Dagur


Dagur - 26.03.1982, Qupperneq 7

Dagur - 26.03.1982, Qupperneq 7
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmKmKmmm^mmmmmmmmmmmmK^mmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmtmmi^^ Hef alltaf sagt og segí enn að það þarf takmarkað atvlnnuleysi — Rætt við Gunnar Haraldsson bdasala um það starf — sótarastörf hans á fyrri árum og fleira Gunnar Haraldsson bílasali, scm flcstir þckkja undir nafninu Gunni Sót, hefur selt bíla í ein 15 ár. Hann cr sölumaöur fram í fingurgóma og kann vel aö lýsa kostum og göllum gæöinga sinna, og honum liggur sjaldan lágt rómur. Ekki cru menn held- ur í vafa um skoöanir hans, síst af ö11 n skoöanir Gunnars á stjórnmálum. Frá unga aldri hefur hann t.d. veriö dyggur fylgismaður Sjálfstæöisflokksins og þaö cr ekkert sem bendir til aö þaö muni brcytast á næstunni - síöur en svo. Fólk er hrætt við að taka lán . . . - Já, bílasalan hcfur gengið nokkuö sæmilega að undan- förnu. Það eru aö vísu skiptar skoöanir um það hvort fólk eigi peninga, sumir þurfa aö fá lánað í bílunum meöan aðrir geta grcitt út í hönd. Annars er það Ijóst aö mcnn eiga ekki jafn mikiö og fyrir nokkrum árum. Fólk cr hrætt við að taka lán í dag sko, ha, cnda kostar það pcninga. Ég byrjaði Jn'lasölu í húsinu þar sem Veslunin Eyjafjörður var. Þá hætti ég til sjós, en var þá búinn að vera sjómaður í ein 20 ár. Lengi var ég t.d. í nótabrúki á Pollinum-ogerenn. Þegar við fáum loðnu er hún seld í beitu á verstöðvar. Ég skal segja þér það, að ég var búinn að eiga heima inni í bæ allan minn aldur, þegar til mín komu menn, sem ekki einusinni voru Akureyringar, aðkomu- menn, og sögðu mér að ég mætti ekki veiða silung fyrir framan húsið rhitt. Það stóð á eignarlóð og ég taldi mig eiga 60 faðma eins og aðrir bæir við þennan fjörð. Alltof mikið af lögum og reglum Einu sinni þegar við vorum að draga fyrir var það kært. Við innbæingar vorúm harðir og vildum ekki gefæokkur, töldum okkur vera í okkar rétti. Þá fengum við engar lontur heldur átta og níu punda fiska, en ein- hvernveginn æxlaðist það að þetta var endanlega bannað og merki sett á miðja tunnuverk- smiðjuna. Lína var dregin í ein- hvern punkt í landi Veigastaða. Bóndinn þar sagði við verndun- armennina: Þið megið merlcja hvar sem þið viljið, en ég held áfram að draga fyrir í mínu landi. Og það er gert enn þann dag í dag. Það er alltof mikið til af lögum og reglum, maður get- ur varla andað fyrir reglum nú orðið. Fólk hafði það miklu betra hér áður fyrr þegar minna var um allskonar tilskipanir. Ég gerði út allsstaðar, frá Sauðárkróki, Húsavík og Akur- eyri svo dæmi séu tekin. Seldi fisk? Jú, ég seldi fisk. Mérfannst það hart að kaupfélagið skyldi fá jafnmikið fyrir að slíta hausinn og pakka fiskinum inn og ég fyrir að veiða hann. Ég keypti mér þrjá sendiferðabíla, réð menn og seldi fiskinn á Grímsbyverði. Við ókum út um allar sveitir í þrjú ár og þetta gekk ágætlega. Það var ekki keypt kóð af Kaup- félaginu eftir að ég byrjaði, enda var það ekkert skrítið. Ég gat boðið fólki nýjan fisk, ha. Það kom fyrir að rauðsprettan spriklaði þegar bændurnir voru að koma við hana, ha, ha. Eftir þessi þrjú ár hætti ég á sjó. Þá komu allskonar boð og bönn. Ég fiskaði mikið í nót tvö síðustu árin, en á því tímabili kom einhver skrifstofublók úr Reykjavík og sagði: Þið verðið að hafa löglegan riða, já sagði ég, skipti og lét setja fyrir mig nót með löglegum riða, en í fyrsta kastinu fékk ég eintóma smáýsu og hún ánetjaðist svo mikið í nótinni að það var hvítur veggur allan hringinn. Ef ég hefði fengið að nota gömlu nót- ina, smáriðnu, áfram hefði verið hægt að hvolfa öllu lifandi úr nótinni. Sótari í fjögur ár Hugsaðu þér. Á hverju ári verð