti-
deild Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur, Þuriði Jónsdóttur,
félagsráðgjafa og fleira fólk um
„sniffið“ svokallaða. Þá verður
sýnt brúðuleikritið „Bína og
Matti". Brúðugerð: Helga Steff-
ensen. Raddir: Sigriður Hannes-
dóttir og Helga Steffensen. Þá
verður krossgáta í þættinum.
Bryndis, Þórður og krakkamir,
sem sitja heima, leysa krossgátu i
sameiningu. Einnig verður teikni-
myndasagan „Gunnjóna" eftir
Ingibjörgu Siginrðardóttur. Mynd-
imar teiknaði Brian Pilkington, en
undirleik annast Stefán Clark. í
lok Stundarinnar okkar talar
Bryndis við ónafngreindan mann
um reynslu hans af vimugjöfum.
Umsjón: Bryndís Schram.
Stjóm upptöku: Elin Þóra Frið-
finnsdóttir.
18.50 íþróttir.
Myndir frá Evrópumeistaramót-
inu í parakeppni á skautum.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingarogdagskrá.
20.35 X. Reykjavíkurskákmótið.
Skákskýringarþáttur.
20.50 Sjónvarp nætu viku.
Umsjón: Magnús Bjamfreðsson.
21.05 Likamlegt samband í Norður-
bænum.
Sjónvarpsleikrit eftir Steinunni
Sigurðardóttur.
Leikstjóri: Sigurður Pálsson.'
Aðalhlutverk: Margrét Guð-
mundsdóttir, Baldvin Halldórs-
son, Edda Björgvinsdóttir, Mar-
grét Helga Jóhannsdóttir og Pétur
Einarsson.
Kona í Norðurbænum er hætt
komin af tækjaástríðu í örvænting-
arfullri tilraun að finna lífsfyllingu.
Þar kemur, að tengslin við vem-
leikann, eiginmann og dóttur em
að rofna. Tæknidraumurinn stig-
magnast: Bíll skal það vera. Þar
fór hún yfir strikið. Nú tekur
spítalinnvið...
Stjóm upptöku: Viðar Vfldngsson.
Leikmynd: Baldvin Bjömsson.
Myndataka: Vilmar Pedersen.
Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason.
21.15 Fortunata og Jacinta.
Fimmti þáttur.
Spænskur framhaldsmyndaflokk-
ur.
Þýðandi: Sonja Diego.
23.05 Dagskrárlok.
Richard Widmark og Carroll Baker í laugardagsmynd Sjónvarpsins „Cheyenne“.
„Líkamlegt samband
í Norðurbæmim“
- Spjallað við Steinunni Sigurðardóttur
rithöfund um verk hennar sem
sjónvarpið frumsýnir nk. sunnudagskvöld
„Ég byrjaði að skrifa þetta
sjónvarpsleikrit 1979 eða
1980. Það kom þannig til að
Sjónvarpið hélt námskeið
fyrir rithöfunda þar sem veitt
var tilsögn í gerð sjónvarps-
leikrita og þá byrjaði ég að
skrifa þetta. Upptökur á leik-
ritinu drógust nokkuð, en það
var gengið frá handritínu í
endanlegri gerð sl. vor og
sumar,“ sagði Steinunn Sig-
urðardóttir í samtali við Dag,
en á sunnudagskvöld verður
frumsýnt í Sjónvarpinu leikrit
hennar „Líkamlegt samband í
Norðurbænum“.
- Er þetta fyrsta verkið sem
þú skrifar fyrir Sjónvarp?
„Já, það er það. Mér hefur
fundist spennandi að glíma við
þetta, þó að vísu sé erfitt að
byrja á nýju formi. Mitt gamla
góða form er jú ljóðið, ég byrj-
aði á að skrifa ljóð og hef mesta
æfingu í því, og ég get alveg
viðurkennt það að það er dálítið
erfitt að byrja svona á nýjum
hlut.“
- Um hvað fjallar þetta verk
þitt?
„Það fjallar um húsmóður í
einhverjum óskilgreindum
Norðurbæ, sem er með kaup-
æði, sem bundið er kaupum á
heimilistækjum. Hún fóðrar
þetta kaupæði með því að hún sé
að fjárfesta, því verðbólgan sé
svo mikil og gengið fellt svo ört.
Hún telur sig vera að hugsa um
framtíðina. Hún á nokkrar
hrærivélar, nokkrar ryksugur og
fleira í þeim dúr, og allt kemur
þetta illa við fjárhag heimilisins
og lýsir sér m.a. á þann hátt að
heimilisfólkið fær ekki nógu gott
að borða. Þar kemur að tekið er
í taumana af heimilisfólkinu,
konan bíður skipbrot og síðari
hluti verksins rekur það nánar.“
- Nú hefur þú séð leikritið,
ert þú ánægð með útkomuna?
Um
dagskrána
„Já ég er það, og ég get sagt
það með góðri samvisku, því ég
á ekki svo mikið í henni þótt ég
hafi skrifað handritið. Það er
ekki nema að örlitlu leyti hægt
að taka það sem sjálfshól. Þú
mátt segja að ég sé að minnsta
kosti ánægð með það sem aðrir
hafa gert fyrir þetta verk.“
- Nú vekur flutningur ís-
lcnskra leikrita í sjónvarpi ávallt
mikla athygli og umtal, hvernig
leggst það í þig?
„Ég hlakka til að heyra hvað
fólk hefur um þetta að segja. Ég
held að þetta sé nokkuð óvenju-
legt Ieikrit, ekki beinlínis efnið,
heldur einnig þær vinnuaðferðir
sem viðhafðar voru við gerð
leikritsins.“
Og þá er bara að koma sér í
góðan stól, fyrir framan sjón-
varpstækið nk. sunnudagskvöld
og fylgjast með „líkamlegu sam-
bandi í Norðurbænum“.
gk~-
10 - DAGUR -19. febrúar 1982