Dagur - 23.03.1982, Qupperneq 6
ggj Mpii
„Valdi þann kostinn
sem mér þótti bestur
— segir Úlfhildur Rögnvalds-
dóttir um framboð sitt fyrir
Framsóknarflokkinn til
bæjarstjórnar Akureyrar
í þriðja sætinu á lista Framsóknarflokksins á Akureyri til
bæjarstjórnarkosninga í vor er Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
Framboð hennar fyrir Framsóknarflokkinn hefur vakið
mikla athygli og umtal, en hún hefur verið varamaður Sam-
takanna í bæjarstjórn.
Úlfhildur er fædd í Haganesi í Mývatnssveit, en flutti til
Akureyrar 1950 og hefur átt hér heima síðan. Hún er 35 ára
gömul, gift Hákoni Hákonarsyni vélvirkja, og eiga þau tvö
börn, Hákon Gunnar 14 ára og Helgu Hlín 9 ára. Með
húsmóðurstörfum hefur Úlfhildur unnið ýmis störf. Hún
starfaði í Iðnaðarbankanum á Akureyri í 9 ár og síðustu 8
árin hefur hún verið starfsmaður Lífeyrissjóðsins Samein-
ingar. Auk þess hefur hún unnið við ræstingar hjá Akureyr-
arbæ undanfarin 11 ár. Hún á sæti í stjórn verkalýðsfélags-
ins Einingar sem ritari og hefur gegnt því embætti í þrjú ár.
Áður átti hún sæti í varastjórn og hún á einnig sæti í trúnaðar-
mannaráði. Þar til nýlega átti hún sæti í félagsmálaráði
Akureyrarbæjar.
Dagur átti viðtal við Úlfhildi
og spurði hana fyrst að því,
hverju það sætti að hún væri nú í
framboði fyrir Framsóknar-
flokkinn.
- Ég hef mjög lengi haft
áhuga á bæjarmálunum og fylgst
náið með bæjarmálapólitíkinni.
Framsóknarmcnn hafa verið þar
í forystu undanfarin ár og mér
hefur fundist þeir ábyrgir og
raunsæir við stjórn bæjarins. Fví
var mér það síður en svo á móti
skapi að ganga til liðs við fram-
sóknarmenn í bæjarstjórn.
Annað kom einnig til, nefni-
lega það, að þegar framsókn-
armenn fóru þess á leit við mig
að ég gæfi kost á mér á fram-
boðslista, eftir að nafn mitt hafði
komið upp í forvali flokksins,
hvöttu margir félagar mínir í
Samtökunum mig til að verða
við því. Þetta hafði verulegáhrif
á mína ákvörðun.
Síðast en ekki síst hafði þáð
áhrif á ákvörðun mína, að það er
staðreynd að konur hafa allt of
sjaldan verið tilbúnar að taka að
sér ábyrgðarstörf á stjórnmála-
sviðinu, þó þeim hafi boðist.
Þarf ekki að fæðast
inn í Framsóknar-
flokkinn tíl að geta
starfað þar
- Það hafa heyrst nokkrar
gagnrýnisraddir út af því að þú
hafir skipt um flokk. Hvað vilt
þú segja um það?
- Þaðernúeiginlegarangtað
orða þetta svona, því Samtökin
er ekki hægt að kalla tlokk
lengur. En ég hafði fyrir nokkuð
löngu ákveðið að fara ekki aftur
í framboð fyrir Samtökin, þó svo
að þau byðu fram. Samtökin
hafa þegar runnið sitt skeið á
enda sem landsmálaflokkur, þó
að þau eigi sveitarstjórnarfull-
trúa á tveimur stöðum á landinu.
Þar sem ég hef áhuga á að
starfa að bæjarmálum og að
reyna að hafa einhver áhrif varð
ég að finna mér annan vettvang
að starfa á. Þó að ýmsir hafi horn
í síðu stjórnmálaflokkanna er
það nú einu sinni svo, að það er
helst í gegnum þá sem fólk getur
haft áhrif, ef það á annað borð
vill hafa einhver áhrif í þjóðfé-
laginu. Stjórnmálaflokkarnir
eru undirstaða okkar lýðræðis-
skipulags og annað hefur ekki
komið í þeirra stað, sem felur í
sér neina lausn til frambúðar.
