Dagur - 26.02.1982, Blaðsíða 2
Lesendahomið
Vægi á eldhúsvog
í síðasta Helgar-Dag ritaði Jón
Sigurðarson, einn aðstoðar-
framkvæmdastjóra hjá Iðnaðar-
deild Sambandsins, grein, er
hann nefndi 1125 grömm. Grein
þessi er rituð vegna setu hans á
ráðstefnu Fjórðungssambands
Norðlendinga, um atvinnumál á
Norðurlandi. Nokkurs misskiln-
ings gætir hjá greinarhöfundi um
tilgang og uppbyggingu ráð-
stefnunnar. Nauðsynlegt er
vegna lesenda Dags að leiðrétta
þá mynd, sem greinarhöfundur
bregður upp í grein sinni. í þann
mund, sem Fjórðungsþing kom
saman á Húsavík í byrjun sept-
ember s.l. héldu forráðamenn
Sambandsverksmiðjanna
mikinn fund, þar sem atvinnu-
leysisvofan blasti við sjónum
máttarvalda landsins. Um þetta
leyti bárust þær fréttir úr her-
búðum byggingamanna, að
komandi vetur boðaði samdrátt
1 byggingaframkvæmdum og
atvinnuleysi byggingamanna.
Samtímis bárust þær fréttir að
loka þyrfti flestum prjóna og
saumastofum á Norðurlandi.
Talað var um yfirvofandi
rekstrarstöðvun í fiskiðnaði.
Á Fjórðungsþingi var það mál
manna, að margt benti til
atvinnuleysis á þessum vetri.
Með tilliti til þess, og að hér var
um sameiginlegt vandamál að
ræða, var þessi ákvörðun fjórð-
ungsþings að boðað yrði til út-
tektarráðstefnu um atvinnumál
á Norðurlandi. Ráðstefna þessi
skyldi haldin í samstarfi við þær
stofnanir, sem láta sig varða
atvinnu- og byggðaþróun, og í
samvinnu við aðila vinnumark-
aðarins. Sveitarfélögin skyldu
krafin um skýrslur um
atvinnuástand og horfur.
Fyrir ráðstefnunni lágu grein-
argerðir frá 18 þéttbýlissveitar-
félögum á Norðurlandi. Enn-
fremur skýrslur um þróun
atvinnumarkaðarins og um
væntanlega mannaflaþróun.
Greinarhöfundur bendir á, að
sum framsöguerindin hafi verið
léttvæg. Undantekning er erindi
Jönasar Bjarnasonar, um ný-
ungar í fiskmetisiðnaði. Hlið-
stæðar hugmyndir komu ekki
fram hjá þeim, sem fást við
ullar-ogskinnaiðnað. Skýringin
er augljós. Þessi ráðstefna átti
að vera úttektarráðstefna á ríkj-
andi ástandi. Hún átti ekki að
vera innræatingaráðstefna fyrir
ákveðnar lausnir í atvinnumál-
um.
Niðurstöður ráðstefnunnar
voru þessar: Atvinnulífið er við-
kvæmara á Norðurlandi, en í
öðrum landshlutum og meiri
hætta á atvinnuleysi. Niðurstöð-
ur greinargerða sveitarfélaga
voru að iðnaður sé töfraorðið í
atvinnumálum. Viðurkennt var
að bættur rekstrargrundvöllur
atvinnuveganna er undirstaða
vaxandi atvinnuþróunnar. Enda
þótt ráðstefnunni væri ekki æt-
lað að ræða um afmarkaða kosti
í atvinnumálum var hins vegar
öllum heimilt, sem bjuggu yfir
slfkum úrræðum að vekja máls á
þeim. Eins og jafnan var minna
um slík innlegg.
Það er áform Fjórðungssam-
bandssins að vinna upp úr niður-
stöðum ráðstefnunnar drög að
stefnu í atvinnumálum í samráði
við fulltrúa vinnumarkaðarins,
sem lögð verði fyrir næsta Fjórð-
ungsþing. Vafalaust þarf að
halda marga samráðsfundi með
atvinnuaðilum til undirbúnings
þessu verkefni, en þá verður fast
leitað eftir því við sérfróða menn
í atvinnurekstri að þeir bendi á
atvinnukosti, sem hafi aukið
vægi á eldhúsvog norðlensks
atvinnulífs. Það væri vel, ef ráð-
stefna þessi hefði gildi fyrir
framgang ágætra mála eins og
pappírsverksmiðju á Húsavík.
Slíkar hugmyndir hafa oftast
fæðst hjá ahugamönnum og í
sveitarstjórnum m.a. komið
fram . í greinargerðum um
atvinnumál.
Þetta gefur greinargerðum
þessum gildi, þótt þær séu ekki
þyngdarinnar virði vegnar á eld-
húsvog sumra okkar bestu
manna. Það sem á vantar er að
hæfustu menn á Norðurlandi,
leggjast á árarnar með öllum
okkur hinum, sem af veikum
mætti og með pappírsflóði reyn-
um að finna atvinnuúrræði fyrir
norðlenska byggðaþróun, sem
hefur aukið vægi á eldhúsvog
norðlenskrar byggðaþróunar á
komandi tíma.
