Dagur - 27.04.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Kjölfesta Akureyrar
og eyfirskra bygga
Framsóknarmenn á Akureyri hafa lagt fram
stefnuskrá sína við bæjarstjórnarkosningarn-
ar í vor. í upphafsorðum segir á þessa leið:
„Lengi hafa framsóknarmenn haft forustu
um samstarf í stjórn bæjarmála á Akureyri.
Undir þeirri stjórn hafa orðið miklar framfarir á
flestum sviðum. Akureyri hefur haft mikið að-
dráttarafl fyrir fólk og fólksfjölgun verið meiri
en víðast annars staðar. Framsóknarmenn á
Akureyri telja það ávinning fyrir eyfirskar
byggðir, Norðlendinga og þjóðina alla að Ak-
ureyri eflist enn frekar og skapi nauðsynlegt
mótvægi við Faxaflóasvæðið.
Framsóknarmenn á Akureyri líta á byggðir
Eyjafjarðar sem atvinnulega og menningar-
lega heild og vilja því eiga gott samstarf við
nágrannabyggðarlögin um uppbyggingu
svæðisins og skapa íbúunum öryggi og
farsæld.
Framsóknarmenn á Akureyri vilja béita
áhrifum sínum til að auka sjálfstæði sveitarfé-
laga gagnvart ríkisvaldinu og efla samvinnu-
möguleika þeirra. Þeir gera kröfu til eðlilegrar
og sanngjarnrar hlutdeildar í sameiginlegum
sjóðum þjóðarinnar í hlutfalli við framlag íbúa
svæðisins. Végna aukinna aðgerða ríkisvalds-
ins til tekjujöfnunar, vaxandi almannatrygg-
inga og bætts efnahags almennings, telja
framsóknarmenn á Akureyri að gamalt og rót- •
gróið framfærsluhlutverk sveitarstjórna eigi
að hverfa að miklu leyti. í stað þess eiga sveit-
arfélög að einbeita sér í ríkara mæli að fram-
kvæmdum í þágu íbúanna og stuðla m.a.
þannig að aukinni atvinnuuppbyggingu.
Framsóknarmenn á Akureyri vilja tryggja
áfram traustan fjárhag bæjarsjóðs og bæjar-
stofnana og gæta aðhalds í öllum rekstri
bæjarins. Akureyri og Eyjafjarðarbyggðir hafa
miklu hlutverki að gegna við uppbyggingu ís-
lensks þjóðfélags. Því þarf áfram samhenta og
trausta forustu sem stjórnar málefnum bæjar-
ins í nánum tengslum og samvinnu við íbú-
ana.
í stefnuskrá framsóknarmanna á Akureyri
eru síðan teknir fyrir nokkrir helstu þættir
bæjarmálanna og má þar nefna atvinnumálin,
skóla- og menningarmál, skipulags- og um-
hverfismál, félags- og heilbrigðismál og
íþrótta- og æskulýðsmál. Þegar á heildina er
litið má segja, að megináhersla sé lögð á
traustleika og öryggi í stjórn bæjarfélagsins
og áframhaldandi framkvæmdastefnu.
í lokaorðum stefnuskrárinnar segir: „Fram-
sóknarmenn á Akureyri ganga bjartsýnir til
þessara kosninga. Þeir treysta því að bæjar-
búar meti mikils þá stefnu sem gert hefur Ak-
ureyri að traustu og góðu samfélagi. Fram-
sóknarmenn á Akureyri hvetja bæjarbúa til
þátttöku og starfa að þeirri stefnu, þar sem
samvinna, félagshyggja og öryggi skipa veg-
legan sess og sem verið hefur kjölfesta Akur-
eyrar og eyfirskra byggða. “
„Atvinnu- og
íþróttamál
u
eru mer
hugleiknust
- segir Þóra Hjaltadóttir, sem skipar sjötta
sæti á lista framsóknarmanna við
bæjarstjórnarkosningar á Akureyri
í sjötta sæti á lista Fram-
sóknarflokksins við bæjar-
stjórnarkosningar i vor er
Þóra Hjaltadóttir vinnu-
hagræðingur og formaður
Alþýðusambands Norður-
Iands. Þóra er 30 ára gömul,
fædd að Melstað í Miðfirði
en fluttist með foreldrum
sínum að Hrafnagili í Eyja-
fírði þriggja ára gömul. Hún
hefur dvalið og starfað á
Akureyri að mestu síðan
1969. Hún á eina dóttur,
Pálínu, sem er á tólfta ári.
Þóra vann lengi við af-
greiðslu- og skrifstofustörf
þar til hún hóf nám í vinnu-
hagræðingu hjá Alþýðu-
sambandi íslands árið 1980.
