Dagur - 23.03.1982, Side 4

Dagur - 23.03.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Steinullarverksmiðja á Sauðárkrók Eins og öllum ætti að vera kunnugt, hefur bæjarstjórn Sauðárkróks unnið að undirbún- ingi steinullarverksmiðju um árabil og lengur en nokkrir aðrir hér á landi. Meðan þessi undirbúningur hefur staðið, hafa Sauðkræk- ingar ekki getað einbeitt sér að öðrum verk- efnum í atvinnuuppbyggingu staðarins, enda máttu þeir hafa tilefni til að ætla að hugmynd- um þeirra yrði vel tekið af stjórnvöldum og að þeir fengju að njóta þess frumkvæðis sem þeir sýndu í málinu. Það var raunar í bæjarstjóratíð Þóris Hilm- arssonar, núverandi brunamálstjóra, sem þessar hugmyndir komu fyrst fram og farið var að vinna að undirbúningi þeirra. Á sama tíma og Sauðkrækingar unnu að undirbúnigi stein- ullarverksmiðju fyrir norðan var stofnað sam- starfsfélag um jarðefnaiðnað á Suðurlandi, m.a. til að kanna vinnslu Hekluvikurs og Kötlusands til útflutnings. Um það verður ekki deilt, að það voru Sauð- krækingar sem fyrstir beindu sjónum sínum að steinullarvinnslu og hófu undirbúning málsins. Þessa frumkvæðis eiga þeir að njóta. Hér er um að ræða mál sem snertir ekki að- eins Skagfirðinga, heldur Norðlendinga alla. Fjórðungssamband Norðlendinga hefur þrí- vegis samþykkt ályktanir um málið á þingum sínum og í einni þessara ályktana voru hörm- uð þau vinnubrögð, að dreifa mikilvægum gögnum og upplýsingum á viðkvæmu stigi málsins, tilþeirra sem hafa vildu. Þetta gerðist þegar starfsstjórn Alþýðuflokksins var við völd í landinu. Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur krafist þess, að frumkvæði Skag- firðinga verði metið og steinullarverksmiðja staðsett á Sauðárkróki, að öðru jöfnu. Norð- lenskir sveitastjórnarmenn eru þannig ein- huga í þessu máli og ekki er vitað annað en all- ir þingmenn Norðurlands séu einhuga í mál- inu, því annað hefur ekki komið fram. Kröfur Norðlendinga eru eðlilegar. Þær byggjast fyrst og fremst á því, að atvinnuleysi hefur verið mest á Norðurlandi. Þannig var á síðasta ári og þó atvinnuleysi hafi ekki hrjáð íslendinga verulega, hefur þess gætt mest á Norðurlandi á undanförnum árum. Það þarf augljóslega mikla atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þegar stjórnvöld geta einhverju ráðið um uppbyggingu í atvinnumálum, eins og er varðandi steinullarverksmiðju, á það svæði sem mest þarf á uppbyggingu að halda að njóta góðs af. Það er í samræmi við stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar og það er í sam- ræmi við stefnuskrár allra flokka. 4 - DAGUR - 23. mars 1982 Elín Antonsdóttir (t.v.) og Guðrún Sigurðardóttir. Sú síðarnefnda hefur verið í félaginu frá því það var stofnað, og mesta hluta þess tíma hefur hún verið í stjórn. Elín sagði eftir myndatökuna að hún vildi þakka öll- um þeim sem gerðu þessa starfskynningu mögulega. Mynd: áþ Vel heppnaður starfsfræðsludagur í Glerárskóla: „Ahugi fólks á foreldrafélaginu er sífellt að aukast“ - segir Elín Antonsdóttir formaður félagsins Á föstudagskvöldið í síðustu viku varstarfskynningardagur í Glerárskóla. Tæplega 50 fulltrúar ýmissa starfsstétta sátu fyrir svörum, gáfu ung- lingunum upplýsingar um nám að loknu grunnskóla- prófi. Óhætt mun að fullyrða að flestir hafi farið á vit fulltrúa lögreglunnar, og spurt hann um starf lögregluþjónsins, en einnig var þétt setinn bekkur- inn hjá úrsmiðnum, prentar- anum og slökkviliðsmannin- um svo dæmi séu tekin. Einn- ig var hárgreiðslukonan mikið spurð um sitt starf. Það var Foreldrafélag Glerárskóla sem stóð fyrir þessari kynn- ingu, sem heppnaðist vel að mati þeirra sem blaðamaður ræddi við. Forráðamenn for- eldrafélagsins hafa mikinn hug á að þetta verði að föstum lið í starfi skólans. Elín Antonsdóttir, for- maður félagsins, sagði að í fyrra hefði félagið staðið fyrir starfskynningu, sem var mun smærri í sniðum. „Þetta tókst þá með ágætum, en við vild- um gera betur enda er þessi miklu viðameiri. Hins vegar er rétt að það komi fram að Vilberg Alexendersson, skólastjóri Glerárskóla, fór þess á leit við okkur að félagið annaðist þessa starfsfræðslu- daga og á hann miklar þakkir skildar fyrir þann áhuga, sem hann hefur sýnt á foreldrafé- laginu.“ Það korn fram hjá Elínu að auðveldlega gekk að fá fólk til að koma og kynna sín störf , en það voru nemendur í 7., 8. og 9. bekk í Glerárskóla sem var boðið að koma, auk nem- enda í sömu bekkjardeildum í Oddeyrarskóla. Elín sagði að alls hefðu 150 nemendur úr fyrrnefnda skólanum komið á föstudagskvöldið, hins vegar kom enginn úr Oddeyrar- skóla. Ekki hafði Elín skýr- ingar á reiðum höndum á áhugaleysi nemenda úr Odd- eyrarskóla. -Ég er mjög ánægð með þennan dag, ég er ánægð með aðsóknina og áhuga krakk- anna í Glerárskóla. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að áhugi fólks á foreldrafélaginu sé alltaf að aukast. Nú eru um 170 manns í því, en nemendur í skólanum eru um 700 talsins svo þú sérð að enn vantar mikið á að allir séu virkir í þessum félagsskap." Elín sagði að þrátt fyrir þá staðreynd að Foreldrafélag Glerárskóla hafi staðið í hart- nær átta ár virtist enn gæta nokkurs misskilnings á til- gangi þess. Fólk heldur gjarn- an að um nokkurs konar kvörtunarfélag sé að ræða, og segir sem svo að ef það þurfi eitthvað við kennara barna sinna að tala, geti það gert það án íhlutunnar annarra. í lögum félagsins segir m.a. að tilgangur félagsins sé að tryggja gott samband milli Glerárskólans og þeirra barna er þar stunda nám, og að stuðla að framkvæmd ýmissa mála í þágu skólans og nem- enda hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því að halda fundi, þar sem fjallað er um ýmis uppeldis- fræðileg efni. Auk þess að standa að eða styðja menning- arlíf innan skólans, svo sem bókmenntir og listir, eða það sem að gagni kann að koma fyrir skólann og nemendur hans. Þeir, sem sátu fyrir svörum og blaðamaður ræddi við, sögðu allir sem einn að starfs- fræðsludagar hlytu að verða að föstum þætti í skólastarfi allra skóla í fram tíðinni. „Einhvern veginn verður að kynna krökkunum þá mögu leika sem bíða þeirra. Þau fá að vísu töluverða fræðslu um þá í skólanum, en það hlýtur að hjálpa þeim mikið að geta rætt við fólk sem starfar við það sem krakkana dreymir um,“ sagði einn þeirra sem fræddi unglingana á föstu- dagskvöldið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.