Dagur - 26.03.1982, Síða 2

Dagur - 26.03.1982, Síða 2
Lesendahomið Reynsla min að starfa hjá 7792-1184 skrifar: Mig langar aö koma á framfæri reynslu minni af því að vinna á fataverksmiðjunni Heklu. Upp- hafið var að ég sótti um vinnu hjá verksmiðjum SÍS frá kl. 17- 22. Eftir u.þ.b. hálfan mánuð fékk ég svo vinnu á Heklu. Þegar þangað kom var ég spurö hvort ég væri vön sauma- skap sem ég sagöist ekki vera, ég hcfði aldrei saumað neitt. Ég vil taka það fram að viö vorum 10 sem byrjuðum á sama tíma og þar á meöal voru flciri en ég scm voru algjörir viðvaningar við saumaskap. Jæja. Það var farið að sýna okkur vélarnar, og okkur kennt lauslega á þær. Lauslega segi ég, því viðvaningi þarfaösegja lilut- ina hægt og óftar en cinu sinni. Þetta eru verðmætar vélar, sem maður vill ógjarnan vcrða til aö skemma. Síðan voru okkur fengnar prjónatuskur til þcss að æfa okkur á til að byrja meö. Þá var komiö með prjónajakka, (gallaða að sjálfsögöu) sem við áttum að sctja saman, og átti þá að láta rendurstandast nákvæm- lega á. Við reyndum sem við gátum, en ckki með sem bcstum árangri því þetta voru jakkar sem höfðu mistekist í sníöingu og má telja að ógjörningur sé aö láta rendur passa saman svo vel fari, jafnvel þótt vanar saumakonur eigi í hlut. Þetta veit ég að er satt, því þegar ég var búin að sauma jakkann cins vcl og ég gat, og meö því aö rekja upp margsinnis til þess að láta rendurnar stand- ast betur á, kallaöi ég á einn af verkstjórunum og sagðist ekki geta betur. Þá fór hann að hlægja og sagði að það væri ekki von, því það væri ógjörningur vegna sníðagalla. Sú verkstjóramenning sem þarna ríkir ef,kapítuli út af fyrir sig. Ég komst aldrei til botns í því hvað þeir voru margir, og því síður að nöfnum þeirra því þeir höfðu ekki fyrir því að kynna sig. Fyrsta kvöldið gengu fimm konur um til þess að leið- beina okkur nýgræðingum, og engin sagði það sama þannig að ég vissi varla hvernig verkið átti að vinnast. Þannig leið fyrsta kvöldið við saumaskap á tuskum. Annan daginn var aftur setið við tusku- saum og ákaflega sjaldan kom nokkur til að leiðbeina mér eða líta á verkið og í ruslið fóru tusk- urnar. Hluta af vaktinni var ég látin í annað verk, þannig að ég var ekki allan tímann við sauma- vélina. Þriðja kvöldið var ég sett við saumavéiina, og enn var eitt kvöldið framundan við tuskurn- ar. Mér varð á að hugsa hvenær ég fengi eitthvað ógallað að sauma og einhver verkstjóranna láti svo lítið að koma og sýna mér eitthvað sem ábótavant væri. Þá kom rúsínan. Ég og önnur (sem einnig var búin að kljást við umræddar tuskur jafnlengi) vorum kallað- ar inn á einkaskrifstofu verk- stjórans og þar var okkur tjáð að við vorum óhæfar til að sauma, og þá líklega til allra starfa þarna á þessari deild Heklu, þótt við hefðum ekki verið látnar gera neitt nema sauma, fyrir utan þann stutta tíma sem ég var látin í annað verk. Okkur var sagt upp störfum á þriðja kvöldi á af því Heklu þeim forsendum að við gætum ekki saumað beina sauma á stór- gölluðu efni og við tefðum fram- Ieiðsluna svo mikið að til vand- ræða horfði. Ég veit ekki til að sá verkstjóri sem sagði okkur upp, hafi nokkru sinni litið á sauma- skapinn enda sást hann sjaldan. Mér finnst satt að segja að það hafi lítil reynsla verið komin á getuna við saumaskapinn á þess- um stutta tíma. Ég kom algjörlega óvön og var rög og það var ekki við miklu að búast fyrstu þrjár eða fjórar vikurnar. Það sagði mér ein kona að hún