Dagur - 26.02.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 26.02.1982, Blaðsíða 10
Dagbók Hvað er hægt að gera? Skíði: Skíðamiðstöðin í Hlíðarfjalli verður opnuð í byrjun janúar verði nægur snjór. Lyftumar em opnar alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.45, nema þriðjudaga og fimmtudaga til klukkan 21.45. Eftir 15. febrúar verður einnig opið fyrir hádegi. Um helgar er opið kl. 10.00 til 17.30. Veit ingasala alla daga kl. 9.00 til 22.00. Sími Skíðastaða er 22930 og 22280. Sund: Sundlaugin er opin fyrir al- menning sem hér segir: Mánudaga til föstudaga kl. 07.00 til 08.00, kl. 12.00 til 13.00 og kl. 17.00 til 20.00, laugardaga kl. 08.00 til 16.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 11.00. Gufu- bað fyrir konur er opið þriðjudaga og fimmtudaga k 1.13.00 til 20.00 og laugardaga kl. 08.00 til 16.00. Gufu- bað fyrir karla er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13.00 til 20.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 11.00. Kennsla í sundi fyrir karla og konur er í innilauginni á fimmtudög- um frá kl. 18.30 til 20.00, kennari er Ásdís Karlsdóttir. Síminn er 23260. Skemmtistaðir Hótel KEA: Sími 22200. H100: Sími 25500. Smiðjan: Sími 21818. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Sjúkrahúsið á Akureyri: 22100. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Dalvíkur: 61500. Afgreiðslan opin kl. 9-16. Mánud., fimmtud. og föstud. kl. 9-12. Sjúkrahús Húsavíkur: 41333. Heimsóknartími: kl. 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahús Siglufjarðar: 71166. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Þórshafnar: 81215. Héraðslæknirinn, Ólafsfirði. Læknastofa og lyfjagreiðsla: 62355. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: 5270. Heimsóknartími: 15-16 og 19-19.30. Héraðshæli Austur-Húnvetninga: 4206, 4207. Heimsóknartími alla daga kl. 15-16 og 19.30-20. Læknamiðstöðin á Akureyri: 22311. Opið 8-17. Lögregla, sjúkrabflar og slökkviliðið Akureyri: Lögregla 23222, 22323. Slökkvilið og sjúkrabíll 22222. Húsavík: Lögregla 41303, 41630. Sjúkrabíll 41385. Slökkvilið 41441. Brunasími 41911. Dalvík: Lögregla 61222. Sjúkrabíll, á vinnustað 61200 (Eiríkur), heima 61322. Ólafsfjörður:Lögregla og sjúkrabíll 62222. Slökkvilið 62115. SigluQörður: Lögregla og sjúkrabíli 71170. Slökkvilið 71102 og 71496. Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkvilið 5550. Blönduós: Lögregla 4377. Raufarhöfn: Lögregla 51222, heima 51232. Hvammstangi: Slökkvilið 1411. Þórshöfn: Lögregla 81133. Bókasafnið á Ólafsfirði:Opið alla virka daga frá kl. 16 til 18, nema mánudaga frá kl. 20 til 22. Bóka- vörður er Erla. Bókasafnið á Raufarhöfn hefur nú opnað aftur á Aðalbraut 37 jarðhæð. Það er opið á miðvikudögum kl. 20.00 til 22.00 og á laugardögum kl. 16.00 til 18.00. Starfsmaður er Marta Guðmundsdóttir. Apótek og lyfjaafgreiðslur Akureyrarapótek og Stjömuapótek: Virka daga er opið á opnunartíma búða. Apótekin skiptast vikulega á um að sinna kvöld-, nætur- og helgi- dagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19ogfrákl. 