Dagur - 26.02.1982, Side 5

Dagur - 26.02.1982, Side 5
f '™ .. .... . , . „Ég hef alltaf litið á Akureyri sem vinnustað“ — segir Gunnlaugur Torfason málarameistarí sem búið hefur í bænum í tæp 50 ár „Ég byrjaði að mála 1934 og það fer að styttast í það að ég sé búinn að mála í hálfa öld“ sagði Gunnlaugur Torfason málara- meistari á Akureyri, er við spjölluðum við hann örstutta stund yfir kaffiboUa á dögun- um. Gunnlaugur er kominn vel yfir sjötugt, nánar tíltekið 72 ára, en hann gengur að vinnu hvern dag og virðist ekkert vera farinn að gefa eftir þótt hann sé búinn að handleika pensilinn í tæpa hálfa öld. „Það voru 16 starfandi málarar hér í bænum þegar ég byrjaði. Það vantaði hinsvegar alveg að næg atvinna væri fyrir þennan mann- skap allt árið. Það má segja að það hafi verið algjört hörm- ungarástand í þessu, maður gat reiknað með atvinnuleysi frá miðjum nóvember og fram á vor. Það var alls ekki reiknað með vinnu á þessum tíma“. - Hvað gerðu málarar þá á vet- urna? „Ég var í skólanum á veturna fyrstu árin. Hins vegar var það þarinig, að þeir sem verst voru settir fengu vinnu í tunnuverk- smiöju sem var hér, hálfsmánaðar skammt eða svo. Ég vissi til þess að málarar fóru í það, en ég vissi aldrei til þess að þeir færu í atvinnubótavinnuna á Klöppun- um norðan við þar sem íþrótta- völlurinn er núna, en þar var unn- ið við grjótmulning. Þessi fjögur ár sem ég var að læra hafði Hall- grímur Kristjánsson málari, mig og annan málara í vinnu, og þriðja manninn svona í ígripum og þessi fjögur ár sem ég var að læra mál- uðum við tvö ný hús. Annað þeirra var prestshúsið í Laufási. Á þessum fjórum árum máluðum við eitt nýtt hús hér í bænum en það var ekkert byggt í bænum þá“. Herinn breytti öllu. „Það var hinsvegar alltaf tals- vert að gera í kring um flutning- ana 14. maí. Þá skipti fólk mikið um leiguíbúðir og við fengum tals- verða vinnu við viðhald. Svo var dálítil útivinna á sumrin og mátti heita að þetta hengi saman þannig að það var vinna frá því um vorið og fram á haust. Þetta breyttist hinsvegar þegar herinn kom, þá var nóg að gera og við vorum 16 sem unnum hjá Benedikt Ólafs- syni-við að mála braggana fyrir herinn. Við höfðum ekkert sér- staklega mikið upp, en við höfð- um mikla vinnu. Það voru aðrir sem tóku mestan hluta peningana í sinn vasa. Edwin Árnason þá- verandi forstjóri Hörpu í Reykja- vík tók þetta allt að sér, svo tók Benedikt Ólafsson þetta aftur af honum og svo unnum við hjá Benedikt. Við vorum þannig þriðji aðilinn sem kom að þessu. Þeir sem voru framar í röðinni fleyttu rjómann af og urðu forrík- ir á fáum árum sumir hverjir“. AHt málað með pensli. - Hefur málaraiðnin ekki breyst gífurlega síðan þú fórst af stað með pensilinn 1934? „Alveg geysilega, bæði efnin sem eru notuð og vinnuaðferðirn- ar. Allt fram til 1952 - 1953 var allt málað með pensli, þá þekktust ekki rúllurnar sem not- aðar eru í dag. Ég var t.d. með málningarvinnuna þegar sjúkra- Gunnlaugur Torfason. húsið var byggt hér upphaflega og kom ekki rúlla inn í það hús. Þá var líka aðalega málað með ol- íumálningu og rúllurnar hefðu ekki verið notaðar þótt þær hefðu verið komnar. En það hélst í hendur að plastefnin og rúllurnar komu tií sögunnar". „Ég veit það ekki“ sagði Gunn- laugur þegar við spurðum hann hvort hann væri ekki elsti eða í hópi allra elstu málara landsins. „Ég vinn mína átta tíma, en ætli ég fari ekki að minnka við mig úr þessu“. Á vertíð í Eyjum. - En hvað hefur þú fengist við í lífinu annað, eitthvað hef- ur þú verið farinn að vinna áður en þú hófst málaranám 24 ára gamall? „Ég var í byggingavinnu, í vegagerð, og svo var ég fjórar vertíðir í Vestmannaeyjum. Þar var enginn kauptaxti, maður réði sig ákveðinn tíma, svona frá enduðum janúar og fram í maí og fékk ákveðið greitt, sama hvernig aflaðist. Mig minnir að kaupið hafi verið einhversstaðar á milli 400 og 700 krónur og einnig var fæðið frítt“. - Voru þetta ekki skemmtileg ár, verbúðarlífið fjörugt og fleira í þeim dúr? „Auðvitað eru þessi ár alltaf skemmtileg. Það var fjörugt líf í verbúðunum. Þeir dagar komu sem ekkert var að gera, en þess á milli var ekkert spurt um það hvort þú vildir vinna, þú bara stóðst og vannst á meðan þú gast“. - Gunnlaugur er fæddur á Birningsstöðum í Laxárdal í Þing- eyjarsýslu. Hann fluttist hinsveg- ar til Akureyrar 1934 þegar hann hóf hér nám, og