Dagur - 09.03.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 09.03.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRE^TUN: DAGSPRENT H.F. Hrun loðnustofnsins Nú lítur út fyrir að engar loðnuveiðar verði leyfðar á næstunni og hugsanlegt er að engar loðnuveiðar verði heimilaðar á þessu ári. Loðnustofninn er svo gott sem hruninn og loksins þegar svo er komið, virðast allir sam- mála um að draga verði úr veiðunum. Fiski- fræðingar hafa varað við þróuninni undanfarin ár. Þeir hafa viljað að allur vafi yrði metinn til frekari samdráttar í veiðum. Aðrir hafa viljað taka áhættuna og til að hafa áhrif þar á, hafa menn gert eins lítið úr þeim aðferðum sem vís- indamenn okkar á þessu sviði hafa yfir að ráða, sem mögulegt hefur verið. En núna er aftur orðið tímabært að taka mark á fiskifræðingunum. Núna, þegar öllum ætti að vera augljóst, að gengið hefur verið of langt, eru vísindalegir útreikningar marktæk- ir. Þeir voru reyndar líka bærilega marktækir, þegar íslendingar stóðu í ströngu við að koma útlendum fiskveiðiflota af miðum okkar. Þeir voru líka marktækir, þegar ljóst var að síldar- stofninn var hruninn. Það hefur reyndar tekist furðanlega vel að halda í marktækni síldar- rannsóknanna og halda aftur af veiðunum, svo stofninn hefur getað vaxið, þó ekki sé reyndar um sama síldarstofninn að ræða og áður malaði íslendingum gull. Það er ekkert smáræði sem loðnuveiðarnar hafa fært í þjóðarbúið á undanförnum árum. Undanfarin þrjú ár hafa íslendingar veitt að meðaltali 800 þúsund tonn af loðnu. Útflutn- ingsverðmæti 800 þúsund tonna af loðnu er tæplega einn milljarður króna - hundrað mill- jarðar gamalla króna. Áætlað er að út- flutningssverðmæti sjávarafurða á þessu ári verði 9-9,5 milljarðar króna, þannig að nærri lætur að meðaltalsverðmæti loðnuafurða þriggja síðustu ára nemi 10% af áætluðum heildarútflutningi sjávarafurða á þessu ári. Við stöndum sem sagt frammi fyrir gífur- legu vandamáli. Ekki bara því, að horfur eru á að engar loðnuveiðar verði í ár og af þeim sök- um minnkar útflutningsverðmæti sjávaraf- urða okkar um tíunda hluta, heldur einnig því, að skipin sem voru við loðnuveiðar munu snúa sér að öðrum veiðum, líklega flest að þorsk- veiðum. Þorskstofninn hefur að vísu verið lítil- lega vaxandi á undanförnum árum, en hvað gerist þegar sóknarþunginn vex snarlega? Að líkindum hefur það meðal annars þau áhrif, að meira berst á land en með góðu móti er hægt að nýta í þær afurðir sem best gefa af sér. Þá er viðbúið, að dragi úr aukningu þorkstofnsins, bæði vegna sóknaraukningarinnar, en einnig vegna þess, að talið er að loðna hafi verið með- al aðalfæðu þorkstofnsins. Atvinnuleysisvofan er við bæjardyr sjó- manna og fiskverkunnarfólks, vegna græðgi og óvísindalegra vinnubragða. 4 - DAGUR - 9. mars 1982 Marinó Þorsteinsson og Guðjón Petersen í hlutverkum sínum í „Þrem systrum“. „Aðsókn að leikhúsinu hefur aukist síðarí ár“ Rætt við Guðmund Magnússon formann Leikfélags Akureyrar I vetur hafa margir lagt leið sína í Samkomuhúsið við Hafnarstræti. Sumir felldu tár er þeir sáu Jómfrú Ragnheiði og gagnrýnendur voru sam- mála um að þarna hefði L.A. unnið mikinn sigur. Börnin voru tíðir gestir í Samkomu- húsinu þegar hafnar voru sýn- ingar á Dýrunum í Hálsaskógi og nú standa yfír sýningar á Þremur systrum. Bæði þessi verk hafa hlotið