Dagur - 09.03.1982, Side 6

Dagur - 09.03.1982, Side 6
 t * Fagmannlegt! Ekkert annað orð getur lýst stflnum betur. Kennaramir Vilhelm og Sigurður. Dagur á skídanámskeiði starfshópum boðið upp á ódýr 2ja kvölda námskeið í Hlíðarfjalli „Meginatriðið er að þið finnið ykkar eigin takt. Verið ekkert að glápa á aðra sem bruna niður brekkurnar með sveiflum og bægslagangi. Finnið ykkar eigin stíl,“ sagði Sigurður Sig- urðsson, oftar nefndur Siggi í Sjallanum og nú upp á síðkastið Siggi í Allanum, við starfsmenn Dags og Dagsprents. Hvernig kemur taktur við blaða- mennsku og blaðaútgáfu með tilheyrandi prentverki? Von að þið spyrjið. En þetta var ekki kennslustund í þessum hlutum, heldur í skíðamennt. Þannig æxlaðist nefnilega, að starfs- menn Dags og -prents tóku sig til og fóru á tveggja kvölda skíðanámskeið í Hlíðarfjali, eftir að fréttist að starfshópum væri gefínn kostur á slíkum námskeiðum. Aðsóknin var ótrúleg. Langflestir starfsmenn tóku þátt í námskeiðinu, auk nokkurra maka og barna. Margir höfðu aldrei stigið á skíði fyrr, fóru kannski aðal- lega til að vera með í gleðskap vinnufélaganna. Allir höfðu gaman af og meira að segja þeir allra „frískustu“, sem þóttust nú kunna þetta allt saman fyrir, lærðu heilmikið. Hinir sem voru að reyna í fyrsta sinn hafa nær allir fengið „bakteríuna“. Upphafsorðin hans Sigga í Sjallanum, sem er einn af skíða- kennurum í Hlíðarfjalli, eru svo- lítið skondin, þegar tekið er mið af því að í upphafi námskeiðsins var byrjað á að kenna grundvall- aratriði, sem ekki má víkja út af, ef menn ætla að ná einhverjum ár- angri. í orðum hans felst reyndar sá fyrirvari, að þegar menn hafa tileinkað sér grundvallaratriðin er óhætt að fara að leika sér. Og hvað er skíðaiðkun annað en leik- ur, fyrir utan það að vera holl úti- vera, kjörin hreyfing fyrir kyrr- setufólk, næstum það eina já- kvæða við allan snjóinn í skamm- deginu og streitulækning? Spyr sá sem ekki veit. Það var Sigurður sem tók að sér að kenna þeim sem eitthvað höfðu reynt fyrir sér á þessu sviði áður, en Vilhelm Jónsson annað- ist byrjendurna. Ekki skal hér fullyrt neitt um það hvor þeirra hafði erfiðara verkefni, því að sögn þeirra félaga vill oft reynast erfiðara að berja vitleysurnar úr þeim sem eitthvað hafa stundað skíði, en kenna byrjendum frá upphafi. Leiðbeiningar til þeírra sem lengra eru komnir gætu hafa hljóðað eitthvað á þessa leið: „Við byrjum á plógnum. í beygjum stigið þið í ytra skíðið, dragið innra skíðið að og beygið ykkur í hnjánum. Síðan réttið þið hnén og spyrnið ykkur út úr beygjunni. Takið litlar beygjur, það er auðveldara. Notið stafina ekkert til að byrja með, því þið notið þá undantekningarlaust vitlaust. Skrokkinn alltaf þvert á skíðastefnuna, ekki vinda hann til í beygjunum, því þá missið þið jafnvægið. Hendurnar fram, þannig að þegar þið horfið beint fram þá eru þær í sjónmáli. Þegar þið eruð farin að ná tökum á þessu, þá hættið þið plógnum, og hafið skíðin saman. Munið að beygja ykkur í hnjánum í beygj- unum. Reynið svo að ná jöfnum takti, ekki fara þvers og kruss í brekkunum, litlar beygjur.“ Þegar nemendurnir hafa náð tökum á þessu öllu saman, skíða þeir eins og best gerist í Sun Vall- ey í Bandaríkjunum, en þaðan eru aðferðirnar við skíðakennsl- una komnar, mikið frábrugðnar þeim sem áður voru notaðar. „Það fer eftir getu hvers og eins, hversu mikið honum fer fram á tveggja kvölda námskeiði. Þeir sem eitthvað hafa verið á skíðum fá mjög mikið út úr þessu. Fólk sem aldrei hefur farið á skíði nær það miklum tökum á íþrótt- inni, að óhætt er að láta það fara í stólalyftuna í lok námskeiðsins. Fólk fær nær undantekningarlaust „skíðabakteríuna“ og heldur áfram," sagði Vilhelm í spjalli við hópinn, þegar setið var yfir kakó- bolla inni í skíðahótelinu að loknu námskeiðinu. „Kennslan miðast við það eitt að gera hlutina nógu einfalda og auðvelda, sama á hvaða stigi menn eru. Mikið er um að fólk sem verið hefur mikið á skíðum geri sér allt erfiðara með röngum aðferðum. Oft er erfiðara að venja fólk af slíku, en að kenna frá byrjun. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri á mjög skömmum tíma ef við fáum börn, sem aldrei hafa stigið á skíði fyrr. Sem dæmi má nefna, að um 80% af börnum 10 ára og yngri, sem verið hafa á námskeiðum, hafa farið út í að taka þátt í keppnum. Það segir svolítið um árangur- inn,“ sagði Sigurður við rjóðan og útitekinn hópinn, meðan kakóið var sötrað. En hvað er það sem gerir það svo heillandi að standa á skíðum. Það er líklega svipað með „skíða- bakteríuna" og ýmislegt annað, svo sem hestamennsku og lax- veiði, að ekki er einfalt að útskýra hvað það er nákvæmlega sem heillar. En þeir sem l^annst við til- finninguna, að hafa gott vald á skíðunum, bruna niður brekkur, engum háður nema sjálfum sér, vita um hvað málið snýst. Starfshópar eiga kost á að fara á tveggja kvölda námskeið í líkingu við það sem hér hefur verið sagt frá. Svona starfshópanámskeið kosta 100 krónur (aðeins) á hvern mann og er akstur úr bænum þá innifalinn. Þá má geta þess, að í Hlíðarfjalli er boðið upp á 5 kvölda 10 tíma námskeið og einn- ig er hægt að fá einkatíma. Best að reyna að taka mesta höggið með höndunum, svo maður merjist ekki á ónefndum stað. . . . en aðrir létu sér nægja Hólabrekku-hallan og þótti jafnvel nóg um. Skrambi hlýt ég að taka mig vel út á mynd . . . . . . en hvað þá með mig? Ég hlýt að líta út eins og Stenmark. . . . við vissum alltaf að þetta var ekki spurning um að renna sér, heldur stoppa. Skyldi vera hægt að komast á stoppnámskeið með einhverjuní afslætti? Myndir: H.Sv. Við setningarpíumar látum þetta nú ekki vefjast fyrir okkur . . . Sumir þóttust betri en aðrir og fóru því í framhaldsflokk . . . I 6 - DAGUR - 9. mars 1982 9. mars 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.