fjórum árum síðar giftist hann Helgu Stefáns- dóttur. Þau eiga tvo syni, Stefán veitingamann og Torfa flugmann og flugumferðastjóra, sem báðir eru búsettir á Akureyri. En það skrítna við allt saman er, að Gunnlaugur hefur aldrei litið á sig sem Akureyring þótt hann hafi búið hér í tæp 50 ár. Hann lyftist allur í sætinu þegar talið berst að Laxárdalnum og æskustöðvun- um. Akureyri vinnustaöur. „Ég hef verið í Laxárdalnum allar þær frístundir sem ég hef get- að fengið, og kann aldrei við mig nema þar. Þar fann ég ungur í hjarta mér, þann himinn sem ég gat lotið. Ég hef aldrei verið mikill veiðimaður, en það skiptir ekki máli. Aðalatriðið er að vera við ána. Ég hef aldrei litið á Akur- eyri nema sem vinnustað, mér finnst að ég hafi hvergi átt heima nema í Laxárdalnum. Ég sé að vorfuglarnir koma hér en þeir koma ekki með vorið. Það kemur ekki fyrr en ég kemst heim. Þegar ég tala um að fara heim þá á ég við að fara í Laxár- dalinn. Ég hef ekki undan neinu að kvarta, ég á efnileg börn sem eru búin að koma sér vel fyrir og fjölskylda mín er ákaflega ánægð. Én hvað sem því líður, getur ekkert komið í staðinn fyrir Lax- árdalinn. Draumurinn er að koma sér upp einhverju smáafdrepi þar, það stendur ekki á neinu nema því að ég fái leyfi til að byggja eitt- hvað“. * í i....... Ailíai a í!3bsuuiu. „Nú síðari árin hef ég ávallt dvalið í veiðihúsinu sem er í daln- um andspænis Birningsstöðum, er þar flestallar helgar yfir sumarið og ef ég á einhverja frístund fer ég austur í veiðihús. Ég fer oft með stöng, en hef aldrei verið nein af- lakló. Það er hinsvegar orðið þannig að það eru ákaflega fáir staðir þar sem hægt er að veiða án þess að vaða fram, og ég er alltaf á hausnum, þannig að þetta gengur brösuglega. En það er ekkert aðalatriði, það að vera við ána og vera innan um allt lífið í Laxárdal er það sem skiptir máli. Eða eins og Tómas kvað: „íhyljum þess hann þekkir sérhvern stein. Hann þekkir hvers þess hæðadrög og slakka. Og ber í minni sérhvert gras oggrein, sem grænum örmum vefur fljótsins bakka. “ - Já, Laxárdalur á greinilega hug hans allann, það fer ekkert á milli mála. Til að undirstrika það enn betur segir Gunnlaugur okk- ur að Stefán sonur hans hafi boðið þeim hjónunum í sólarlandaferð. „Ég vildi ekki fara, konan fór. Ég h^f aldrei komið til útlanda og mig langar ekki neitt nema austur í Laxárdal, þar er hugurinn allur“. - En fyrst Laxárdalurinn hefur aldrei farið úr huganum, hvers vegna fórstu aldrei þang- að aftur og hófst búskap? „Þar spilar auðvitað margt inn í. Bæði var að á þessum árum var ekki hægt að sjá að búskapurinn gæti skapað manni mannsæmandi lífskjör og hitt að systkini mín voru þarna og ég veit ekki hvort það var nokkurt pláss fyrir mig. Eins var að ég var farinn þaðan áður en allt fór af stað, ræktunin og tæknin við heyskapinn. Svo veit ég ekki hvort ég hefði orðið góður bóndi, ég hef t.d. aldrei haft mikinn áhuga á fjár- mennsku. Það var stór stund. - Að lokum vindum við okkar kvæði í kross, og ég spyr Gunnlaug hvernig honum lítist á æskuna í dag. „Þetta er erfið spurning eins og þeir segja“, og nú hlær Gunnlaug- ur hressilega. „Ég er stundum að hugsa um það sem barnabörn mín fá í hendurnar af leikföngum og öðru slíku. Ég var orðinn 14 ára þegar ég eignaðist skauta, þótt heima væri skautasvell allan vet- urinn. Það var mikil stund. Þetta voru leggir og síðan borað í gegn um þá og band sett í gegn og spennt yfir tána. En þetta rann svolítið. Þetta var þá eitthvað annað en leikfangahrúgurnar hjá krökkum í dag“. - Finnst þér börnin og unga fólkið í dag fá fyrirhafnarlaust of mikið upp í hendurnar? „Ég veit það ekki, en mér finnst vanta að þau kunni að meta það sem þau fá og gera sér grein fyrir því hve vel er búið að þeim í dag með alla hluti. Við sem höfðum ekki allt til alls sjáum það, en það er ekki von að börn og unglingar geri það, þau þekkja ekki annað“. - Gunnlaugur bað alveg sér- staklega um það í lokin að við kæmum á framfæri þökkum til vinnufélaga sinna, sérstaklega þeirra sem hann hefur unnið með hin síðari ár. „Þeir hafa reynst mér afskaplega vel, og maður er nú ekki alveg á besta aldrinum” sagði hann. Gunnlaugur ber það svo sannarlega ekki með sér að þar fari maður á áttræðisaldri, maður sem hefur stýrt málninga- pensli í tæplega hálfa öld. 26. febrúar 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.