góða dóma. Dagur hafði af því spurnir að leikarar hefðu hafíð samlestur á Eftirlitsmanninum, en það er síðasta verkið sem L.A. tekur til sýninga á þessu leik- ári. Einn af þeim mönnum sem hefur fylgt Leikfélagi Akureyrar í gegn um þykkt og þunnt er Guðmundur Magnússon, sem gegndi starfi formanns. síðasta ár. Dagur tók Guðmund tali á dögunum og spurði hann í upp- hafi hve margir hefðu sótt sýn- ingar L.A. sem af er. í ljós kom að alls sóttu 3.083 leikritið Jómfrú Ragnheiður, sýningar voru 17 að tölu. Dýrin í Hálsa- skógi voru sýnd 21 sinni og áhorfendur voru 4.546. Með öðrum orðum eru tæp átta þús- und búin að sjá þessi tvö verk- efni. Þegar rætt var við Guð- mund var búið að sýna Þrjár systur nokkrum sinnum og að- sókn ágæt. - Samlestur er hafinn á Eftir- litsmanninum eftir Gogol. Þetta er gamnanleikur og hefur verið sýndur hér á landi áður, í Þjóð- leikhúsinu. Leikritið verður frumsýnt í apríl og er síðasta verkefni vetrarins. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að það sé hæfilegt að sýna fjögur verk á hverju leikári, einfaldlega vegna þess að markaðurinn leyf- ir ekki meira. Það er með þetta eins og hverja aðra framleiðslu- vöru: Það þýðir ekki að fram- leiða meira en hægt er að selja. - Er framtíð L.A. bjartarínú en oft áður? - Svarið er játandi. Við erum komin yfir þá erfiðleika sem við áttum við að etja. Því ber að þakka opinberum aðilum, sem liðsinntu okkur þegar erfiðleik- arnir voru hvað mestir, en ekki síður ber að þakka bæjarbúum. Aðsókn fólks að leikhúsinu hef- ur aukist síðustu ár. - Hvað getur þú sagt mér af viðgerðum á Samkomuhúsinu? - Viðgerðir og endurbætur eru alltaf á dagskrá. Ég get nefnt þér sem dæmi að búið er að lag- Guðmundur Magnússon. færa skrifstofur hússins, sem eru á neðstu hæð og vinnuaðstaða fyrir saumakonu hefur breyst mikið til batnaðar. En það er margt sem þarf að gera og ég ef- ast um að verkefnalistinn tæmist nokkurn tíma. Það þarf að ein- angra húsið, því það er dýrt að kynda það og ekki veitti af að mála það að utan. Um leið og það yrði gert þyrfti að lagfæra ýmisíegt utan húss sem er farið að ganga úr sér. Ég skal ekki fullyrða hvað gert verður í ár, það veltur m.a. á opinberum fjárframlögum. Draumur okkar, sem við leik- húsið störfum, er sá að það verði byggt sunnan við húsið. Ef í það verk yrði ráðist myndi það létta mjög allt starf í húsinu. Nú er t.d. hvergi hægt að geyma leik- tjöld með góðu móti og þar fengjust góðir búningsklefar fyrir leikara. - Væri ekki nær að byggja nýtt Ieikhús í stað þess að vera stöðugt að gera við þetta ? - Nei, það vil ég ekki. Þetta er alveg sérstaklega gott leikhús svo ég tali nú ekki um ef aðstað- an yrði lagfærð á þann hátt sem við höfum lagt til. Ég tel að mér sé óhætt að fullyrða að þetta sé með betri leikhúsum á landinu og bendi m.a. á að hvergi, nema þá í Þjóðleikhúsinu, er hægt að finna leiksvið sem gefur jafn- góða möguleika. - Akureyringar mega sem sagt vel við una. Já, annað væri vanþakklæti. Það er ekki alltaf til bóta að fá nýtt og nýtt. Með þessum orðum Guð- mundar Magnússonar sláum við botninn í viðtalið og óskum L. A. gæfu og gengis á ókomnum leikárum. P. S Eftirfarandi ætti að gleðja marga: Guðmundur sagði að Dýrin í Hálsaskógi yrðu tekin aftur til sýninga við fyrsta tækifæri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.