Dagur - 19.03.1982, Síða 5
Föndur
Auður Sæmundsdóttir — Vilborg Aðalsteinsdóttir
Lítil taska
fyrir
litla stelpu
Efnisþörf: Afgangar. Ef afgang-
ar eru ekki fyrir hendi, þarf ca.
30 cm. efnis, vatt og tölu.
Taskan á myndinni er ein-
göngu unnin úr afgöngum - 8
mismunandi grænmynstruð efni
eru í framstykkinu. Bakhliðin
og fóður, ásamt bandi, er úr
grænu fínriffluðu flaueli. Fóik er
auðvitað í sjálfsvald sett hvernig
það velur litina saman.
Vinnulýsing: Hringurinn er
stærð töskunnar. Sníðið 3 stykki
eftirhringnummeð3/4cm. saum-
fari og 2 vattstykki án saumfars.
í bandið 8V?x60cm. Framstykk-
ið er saumað saman úr 8 geirum,
sem síðan mynda hring. Best er
að sauma saman 2 og 2 geira -
þannig að þá séu stykkin 4, sem
síðan eru saumuð saman. Fá er
framstykki og fóður lagt saman
(rétta á móti réttu) og vattið lagt
öðru hvoru megin við; sama
hvoru mégin það er. Nú er
hringurinn saumaður saman, en
op skilið eftir til að snúa við í
gegnum - þannig að réttan snúi
fram. Varpið opið saman f
höndum. Eins er farið að með
bakstykki og fóður, nema lykkju
er stungið inn á milli, en lykkjan
er notuð til að loka töskunni.
Fallegt er að vattstinga fram-
stykkið og þá iná fylgja saumun-
um. Einnig er tilvalið að vatt-
stinga bakstykkið. Bandið lagt
saman eftir endilöngu (rétta
móti réttu) og saumað, en u.þ.b.
8 cm. skilið eftir ósaumað í byrj-
un og þegar endað er. Leggið
endana saman (rétta á móti
réttu) og saumið. Pressið saum-
farið til sitthvorrar hliðar -
brjótið saumfarið inn og varpið
eða jaðrið opin saman. Ef vill
má stinga bandið eftir endi-
löngu. Þá er aðeins eftir að
sauma stykkin saman. Pað er
bæði hægt að sauma saman í
saumavél og/eða varpa saman í
höndum, sem er óneitanlega
fallegra. Framstykkið er saumað
við aðra hlið bandsins og bak-
stykkið á móti. Gætið þess þegar
þið saumið saman að geirar
beggja stykkjanna standist á.
Að lokum er fest tala á framhlið
töskunnar.
Þeirri hugmynd skaut niður
síðar að þetta væri fyrirtaks ball-
taska. Ef taskan er hugsuð til
slíkra nota, þarf bandið trúlega
að vera lengra, en það verður
hver og einn að finna út sjálfur.
Segja má að fyrirtækið
hafí byrjað fyrir slysni
- spjaUað við Viðar Garðarsson í Skíða- og reiðhjólasölunni
Við hvern á að tala ef ætlunin
er að fjalla um skíðabúnað?
Það tók tíðindamann Dags
ekki langan tíma að ákveða það
- hann fór til fundar við Viðar
Garðarsson, sem hefur aðsetur
í Kambagerði. Viðar veit allt
um skíði, enda lifir hann og
hrærist í skíðum - og reiðhjól-
um. A veturna selur Viðar ný
og notuð skíði, nýja og notaða
skó og skauta fyrir þá sem vilja.
Þegar vetraríþróttirnar liggja í
dvala selur Viðar og gerir við
reiðhjól.
Það má e.t.v, segja að fyrir-
tækið hafí byrjað fyrir slysni -
fyrir nokkrum árum gátu þeir
sem stunduðu mikið skíði,
hvergi Iosnað við gamlan
búnað. Viðar og Tómas Leifs-
son tóku upp á því að geyma
hann heima hjá hinum fyrr-
nefnda og þar reyndu þeir að
selja það sem keppnismenn-
irnir gátu ekki notað lengur.
Smám saman hlóð boltinn utan
á sig og fyrr en varði varð
Skíða- og reiðhjólasalan að
veruleika.
Það var því kvöld eitt að farið
var á fund Viðars og hann spurður
spjörunum úr, en til að byrja með
var Viðar beðinn um að svara því
hvort ekki væri rétt að áhugi á
skíðaíþróttinni hefði vaxið mikið
undanfarin ár.
„Samfara þeim trimm-áróðri
sem hefur gengið yfir hefur áhugi
á skíðum vaxið mikið. Það hjálp-
aði mikið nú í vetur að snjórinn
kom tveimur mánuðum fyrr en
venjulega.
Ef við tölum um búnaðinn, þá
er það staðreynd að skíðaskór
hafa batnað mikið á undanförn-
um árum, þeir eru orðnir léttari.
Nú er líka hægt að fá tiltölulega
ódýr skíði fyrir túristatrimmara.
Þessi skíði eru mjög létt og hver
sem er getur auðveldlega Iært að
renna sér með þau á fótunum.
Það er gífurlega mikil ásókn í
notaðan búnað í unglingastærð-
unum. Krakkarnir vaxa upp úr
þessu á einum vetri og það má
ekki kaupa t.d. skíðaskó svo stóra
að þeir endist í mörg ár. Ef krakk-
inn fer í of stóra skó, gengur hon-
um illa og hann missir áhugann,
hættir. Það er líka ómögulegt að
kaupa nýja skó á krakka hvern
einasta vetur. Því er það að fólk
kemur með gömlu skóna til mín,
skiptir og fær stærri skó.
Ef ég ætti að setja eitthvað út á
þann búnað, sem ég sé fólk með
upp í fjalli, þá held ég að ég myndi
fyrst staðnæmast við bindingarn-
ar. Þar eru margir illa staddir, of
margir eru með gamlar bindingar,
lítið sem ekkert stilltar, og sumir
eru á of löngum skfðum. Það má
líka segja að það sé skammarlegt,
hve margir eru enn í fjallinu án
þess að hafa „stoppara" á skíðun-
um, en það er í sjálfu sér ekki
betra að vera með gamlar bind-
ingar, sem festa þig ekki nógu vel
við skíðin, eða að þær séu þannig
að þú ert alltaf laus. Ef binding-
arnar eru gamlar er slysahættan
meiri.
Jú, vissulega er tíska í þessu
eins og öðru, en nú orðið er hún
aðallega meðal strákpollanna.
Það eru einhverjir Steinmarkstæl-
ar í þeim stundum. Almennt
klæðir fólk sig vel þegar það fer á
skíði, enda er ekki hægt að vera
t.d. í stólalyftunni nema vel
klæddur."
Viðar Garðarsson að störfum í fyrirtækinu.
Ljósm. KGA
19. mars 1982 - DAGUR - 5