Ég studdi Framsóknarflokk-
inn við síðustu alþingiskosning-
ar, valdi þann kostinn sem mér
þótti bestur, þannig að það var
raunar ekki erfitt fyrir mig að
velja mér vettvang að starfa á að
bæjarmálunum. Sem betur fer
þarf maöur ekki að fæðast inn í
Framsóknarflokkinn til að geta
starfað innan hans. Öllum er þar
heimil þátttaka, sem telja sig
eiga með honum samleið. Því
finnst mér þessi gagnrýni ekki
réttmæt.
Margir farið sömu
leið og ég
- En hvað með stefnu Fram-
sóknarflokksins, fer hún saman
við þínar skoðanir?
- Framsóknarflokkurinn er
flokkur samvinnu- og félags-
hyggjumanna og mér finnst að
stefnumið Samtakanna hafi á
margan hátt verið keimlík, enda
hafa margir úr Samtökunum far-
ið þessa leið á undan mér,
þ.e.a.s. farið að starfa í Fram-
sóknarflokknum.
- Hvaða málefni ber að
„Margir félagar mínir í Samtökun-
um hvöttu mig til að gefa kost á mér
í framboði Framsóknarflokksins.“
leggja áherslu á næsta kjör-
tímabil?
- Það hlýtur að vera kapps-
mál allra bæjarfélaga að næg og
stöðug atvinna sé fyrir allar
vinnufúsar hendur. Blómlegt
atvinnulíf er grunnurinn, sem
svo margt annað byggir á.
Við stöndum frammi fyrir
þeim vanda hér á Akureyri að
skapa ný atvinnutækifæri fyrir
u.þ.b. 350 manns á næstu tveim-
Ríklð standi við
sínar
skuldbindingar
Hægt er að hafa mörg orð um
nýjar framkvæmdir á vegum
bæjarins og þátttöku ríkisins í
þeim, en það er nauðsynlegt að
velta því fyrir sér hvort sú tekju-
skipting milli ríkis og sveitarfé-
Félagslegar íbúða-
byggingarog
hagstæðari lán
- Hvað með hlut fjölskyld-
unnar í samfclaginu?
- Breyting þjóðfélagshátta
hefur verið svo ör undanfarna
áratugi að fjölskyldan er ekki
lengur sú kjarnaeining sem hún
sveigjanlegri vinnutíma, svo for-
eldrar geti átt meiri tíma með
börnum sínum.
Það þarf einnig að vinna gegn
hefðbundinni verkaskiptingu
kynjanna og endurmeta störf.
Konu eru yfirleitt í lægra laun-
uðum störfum og því kemur nú-
verandi ástand illa niður á börn-
um einstæðra foreldra, sem
oftast eru mæður.
Heimilið og fjölskyldan eru sá
Úlfhildur að störfum við undirbúning stefnuskrár ásamt Sigurði Jóhannessyni, Sigurði Óla, Pétri Pálmasyni og Sigfriði Angantýsdóttur.
ur árum, ef marka má könnun
atvinnumálanefndar Akureyrar
í þessum efnum. Ég bind í þessu
sambandi miklar vonir við Iðn-
þróunarfélagið sem nú er að líta
dagsins ljós, en aðild að því eiga
sveitarfélög við Eyjafjörð,
verkalýðsfélög ög fleiri aðilar.
Fyrsta verkefni félagsins er að
kanna möguleika á fjölgun
starfa við þann iðnað sem er hér
fyrir og jafnframt að leita nýrra
leiða til fjölgunar atvinnu-
tækifæra í iðnaði.
laga sem við búum við nú, sé hin
eina rétta.