ég að sækja um leyfi til að veiða nokkrar tunnur af loðnu, ha. Ég er búinn að sækja um núna en hef ekki fengið neitt svar. En ég held að það gerði loðnustofnin- um ekki mikið til þótt við fengj- um eitt eða tvö hundruð tunnur. Það myndi líka koma sér vel á önglum út með firði, ha. Nei, mér er ekkert illa við þó þú viljir fá að vita af hverju ég er kallaður Gunni sót. Ég var sót- ari á Akureyri í ein fjögur ár, á þeim árum varð maður að vinna til að hafa í sig og á. Ég hafði ágætt upp úr þessu og var með marga af mínum félögum með mér í vinnu, en nafnið festist bara við mig einan. Það kom stundum fyrir að maður var mildur í þessu og ég var búinn að fjúka niður af nokkrum þökum þegar kaðlarnir slitnuðu. Ég fór aldrei til læknis, en ég brotnaði örugglega oftar en einu sinni, enda er ég allur meira og minna úr lagi genginn. Sóthreinsunin fólst einfald- lega í því að við príluðum upp á þökin og renndum sokknum niður í gegnum skorsteinana. Það var skafið í hvert horn og hreinsað út í gegnum lúgu, sem venjulega var í kjallara hússins. Stundum voru kolaofnar í stof- unni og það kom fyrir að þeir voru ekki vel þéttir. Sokkurinn slengdist í eldstæði Einu sinni var ég að hreinsa í Sambyggingunni við Gránufé- lagsgötuna. Þegar ég taldi mig vera búinn og kominn niður, mætti ég einni frúnni með sæng- urföt, púða og föt í fanginu. Áður en ég gat nokkuð gert var hún búin að kæra mig fyrir bæjarstjóranum. Ofninn var nefnilega ekki vel þéttur og það var víst hálf ótútlegt inni í stof- unni. Ég held að hún hafi fengið einhverjar bætur. í annað skipti Gunnar Haraldsson. var ég að hreinsa hjá Kristjáni Birning hjá BSA. Ég skildi ekk- ert í því hvaða fyrirstaða gat ver- ið í strompinum, en það kom stundum fyrir að sokkurinn stoppaði í miðju húsi. Þá hífði maður upp og lét falla niður. Þetta gerði ég nokkrum sinnum en ekkert gekk. Það var ekki nema von því ég hafði lent í arn- inum og sokkurinn slengdist bara í eldstæðið í honum miðjum. Kona Kristjáns kom út alveg óð, en þegar hún sá hver þetta var sljákkaði aðeins í henni. Mamma og hún voru góðar vinkonur. Þessi hreinsun mín varð til þess að allt sem í holinu var skemmdist eða eyði- lagðist. Einhverjar bætur fengu þau hjón frá bænum. Það var ekkert smáverk að • hreinsa skorsteinana á Akur- eyri. Ef ég man rétt þá voru þetta 950 pípur. Verkið tók mánuð í hvert sinn og pípurnar voru hreinsaðar þrisvar hvern vetur. . . . tuttugu ufsa heldur snúna Hvórt ég man eftir sérkennilegu fólki í bænum? Já, á mínum uppvaxtarárum var það til en er nú horfið. Skólakerfið hefur séð fyrir því. Það var viss aðall í inn- bænum, hálf danskt fólk, sem setti sinn svip á bæjarlífið. Það var þarna karl sem hét Lillendal að eftirnafni. Ég held að hann hafi komið frá Vopnafirði um aldamótin. í innbænum bjófíka karl sem hét Hósi og stundaði hann fiskveiðar á Pollinum. Einu sini kom Lillendal kaup- maður til Hósa og þá sagði hinn síðarnefndi: Heyrðu Dalli hérna hér/ komdu nú og keyptu af mér/ tuttugu ufsa heldur snúna/ upp í kjaftinn á þér núna. Þeta þótti andskoti góð drápa, ha, og karl- inn keypti af honum. Lillendal verslaði í Aðalstræti 2. Þarna mátti finna Hannes á skyrtunni, en hann var alltaf í skyrtu yst. Undir henni var hann kannski í tveimur peysum eða svo, ha. Stundum fórum við strákarnir að heimsækja Gústa hjá Schiöt og fengum öl, eða við hjálpuðum eitthvað til hjá Schi- öth og fengum eitthvað fyrir. Þá var þarna lítil ölstofa og hann bruggaði sjálfur. Svo kom setuliðið. Áður en það kom löptu menn dauðann úr skel. Okkur strákunum þótti gott að fá þessa útlendinga, við fengum nóg sælgæti og peninga því við vorum alltaf að snúast fyrir þessa karla. Það litla sem ég kann í ensku