Dagur - 23.03.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 23.03.1982, Blaðsíða 12
mmr Akureyri, þriðjudagur 23. mars 1982 RAFGEYHAR [ BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Herbert „Kóki“ Ólason ásamt syni sýnum í dyrum Hafnarstrætis 96 þar sem „Kókaborgarar“ verða til húsa. Ljósm.: gk-. „Hamborgara- aldan“ hefur innreið sína Heilbrigðisfulitrúi Akureyrar: Nauðsynlegt að aflífa allar skjaldbökur Sauðárkrókur: Hafnar- garðurinn lengdur Á fjárlögum í ár er áætlað að lengja grjótgarðinn í Sauðár- krókshöfn um 50 metra. Einnig er á dagskrá að steypa þekju á hluta hafnargarðsins. í ofsa veðri fyrir nokkrum árum hvarf fremsti hluti grjótgarðsins, eða sandfangarans, og að sögn Steingríms Aðalsteins- sonar hafnsögumanns, er þetta brýn framkvæmd. „Þessum grjót- garði var ætlað það hlutverk að stöðva sandburð úr Gönguskarðs- ós inn í höfnina. Eftir að garður- inn styttist hefur borist mikið af sandi inn í höfnina.“ Listavaka í Stórutjarnar- skóla Árleg listavaka Lionsklúbbsins Sigurðar Luther verður haldin í Stórutjarnarskóla föstudags- kvöldið 26. mars og hefst kl. 21. Bolli Gústafsson í Laufási og Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri lesa úr verkum sínum. tónlistar- flutningur verður í höndum tón- listarskólans á Akureyri. Málverk eftir Kees Visser og Ulf Ragnars- son verða til sýnis. Aðgangur er ókeypis að venju, en veitingar verða seldar. Örn ráðinn útibús- stjóri KNÞ á Raufarhöfn Örn Sigurðsson frá Þórshöfn, hef- ur verið ráðinn útibússtjóri Kaup- félags Noröur-Þingeyinga á Rauf- arhöfn. Örn kemur í stað Péturs Þorgrímssonar, sem fer í vor til Kópaskers og tekur þar við starfi kaupfélagsstjóra. Undanfarin ár hefur Örn starfað sem fram- kvæmdastjóri saumastofunnar Snælda, auk þess sem hann hefur starfað við ýmis verslunarstörf hjá Kaupfélagi Langnesinga. Nýr kaup- félags- stjóri á Kópaskeri I síðustu viku var Pétur Þorgríms- son ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Norður-Þingeyinga í stað Ólafs Friðrikssonar, sem hef- ur tekið að sér stöðu kaupfélags- stjóra á Sauðákróki. Pétur, sem er 27 ára, hefur undanfarin ár starfað sem útibússtjóri KNÞ á Raufarhöfn. Hann er kvæntur Magneu Árnadóttur og eiga þau tvö börn. Pétur er Öxnfirðingur að ætt og uppruna, sonur Þor- gríms Þorsteinssonar og Þóru Jónsdóttur í Klifshaga. Akureyringar mega eiga von á því aö áður en langt um líöur muni tveir til þrír nýir matsölu- staðir taka til starfa hér í bænum, og má telja nær öruggt að tveir af þessum stöðum verði svokallaðir hamborgarastaðir. „Það er ekki ákveðið hvaða starfsemi verður í þessu húsi,“ sagði Magnús Þórisson, en hann hefur keypt húsnæðið að Ráð- hústorgi 5 þar sem Sport og hljóð var áður til húsa. Sá orðrómur hefur gengið fjöllunum hærra í bænum að á neðri hæðinni yrði hamborgarasstaður og uppi kaffi- stofa og matsölustaður sem hefði vínveitingaleyfi. „Ég hef aldrei heyrt um neina kaffistofu þarna, en það hefur komið til tals með hamborgara- staðinn þótt það sé ekki neitt ákveðið íþeimefnum. Þaðstanda yfir viðræður um það mál,“ sagði Magnús. Öruggar heimildir Dags herma að bæði Tommaborgarar og Winnys borgarar hafi sýnt áhuga á að setja á fót hamborgarasölu í í blaðinu í dag hirtist annar hluti ferðagetraunar Dags og Samvinnuferða/Landsýnar. Þeir áskrifendur, sem taka þátt í henni, eru beðnir um að senda svarið sem fyrst til Dags. Um- slagið á að merkja: Dagur, ferðagetraun, Strandgötu 31, 602 Akureyri. þessu húsnæði og séu bæði þessi fyrirtæki í viðræðum við Magnús og muni þau mál skýrast á næstu dögum. En á meðan öllu þessu fer fram vinnur Herbert Ólason „Kóki“ hörðum höndum við innréttingar á húsnæðinu í Hafnarstræti 94, þar sem Cesar var áður til húsa. Hann ætlar í næsta mánuði að opna þar hamborgarastað undir nafninu „Kóka-borgarar“ og það leikur enginn vafi á um þær fram- kvæmdir allar. Þá herma sögusagnir, sem eiga við rök að styðjast, að þrír ungir Akureyringar hyggist setja á fót matsölustað við Glerárgötu. Hér yrði um lítinn „huggulegan“ mat- sölustað að ræða, þar sem áhersla yrði lögð á alhliða mat, en ekki eingöngu hamborgara eins og á hinum stöðunum. Af framansögðu er ljóst að Ak- ureyringar mega eiga von á nýjum matsölustöðum í bænum, en í augnablikinu er ekki ljóst hve margir þeir verða. í næstu viku verður dregið um fyrsta aukavinninginn, sem er vöruúttekt í verslun á Akureyri að verðmæti kr. 400. Þeir sem ekki eru áskrifendur eru hvattir til að verða það sem fyrst - og taka þátt í ferðagetrauninni. Vinsam- legast hafið samband við Jóhann- es Mikaelsson í síma 24222. „Það er ágætt að fólk geri sér grein fyrir hættunni, sem stafar af skjaldbökum, en ég vildi líka koma því á framfæri að það er tiltölulega auðvelt að fyrir- byggja smit með hreinlæti. Ég veit til þess að fólk sem á skjaldbökur hefur orðið fyrir aðkasti á vinnustað, og að fólk gengur jafnvel svo langt að heimsækja ekki þá sem eiga svona dýr.