Dagur - 29.04.1982, Síða 1

Dagur - 29.04.1982, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 29. aprfl 1982 45. tölublað BLÖNDUVIRKJUN SAMKVÆMT VIRKJUNARLEIÐ I: Samningurinn stað- festur í ráðherranefnd Hluti fundarmanna. Tálmanir í Oddeyrargötu? Um árabil hafa íbúar við Odd- eyrargötu haft miklar áhyggjur af vaxandi umferð um götuna. Þegar bæjaryfírvöld auglýstu á sínum tíma eftir athugasemd- um við deiliskipulagið barst þeim bréf frá öllum íbúum göt- unnar þar sem þeir Iýstu þess- um áhyggjum sínum. Bæjaryf- irvöld samþykktu þá að draga bæri úr umerðarþunganum - og hraða ökutækja - með tálm- unum af einhverju tagi. íbúum götunnar fannst framkvæmdin ganga hægt og því efndu þeir til fundar í síðustu viku þar sem þessi mál voru rædd. Jón Björnsson félagsmála- stjóri, sagði í viðtali við Dag að við nánari athugun hefði komið í ljós að tillaga um lausn þessa máls væri á teikniborðinu. Fulltrúar íbúanna munu á næstu dögum eiga fund með Gunnari Jóhann- essyni verkfræðingi hjá Akureyr- arbæ, og einnig munu þeir sitja fund með umferðarmálanefnd Akureyrarbæjar. Leitað eflir samstarfi um framboðsfundi Framsóknarfélag Akureyrar hef- ur leitað eftir samstarfi við aðra flokka og hópa, sem bjóða fram til bæjarstjórnarkosninga á Akur- .eyri-22. maí nk., um sameiginlega framboðsfundi (almennan borg- arafund, útvarps- og sjón- varpsumræður). Enn er ekki vitað um undirtekt- ir en svör berast væntanlega ein- hvern næstu daga. Þingflokkur Framsóknar- flokksins samþykkti á fundi sín- um á mánudag einróma álykt- un um virkjun Blöndu með þeim fyrirvara að miðlun um- fram 220 gigalítra verði háð samþykki Alþingis Á fundi ráð- herranefndar um virkjunar- málin á þriðjudag var svo sam- þykkt að ganga að þessum fyrirvara. Allt bendir nú til að hafíst verði handa við Blöndu- virkjun innan skamms. Ályktunin er svohljóðandi: „Pingflokkur Framsóknar- flokksins leggur áherslu á að virkjun Blöndu verði fyrst í röð þeirra virkjana, sem framundan eru og ramkvæmdir hefjist þegar á þessu ári. Þingflokkurinn telur jafnframt mjög miiilvægt að víðtækt sam- komulag verði um virkjunina. Deilur geta valdið seinkun á virkj- unarframkvæmdum og auknum kostnaði. Þingflokkurinn leggur því áherslu á að þannig verði haldið á framkvæmd málsins að almennt samkomulag megi verða jm virkjun Blöndu. Vakin er athygli á því, að for- sendur fyrir orkuspá eru veikar því ákvarðanir um orkufrekan iðnað að því marki, sem lagt hefur verið til grundvallar, hafa ekki erin verið teknar. Með tilliti til þess, að í samningnum eru mjög ákveðin vilyrði fyrir því, að miðl- unarlón verði fyrstu árin.ekki yfir 220 Gl., telur þingflokkurinn rétt að stíflumannvirki verði í upphafi byggð fyrir þá miðlun. Ef nauð- synlegt verður talið með tilliti til markaðar og raforkukerfisins í heild að auka miðlunina síðar, verði það háð samþykki Alþingis. Með ofangreindum athuga- semdum heimilar þingflokkurinn ráðherrum flokksins að staðfesta í ríkisstjórninni samning um virkjun Blöndu með þeim fyrir- vara, að miðlun umfram 220 Gl. verði háð samþykki Alþingis. Þingflokkurinn leggur jafn- framt áherslu á að Landsvirkjun taki sem fyrst við framkvæmd verksins.