lærði ég á þessum árum. Stundum græddum við strákarnir á verslun. Einu sinni brann hús sem hét Rotterdam, en þar geymdi herinn birgðir. Þeir voru orðnir ansi þéttir þeg- ar þeir voru að sprauta á eldinn, en við strákarnir náðum þarna einhverjum tugum flaskna af víni og slatta af sælgæti og síga- rettum. Margir urðu ríkir á hernum, fuku upp úr eymd og volæði í góð efni, ha. Ef menn brúkuðu kjaft Á þessum árum og allt framund- ir að við íslendingar fórum að hafa það gott þurftu menn að vinna. Ef menn brúkuðu kjaft var þeim sagt að fara heim. Núna geta menn þanið sig enda- laust og fá að halda áfram. Ég hef alltaf sagt og segi enn að það þarf að vera takmarkað atvinnu- leysi, vinnuveitendur verð að geta haft tangarhald á fólki. Já, ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir lifandi löngu gekk ég í hann. Þá stjórnaði Maggi í Esju Verðí, félagi ungra sjálfstæðis- manna. Þá voru til margir góðir jaxlar í hópi stjórnmálamanna. Þeir eru með öllu horfnir í dag. Eigum við að snúa okkur aftur að bílasölunni? Það er nefnilega hún sem skiptir máli í dag. Ég þarf ekki að kvara, ég fæ yfirleitt ágætis kúnna og sumir koma aftur og aftur. en það fá ekki all- ir greitt í peningum fyrir bílana sína. Ég man eftir því að einn fékk þrjú hross og einhverjar afurðir af rollum næsta haust upp í bílverðið. Annars eru þeir sem selja notaða bíla komnir í nokkuð harða samkeppni við umboðin. Þegar mínum kúnn- um líkar ekki verðið hjá mér segja sumir: Ég fer bara upp, þar er hægt að fá bílana. Á efri hæð- inni eru Kennedybræður og þeir selja grimmt, en ég vil taka það fram að samkomulagið milli okkar er gott, þeir eru vinir mín- ir allir saman. Tilfellið er að um- boðin lána meira en þau gerðu. Það er kreppa í dag og menn sem vilja kaupa nýja bíla geta nánast ráðið samningnum, en það er mín trú að bestu kaupin séu f eins eða tveggja ára göml- um bíl. Það eru bestu kaupin, ha. Vv 'v M Sftf! ■ i» u % b ? 1 i : rnir' \ e *> • í * * * a P,áti,a,l,Við blái|n,ii»1’d,“n Pétur í útsendingaklefa „Vídeólundar“. Pétur Pétursson rafvirki er formaður félags á Akureyri sem ber heitið „Videólundur“, en það er félag fólks í Lundar- hverfi sem hefur sameinast um videósendingar í hverfinu. Fé- lagið var stofnað formlega í nóvember, en reyndar er enn eftir að halda framhaldsaðal- fund. Við ræddum stuttlega við Pétur á dögunum og spurðum hann fyrst hvað margir hefðu staðið að stofnun félagsins. „Kerfið er byggt fyrir um 550 íbúðir. í dag eru 10 fjölbýlishús tengd við það eða um 280 íbúðir og það lætur þá sennilega nærri að um 750 manns eigi kost á að fylgjast með útsendingum okkar.“ - Hvaða reglur hafið þið um útsendingartíma? „Við settum okkur þá reglu að sýna aldrei á sama tíma og ís- lenska sjónvarpið og það hefur enginn breyting orðið á því enn sem komið er. Hinsvegar býður það efni sem sjónvarpið hefur öft á tíðum á dagskrá sinni upp á það að sent væri jafnhliða út á annari rás. Ef við tökum síðustu föstu- dagsmynd sjónvarpsins sem dæmi, þá hefðum við getað sent okkar mynd út samhliða henni og síðan aftur er dagskrá sjónvarps- ins var búin. Þá hefðu þeir sem ekki hefðu áhuga á mynd sjón- varpsins séð okkar mynd strax og farið síðan að sofa. Við höfum hinsvegar aldrei farið út í það að senda út á sama tíma og íslenska sjónvarpið, enda býður okkar kerfi ekki upp á það í dag. Það er hönnunargalli í kerfinu sem kem- ur í veg fyrir að það sé hægt. En við fáum tæki í april sem getur gert þetta kleift. Við getum í dag ekki sent út nema á einni rás, en þegar kerfið okkar er komið í gagnið eins og það á að verða þá getum við sent út á fimm rásum eftir hentugleikum.