Dagur - 26.02.1982, Blaðsíða 11
Paul Wedden,
Víðþekktur jassleikari
heimsækir Akureyri
Paul Weeden, víðkunnur
jass-gítarleikari, heimsækir
Island í fyrsta skipti um næstu
mánaðamót. Hann leikur á
tónleikum og skemmtunum,
og leiðbeinir á námskeiðum,
bæði á Akureyri og í Reykja-
vik í rúman hálfan mánuð.
Paul hefur leikið inn á margar
hljómplötur og á tónleikum með
ýmsum frægum jass-leikurum
og söngvurum, t.d. Sonny Stitt,
Gene Ammons, Jimmy Smith,
Nancy Wilson, Coleman
Hawkins, Lou Bennett og Art
Framer. Hann hefur leikið á
tónleikum og jasshátíðum á
fjölmörgum stöðum í fjórum
heimsálfum, og komið fram sem
einleikari með útvarps - jass-
hljómsveitum, bæði í Berlín,
Stokkhólmi, Osló og víðar.
Hann lauk B.A.-prófi ítónsmíð-
um og útsetningúm við tónlistar-
háskólann í Chicago, en hafði
áður stundað nám í gítarleik og
tónsmíðum við New York tón-
listarakademíuna og Landin
School of Music í Philadelfíu.
Paul Weeden er nú búsettur í
Osló og hefur á síðustu árum
kennt á námskeiðum og haldið
tónleika víða um Noreg og einn-
ig í nágrannalöndunum, og er
hann mikill áhrifamaður í jasslífi
Norðmanna, og í því sambandi
hefur hann hlotið heiðursvið-
urkenningu norsku menning-
armiðstöðvarinnar, Oslóborgar
og jasshátíðarinnar í Harstad.
A Akureyri dvelur Paul 1,-
8.mars, og kennir á námskeiði á
vegum Tónlistarskólans og
Tónlistarfélagsins. Einnigleikur
hann opinberlega á KEA. í
Reykjavík kennir Paul á nám-
skeiði á vegum Tónskóla FÍH og
leikur á skemmtistöðum og
klúbbum, en nánar verður
greint frá því síðar.
Töfra-
maöur
og eld-
gleyplr
Breski skemmtikrafturinn
Nicky Vaughan mun
skemmta gestum í H-100 á
Akureyri næstu vikurnar.
Hann kemur fyrst fram þar
l.mars og verður á fjölunum í
Há-inu í hálfan mánuð.
Vaughan þessi þykir sérstak-
lega snjall töframaður, og kem-
ur gestum á óvart með
skemmtilegum brellum á milli
þess sem hann ræðir málin við
gestina. Pað fer hann létt með,
enda taiar hann hvorki fleiri né
færri en 30 tungumál.
Frægastur er Vaughan þó fyrir
það er hann gleypir eld, en það
leikur hann í hvert skipti er hann
kemur fram. Héðan kemur
Vaughan frá London þar sem
hann er mjög vinsæll skemmti-
kraftur, og frá Akureyri heldur
hann í dýrðina í Hollywood og
Brodway.
Nicky Vaughan,
Borgarbíó
Borgarbíó á Akureyri sýnir í
kvöld kl. 11 harðsoðna hroll-
vekju sem ber heitið „Föstu-
dagur 13.“ í aðalhlutverkum
eru Betsy Palmer, Adrienne
King og Jeannine Taylor.
Á næstunni sýnir Borgarbíó
þrjár myndir. Það eru „Hætt-
uspil,“ gamanmynd með Walter
Matthau, Julie Anddrews og
Tony Curtis í aðalhlutverkum. -
Þá er myndin „Önnur tilraun,“
með Burt Reynolds og Jill-
Clayburgn í aðalhlutverkum og
loks myndin „Litlar hnátur.“
bráðfyndin mynd sem allstaðar
hefur fengið mjög góðar viðtök-
ur. í aðalhlutverkum þareruTa-
tum ONeill, Kristy McNichol og
Armand Assante.
Nýja bíó
Nýja bíó á Akureyri sýnir í
kvöld, annað kvöld og kl. 5 og
9 á sunnudag, bandarisku
myndina „Góðir dagar gleym-
ast ei“, en þessi mynd var
jólamyndin í Stjörnubíó.
Hvernig bregstu við þegar fyrr-
verandi eiginmaður konu þinnar er
ákærður fyrir bankarán og hann
ákveður að fela sig undir hjóna-
rúminu þínu?
Höfundur handritsins, Neil
Simon sannar enn einu sinni snilli
sína með þessari skemmtilegu
mynd.
f aðalhlutverkum eru Goldie
Hawn, Chevy Chase og Charles
Grodin.
Chevy
Chase
Goldie
Hawn
Charles
Grodin
Noil Simon’s
9eems LkeOdTímeb
G. Erla í
Rauða hústnu
Laugardaginn 27. febrúar nk.
mun G. Erla Geirsdóttir opna
sýningu í Rauða húsinu.
G. Erla stundaði nám í Mynd-
listar- og handíðaskóla íslands á
árunum 1971-1976. Þá hélt hún
utan til Amsterdam og var þar
við nám í Akademíu til ársins
1980.
Hún hefur áður haldið þrjár
einkasýningar, auk þess sem
hún hefur tekið þátt í mörgum
samsýningum hér og í útlönd-
um.
G. Erla er starfandi myndlist-
armaður í Reykjavík. Sýningin í
Rauða húsinu hefst, sem fyrr
segir, þ. 27. febrúar klukkan
fjögur. Hún stendur til sunnu-
dagsins ó.mars og er opin dag-
lega frá 16-20.
Kennsla í hugleiðslu
og andlegri heimspeki
Alþjóðlegu yogasamtökin,
Ananda Marga, gangast fyrir
kennslu í hugleiðslu og and-
legri heimspeki, Tantra Yoga,
laugardaginn 27. febrúar
kl.16 að Eiðsvallagötu 18.
Markmið Ananda Marga er
að vinna að alhliða þroska ein-
staklings og samfélags. Starf-
semi samtakanna byggist eink-
um á sjálfboðavinnu á frjálsum
framlögum.
Kennsla í andlegum fræðum
samtakanna er öllum opin og
ókeypis. Kennari á námskeiðinu
á laugardaginn verður dídí
Susam frá Filipseyjum. Allir eru
velkomnir.
A skíði um helgina
Það ætti nú raunar ekki að
þurfa að minna fólk á að eitt
það æsilegasta og skemmti-
legasta sem hægt er að gera
um helgina er að fara á skíði í
Hlíðarfjali.
Þar er nú nægur snjór, eins og
best sést með því að beina aug-
um í vesturátt frá Akureyri.
Margir virðast láta snjóleysi í
bænum blekkja sig. Veðurfar
þar uppfrá er allt annað en á
láglendinu og sjaldan hefur ver-
iö þar eins gott skíðafæri - og
aldrei undanfarin ár.
Þá má minna Siglfirðinga, Ól-
afsfirðinga, Dalvíkinga, Hús-
víkinga og fleiri á að nýta sér
þessa frábæru skemmtan í sín-
um heimabyggðum. Allir á
skíði!
Opið prófkjör
Alþýðuflokksins um skipan sex efstu sæta á fram-
boðslista flokksins til bæjarstjórnakosninga í maí
nk., verður haldið í Alþýðuhúsinu á Akureyri,
sunnudaginn 28. febrúar frá kl. 9.00 til 19.00.
Kosningarétt hafa allir, 18 ára og eldri,
sem ekki eru flokksbundnir í öðrum
flokkum.
Kjörstjórn.
26.. febiuar 1982- DAGUR -11