Hér er verið að vinna að
mörgum nauðsynlegum verk-
efnum sem eru mismunandi
langt á veg komin, svo sem ný-
bygging Fjórðungssjúkrahúss-
ins, Verkmenntaskólinn, Svæð-
isíþróttahúsið, dagvist við Þór-
unnarstræti, verkamannaíbúðir
o.fl., en miklu skiptir að ríkið
standi við sínar skuldbindingar
og greiði sinn hluta í fram-
kvæmdunum fljótt og vel.
ætti að vera. Ein fyrirvinna næg-
ir ekki til að framfleyta fjöl-
skyldu, a.m.k. ekki ef hún er að
koma sér upp húsnæði, en oftast
er fólk í þeim framkvæmdum
meðan börnin eru ung. í hús-
næðismálum þarf að koma betur
til móts við fólk, t.d. með aukn-
ingu félagslegra íbúðabygginga
og hagstæðari lánum til Iengri
tíma.
Þá þarf vinnumarkaðurinn að
viðurkenna foreldrahlutverkið
með hækkun dagvinnulauna og
minni eftirvinnu, en einnig
..grunnur sem framtíð barnanna
er reistur á, það skiptir því miklu
að sá grunnur sé traustur.
Ein afleiðing breyttra þjóðfé-
lagshátta er minna samband
milli barna og aldraðra. Þetta
finnst mér neikvæði þróun og
mér er spurn hvort ekki væri
hægt að koma á einhvers konar
tengslum milli dagvista barna og
dvalarheimila aldraðra?
„Ég studdi Framsóknarflokkinn
við síðustu alþingiskosningar -
valdi þann kost sem mér þótti
bestur.“
„Það þarf að vinna gegn hefðbund-
inni verkaskiptingu kynjanna og
endurmeta störf.“
„Steinsteypukona? Já, ef það þýðir
að vilja vinna með körlum að upp-
byggingu betra samfélags.“
Fólk hafí val um
hvernig það
ver sínu ævikvöldi
- Nú er ár aldraðra. Hvernig
á að vinna að málefnum þeirra?
- Mér finnst mest um vert að
fólk sem komið er á efri ár hafi
sjálft val um það hvernig það
eyðir sínu ævikvöldi. Það þurfa
að vera fyrir hendi hjúkrunar-
heimili. hefðbundin dvalar-
heimili, íbúðir í tengslum við
þau og einnig heimilisaðstoð
fyrir þá sem á þurfa að halda, en
kjósa að búa í heimahúsum.
Þá er mikilsvert að aldraðir
geti átt þess kost að vinna t.d.
hlutastörf, ef áhugi og góð heilsa
eru fyrir hendi. Það hlýtur að
vera ömurleg tilfinning að vera
ýtt til hliðar af vinnumarkaði,
einungis fyrir aldurs sakir og það
er fleira sem fylgir í kjölfarið.
Mörgum finnst þeir ekki lengur
gjaldgengir í félagsskap sem þeir
hafa tekið þátt í áður. Mér dett-
ur í þessu sambandi í hug stétt-
arfélögin, og finnst alltaf
ánægjulegt að sjá „gömlu kemp-
urnar“ mæta á félagsfundi í Ein-
ingu, en ég veit að þær eru fleiri
sem sitja heima af fyrrgreindri
ástæðu.
Það þarf hugarfarsbreytingu
hjá okkur sem yngri eru, hætta
að skipta fólki í hópa eftir aldri,
kyni o.s.frv. Það er okkur hollur
lærdómur að vera og starfa með
eldra fólki og kynnast lífsreynslu
þess við ólík skilyrði.
Gleymum oft því
sem vel hefur
verið gert
- Hvernig finnst þér að til
hafi tekist með stjómun bæjar-
ins?