“ - Hvaða fleiri reglur settuð þið ykkur í upphafi varðandi útsend- ingartíma og það efni sem þið sýnið? „Það var ákveðið í upphafi að við myndum ekki sýna neinar og sem allra minnst ofbe!di“ — segir Pétur Pétursson formaður „Vídeólundar66 myndir þar sem klám væri á ferð- inni, og einnig að sýna sem allra minnst ofbeídi. Hugmyndin er að sýna eingöngu myndir sem fjöl- skyldan getur horft á öll saman. Við sýnum hinsvegar myndir sem ég myndi vilja kalla góðar glæpa- myndir, eftir sjónvarp á kvöldin um helgar og á fimmtudagskvöld- um. Eins og dagskráin er hjá okkur núna, þá sýnum við á fimmtudög- um byrjum kl. 20.30 og sýnum þá góða fjölskyldumynd. Að henni lokinni sýnum við aðra mynd og þá er oft um að ræða t.d. kúreka- mynd eða eitthvað í þeim dúr. Við sýnum einnig eftir að íslenska sjónvarpinu lýkur á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Og þá erum við með teikni- myndasyrpu fyrir börn á milli kl. 18 og 19 á föstudögum. Það er mjög erfitt að fá barna- efni í dag, en það er samt ætlunin hjá okkur að senda út barna- efni á milli kl. 18 og 19 á mánu- dögum, þriðjudögum, fimmtu- dögum og föstudögum." - Hafið þið ekkert farið út í það að bjóða upp á annað efni en kvikmyndir? „Nei, ekki til þessa. Hinsvegar er fyrirtæki fyrir sunnan sem hef- ur tekið upp efni fyrir Videóson og fleiri aðila, og ég fékk að vita það alveg nýlega að þetta fyrir- tæki ætlar að hafa samband við okkur og bjóða okkur efni. Það er því ætlunin að auka fjölbreytn- ina.“ - Nú hafið þið átt í einhverri baráttu við bæjaryfirvöld, varð- andi tengingu allra þessara fjöl- býlishúsa á svæðinu og ekki getað tengt inn í hús t.d. sem eru ofan Skógarlundar. Hvað er um það mál að segja? „Það var eina skilyrðið sem Póstur og sími setti okkur þegar við fórum út í þetta að ekki yrði um loftnetskerfi að ræða, og því er allt kerfið tengt með köplum sem grafnir eru í jörð. Við erum komnir með kerfið að Skógar- lundinum en við höfum ekki feng- ið leyfi að fara þar yfir. Við send- um umsókn til bæjaryfirvalda um að fá að fara þar yfir, en það mál er í nefnd og hefur ekki verið af- greitt.“ - Hvað kostar það íbúðareig- enda að notfæra sér þá þjónustu sem „Vídeólundur" býður upp á? „Stofngjaldið er 415 kr. fyrir íbúðir í fjölbýlishúsum, 680 krón- ur fyrir raðhús í Furulundinum og 740 krónur fyrir Heiðarlundinn. Síðan greiðir fólkið mánaðarlega 50 krónur fyrir afnotin af okkar þjónustu. Þetta eru ekki háar upphæðir, og ég hef heyrt til viðmiðunar að stofngjaldið í Hafnarfirði, þar sem bærinn sér um þetta sjálfur, sé um 4 þúsund krónur. Stofngjaldið hjá okkur er því hlægilega lágt.“ - Hefur einhver óánægja kom- ið upp varðandi það efni sem þið hafið sýnt? „Já, það hefur komið fyrir. Menn verða að gera sér Ijóst að þarna búa þrjár kynslóðir og það segir sig sjálft að innan þessarar heildar koma alltaf upp óánægju- raddir. Það er hinsvegar reynt að fara bil beggja eins og hægt er og við erum opnir fyrir öllum þeim kvörtunum sem okkur berast.“ - En það hefur ekkert klám verið sent út hjá ykkur og ekkert ofbeldi? „Það hefur ekkert ofbeldi farið inn að mér vitanlega og ékkert klám. Það skeði jú smá óhapp fyrsta kvöldið sem við sendum út, fyrir mistök sýndum við mynd þar sem um klám var að ræða á kafla, en ég stoppaði þa mynd og sýndi aðra í staðinn. Þetta var fyrsta myndin sem við sendum út og vissulega gremjulegt að þetta slys skyldi eiga sér stað. Við getum sagt að það sé blátt bann við öllum bláum myndum og það er fólkið sjálft sem ræður þessu. Það er hinsvegar mikil tilhneiging hjá vissum hópi fólks að fá klám, en við látum ekki undan þeim þrýst- ingi. Fólkið verður þá bara að út- vega sér það klám sjálft.“ 6 - DAGUR - 26. mars 1982 26. mars 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.