Dagur - 26.03.1982, Side 12

Dagur - 26.03.1982, Side 12
Smiðjan er opin aila daga í hádeginu og á kvöldin. Pantið borð tímanlega fyrir helgar. Úr gömlum Degi firá árinu 1932 Akureyrarkaupstaður 70 ára í Degi 25. ágúst 1932 er for- síðufrétt um 70 ára afmæli Ak- ureyrarkaupstaðar 29. sama mánaðar. „Með konunglegri reglu- gerð 29. ágúst 1862 fékk Akur- eyri, með þeim takmörkunum, sem þá voru fyrir hendi, kaup- staðarréttindi og hefur síðan verið sérsakt bæjarfélag og lögsagnarumdæmi.“ Þegar Akureyri fékk kaup- staðarréttindi árið 1862 vant- aði nýja kaupstaðinn flest er hann mátti prýða. Kaupstað- arlóðin var þá ekki annað en fjaran og lítið eitt út fyrir Búð- arlækinn. Ekki var Akureyri stór í sniðum þegar hún varð kaupstaður, íbúar bæjarins voru 286 að tölu og umsvifin þar af leiðandi lítil. Hér fylgja fyrstu reikningar bæjarins, „fardagaárið“ 1863-64: Ti'kjur 1. I.uusarjúrtíund 28 rdl. 5 sk. 2. Grunnskattur 48 rdl. 6sk. 3. Aukaútsvör Sfil rdl. 76 sk. 4. Óvissar tckjur 26 rdl. 42 sk. Samtals 664 rdl. 31 sk. GJÖLD 1. Tilfátækra- framfæris 487 rdl. 73 sk. 2. Til ciginl. Iiæjarþarfa 134 rdl. 71 sk. 3. í sjóði á fardögum 41 rdl. 87 sk. Samtals 665 rdl. 31 sk. Ekki er hægt að segja annað en að þessir reikningar séu ein- faldir og á hvers manns færi að skilja. Væri gott ef bæjarbók- haldið væri svona einfalt í dag. Rúgmjöl og hveiti I sama blaði var auglýsing frá Jóni Guðmann, en hún var svohljóðandi: Bændur. Rúg- mjöl og hveiti sel ég ódýrast í bænum. Mat og kaffí Mat og kaffi sel ég aðkomu- mönnum nú í sláturtíðinni. Konráð Vilhjálmsson, Norðurpól. Þessi auglýsing birtist í sama blaði og auglýsing frá Rósinkar Guðmundssyni. Sú auglýsing var svohljóðandi: 50 til 60 hestar af góðri töðu fást hjá undirrituðum á næsta hausti með sanngjörnu verði, mót greiðslu um leið og taðan er tekin. Syðri Haga 30. ágúst 1932, Rósinkar Guðmunds- son. Hægt er að fá mig í síma í Fagraskóg. Tungumálakennsla felld niður Á þessum árum var fjöldi smáfrétta á baksíðu Dags. T.d. var sagt frá því um haustið 1932 að útvarpið felldi niður tungu- málakennsluna veturinn 32/33 vegna of lítillar þátttöku í nám- inu. Og meira um kennslumál. Menntaskólinn á Akureyri var settur 1. október. Dagur segir að sú breyting sé orðin á kennaraliði skólans, að J.A. Tompson, sem kenndi þar ensku veturinn á undan, sé horfinn frá því starfi, en við tók Sigurður L. Pálsson, „ungur maður og efnilegur, sem lokið hefir prófi við breskan há- skóla.“ Sumar fréttirnar voru heldur dapurlegar eins og þessi: Síð- asta sauðnautið, er eftir lifði í Gunnarholti, er nú dautt. Lækkað verð á líkkistum I desember er svohljóðandi auglýsing frá Davíð Sigurðs- syni: Líkkistur altilbúnar, hefi ég ávallt fyrirliggjandi. Get vanalega afgreitt sama dag og pantað er. Lækkað verð. Davíð Sigurðsson. - Svo mörg voru þau orð og ekki minnist nokkur núverandi starfsmanna Dags, að slík auglýsing hafi birst undanfarin ár. E.t.v. hafa óvenju fáir dáið í desember 1932 og smiðurinn því gripið til þessa ráðs. Og fleiri lækkuðu Auglýsingin frá Davíð hafði svo sannarlega sín áhrif - ekki þó í þá átt að fleiri færu yfir móðuna miklu. í næsta blaði kom auglýsing sem hljóðaði svo: Verðlækkun. Líkkistur ávallt fyrirliggjandi. Vönduð vinna - fljót afgreiðsla. Vinnu- stofa Hafnarstræti 107 B. Heima: Brekkugötu 23, sími 125. Eyþór & Guðm. Tómas- son. Kom með Goðafoss Ef blöðin í dag ættu að skýra frá ferðalögum í sama mæli og á þessum tíma kæmist varla annað fyrir í þeim. í Degi er t.d. sagt frá því á baksíðu að Þórarinn Björnsson frá Vík- ingavatni, hafi komið til Akur- eyrar með Goðafossi 6. des- ember. Hann var ráðinn frönskukennari við Mennta- skólann. MUR Akureyri, föstudagur 26. mars 1982 Getum enn bætt við fermingarveislum 8., 12. og 18. apríi. 