Dagur - 09.03.1982, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
I SIGTRYGGUR & PÉTUR
1 AKUREYRI
65. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 9. mars 1982
27. tölublað
Þriðjudaginn 16. mars næst-
komandi heldur Passíukórinn á
Akureyri tónleika í Akureyr-
arkirkju. Þar verður flutt óra-
torían Messías eftir Georg
Friederich Hándel. Einsöngv-
arar með kórnum verða Garðar
Cortes, Halldór Yilhelmsson,
Rut L. Magnússon og Sigrún
Gestsdóttir. Undirleik annast
kammersveit skipuð kennurum
og nemendum Tónlistarskól-
ans á Akureyri og félögum úr
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Stjórnandi er Roar Kvam.
Fimm ár eru nú liðin síðan
Passíukórinn réðst í það stórvirki
að flytja Messías eftir Hándel, en
það var á Tónlistardögum í maí
1977. í það sinn var verkið flutt í
fullri lengd, en það hefur hvorki
fyrr né síðar verið gert hér á landi.
A tónleikunum 16. mars verður
Messías hins vegar fluttur í tals-
vert styttri gerð, eins og víðast
tíðkast í seinni tíð.
Tónleikarnir verða í þetta sinn í
Akureyrarkirkju og vegna anna
aðkomandi listamanna svo og
þess hve kirkjan er ásetin til ann-
arra athafna um þetta leyti árs
veða þeir ekki endurteknir. Tón-
leikarnir verða sem fyrr segir í
Akureyrarkirkju, þriðjudaginn
16. mars og hefjast kl. 20.30. For-
sala aðgöngumiða verður hjá
Bókabúð Jónasar.
Verða Alþingis-
kosningar í haust?
„Ég tel að margt bendi til að
það verði alþingiskosningar í
haust,“ sagði einn stjórnarliða í
samtali við Dag, en þær raddir
hafa orðið æ háværari, sem
telja nær öruggt að Alþýðu-
bandalagið sé nú í óða önn að
leita sér að „góðum“ kosninga-
málum og tylliástæðu til stjóm-
arslita.
Annar viðmælandi
blaðsins benti á að ef Alþýðu-
bandalagið styddi dyggilega við
kröfur ASÍ og VMSI um hærra
kaup, þegar nær dregur samn-
ingum, væri það að undirbúa
stjórnarslit. „Úrslit bæjar- og
sveitarstjórnakosninganna
skipta líka miklu máli. Ef t.d.
Alþýðubandalagið kemur illa
út úr þeim getur allt gerst.“
Af samtölum við stjórnarliða
og andstæðinga stjórnarinnar má
ráða að hér er ekki um einberar
sögusagnir að ræða. En hvað
gerðu fylgismenn Gunnars Thor-
oddsen, forsætisráðherra? Menn
voru á einu máli um að þeir
myndu ekki bjóða fram sér heldur
fylgja flokksforystunni, og halda
því fram í kosningabaráttunni að
sættir hefðu tekist. „En hvað svo
sem hver segir, þá er mikið bil á
milli þeirra sjálfstæðismanna,
sem styðj a stjórnina og þeirra sem
eru henni andsnúnir," sagði einn
heimildarmannanna.
Stjórnarliði lagði á það mikla
áherslu að það væri mikið djúp
milli þeirra þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins, sem sætu á þingi fyrir
Reykjavíkursvæðið og þeirra sem
kæmu utan af landi.
„í sumar verða samningar laus-
ir og áhrif af ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar fara að dvína, en ég
á ekki von á að reyni verulega á
samningamálin fyrr en í haust.
Um það leyti er eins víst að Al-
þýðubandalagið verði búið að
finna sér kosningamál og að
stjórnarsamstarfið spryngi,“
sagði sami maður og bætti því við
að líklega yrðu kosningarnar í
október eða nóvember - ef spá-
dómurinn reynist réttur.