hefði ekki verið búin að ná góðum tökum á peysusaumunum fyrr en eftir einn mánuð sem ég held að sé ósköp eðlilegur tími fyrir þá sem hafa aldrei komið nærri svona löguðu. En við þessar tvær áttum að vera búnar að að sýna hvað við gætum á ca. 13 klukkustundum. Þetta finnst mér óréttlæti og hver er réttur okkar? Að vísu kvaðst verkstjórinn ætla að reyna að útvega okkur starf við okkar hæfi, en það yrði jafnvel ekki fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði. Svona framkoma finnst mér furðuleg, en hvað liggur að baki? Það er örugglega eitthvað annað en það sem upp var gefið. Voru hugsanlega fleiri stúlkur ráðnar en þörf var fyrir? Einhver er ástæðan. Ég held að ef svona framkoma væri oft viðhöfð myndu margir ganga atvinnulausir. Og við forráðamenn Heklu segi ég: Næst þegar þið auglýsið eftir fólki, takið þá fram að aðeins vant fólk komi til greina. Dynheimar. - „Sitthvað þarf að gera fyrir unglingana“, segir bréfritari. Þvílíkt og arniað eins Rósa hringdi! Ég get ekki orða bundist eftir að hafa horft á þáttinn um ungling- ana í Reéykjavík sl. þriðjudags- kvöld t sjónvarpinu. Þvílíkt og annað eins. Það var ekki annað hægt að skilja á þeim unglingum sem þar töluðu til alþjóðar, misjafnlega vel á sig komin, en þau þyrftu nauðsynlega að fá skemmtistað þar sem þau gætu drukkið sitt brennivín í ró og næði rétt eins og fullorðna fólkið. Og þetta eru krakkar sem ekki eru nema 12- 15 ára gamlir, flestir hverjir. Er það gáfuleg stefna hjá sjónvarpinu að koma þessum unglingum á framfæri á þennan hátt? Ég sé ekki hvaða tilgangi það þjónar að láta drukkna unglinga (eins og þennan sem var svo kalt á tánum) bulla fram- an í 'alþjóð. Látum þá bara væla þessa krakkaorma, en þökkum fyrir á meðan við búum ekki við svona vandamál á Akureyri eða á öðr- um stöðum hér í nágrenninu. Við skulum þó ekki sofa á verð- inum, við vitum að það þarf að gera sitthvað fyrir unglingana til þess að hjálpa þeim að verja tómstundum sínum á heilbrigð- an og þroskandi hátt, en við skulum ekki ýta undir það að byggður verði skemmtistaður fyrir 12-15 ára unglinga, þarsem þeir geta drukkið sitt brennivin. Það geta þeir gert síðar á lífs- leiðinni, og hana nú, sagði hænan. Þessi mynd var tekin í fataverksmiðjunni Heklu 1980. Engmn mætti til að halda uppboðið Lesandi hafði samband við blað- ið og vildi koma á framfæri at- hugasemd við uppboðshald bæjarfógetaembættisins á Akur- eyri. Hann sagði að uppboð hefði verið auglýst síðastliðinn laugar- dag. Þar hafi mætt um 40 manns, á þeim 20 mínútum sem hann beið, eftir að uppboðið hæfist. Enginn fulltrúi fógeta mætti til uppboðsins og engin tilkynning var á uppboðsstað um að því væri frestað. Lesandi sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem svona lagað skeði. Hann sagðist þeirrar skoðun- ar, að það væri ekki til of mikils mælst að uppboðin væru afboð- uð með einhverjum hætti, svo menn væru ekki að mæta og jafnvel bíða í tilgangsleysi. Erla Sigurðardóttir: Hugsaðu málið Að morgni 30. mars 1949 hófst á alþingi síðari umræða um tillögu ríkisstjórnarinnar um þátttöku íslands í NATO. Þingsályktun- artillagan var samþykkt eftir harðar umræður með 37 atkvæð- um gegn 13 en tveir sátu hjá. Klukkan 13.00 sama dag hófst við Miðbæjarskólann útifundur er boðaður var af Fulltrúaráði Verkalýðsfélagsinas í R.V.K. og Verkalýðsfélaginu Dagsbrún. Fundurinn var stutt- ur en fjölmennur, þar var sam- þykkt tillaga þar sem mótmælt var þátttöku íslands