21-22. Áhelgidögum er opið frá kl. 11-12,15-16 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Hvammstangi, lyfsala: 1345. Siglufjörður, apótek: 71493. Dalvíkurapótek: 61234. Sjónvarp uin lielgina FÖSTUDAGOR 26. FEBRÚAR 19.45 Frettaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Skonrokk. Popptónlistarþáttur í umsjá Þor geirs Ástvaldssonar. 21.20 Fréttaspegill. Umsjón: Helgi E. Helgason. 21.55 Tunglferðin. (Countdown). Bandarisk bíómynd frá árinu 1967. Leikstjóri: Robert Altman. Aðal- hlutverk: James Caan, Robert Duvall, Barbara Baxley. Bandaríkjamenn frétta, að Sovét- menn séu langt komnir með að undirbúa lendingu tunglferju með mann innanborðs. Geimferða- stofnun Bandarikjanna bregst hart við til þess að reyna að koma manni til tunglsins á undan Sovét- mönnum. Þýðandi: Björn Baldursson. 23.30 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjami Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Fjórtándi þáttur. Spænskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi: SonjaDiego. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjami Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Shelley. Sjöundi og síðasti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.00 Stattu með strák. (Stand By Your Man). Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1981. Leikstjóri: Jerry Jameson. Aðal- hlutverk: Annette O'Toole og Tim Mclntire. Myndin er byggð á sjálfsævisögu þjóðlagasöngkonunnar Tammy Wynette. Hún segir frá erfiðum uppvaxtarárum hennar, fjómm misheppnuðum hjónaböndum, og leið hennar til frægðar. Enskt heiti myndarinnar er samnefnt einu frægasta lagi Tammy Wynette. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 21.10 Fortunata og Jacinta. Sjötti þáttur. Spænskur framhaldsmyndaflokk- ur. Þýðandi: SonjaDiego. 22.05 Tónltatin. Áttundi og síðasti þáttur. Hljóð og óhljóð. Framhaldsmyndaflokkur um tón- listina í fylgd Yehudi Menuhins. Þýðandi og þulur: Jón Þórarins- son. 23.00 ísdans. Skautafólk sýnir listir sínar og dansar á skautum. 23.45 Dagskrárlok. 22.30 Casablanca. (Endursýning). Bandarisk bíómynd frá 1943. Leikstjóri: Michael Curtiz. Aðal- hlutverk: Humprey Bogart, Ingrid Bergman, Paul Henreid og Claude Reins. Mynd um njósnir og ástir. Myndin var áður sýnd í Sjónvarp- inu 30. september 1967. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 00.10 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 16.00 Sunnudagshugvekja. Dr. Ásgeir B. Ellertsson, yfirlækn- ir, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Átjándi þáttur. í kaupavinnu. Þýðandi: Óskar Ingimarson. 17.00 Óeirðir. Fjórði þáttur. Uppþot. í þessum þætti er fjallað um at- burði á Norður-írlandi frá þvi Terrence O’Neill tók við embætti forsætisráðherra til mars-mánað- ar árið 1972, þegar bein afskipti Breta hófust fyrir alvöru. Þyðandi: Bogi Amar Finnboga- son. Þulur: Sigvaldi Júliusson. 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis er teiknimyndasaga eftir Herdísi Norðfjörð, Bjami Guðmundsson kemur í heimsókn og spilar á túbú, sýnd verður mynd með Múmínálfunum, Dúddi og Jobbi lita við, og farið verður á sýningu Leikfélags Kópavogs á „Aldrei er friður'' eftir Andrés Indriðason og spjallað við leikend- ur. Þórður tekur til. Umsjónarmaður: Bryndís Schram. Stjóm upptöku: Elín Þóra Frið- finnsdóttir. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjamfreðsson. 