- Þetta er ágæt spurning, því
við viljum oft gleyma því sem vel
hefur verið gert, en naggast í
þess stað út í það sem betur
mætti fara. Hér er af mörgu að
taka, ef ræða skal það sem áunn-
ist hefur. Ég ætla þó ekki að fara
mörgum orðum um það hér, en
mig langar þó aðeins að nefna
örfá dæmi. Bærinn hefur tekið
miklum stakkaskiptum til hins
betra vegna gróðursetningar og
fegrunar opinna svæða. Ég er
mjög ánægð með nýtt miðbæjar-
skipulag, en vinda þarf bráðan
bug að því að fara að vinna eftir
því. Miðbærinn er því miður
ekki til neinnar fyrirmyndar í
dag. Þá vil ég nefna jjað, að
leiguíbúðum á vegum bæjarins
hefur fjölgað og að tvær nýjar
dagvistarstofnanir hafa verið
teknar í notkun, en þörfin fyrir
hvort tveggja var mikil.
Karlar og konur
vinni saman
að uppbyggingu
betra samfélags
- Einhvern tíma heyrði ég
talað um konur eins og þig, sem
taka þátt í félagsmálum og
stjórnmálum, sem steinsteypu-
kerlingar. Ertu steinsteypu-
kona?
- - Ég held að ég sé nú
ósköp venjulegur kvenmaður og
með svipaðan „reynsluheim" og
aðrar konur, svo ég leyfi mér nú
að taka þetta vinsæla orð mér í
munn. En ef orðið steinsteypu-
kona felur það í sér, að það sé
kona sem vill vinna með körlum
að uppbyggingu betra samfé-
lags, þá er svarið já.
I
m'
1
■
i '
Baldvin Ólafsson hampar getraunaseðli
5J
Getspakur Akureyringur:
Ég hristi gamalt
kerfi fram
ur erminni
LL
— og arangurinn í vetur nemur
120 þúsundum króna
„Þetta hefur gengið ágætlega
í vetur, ég er búinn að fá í
vinninga um 120 þúsund krón-
ur og þetta eru skattfrjálsir
peningar,“ sagði Baldvin Ól-
afsson, er við ræddum við hann
á dögunum. Baldvin er án efa
í hópi þeirra manna sem hvað
bestum árangri hafa náð í
knattspyrnugetraunum hér-
lendis, og bera 120 þúsund
krónurnar sem hann hefur
fengið í sinn hlut í vetur þess
glöggt vitni.
„Þetta var nú svona frekar
stopult fyrstu árin, ég var stund-
um með í að tippa og stundum
ekki. Árið 1978 byrjaði ég svo
að vera með fyrir alvöru, með
stór kerfi.“
- Hvað er það sem þú kallar
stór kerfi?
„Það getur verið misjafnt, fer
eftir ýmsu, eins og því t.d.
hvernig fjárhagurinn er hverju
sinni. Núna tippa ég fyrir 1000
krónur á viku, kaupi 125 hvíta
seðla eða 1000 raðir og það hef-
ur gefist mjög vel. Eg byrjaði
einn í haust og vann þá 20 þús-
und krónur. Síðan vorum við
nokkrir saman en það gafst illa
og við unnum ekki neitt sem
heitið gat. Ég er því aftur farinn
að tippa einn og það hefur geng-
ið ljómandi vel síðustu vikurn-
ar.“
Það hlýtur að vera óhætt að
segja að vel hafi gengið hjá
Baldvini síðustu vikurnar. Síð-
ustu fjórar vikurnar hafa gefið
honum tæplega 100 þúsund
krónur í vinninga, og að við-
bættum 20 þúsund krónum í
haust og nokkrum smávinning-
um í vetur er uppskeran orðin
120 þúsund krónur á keppnis-
tímabilinu!
Er með eigið kerfi
- En hver er galdurinn á bak
vð þennan árangur?
„Ég var með þetta svokallaða
„Vísiskerfi“ og fleiri kerfi sem
hægt er að fá í bókum. En það
var til þess að ég fór að festa
sömu leiki og allir aðrir sem nota
þessi kerfi og það þýðir einfald-
lega að ef vinningur fæst þá eru
svo margir með vinning að það
er sama og ekkert í hvern hlut.“
- Hvað gerðir þú í málinu,
fórstu undir feld?