í NATO og krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Nefnd var send með ályktunina í alþingi og krafist tafarlausra svara af þinginu. Á meðan streymdi fólk af útifund- inum á Austurvöll. Þar var fyrir fólk er formenn þingflokka Sjálfstæðis, Alþýðu og Fram- sóknarflokks höfðu hvatt til að koma og sýna að það vildi að al- þingi hefði starfsfrið. Loks voru samankomin á Austurvelli 10- 15 þús. manns, lögreglumenn stóðu vörð um Alþingishúsið vopnaðir kylfum en inni í húsinu voru hvítliðar. Mikill hugur var í mönnum en þó kom ekki til átaka fyrr en hvítliðarnir komu út, en þá hófst mikill slagur milli lögreglu og hvítliða annarsveg- ar, og almennings hinsvegar. Að lokum var hópnum tvístrað með táragasi. 7. maí 1951 kom flokkur her- manna til Keflavíkur. Hann hafði meðferðis herbúnað og var fyrsti hópur bandarísks herliðs sem kom hingað samkvæmt sér- stökum samningi milli ísiands og Bandaríkjamanna um varnir landsins á grundvelli Norður- Atlandshafssamningsins. Ríkis- stjórnin sendi frá sér tilkynningu um þetta mál, þar er m.a. vitnað til aðildar íslands í NATO. „Viðurkennt hefur verið að Is- land hefði engan her og ætlaði ekki að stofna hann, svo og að ekki kæmi til mála að erlendur her eða herstöð yrðu á íslandi á friðartímum." Sérstök áhersla er í tilkynningu ríkisstjórnarinn- ar lögð á að samningurinn við Bandaríkin um varnir landsins feli í sér tryggingu um að alger- lega sé á valdi íslendinga hve lengi her sitji í landinu og þeir geti sent hann á brott þegar fært sé talið af öryggisástæðum. Nú eru liðnir 3 áratugir og herinn situr enn. Hefur verið stanslaust útlit fyrir alheimsófrið síðustu 30 ár? Éf það er hvenær er þá normalt ástand? íslending- ar hafa sýnt vítaverðan sljóleik í þessum málum. Nú er jafnvel svo komið að stór hluti þjóðar- innar telur sjálfsagt að hér sé er- lendur her. Og þeir sem eru að taka við munu næstu áratugig- egna helstu ábyrgðarstöðum þjóðarinnar, hafa alla sína ævi búið í hersetnu landi. Einhver kynni að segja skiptir þetta nokkru máli? Ekki er herinn neitt fyrir okkur. Jafnvel er til það fólk sem trúir því að herinn sé okkur til verndar. Þeir sem leyfa sér að leiða ekki hugann að þessum málum og blekkja þann- ig sjálfa sig ættu að staldra við, hætta að gleypa hrátt það sem þeim er rétt. Sú firra sem sumir trúa, að herinn sé til varnar, er næsta hlægileg. Vopn eru nú orðin svo langdræg og kraftmikil að ísland hefur ekki lengur gildi sem stökkpallur í hugsanlegum átökum milli stórveldanna tveggja. Okkur er engin vörn að herstöðinni. Hún gerir landið aðeins að girnilegu skotmarki - til að prófa sprengjur - sýna andstæðingum mátt sinn. Hvaða máli skiptir það stórveldin hvort smáþjóð ferst? Auk þessa er, að hernaðarhugleiðingum slepptum, fáránlegt að vopn geti stuðlað að friði. Því skulum við íslendingar nú taka höndum saman, losa okkur við erlendan her. Þá fyrst erum við fullkom: lega frjáís - fullkomlega sjálf- stæð ef erlendar þjóðir eiga hér engin ítök. Með algeru hlutleysi og herlausu landi getum við best tryggt öryggi okkar. Margt ber að athuga í þessu máli, t.d. hversvegna var ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um inn- gönguna í NATO? Enn er ekki of seint að bæta að einhverju leyti fyrir þau mistök sem gerð hafa verið. Krefjumst brottfarar bandarísks hers og þjóðarat- kvæðagreiðslu um úrsögn ís- lands úr NATO. i-2 - ÖAGiUlR-^26.‘ rria*S 1ðÖ2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.