20.45 Myndlistarmenn. Fyrsti þáttur. Svavar Guðnason. Hér hefur sögu sína ný flokkur þátta um þekkta íslenska mynd- listarmenn. í þessum fyrsta þætti verður Svavar Guðnason kynntur, rætt við málarann og sýndar svip- myndir fa ýmsum verka hans. Umsjónarmaður: Halldór Runólfs- son. Stjómupptöku: ViðarVíkingsson. Úr þættinum „Myndlistarmenn“ sem sýndur verður á sunnudagskvöld. Það þarf sálfiræðlng tíl að leysa vandann Sjónvarpið er eign allra lands- manna og mikið notað. Allir hafa álit á sjónvarpi og þeirri dagskrá sem þar er flutt landslýð. Lesendabréf blaðanna fjalla um dagskrá sjónvarpsins og oftar en ekki er fólk með óánægjunöldur. Vill þá oft gleymast, að upphæðin sem fólk greiðir fyrir útvarps- og sjón- varpsafnot er ekki mjög há. Lík- lega myndi enginn fetta fingur út í það þó afnotagjöldin yrðu hækkuð, jafnvel verulega, nema ef vera skyldu stjórnvöld, sem þurfa að halda áfram vísitölu- leiknum. Komið hafa fram hug- myndir um að taka orkukostnað út úr vísitölunni. Af hverju ekki greiðslur fyrir ríkisfjölmiðlana? Þar er jú verið að byggja upp starfsemi sem kemur öllum landsmönnum til góða. En nóg með það. Mikið dásamlega hitti Stein- unn Sigurðardóttir rithöfundur og fréttamaður á útvarpi, nagl- ann á höfuðið í sjónvarpsleikriti sínu ”Líkamlegt samba'nd í Norðurbænum“, sem sýnt var sl. sunnudagskvöld. í þessu verki fór saman stórgóð tæknivinna þeirra sjónvarpsmanna, firna- góður leikur og síðast en ekki síst frábær efniviður að vinna úr. Líklega er þetta það besta sem sjónvarpið hefur hingað til gert. Steinunn gerði þarna frábært grín að okkar verðbólgna þjóð- félagi, þar sem fólk kaupir bara eitthvað til að festa sér, en eng- inn leggur lengur fé í atvinnu- rekstur og fyrirtæki - enda atvinnulífið ekki beysið þessa stundina. Það er ekki oft sem rithöfund- um tekst að benda á lausnir vandamála í verkum sínum. Oftast benda þeir aðeins á vandamálin. Steinunn gerði sér hins vegar lítið fyrir og fann lausnina sem verðbólguþjóðfé- lagið þarf á að halda, að minnsta kosti lykilinn að lausninni. Verðbólgan er ekki efnahags- legt vandamál. Það eru ekki efnahagssérfræðingar og þjóð- hagsstofnunarmenn sem eiga að fást við að leysa vandamál, sem gegnsýrir alla þjóðarsálina. Það er svo sem ekkert skrýtið þó það falli í hlut Steinunnar að finna lausnina. Hún er sálfræðingur með skopskynið vel yfir meðal- lagi, éða þannig. Spurning er hvort ríkisstjórn- in ætti ekki að huga að því, að fá Steinunni sem ráðgjafa í verð- bólgumálum. Leikrit hennar er besta tillegg í baráttuna, sem stjórnvöldum hefur hlotnast til þessa. Og þetta er ekki alfarið sagt í gríni. Annars frábærs sjónvarpsefn- is minnst ég frá sl. viku, þáttar stjörnufræðingsins Carls Um dagskrána Sagans, þar sem hann fjallaði um svokallaðar ”black holes“ og önnur furðuleg fyrirbæri. í þess- um þáttum er fjallað um flókin málefni á svo einfaldan hátt, að manni finnst maður næstum sérfræðingur í samhengi al- heimsins. Og öll erum við gerð úr stjörnuefni - ja, þvílíkt og annað eins. Miðað við hvernig að ríkis- fjölmiðlum er búið eru þeir mjög góðir. Og við fáum ekki einu sinni að borga meira fyrir þá og þar með bæta efni þeirra vegna vísitöluvandkvæða. Það þarf sálfræðinga í málið - kerf- issálfræðinga. H.Sv. 10 - DAGUR —-26; febrúar 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.