Þennan höfðingja þekkja víst flestir, þó oftar leiki hann á hljómborð en klarinettu. Þetta er Ingimar Eydal, ásamt fleiri jassáhuga-
mönnum, en myndin var tekin á jasskvöldi í Menntasólanum í síðustu viku. Hótel KEA var svo gott sem undirlagt af jassi um helg-
ina. Þar var bandaríski jassgítaristinn Paul Weeden á ferð ásamt þcim sem sóttu námskeið hans í jassi. Á sunnudagseftirmiðdag
hlýddu um 200 manns á jassleik á KEA og 150 manns sóttu jass-dansleik á sunnduagskvöldið, auk þeirra 30 flytjenda sem fram
komu. Mynd: KGA
Næstkomandi föstudag verður
fræðslu- og umræðufundur um
riðu í sauðfé í þinghúsinu að
Grund í Svarfaðardal. Að sögn
Jóhanns Ólafssonar, formanns
Búnaðarfélags Svarfdæla, er
fundurinn einkum ætlaður bænd-
um í Svarfaðardal, á Dalvík,
Ólafsfirði og Árskógsströnd.
Framsögumaður á fundinum
verður Sigurður Sigurðarson,
dýralæknir á Keldum. Jóhann
sagði það mikilvægt að sem flestir
sæju sér fært að mæta og að um-
ræður yrðu málefnalegar.
Fundur
um riðu
í Svarf-
aðar-
dal
Siglósíld að stöðvast eina ferðina enn:
„Það er ekki hægt að
flytja út verðbólguna“
— segir Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri
„Verksmiðjan mun stöðvast
eftir þrjár vikur,“ sagði Pálmi
Vilhjálmsson, framkvæmda-
stjóri Siglósfldar á Siglufirði.
„Ástæðan er sú að það vantar
sölusamninga fyrir okkar
vörur.
Það var gerður sölu-
samningur í desember við
Rússa, og við ásamt K. Jóns-
syni, erum að framleiða upp í
hann núna. Við erum að Ijúka
við okkar hlutdeild í þeim samn-
ingi, en það eru gaffalbitar sem
við erum að framleiða.“
„Við vonum að það verði hægt
að gera samninga við Rússa á
næstunni, en það er ekki vitað um
hve mikið magn verður að ræða,
og verksmiðjan hefur ekki tryggt
sér hráefni vegna frekari samn-
inga. Slíkt er erfitt þegar ekki er
vitað hve mikið er hægt að selja og
illt að fjármagna hráefniskaup
eingöngu með lánafyrirgreiðslu
með tilheyrandi vaxtakostnaði."
Pálmi var spurður um hvenær
verksmiðjan gæti farið af stað á ný
ef nú tækjust samningar við
Rússa. Hann svaraði því til að það
væri varla fyrr en eftir tvo mánuði
frá og með deginum í dag.
„Ástæður fyrir þvi' að ekki gengur
betur að ná samningum við Rússa
eru margþættar." Pálmi sagði að
e.t.v. skorti þá sjálfa fé til kaup-
anna, en auk þess væri það stað-
reynd að íslendingar gætu ekki
flutt út verðbólguna - hvorki til
Rússlands eða annarra landa.
„Við erum að verðleggja okkur út
af þessum mörkuðum," sagði
Pálmi. „Það er unnið að framtíð-
arskipulagningu á verkefnum
verksmiðjunnar. Ég vona að eftir
það komi svona stöðvun ekki
fyrir, en það er spurning um vilja
stjórnvalda og stuðning frá
þeim.“
Pálmi sagði að um 70 heilsdags-
störfværuíverksmiðjunni. lOeru
í föstu starfi. Hann bætti við að
það væri ekki bjart útlit í atvinnu-
málum Siglfirðinga og benti á að
útlit væri fyrir stórminnkaða
loðnuveiði. „Ef eitthvað verður
ekki aðhafst í atvinnumálum Sigl-
firðinga, má allt eins gera ráð fyrir
að fólk flytji héðan,“ sagði Pálmi
Vilhjálmsson að lokum.