Formaður Alþýðusam-
bands Norðurlaiids var hún
kosin í október á síðasta ári
og einnig formaður Kjör-
dæmasambands framsókn-
armanna í Norðurlandi
eystra. Einnig er hún gjald-
keri íþróttafélagsins Þórs
og hefur átt sæti í Félags-
málaráði Akureyrar síðustu
fjögur ár.
- Hvenær hófst þú afskipti
af stjórnmálum?
„Eg gekk í Framsóknar-
flokkinn árið 1974 og eftir því
sem ég kynntist meira heimi
stjórnmálanna því áhugasam-
ari varð ég. Með því að vera
virkur í starfi stjórnmála-
flokks hefur maður tækifæri
til að fylgjast betur með
þjóðmálunum. Fólk er oft
neikvætt út í þá sem afskipti
hafa af pólitík, en mér er
spurn hvað er póltík annað
en lífið sjálft og hvar kemur
ekki einhver tegund af pólitík
inn í okkar daglega líf?“
- Telur þú eðlilegt að
formaður launþegasamtaka
sé í framboði hjá pólitískum
flokki?
„Eins og ég sagði áðan þá
getur maður fylgst betur með
ef maður er virkur í stjórn-
málum og að vera virkur þýðir
í mínum huga einnig að hafa
áhrif. Við hér á Akureyri
þörfnumst hraðari atvinnu-
uppbyggingar nú á næstu
árum og launþegahreyfingin
á að vera inni í þeirri mynd.
Við þurfum fyrst og fremst
að efla þau atvinnufyrirtæki
sem fyrir eru, svo þau geti
aukið sitt atvinnuframboð.
Til dæmis munu vera til áætl-
anir um stækkun Slippstöðv-
arinnar þannig að hún geti
veitt tvöfalt fleiri atvinnu en
lún gerir í dag, en þá þarf að
sjálfsögðu að vera markaður
fyrir framleiðsluna.
Með tilkomu nýrrar tækni-
og tölvubúnaðar er sú hætta á
ferðum að störf falli út og
þessu verður vinnumarkaður-
inn að mæta með fleiri
störfum.“
- Á hvað leggur þú mesta
áherslu og hvar er helst úrbóta
þörf?
„Mér eru atvinnumálin efst
í huga og ekki síst vegna þess
að mitt starf er nátengt þeim.
Ég á sæti í nefnd um iðnaðar-
uppbyggingu við Eyjafjörð
og þar hefur stóriðja komið
til tals. Með þau gögn sem
sem annars staðar á landinu.
En ég veit ekki hve lengi
sjálfboðaliðar fást til að
standa í þessu sífellda fjár-
betli fyrir hreyfinguna. Fjár-
þörfin til rekstrar eykst með
sérhverju ári, vegna þess m.a.
að umsvifin við hinar ýmsu
keppnir aukast og ferðakost-
naður sömu-
leiðis.
Hvaða úrlausnir eru væn-
legastar er ekki gott að segja
til um, því ekki mun það
verða til eflingar íþróttanna
að allir fái þessa þjónustu
rétta upp í hendurnar fyrir-
hafnarlaust, með því að ríki
Þóra Hjaltadóttir
liggja fyrir í dag, get ég ekki
ennþá tekið afstöðu með eða
á móti, t.d. eru upplýsingar
um mengun ekki nægar. Um
félagslega röskun er einnig
erfitt að dæma. Þá er mikil
hætta á að slíkt fyrirtæki hafi
meira framboð á atvinnu í hin
hefð-
bundnu karlastörf, en konur
verði utangarðs í atvinnuupp-
byggingunni. Úrbætur í
atvinnumálum þurfa að verða
margvíslegar og hef ég minnst
á fáein atriði hér. En til við-
bótar má nefna athuganir á
aukinni úrvinnslu afurða
okkar, svo sem lífefnafram-
leiðslu og úrvinnslu úr slógi
til skepnufóðurs."
- Önnur mál sem þú vilt
vinna að?
„íþróttamálin eru mér
einnig hugleikin. Hin frjálsu
félagasamtök hafa lyft Grett-
istaki á sviði íþróttamála hér
og bær standi straum af öllum
kostnaði. Fremur væri æski-
legt að fleiri hendur kæmu til
aðstoðar. Má þar nefna að
gleðilegt væri ef enn fleiri
foreldrar barna sem eyða
miklum hluta síns frítíma hjá
okkur kæmu einnig og legðu
hönd á plóginn við fjáröflun
og ýmsa vinnu sem of fáir
vinna að í dag.“
- Að lokum, hvernig leggj-
ast kosningarnar í þig?
„Ég er sigurviss fyrir kom-
andi kosningar. Við fram-
sóknarmenn munum vinna
verulega á. Akureyrarbæ er
best borgið undir markvissri
stjórn framsóknarmanna.
Þetta vita íbúar bæjarins og
munu tryggja að Jón Sigurð-
arson verði í bæjarstjórn
næsta kjörtímabil.“