Dagur - 16.03.1982, Side 12

Dagur - 16.03.1982, Side 12
r» ,Pt EIRRÖR -TENGI (5™netþíts SMURKOppAR Forráðamenn Ferðamálafélags Akureyrar sátu sl. fimmtudag fund með bæjarráði. Á fundinum ræddu menn um ferðamál á Akur- eyri og sagði Gunnar Karlsson, formaður félagsins og hótelstjóri, að fundurinn hefði verið gagnleg- ur fyrir alla sem. fundinn sátu. M.a. var rætt um upplýsingamið- stöð fyrir ferðamenn og var ákveðið að Ferðamálafélagið gerði skýrslu um það hvernig best væri staðið að þessari miðstöð. Talsverðar annir hafa verið hjá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri að undanförnu vegna inn- brota í bænum. Að sögn þeirra Daníels Snorrasonar og Ófeigs Baldurssonar upplýstu þeir á dögunum átta innbrot í bænum. Unglingar voru þar að verki í öll skiptin, ekki alltaf þeir sömu, en oftast voru þeir tveir eða fleiri saman. í flestum þessara innbrota voru litlar skemmdir unnar, og yfirleitt litlu stolið, allt frá nokkrum krónum og upp í 3 þúsund krónur þegar mest var. í síðustu viku var innbrot í Byggingavöruverslun Tómasar Björnssonar. Þar var litlu stolið. Þar var einnig farið í skrifstofur Hagkaups sem eru í sama húsi og unnar þar nokkrár skemmdir. Loks var brotist inn í íbúð í Tjarnarlundi s.l. miðvikudag og stolið þaðan talsverðu af pening- um. Að lokum má geta þess að rannsóknarlögreglan auglýsir eftir bíla og mannaferðum vegna innbrots í Kaupfélagið á Dalvík aðfaranótt miðvikudagsins í síð- ustu viku. Enn hefur ekki tekist að ráða lækni til Ólafsfjarðar, en eng- inn fastráðinn læknir hefur verið þar frá áramótum eins og áður hefur verið skýrt frá í Degi. Olafur Halldórsson fyrrver- andi læknir á Akureyri sem hættur var störfum, hefur af og til frá áramótum hlaupið undir bagga og sinnt læknisstörfum í Ólafsfirði, var hann í Ólafsflrði til síðustu mánaðarmóta en fór þá burt. En nú er hann kominn aftur til Ólafsfjarðar, og vonast heimamenn til þess að fá notið krafta hans þar til úr rætist og fastráðinn læknir hefur störf þar. Biðlisti hjá endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar: Mikilvægt að fá næsta áfanga í notkun sem fyrst „Það er ekki hægt að segja ann- að en að það sé góð nýting á endurhæfingarstöö Sjálfsbjarg- ar, en það fara í gegn á annað hundrað manns á degi hverjum. Biðlisti er talsverður og er ástæðan m.a. sú að okkur skortir sjúkraþjálfara,“ sagði Magnús Ólafsson, sjúkraþjálf- ari er hann og Sævar Jónatans- son ræddi við Dag. Sævar sagði að nú væri búið að taka fyrsta áfanga í notkun, þ.e. sjúkraklefa, sjúkraþjálfunarsal, vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk og skrifstofur. „Á öllum endurhæf- ingastöðum er talið nauðsynlegt að hafa sundlaug, enda er sund oft undirstaða endurhæfingar. Sam- kvæmt upphaflegum teikningum af endurhæfingastöðinni er gert ráð fyrir sundlaug og hópæfinga- sal, en hann er einkum ætlaður til fyrirbyggjandi æfinga og endur- hæfingar. í þessum sal er gert ráð fyrir að einstaklingar, fyrirtæki svo og félagasamtök fái aðstöðu. Fram til þessa hefur þessi þáttur starfseminnar farið fram í sal, sem ætlaður er til sjúkraþjálfunar og því hefur orðið að takmarka þann fjölda sem hægt hefði verið að taka á móti. Auk þess vantar sjúkraþjálfara.“ Sævar sagði að það væri mjög mikilvægt að þessi áfangi kæmist í notkun sem fyrst. Teikningar af honum eru nú í endurskoðun. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist á jjessu ári. „Þegar því líkur getur endurhæfingarstöðin komið enn fleiri að notum,“ sagði Sævar Það kom fram hjá þeim félög- um að framkvæmdir sem þessar eru svo dýrar að það er ekki á færi félags eins og Sjálfsbjargar að standa í þeim eitt. „Við höfum orðið að leita eftir fjárstuðningi og fengið hann, og það ríkir skiln- ingur á mikilvægi endurhæfingar- stöðvarinnar," sagði Sævar og vildi að lokum benda á, að sam- kvæmt lögum um endurhæfingu ber Erfðafjársjóði að leggja fram 1/3 hluta byggingarkostnaðar, sem óafturkræft framlag, og auk þess 1/3 sem lán. Sjóðurinn setur það sem skilyrði að þriðjungur framkvæmdafjár liggi fyrir heima í héraði áður en lánið er veitt. Rauði krossinn: Söfnunarkassarnir eru aðeins fyrir 16áraog eldri „Reynslan af rekstri söfnun- arkassanna hefur leitt í Ijós að á einstaka stöðum er ásókn ung- linga