4. apríl er full- bókað. VORURNAR FÁST HJÁ OKKUR Vagnar Rúm Ferðarúm Vöggur Baðborð Burðarrúm Göngugrindur Burðarpokar Þetta hefst allt nieð hægdlnm — segir Eggert Jónsson bifreiðastj óri í röska tvo áratugi hefur Eggert Jónsson ekið með fólk og vörur. Á veturna er hægt að finna manninn á Sendibílastöð Akureyrar, en á sumrin er allt eins víst að hann sé kominn með hóp af ferðafólki upp á hálendið eða í aðrar sýslur. I frístundum syngur hann með Karlakór Akureyrar. Eggert Jónsson fékk sér sæti við skrifborð á ritstjórninni á dögun- um og féllst á að ræða um allt milli himins og jarðar við blaðamann- inn. „Það má segja að við ökum aðallega fyrir fyrirtæki. Yfir vet- urinn flytjum við einkum bygg- ingaefni, auk þess má nefna húsgögn. Haust og vor erum við oft í búslóðaflutningum fyrir fólk. Ég hef t.d. farið með búslóð til Hafnarfjarðar og náð í aðra til ís- afjarðar svo dæmi sé tekið.“ Nú eru 10 bílar á Sendibílastöð Akureyrar, en það eru aðeins fá- ein ár síðan bílstjórarnir á stöð- inni fengu einkaleyfi á akstri sendibíla á Akureyri. Hins vegar þurfa þeir ekki að aka annað hvort á fólksflutningabíl eða sendiferðabíl eins og kollegar þeirra í Reykjavík. Eggert var spurður um hvort starfið væri erfitt og sagði hann að svo væri stundum, en bætti við að það væri ekki síður erfitt að sitja og bíða eftir að vera kallaður út. það var líka erfitt þegar Eggert og annar til, voru komnir með þvottavél á fjórðu hæð í fjöibýlis- húsi og uppgötvuðu þá að þeir voru í skökkum stigagangi. „Það er gott að vera í góðu líkamlegu formi,“ sagði Eggert, „en þetta hefst allt með hægðinni. Það er aldrei hægt að hafa svo marga bíla að aldrei skorti bíl á stöðinni, það sama má segja um sambærilegar stöðvar. Hjá okkur er mest að gera milli klukkan 4 og 5 á daginn og á föstudögum er oft mikið að flytja. Þá eru menn að byrgja sig upp fyrir helgina. - Hvað viltu segja um starfið? „Þetta er tiltölulega lifandi starf. Maður er eiginlega aldrei í því sama og við sem erum líka í hópferðaakstri kynnumst mörgu ágætu fólki. Ég minnist t.d. í því sambandi, að undanfarin 7 sumur hef ég ekið með þýska ferða- mannahópa um landið. Farar- stjórinn er alltaf sá sami, rösklega sjötugur jarðfræðiprófessor. Að sjálfsögðu höfum við sér- stakar skyldur gagnvart stöðinni, en maður er óneitanlega sjálfs sín húsbóndi og það er ósköp þægi- legt stundum. Ef ég hef t.d. verið að aka langt fram á nótt, er enginn sem skipar mér að mæta snemma næsta morgun. Þá sefur maður fram eftir, enda gæti það verið hættulegt að aka um bæinn grút- syfjaður.“ - Segðu mér aðeins af þessum Þjóðverjum? „Já, ég hef af þeim mjög ánægjuleg kynni. Sumt af fólkinu hefur komið ár eftir ár. Við höf- um farið hringinn, á Vestfirði og um Suðurlandsundirlendið. Ég get sagt þér sem dæmi að ein kon- an hefur komið fjórum sinnum. Þetta er sjötug skólastýra. í fyrra- sumar bauð ég henni heim og hún var þar í sjö vikur. Einnig hef ég heimsótt nokkra af þessum ferða- löngum til Þýskalands og stend í bréfaskiptum við nokkra þeirra. Ég á von á hópi þann 18. júlí í sumar. Þá munum við halda af stað í enn eina ferðina. Ég skal segja þér að ég er farinn að hlakka til.“ Eggert Jónsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.