Dagur - 26.03.1982, Page 11

Dagur - 26.03.1982, Page 11
35ára ,vera Lslands: í NATO Þriðjudaginn 30. mars verða liðin 33 ár síðan ísland gekk í NATO. Af því tilefni ætla her- stöðvaandstæðingar á Akur- eyri að minnast þess með veg- legri dagskrá um helgina. Á föstudagskvöldið 26. mars verður haldin „opin árshátíð“ í Alþýðuhúsinu sem byrjar með tónleikum með Sýkklunum og óvæntri uppákomu kl. 10. Á eftir verður ball þar sem Hanni og félagar spila létta tónlist. Laugardaginn 27. mars kl. 2 hefst skemmti- og menningar- dagskrá að Hótel KEA. Ræð- umaður verður Böðvar Guð- mundsson sem einnig mun syngja og spila á gítar. Margt fleira verður á boðstólum, s.s. klassískur gítarleikur, upplest- ur, fjöldasöngur, happdrætti og kaffiveitingar. Á sunnudaginn ætla her- stöðvaandstæðingar að fjöl- menna á skemmtun þingeyskra herstöðvaandstæðinga á Breiðumýri og verður hópferð auglýst á fundinum á laugar- daginn. Sýnlng í Rauða- húsinu Laugardaginn 27. mars klukkan 16, opnar Haraldur Ingi Haraldsson, myndlist- arsýningu í Rauða húsinu á Akureyri. Haraldur Ingi stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1976 til 1981 í nýlistadeild og lauk þaðan námi. Á sýningu Haraldar Inga í Rauða húsinu er leitað fanga vítt og breitt í þjóðsagnaarfleið ýmissa þjóða og þjóðarflokka og fjallað um heimspekileg hugtök svo sem: Líf og dauða, náttúrugoðmögn og fleira, í ljósmyndum teikningum og texta, sem saman mynda eitt samfellt verk. Sýningu Harald- ar Inga lýkur 4. apríl. Svíþjóðarkvöld í „Svíþjóðarkvöld" verður í sal Amtsbókasafnsins nk. þriðju- dagskvöld, og hefst kl. 21. Þar mun Unnur Guðjónsdóttir ball- ettdansari tala um sænska þjóð- hætti og þjóðlíf og sýna lit- skyggnur en Unnur hefur verið búsett í Svíþjóð um árabil. Þá mun þjóðlagasöngvarinn Þór Bentsen syngja sænsk þjóðlög og þjóðvísur, m.a. lög Bellmans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ,,Dýrin“ á fjalirnar Leikfélag Akureyrar er nú að dagskrá. En nú fá þeir sem hefja sýningar að nýju á hinu misstu af „Dýrunum" tækifæri geysivinsæla barnaleikriti til þess að berja augum þetta „Dýrin í Hálsaskógi“, sem vinsæla leikrit. Aðeins verður sýnt var fyrr í vetur. um örfáar sýningar að ræða að Þá var uppselt á nær allar sýn- þessu sinni, en þær fyrstu verða ingar, en þeim varð að hætta þar á sunnudag kl. 17 og á þriðjudag sem önnur verkefni voru tekin á kl. 18. Gestur E. Jónasson í hlutverki Mikka refs. Ljósm. Páll Pállsson. Gestir við opnun sýningarinnar „Búlgörsk nútímalist“ sem stendur yfir í Myndlistarskólanum á Akureyri þessa dagana. Sýningin er opin virka daga frá kl. 20-22 og um helgar frá 15-22. Sýningunni lýkur n.k. sunnudag. Ljósm. H.Sv. KFUM og KFXJK bjóða KFUM og KFUK hafa í rúmlega 30 ár verið með kristilegt barna- og unglingastarf hér í bæ. Hefur starfsemin að mestu farið fram í Kristniboðshúsinu Zíon, en einnig í Lundar- og Glerárskól- um. Nýlega festu félögin kaup á hluta í nýrri verslunarmiðstöð við Sunnuhlíð í Glerárhverfi. Hyggjast félögin hafa þar sitt fé- lagsheimili og bækistöð. Kemur þetta að sjálfsögðu til með að gjörbreyta allri aðstöðu félag- anna til hins besta. Eins og gefur að skilja er þetta fjárhagslega