Dagur - 23.03.1982, Síða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
i SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 23. mars 1982
33. tölublað
Yegna óhappsins á ísafirði um helgina þar sem kviknaði í öðrum hreyfli Fokker Friendship vélar Flugleiða hefur
ein af þotum félagsins verið í stöðugu Akureyrar-flugi síðan. Myndin er af þotunni, tekin á Akureyrarflugvelli á
sunnudaginn. Ljósm.: gk-.
Stækkun á Hótel KEA:
Eykst gistirými
um 80-90%?
Krossanes:
Fýlan
úr
sögunni
Framleiðslu í Krossanesverk-
smiðjunni var hætt í bili á föstu-
daginn, og nú eiga Akureyring-
ar ekki á hættu framvegis að
þurfa að búa við ólyktina sem
stundum hefur komið frá verk-
smiðjunni.
Nú er unnið við lokatengingu
nýju hreinsitækjanna, og eru
norskir sérfræðingar væntanlegir
til landsins í vikunni í sambandi
við það verk. Búið er að rífa niður
strompinn.sem spúð hefur reykn-
um yfir bæinn þegar vindátt hefur
verið norðlæg, og í framtíðinni
mun Akureyringum engin óþæg-
indi stafa af mengun frá verk-
smiðjunni.
Bjargráðasjóður:
Greiðsla
lána
að
hefjast
„Einhvern næstu daga mun
Bjargráðasjóður fá fyrir-
greiðslu í Seðlabankanum,
Búnaðarbankanum og Lands-
bankanum. Nú er unnið að því
eins og tök eru á, að flýta af-
greiðslu þessara lána,“ sagði
Stefán Yalgeirsson, alþingis-
maður í samtali við Dag.
Stefán sagði að á þessu stigi
væri ekki hægt að nefna hve mikið
fé Bjargráðasjóður fengi. „Sjóð-
urinn mun lána kartöflubændum
og þeim, sem þurftu að kaupa
mjög mikið fóður í vetur. Ég vona
að mestu vandræðin verði úr sög-
unni þegar búið er að afgreiða
þessi Ián,“ sagði Stefán að lokum.
„Ég veit að það er fullur vilji
fyrir því að fara í þessar fram-
kvæmdir, en ákvörðun um
hvenær það verður gert hefur
ekki verið tekin,“ sagði Gunn-
ar Karlsson hótelstjóri á Hótel
KEA á Akureyri, er við spurð-
um hann hvort fyrir dyrum
stæðu breytingar á hótelinu
sem miðuðu að því að auka
gistirými.
„Það liggja fyrir tvær tillögur
sem eru nokkuð fullmótaðar', og
önnur tillagan var unnin upp eftir
áramótin. Hún gerir ráð fyrir
breytingum á því húsnæði sem við
höfum til staðar með því að nýta
húsnæðið þar sem brauðgerðin og
apótekið voru til húsa. Ég tel
nokkuð víst að þegar ráðist verði í
þetta þá verði sá kostur ofan á,
það verði horfið frá þeim miklu
viðbyggingum sem voru fyrirhug-
aðar.
Þessar framkvæmdir gætu þýtt
fjölgun um 20-24 herbergi til við-
bótar þeim 28 herbergjum sem
fyrir, eru þannig að aukningin í
gistirýminu yrði á milli 80 og 90%.
Það myndi gjörbreyta stöðunni
hér ef í þetta yrði ráðist. Ég veit
að það er fullur vilji á þessum
framkvæmdum og möguleikar á
fjármögnun þeirra hafa verið
kannaðar, en endanleg ákvörðun
hefur ekki verið tekin,“ sagði
Gunnar.
120
þúsund
raunum
bls.7
Hreppsnefnd Hrafnagils-
hrepps felldi samninginn
Undanfarnar vikur hafa staðið
yfír samningsfundir milli Hita-
veitu Akureyrar og Hrafnagils-
hrepps um rétt á heitu vatni úr
borholum hitaveitunnar I
Hrafnagilshreppi. Föstudaginn
12. mars náðist loks samkomu-
lag á 6 klst. löngum samninga-
fundi samninganefnda og var
skrifað undir með fyrirvara.
Samkvæmt heimildum Dags
var gert ráð fyrir því í samnings-
drögunum, að eitthvað af vatn-
inu, sem talið er að horfið hafi
við boranir, yrði bætt og við-
bótarvatn fengist keypt af hit-
aveitunni. Gegn þessu fengi
hita-
veitan allar hitalagnir og hita-
réttindi á svæðinu. Hrepps-
nefnd Hrafnagilshrepps felldi
þessi samningsdrög á fundi
stuttu seinna.
Forsaga málsins er að Laugar-
borg, Barnaskólinn og síðar
Hrafnagilsskóli voru hituð upp
með vatni sem fékkst úr lind á
svæðinu. Hrafnagilshreppur
byggði brunn við lindina og dælu-
stöð, þaðan var dælt 6-8 1/sek. af
50 gráðu heitu vatni. Seinna voru
boraðar þarna grunnar borholur
og reist ný dælustöð. Úr þessum
holum fékkst mjög svipað magn
af vatni og áður hafði fengist úr
lindinni, en hún þornaði við þess-
ar framkvæmdir.
Eftir boranir og kraftmiklar
djúpdælingar Hitaveitunnar
minnkaði þetta vatn og hvarf loks
alveg. Þetta sama gerðist einnig
annarsstaðar í grenndinni t.d. við
Reykhús og Grísará.
Hitaveita Akureyrar hefur
fengið vatn úr tveim borholum í
Hrafnagilshreppi, önnur er í landi
Hrafnagils en hin er í landi Botns.
Gerði Hitaveitan samning um
vatnsréttindi í landi Hrafna-
gils við Hjalta Jósepsson bónda,
en Botn er í eigu Akureyrrbæjar.
Hrafnagilshreppur fór nú fram
á bætur fyrir það vatn sem hvarf,
en Hitaveitan neitaði að þarna
væru nokkur tengsl á milli. Að
sögn heimamanna kemur þessi af-
staða Hitaveitunnar flestum
spánskt fyrir sjónir vegna þess, að
Hitaveitan hafi þegar bætt fyrir
vatn í svipuðu tilfelli, það er að
segja í Reykhúsum. Einnig mun
það koma fram í skýrslum Orku-
stofnunar að „tengsl" séu á milli
þessara vatnssvæða er um ræðir.
Til þess að knýja fram úrslit í
þessu máli stefndi hreppsnefnd
Hrafnagilshrepps bæjarstjóra og
forseta bæjarstjórnar Akureyrar
til ógildingar á samningi Hitaveit-
unnar og Hjalta Jósepssonar
Hrafnagili.
Eins og áður sagði felldi
hreppsnefnd Hrafnagilshrepps
samningsdrög þau er ácur eru
nefnd en stjórn Hitaveitunnar
fjallar um þau í dag eða á morgun.