„Ég hristi bara fram úr erm-
inni gamalt kerfi sem ég átti og
hafði unnið á áður, það er erfitt
kerfi því það er fyllt út á hvíta
seðla og er því þreytandi. Ég bjó
þetta kerfi til sjálfur og það hef-
ur verið að þróast í gegn um
árin, verið að myndast í hausn-
um á mér hægt og bítandi.
„Leita að óvæntum
úrslitum“
Ég leita að óvæntu úrslitunum
alveg til helminga á við þá sem
taldir eru vera öruggir, og ég fór
út í það að festa óvænt úrslit.
Þetta er mjög mikilvægt því það
eru óvæntu úrslitin sem gefa
pening ef maður hittir á þau.
Maður er auðvitað brúnaþungur
á meðan maður er að festa
óvænt úrslit á marga seðla, en
þegar þetta er komið í póstkas-
sann þá líður manni bara mjög
vel, og þetta hefur lukkast. Ég er
búinn að fá núna á einum mán-
uði 12 tvívegis og 7 sinnum 11
rétta. Á þessum fjórum vikum
hef ég unnið þrívegis, ein vika
gaf 84 þúsund, ein 10 þúsund,
ein 260 krónur og ein ekki neitt,
það fór eitthvað úrskeiðis þá.“
Heldur vandaðist málið er við
báðum Baldvin að skýra út fyrir
okkur það kerfi sem hann notar.
Ekki að hann vildi ekki útskýra
það fyrir okkur, en útskýring-
arnar voru svo flóknar að það er
ekki fyrir meðalskussa í get-
raunaleiknum, eins og sá er sem
þetta skrifar, að skilja svo flókið
mál. En eitt kom okkur verulega
á óvart:
„Ég horfi ekki á liðin þegar ég
er að fylla út seðlana, ég hætti
því, nema þegar ég er að leita að
óvæntu úrslitunum. Sjáðu til. Ef
ég er með einn seðil þá er ég ör-
uggur með 9 leiki rétta því 9 leik-
ir fara alltaf eftir bókinni. Gald-
urinn er að finna hina þrjá þar
sem óvæntu úrslitin eru og hafa
þá rétta. Ég hef einbeitt mér að
því.“
„Held með Nottingham
Forest“
- Hvenær byrjaðir þú að
fylgjast með ensku knattspvrn-
unni?
„Ég hef fylgst með henni mjög
lengi, misjafnlega mikið þó.
Mitt uppáhaldslið er Notting-
ham Forest, en það hefur ekki
gengið vel hjá þeim að undan-
förnu. Ég er nokkuð viss um það
að Manchester United vinnur
deildarkeppnina í ár, ég hef ör-
litlar taugar þangað líka. Ann-
ars hef ég orðið svo frægur að
leika gegn einu af þessum ensku
liðum sjálfur er ég lék með
Keflavík eitt sumar, 1966. Ég
var þá á vertíð í Sandgerði og
æfði með Keflvíkingum þetta
sumar. Þessi leikur var við
Norwich og var bara vináttuleik-
ur sem við töpuðum 2:3.“
- Við snúum talinu aftur af
getraununum: Ert þú ekki lengi
að fylla út þessa 125 seðla sem
hver er með átta röðum?
„Nei blessaður vertu, ég er
kominn í æfingu. En það fara
tveir til þrír tímar í þetta í hvert
skipti. Annars er það svo merki-
legt að það er ekki aðalatriðið að
vera með marga seðla, ég hef oft
unnið þótt ég hafi verið með fáa
seðla. Galdurinn er að finna
óvæntu leikina, það er það sem
gildir."
Baldvin vinnur í fiskimóttök-
unni á frystihúsi KEA- Við
spurðum hann að lokum hvort
vinnufélagarnir hafi ekki hrifist
af árangri hans og taki þátt í
getraununum.
„Það hefur ekkert aukist, þeir
hafa alltaf verið með og það er
ekki talað um annað en ensku
knattspyrnuna í vinnunni, nema
þá á sumrin, en þá er talað um
ÞórogKA.“
6 - DAGUR - 23. mars 1982
23. mars 1982 - DAGUR - 7