“ sagði Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfull- trúi. Valdimar sagðist vilja benda eigendum skjaldbaka á að láta aflífa þær hjá héraðsdýralækni, sem kemur þeim í rannsókn. Nauðsynlegt er að sótthreinsa búrin vel með klórupplausn eða benslkon (1%). Hugsanlegt er að smit hafi borist í fiskaker, en þar sem fiskar hýsa ekki sýkilinn, er nægjanlegt að skipta um vatn og sótthreinsa kerið 2-3 sinnum. Einnig er mögulegt að sótthreinsa með því að setja klórmintöflur í kerið hjá fiskunum. Farið er fram á það við fólk sem á eða hefur átt skjaldbökur, að það hafi samband við skrifstofu héraðslæknis (sími 24052). Nauð- synlegt er að taka sýni úr því. Smitberum er óheimilt að vinna við matvælaframleiðslu uns lækn- ing hefur átt sér stað. Athuga ber að enginn er talinn smitberi fyrr en sannast hefur að hann sé það. Börnum, sem reynast smitberar er heimilt að fara í skóla, enda sé ríkt eftir því gengið að þau þvoi sér vel um hendur, sérstaklega eftir salernisnotkun. Þau mega ekki fara í sund eða leikfimi fyrr en þau eru talin smitfrí. Börn með jákvæðar ræktanir mega ekki dveljast á dagvistarstofnunum. Sérstaklega er brýnt fyrir öllum þeim sem á einhvern hátt vinna við matvæli, einnig ah eimilum, að ástunda hreinlæti og gæta þess sérstaklega að þvo vel hendur. Með góðu hreinlæti má koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess að önnur dýr beri með sér „salmónellu para- typhi B.“ Rétt er þó að benda fólki á þá hættu sem er samfara ólöglegum innflutningi dýra og hvetja það til að farga slíkum dýrum. Hundaæði t.d. er til stað- ar í Evrópu og ef það næði fót- festu hér gæti það haft uggvænleg- ar afleiðingar. m # Framboðs- raunir Krata á Akureyri Listi Alþýðuflokksmanna vegna bæjarstjórnarkosning- anna í vor er sagður vefjast fyrir flokksapparatinu á Akur- eyri. „Topparnir" f flokknum á Akureyri, vilja Jórunni Sæmundsdóttur út af listan- um og Tryggva Gunnarsson alls ekki ofaren í fimmta sæti. Talað hefur verið um að Gígja Möller gæti skipað annað sæti listans og eins hefur Sig- björn Gunnarsson verið orð- aður við eitt af efstu sætun- um. Sömu sögu er að segja um Þorvald Jónsson, Pétur Torfason og Bárð Halidórs- son, en gallinn er bara sá að enginn þessara manna fékk atkvæði í prófkjörinu. Raunar var Þorvaldur búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að hætta í bæjarmálapólitíkinni, en hart hefur verið gengið á eftir honum að gefa kost á sér, svo betur gangi að loka á þau Jórunni og Tryggva. # Getur Hreinn lægt öldurnar Hreinn Pátsson bæjaralög- maður, á sæti í uppstillingar- nefnd Alþýðuflokksmanna og hefur hann verið erlendis að undanförnu. Hann mun hafa komið heim um helgina og binda menn vonir við það að honum takist að lægja öldurn- ar og berja saman lista sem UUJUUU allir Alþýðuflokksmenn geti sætt sig við. S&S hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að Jórunn berjist hart gegn „flokkseigandafélaginu" og vilji að tillit verði tekið til heildaratkvæðamagns í próf- kjörinu, en þar hlaut hún ann- að sæti, og munaði aðeins fjórum atkvæðum á henni og Frey Ófeigssyni. Hart var deilt um framboðsmálin á fundi 15. þessa mánaðar og er sagt að þar hafi Jórunn haldið stfft fram sínum hlut og hlut Tryggva, en ekki hlotið mikinn hljómgrunn. Krati nokkur sagði að eflaust yrði haldinn fulltrúaráðsfundur í Alþýðuflokksfélagi Akureyrar innan skamms og átti hann allt eins von á þvi að þar yrði kosiðum hvert sæti - nema að bæjarlögmanninum tækist að stilla samflokksmenn sína, og koma í veg fyrir að margir listar verði á lofti - eins og þessa stundina. # Steinull og brú Það er kunnara en frá þurfi að segja að þingmeirihluti nú- verandi ríkisstjórnar er tæpur. Eggert Haukdal getur t.d. verið í lykilaðstöðu ef því er að skipta. S&S hleraði að nú væri búið að stinga dúsu upp í Eggert með þeim afleið- ingum að hann sé hjartanlega sammála því að það beri að reisa steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Og dúsan? Eitt stykki brú yfir ósa Öifusár - eða þannig. Ferðaget rau n i n

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.