Dagur - 26.03.1982, Page 9
Ragnar Lár. MEÐ BLOKK OG BLYANT
Karlmenn eru
mun íhaldssamarí
Þegar minnst er á tískuna, þá
kemur mönnum gjarna konan í
hug, þar eð tískan er oftast
tengd henni. En langt er því frá,
að karimaðurinn eltist ekki
einnig við tískuna, þó fæstir
karlmenn viðurkenni það. Karl-
menn eru líka mun íhaldssamari
en kvenmenn, og þessvegna
ganga þeir ennþá í hinum forn-
fálegu og jafnframt óþægilegu
jakkafötum. Jakkafötin hafa
með öðrum orðum verið við lýði
í aldir, með nokkrum tilbrigðum
þó.
Um höfuðbúnað karlmanna
gildir sama máli, hattarnir eru
aldagömul uppfinning, en til-
breytingin hefur verið öllu tneiri
í garð þeirra. Upphaflega munu
hattar til komnir af illri nauðsyn.
Peir hafa verið gerðir til skjóls
við sólargeislum eða regni. Þeir
hafa því varla verið notaðir af
steinaldarmönnum á ísöld. í þá
tíð hafa önnur höfuðföt hentað
betur. Nú á dögum eru hattar
mest til skrauts, a.m.k. hjá hin-
um svokallaða siðmenntaða
heimi, en því má ekki gleyma ,
að þeir eru hin mesta nauðsyn
enn í dag, þar sem brennandi
sólargeislar hellast ofan í hvirfil
manna. Þegar við karlmenn lát-
um það henda okkur að gera gys
að konum fyrir eltingaleik þeirra
við tískuna, þá skulum við ekki
gleyma því, að karlþjóðin hefur
verið ansi iðin við þennan sama
eltingaleik.
Hártískan hefur verið með
ýmsu móti gegnum aldirnar, ým-
ist stutt eða síð og allt þar á milli.
Þegar bítlatískan á sínum tíma
tröllreið heiminum, þá urðu
margir til þess að hneykslast.
Rólyndustu menn áttu ekki orð
til yfir þessa úrkynjun, en sömu
menn voru komnir með sítt hár
fyrr en varði. Langt er því frá, að
bítlatískan væri nýjung í hár-
tísku karlmanna, en óneitanlega
var hún byltingarkennd á þeim
tíma sem hún skaut upp kollin-
um.
A sama tíma og menn í Eng-
landi hneyksluðust á piltunum
frá Liverpool og hártískunni
þeirra, sátu virðulegir dómarar
landsins í réttarsölum, skrýddir
ljóshærðum hárkollum, (fram-
ieiddum í Hampiðjunni).
Með þessum línum fylgja
nokkrar teikningar sem sýna
karla frá ýmsum tíma.
skrýfinguna. Næst skulum við
líta á Rómverjan. Skegg hans er
vel snyrt og hárið greitt fram.
Þessa tísku má sjá hjá sumum
mönnum enn þann dag í dag, þó
ástæðan fyrir „fram-
greiðslunni," sé stundum önnur
en eltingaleikur við tískuna eina
saman. Þá er að líta á tvær
myndir frá 17. öld. Sá með hatt-
inn er flæmskur höfðingi. Hann
hefur greinilega látið klippa sig
sítt. Sá með prestakragan er
enskur hefðarmaður og er
greinilegt að hann hefur ekki
kastað höndunum til snyrtingar-
innar. Tvær myndir eru frá 19.
öld. Sá með pípuhattinn er í
hversdagsklæðum hefðar-
manna. Skeggið er samskonar
og t.d. Steingrímur skáld, Thor-
steinsson bar, og bartarnir eru
áberandi. Sá með köflótta hatt-
inn er ekki í hversdagsklæðum.
Þennan klæðnað báru kylfingar
þessara ára í Bretlandi, en enn í
dag má sjá kylfinga í köflóttum
buxum. Loks er mynd frá 20.
öldinni. Hún gæti verið áf ame-
rískum blaðamanni á árunum
1930-40, aðstoðamanni A1 Cap-
one, eða íslendingi á stríðsárun-
um síðari.
Já, það er margt skrýtið í kýr-
hausnum.
Fyrst skulum við líta á
Persann. Hár hans og skegg er
vandlega skrýft, en því miður
fylgir ekki mynd af krullujárn-
inu sem notað hefur verið við
&
býður enginn
annarllHan
Kynntuhér kostina
sembjóðast
Dæmi um noktena valkosti af mörgum.
Hámark mánaðarlegra innborgana hjá
Iðnaðarbankanum er nú 4.000 kr í
öllum flokkum.
Eftir 3 mánaða sparnað áttu þannig
12.000 kr. á IB reikningi þínum.
Að viðbættum vöxtum þínum og
IB-láni frá Iðnaðarbankanum
hefurðu í höndunum kr. 24.500 til
þinnar ráðstöfunar. - Þremur
mánuðum eftir að þú hófst sparnað.
SPARNAÐAR- DÆMI UM MANAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR IÐNAÐARBANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MANAÐARLEG ENDURGR.
TÍMABIL í LOK TÍMABILS LÁNAR ÞÉR FÉMEÐ VÖXTUM ENDURGREIÐSLA TÍMABIL
3 . man. 1.000.00 2.500.00 4.000.00 3.000.00 7.500.00 12.000.00 3.000.00 7.500.00 12.000.00 6.125.00 15.310.00 24.500.00 1.062.33 2.655.81 4.249.30 3 . man.
5 , man. 1.000.00 2.500.00 4.000.00 5.000.00 12.500.00 20.000.00 5.000.00 12.500.00 20.000.00 10.350.00 25.872.50 41.400.00 1.094.42 2.736.06 4.377.60 5 . man.
6 . man. 1.000.00 2.500.00 4.000.00 6.000.00 15.000.00 24.000.00 6.000.00 15.000.00 24.000.00 12.505.00 31.262.50 50.020.00 1.110.71 2.776.77 4.442.83 6 . man.
Þetta er hámarksupphæð, en velja
má aðrar lægri.
Möguleikarnir eru margir. Þú mátt
hækka innborganir og lengja
sparnað. Einnig getur þú geymt
þér lánarétt þinn, - ef þér hentar.
Við höfum sagt það áður, - og við
segjum það enn:
Það býdur enginn annar IB-lán.
Bankiþeiim sem hyggja aö framtíöinni
Mnaðarbankinn
Glerárgötu 7
Akureyri
w* r 59