Dagur - 19.03.1982, Blaðsíða 3
MATUR
Margrét Kristinsdóttir:
EGGJARÉTTIR í TILEFNI
PÁSKAKOMUNNAR
Fleira er egg en súkkulaðiegg
á páskum. Víða í Evrópu eru
egg tákn vorkomunnar og
frjóseminnar þar sem fuglar
eru víða farnir að verpa um
það leyti sem páskarnir eru.
Hér í okkar landi kemur slíkt
ekki til og þó að súkkulaði-
eggin séu allsráðandi á mark-
aðnum eru þó alltaf til hænu-
egg og þar sem þau eru af-
burða holl og góð fæða, skul-
um við gera þeim hátt undir
höfði um páskahátíðina.
Hvað um að baka páskabrauð
með eggjum í. - Þau eru gjarnan
lituð fyrst, þannig að nokkrir
dropar af matarlit eru settir í
kalt vatn, egginu eða eggjahluta
haldið ofan í baðinu í nokkrar
mínútur og síðan látið þorna.
Ath. að nota aðeins matarlit þar
sem eggin snerta deigið í bakst-
inum.
Páskabrauð með eggjum
80 gger (pressuger eða 8 tsk.
þurrger)
'h bolli volgt vatn
'h bolli volg mjólk
'h bolli sykur
2egg
lk bolli lint smjörlíki
saxað hýði af 2 sítrónum (ath. að-
eins ysta lagið af berkinum)
4'A-S bollarhveiti
12 hrá egg, e. t. v. máluð
Leysið gerið upp í vatninu. Bæt-
ið mjólk, eggjum, smjörlíki,
salti, rifnu hýði og helming af
hveiti út í og hrærið vel. Bætið
hveiti í, þar til hægt er að hnoða
deigið í skál, breiðið klút yfir og
látið lyfta sér þar til það hefur
náð tvöfaldri stærð sinni (I-IV2
klst). Hnoðið deigið aftur og látið
lyfta sér í 30 mín. Skiptið deig-
inu í tvo hluta. Mótið tvo ca. 90
cm sívalninga úr hvorum helm-
ing - leggið þá saman eins og sést
á myndinni, þannig að hægt sé
að koma 6 eggjum fyrir í hólfun-
um. Látið lyfta sér á plötunni í
ca. 40 mín.
Hærið 1 msk. af vatni saman
við 1 eggjarauðu og penslið
brauðið. Stráið birkifræi eða
skrautsykri yfir og bakið í 20-30
mín í 180°C heitum ofni. Tveir
hringir fást úr uppskriftinni.
Eggjabaka með beikoni
2 dl hveiti
60 g smjörlíki, kalt
1 tsk. salt
1 egg
2-3 msk. kalt vatn.
Saxið smjörlíkið saman við
hveitið og saltið, vætið í með
eggi og vatni, hnoðið og kælið
deigið í u.þ.b. 2 klst. Breiðið
deigið út og setjið í kringlótt mót
og pikkið botninn með gaffli.
Fylling:
3 egg + 2 eggjarauður
50 g rjómaostur
2V2 dl rjómi
salt og pipar
8 sneiðar beikon
Merjið rjómaostinn með gaffli,
hrærið rjómanum saman við og
blandið síðan út í vel þeytt egg.
Kryddið með salti og pipar.
Hellið fyllingunni í botninn og
bakið við 200°C í 20 mín., lækk-
ið þá strauminn í 175°C og bakið
áfram í ca. 10 mín. Ristið beik-
onið á þurri pönnu á meðan,
rúllið sneiðunum upp og setjið á
bökuna þegar hún er tilbúin.
Heitur eggjaréttur úr
harðsoðnum eggjum
5 harðsoðin egg
70gsmjör
salt, pipar
1 búnt steinselja
1-2 dl sýrður rjómi
Takið skurninn af eggjunum,
skerið þau í tvennt eftir lengd-
inni, losið rauðurnar úr og merj-
ið þær með gaffli. Hrærið smjöri
og klipptri steinselju saman við
rauðurnar og fyllið í hvíturnar
aftur. Raðið þeim í eldfast mót.
Bragðbætið sýrða rjómann með
salti, pipar og klipptri steinselju,
hellið honum í botninn á fatinu
og bakið í 200°C heitum ofni í
10-15 mín.
Eggjakaka með
Gráðaosti
6egg
3 msk. rjómi
lh tsk. salt
lh tsk. pipar
2 msk. smjör
150 g Gráðaostur
Paprika eða graslaukur
Skerið Gráðaostinn í litla ten-
inga. Sláið saman egg og rjóma,
kryddið með salti og pipar. Hitið
smjör á pönnu, hellið eggja-
hrærunni út í, dreifið ostbitun-
um yfir þegar kakan byrjar að
hlaupa. Hitið áfram og hrærið
öðru hverju í með gaffli, þar til
kakan er hlaupin. Hafið fremur
vægan hita. Skreytið eggjakök-
una með paprikuhringjum eða
graslauk. Berið eggjakökuna
fram á pönnunni eða færið hana
gætilega yfir á fat.
Við bjóðum
Akureyringum
ókeypis
þjónustu.
Hringið
til okkar
og við komum
heim og
hönnum
skilrúm í
stofiina eða
handrið fyrir
stigann.
Símar 91-84630
og 91-84631.
BJÓÐUM EINNIG VALIN ÍSLENSK HÚSGÖGN
SÝNINGARSALUR ÁRMÚLA 20 - SÍMAR: 84630 og 84635
Þii getur gjörbreytt hemúíí þvm
með sfábrúmxun, handrlðum og skápum
jráÁrfelEfif.
ÁRFELLS skilrúm, handrið
og skápar eru sérhönnuð
fyrir yður.
ÁRFELLS-þjónusta. ..
.. . við komum og mælum,
gerum teikningar og verðtilboð á
staönum, yöur að kostnaðar-
lausu.
... við biðjum yöur að hafa sam
band timanlega.
. . . komið með yðar hugmyndir.
. . . Greiðsluskilmálar. ..
. . . alltað 6 mánuöir.
.. . með breytanlegum
styttukössum og hillum.
. . . með skápum f. hljóm-
flutningstæki, bókaskápum,
blómakössum og Ijósa-
köppum.
... framleidd úrstööluðu,
varanlegu. vönduðu efni.
.. . Framleiöslan öll er
hönnuð af Árfell hf.
19. mars 1982 - DAGUR - 3