Áskell Einarsson,
framk væ mdarstj óri
Fjórðungssambands
Norðlendinga.
í orðastað Periu
Fjórhjóladrifnar dráttarvélar
70 og 90 ha.
Kynnið ykkur verð og kosti
BELARUS
Gudbjörn Guðjónsson
heildverslun
Kornagarði 5 — simi 85677.
í tilefni af lesendabréfi
„Hundavinar“ í síðasta Helg-
arblaði hefur verið óskað að
eftirfarandi verði birt:
Ég er tík sem heitir Perla og
dó síðast liðið sumar á afmælis-
degi mínum. Línur þessar
skrifar hann húsbóndi minn í
gegnum mig. Hvernig ég fékk
hann til þess verður ekki reynt
að skýra hér, að öðru leyti en
með málshættinum gamal-
kunna, „Á milli manns og hunds
og hests liggur leyniþráður.“
Það skiptir heldur ekki máli,
heldur ástæðan sem að baki
liggur.
Eg leit sem sé yfir öxlina á
honum í dag þegar Dagur kom,
eins og oft áður, nema nú voru
blöðin tvö í einu. Þetta voru
voða fín blöð - annað í tilefni
100 ára afmælis samvinnuhreyf-
ingarinnar, með fallegar myndir
og ennþá fallegri orð forystu-
manna hreyfingarinnar, innan
um alla vega litar síðurnar. Hitt
var Helgar-Dagur og strax á
annarri síðu var líka þessi fína
mynd af mér með hvolpakrúttin
mín af öðru goti, og tilskrift
með, undirskrifuð af hundavini.
Þarna var auðvitað minningar-
grein um mig loks komin -
fallega hugsað! Og nú fórum við
að lesa - hann beint upp úr blað-
inu, en ég óbeint, úr svipbrigð-
um hans. En það er skemmst af
því að segja, að fegurðina tók
fljótt af. Svo mikið er víst að
þarna var hvorki um minningar-
grein um mig né aðra hunda að
ræða, heldur ömurlegan vitnis-
burð um takmarkaleysi mann-
legs skilningsleysis. og gervi-
mennsku.
. „Hundavinurinn“ svonefndi,
hefur greinilega ekki hugmynd
um tilurð leyniþráðarins áður-
nefnda, a.m.k. ekki milli manns
og hunds og því síður að hann
skilji eðli hans eða þýðingu.
Vonandiá hann það eftir. Án
þess að ég ætli að fara að útskýra
þetta samband fyrir honum í
smáatriðum er óhjákvæmilegt
að reyna að upplýsa svo fávísa
sál um eftirfarandi:
Ég neita því ekki að gaman
var að fara út í sveit, en þó því
aðeins að húsbændur mínir væru
meðferðis. Án þeirra var ekkert
umhverfi til.
Ég er viss um að mig hryllir
meira við tilhugsuninni um við-
skilnað við þau, en „hundavini“
við öllum heimsins hundaskít, -
jafnvel eftir sunnudagssteikina.
Hann getur setið að tafli undir
hvaða ljósastaur sem er upp á
það!
Á hinn bóginn er ég því fegin
að þau ætla ekki að fá sér annan
hund í bænum, ekki af því að ég
gæti ekki unnað þeim þess, og
ekki heldur vegna þess að þau
séu búin að fá nóg af okkur
hundum. Er mér nær að halda
að þau séu búin að fá nóg af hin-
um „hundunum,“fingurfettandi
mannhundum, sem liggur við
drukknun ofan í ímynduðum
þekkingabrunni um sálarlíf okk-
ar sannverðugra hunda.
í ljósi orða „hundavinar“
sárnaði mér fyrir hönd hús-
bænda minna, sjálfrar mín og
saklausra hvolpanna, og einnig
fyrir hönd Erlings Davíðssonar,
raunverulegs hundavinar og
fyrrverandi ritstjóra Dags, sem
fékk ljósmyndara blaðsins þá,
fyrir einum 10 árum, til þess að
taka af okkur þessa mynd.
Áhugi hans var vakinn til þess,
þegar hann fréttri af stoltri og
hreinræktaðri Labrador-fjöl-
skyldu í bænum, enda voru þær
ekki margar þá hérlendis, þótt
ég segi sjálf frá. Þá var ánægjan
óblandin að komast í blöðin.
Er því vinsamlega komið á
framfæri við núverandi ritstjóra
Dags, sem ég ætla ekki svo illt að
hafa þekkt forsögu málsins og
myndirnar, að hann sjái svo um,
að minningin um okkur saurgist
ekki frekar en orðið er með
þessum hætti. Slíku fær hann
best forðað með því, að láta svo
lítið að fá húsbændum mínum
myndina til eignar og umráða
við fyrsta tækifæri.
Með hinstu kveðju,
Perla.
2 -QAQURWZ