meiri en góðu hófi gegnir og hafa aðalskrifstofu RKÍ bor- ist kvartanir þess vegna,“ segir í bréfí er Jón Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri RKÍ sendi til umboðsmanna RKÍ. í þessu bréfí er vakin athygli á því að börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er óheimil notkun söfnunarkassa RKI, sbr. að- vörun á kössunum sjálfum, þar sem stendur: Aðeins fyrir 16 ára og eldri nema í fylgd með fullorðnum. Það kom fram í samtali Dags við Jón, að engar kvartanir hafi borist aðalskrifstofunni frá Akur- eyri, en Jón sagði að forráðamenn RKÍ vildu hafa sem best eftirlit með kössunum og koma í veg fyrir að fólk hefði ástæðu til að kvarta. „Það er í sjálfu sér ekki um neitt vandamál að ræða, en við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur og koma í veg fyrir að skap- ist vandamál. Þess vegna sendum við þetta bréf og brýnum fyrir okkar mönnum um að standa vörð um heiður félagsins." Jón sagði að ef í ljós kæmi að kassarnir væru misnotaðir væru þeir samstundis teknir niður. Þess má geta að ein helsta fjáröflunar- leið RKÍ eru umræddir kassar. Fundu einn hrafn, eina rjúpu og tvo tittlinga „Á miðvikudaginn fórum við á sex snjósleðum suður fyrir svokallaðan Fljótshnjúk. Við sáum ekki neitt nema eina rjúpu, einn hrafn og tvo titt- linga. Við reyndum ekki að smala þessu saman,“ sagði Tryggvi Harðarson í Svartár- koti í Bárðardal. Tilgangur ferðarinnar var að leita að úti- gangsfé. „Það er nú oftast sem maður finnur einhverjar skepnur, en tess ber að gæta að það var mjög seint farið f 3ju göngur og hafi eitthvað orðið eftir, er eins víst að það hafi drepist í vetur.“ Tryggvi sagði að snjólög hefðu minnkað eftir því sem ofar dró, en þeir félagarnir komust allra sinna ferða á sleðunum. Þeir sem fóru voru Páll Kjartansson í Víði- keri, Sigurgeir Sigurðsson í Lund- arbrekku, Tryggvi Höskuldsson á Mýri, Ingvar Ketilsson á Hall- dórsstöðum, Torfi Aðalsteinsson í Stórutungu og Tryggvi í Svart- árkoti. # Alþjóðlegur baráttudagur Að sjálfsögðu lét Rauðsokka- hreyfingin í sér heyra á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna, sem var fyrir nokkru. Þjóðviljinn fjallar um hreyf- inguna í síðustu viku og fjall- ar m.a. um grein er Hildur Jónsdóttir ritaði í málgagn hreyfingarinnar, Forvitin rauð. Þar gerir Hildur upp við kvennaframboðið, segir Þjoð- viljinn, en Hildur segir að kvennaframboðskonur vilji Rauðsokkahreyf inguna feiga, þyki hún of róttæk, að hún hafi lokið hlutverki sínu, og nokkrar þeirra hafi á fundi í Rauðsokkahreyfingunni í desember sl. iagt til að hún yrði lögð niður. Híldurtelurað ekki sé ástæða til að fórna henni „á altari hentistefnu og pólitiskrartilraunastarfsemi." # Falskarvonir ... með ofuráherslu á ein- hvern fyrirfram gefinn „reynsluheim kvenna“ skyggja þær (þ.e. kvenna- framboðskonur, innsk. Dag- ur) einnig á raunverulegar þjóðfélagsandstæður og sjálfa orsök kvennakúgunar- innar. Eins og að kvennafram- boðum hefur verið staðið hingað til, vekja þær einnig upp falskar vonir um að rót- tækra breytinga sé að vænta í borginni, falsvonir, sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir baráttuvilja kvenna í framtíðinni.“ S&S tekur undir þessi orð Hildar og bendir á að ekki er marktækur munur á kvennaframboðum í Reykja- vík og á Akureyri. # Veriðmeð frá byrjun í blaðinu í dag birtist fyrsti hluti ferðagetraunar, sem blaðið efndi til í samvinnu við Samvinnuferðir-Landsýn. Ferðagetraunin er fyrir áskrif- endur Dags, og þá sem gerast áskrifendur meðan ferðaget- raunin stendur yfir.en henni lýkur 27. apríl. Séu menn áskrifendur frá upphafi eru meiri líkur til þess að þeir hreppi ferðavinninginn, sem er að upphæð kr. 10.000, því dregið verður úr öllum inn- sendum bréfum. Þeir, sem eru með frá upphafi, hafa einnig möguleika á öllum aukavinn- ingunum, sem eru vöruúttekt í verslunum á Akureyri að fjárhæð kr. 400 í hvert sinn, og eiga auk þess fleiri lausnir í pottinum þegar dregið verð- ur um aðalvinninginn. Það er því best að vera með frá upp- hafi! # Baraað hringja! Þeir, sem vilja vera með, en eru ekki áskrifendur, geta hringt í Jóhannes Mikaelsson útbreiðslustjóra Dags í síma 24222 - eða til næsta um- boðsmanns Dags.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.