“ STAK: Búið að undirrita I síðustu viku var skrifað undir sérkjarasamning Akureyrar- bæjar og STAK. Samningurinn gildir frá áramótum og fellur úr gildi um mitt sumar. Að með- altali hækka laun starfsmanna Akureyrarbæjar um 4.5%. Að sögn Erlings Aðalsteins- sonar formanns STAK, var t.d. starfsmat endurskoðað og mönn- um raðað í launaflokka í samræmi við það. Ný ákvæði eru einnig um starfsaldurshækkanir, töluverðar breytingar verða á launaflokkum sjúkraliða og skrifstofúfólks sem er að hefja störf. Erlingur bætti því við að hann væri ánægður með þennan sér- kjarasamning, en hann sagði jafn- framt að enn væru opinberir starfsmenn ekki búnir að ná þeim launum sem gilda á hinum al- menna vinnumarkaði. „í því sam- bandi má minna á könnun kjara- nefndar VSÍ og ASÍ,“ sagði formaður STAK að lokum. MJÓLKURSAMLAG KEA: Innlögð mjólk 21 milljón lítrar Aðalfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn í Samkomu- húsinu á Akureyri, mánudag- inn 26. aprfl 1982 og hófst hann kl. 13.00. Formaður kaup- félagsstjórnar, Hjörtur E. Þór- arinsson Tjörn, setti fundinn. Á fundinn mættu um 130 mjólkurframleiðendur. Mjóik- ursamlagsstjóri, Vernharður Sveinsson, flutti ítarlega skýrslu um rekstur Mjólkur- samlagsins á árinu 1982. Inn- lagt mjólkurmagn var rösklega 21 milljón lítrar og hafði minnkað um 338 þús. lítra eða 1,56% frá fyrra ári. Þetta mjólkurmagn nam 20,6% af mótteknu mjólkurmagni sam- laganna á landinu sl. ár. Með- alfítumagn mjólkurinnar var 4,081% en 97,76% fóru í 1. flokk. Mjólkurframleiðendur 1981 voru alls 267 og hafði fækkað um 9 frá fyrra ári. Meðalinnlegg á mjólkurfram- leiðanda var 79.448 lítrar. Af mjólkinni var 23,4% selt sem neyslumjólk en 76,6% fór til framleiðslu á ýmsum mjólkur- vörum. Heildarvelta Mjólkur- samlagsins nam kr. 147,3 millj- ónum en kr. 0.428 pr. Itr. vant- aði á að reksturinn skilaði framleiðendum fullu grund- vallarverði. í setningarræðu sinni sagði Hjörtur E. Þórarinsson formaður stjórnar kaupfélagsins m.a., að nú væru að fullu yfirunnin þeir erfiðleikar í vinnslu og fram- leiðslu, sem við hafi verið að stríða fyrstu misserin í hinu nýja mjólkursamlagi. Hjörtur fjallaði um samdrátt í mjólkurfram- leiðslu, sem hefði verið nauðsyn- legur, en óhjákvæmilega komið á óheppilegum tíma, þegar fjár- magnskostnaður við nýju stöðina fór að leggjast á framleiðsluna með fullum þunga. Hjörtur sagði síðan: „Þá vil ég að lokum segja að ég álít að eyfirskir bændur hafi ástæður til bjartsýni, eða a.m.k. minni svartsýni en flestir aðrir bændur landsins. Markaður innanlands fyrir mjólkurvörur er traustur. Hann er í þróun og í heild vaxandi.“ Þá nefndi Hjörtur mikilvægi þess að hafa sem næst mjólkur- framleiðsltisvæðunum nógu marga neytendur með nógu mikla kaupgetu. Eyfirskir bændur hlytu að kappkosta að halda stöðu sinni sem aðal smjör- og ostaframleið- endur landsins og að Eyjafjörður héldi áfram að vera aðalforðabúr landsins af þessum lífsnauðsyn- legu matvælum. Hann sagði að svartar blikur væru á himni sauð- fjárræktar ílandinu,en þærblikur væru minna ógnvekjandi fyrir ey- firska bændur en flesta aðra. Samt mættu menn vera við því búnir að þurfa að draga úr tiltölulega litl- um sauðfjárbúskap næstu árin, en það væri að sínu mati ekkert stór- hættulegt mál. Það væri þó undir því komið að unnt yrði að halda í mjólkurframleiðsluna og helst að auka í takt við fjölgun neytenda í landinu. Þá væri auk þess vaxandi svigrúm til að framleiða nautakjöt sem hliðargrein við mjólkurfram- leiðsluna, sem væri mjög mikil- vægt því nautakjötsmarkaður væri mjög vaxandi í landinu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.