erfitt fyrir tiltölulega fámenn Leikbrúður í Borgarbíó Á morgun laugardag kl. 17 verður sýning í Borgarbíói með þýska leikbrúðusnillingnum Albrecht - Roser, sem kemur hingað á vegum Þýsk-íslenska félagsins. Roser er heimskunnur fyrir list sína og hefur á ferli sínum ferðast um ótal lönd og hlotið margskonar viðurkenningar. Brúðuflokkur hans er kenndur við aldursforseta sinn, Gústaf, sem hefur fylgt Roser frá upp- hafi feriis hans í lok stríðsins. Hingað til lands kemur Ros- er nú í annað sinn og hefur undanfarna daga tekið þátt í leikbrúðuhátíð á Kjarvalstöð- um. Fyrra sinn kom hann hing- aö 1978 og hlaut frábærar við- tökur. Jóhann Hjálmarsson skrifaði þá m.a. í Morgunblað- ið: „Minnist ég þess varla að hafa séð einn mann tjá hug sinn af meiri sannfæringarkrafti.“ Og í Dagblaðinu sagði Aðal- steinn Ingólfsson: „Ekki er erf- itt að skilja hvernig orðstír hans hefur borist eftir að hafa horft á fluttning hans. Sýning Rosers samanstendur af stuttum þáttum sem byggjast aðallega á látbragðsleik, og „Tóngaldramenn66 í heimsókn Kammersveit Vestfjarða heim- sækir Akureyri og Húsavík um helgina og heldur tónleika á báðum stöðum. Kammersveitin er skipuð 6 kennurum við Tón- listarskólann á ísafirði, sem eru: Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu og lágfiðlu, Sigrðiður Ragnarsdótt- ir á píanó, Gunnar Björnsson á selló, Jan Henriksen á gítar, Michael Hottermann á klarinett og Jónas Tómasson á flautu og altflautu. Kammersveitin leikur á Sal Menntaskólans á Akureyri, Athugid! Þeir, sem hafa áhuga á að koma á framfæri upp- lýsingum á bls. 11 í Helgar-Degi, eru beðnir að hafa það hugfast að allt efni á þá síðu verður að hafa borist ritstjórn blaðsins ekki síðar en kl. 17 á miðvikudögum. laugardaginn 27. mars kl. 3, og daginn eftir í Húavíkurkirkju og hefjast tónleikarnir kl. 5 e.h. Tónlistin sem þau flytja spannar yfir 300 ára tímabil, þar má heyra tónlist eftir Rescobaldi, Maraes, La Falla, Mozart, Erik Satie, Kurt Weill o.fl. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð á tónleikum sinum og upptökum, bæði fyrir sjónvarp og útvarp. Aðgöngumiðar á tónleikana fást við innganginn, og eru þeir opnir almenningi. græskulausu gamni, sem þó er stundum broddur í. Tungu- mála- kunnátta er ekki nauðsynlegt til að fá notið hennar. Þar sem list Rosers er ákaflega fíngerð og sýningin viðkvæm fyrir trufl- unum, verður börnum og ung- lingum innan 15 ára aldurs ekki veittur aðgangur, enda höfðar sýningin fyrst og fremst til full- orðinna. Full ástæða er til að skora á Akureyringa og nágranna að láta ekki þennan merka menn- ingarviðburð framhjá sér fara. félög, en með sameiginlegu átaki margra velunnara starfsins, hefur þó vel tekist. Undanfarin ár hafa félögin efnt til kaffisölu til ágóða fyrir bygg- ingasjóðinn. Gefst fólki þar tækifæri til þess að kaupa kaffi ásamt brauði. Ýmsir munir til gjafa verða einnig á boðstólum á sama stað. Eru allir, sem áhuga hafa á kristilegu æskulýðsstarfi hér í bæ, hvattir til þess að koma í Lundarskóla nk. sunnudag kl. 3-6 og fá sér kaffi og meðlæti (hlaðborð) og styrkja um leið þarft verkefni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.