Dagur - 29.04.1982, Síða 9
ANNA LÍSA
Leikklúbburinn SAGA
Höfundur: Helgi Már Barðason
Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson
Lýsing: Viðar Garðarsson
Leikklúbburinn SAGA mun
hafa sprottið upp úr leiklistar-
námskeiði Æskulýðsráðs Akur-
eyrar á árinu 1976. Síðar varð
klúbburinn leikfélag ungs
áhugafólks og félgarnir hafa
jafnan flestir verið á einhvern
hátt viðriðnir Félagsmiðstöðina
í Dynheimum, enda hefur
klúbburinn haft þar aðsetur sitt.
Þó er SAGA sjálfstætt leikfélag
og ekki rekið á vegum neinnar
stofnunar eða skóla.
Þessa dagana sýnir klúbbur-
inn leikritið Önnu Lísu eftir
Helga Má Barðason, ungan for-
stöðumann Dynheima. Að vísu
segir Anna Lísa sjálf í upphafi
verks að þetta sé ef til vill frekar
saga en leikrit og þar hefur hún á
réttu að standa. Höfundi er
greinilega í mun að rekja feril og
segja frá orsökum atvika í lífi
Önnu Lísu. Að því leyti sver
verk hans sig í ætt við svokallað-
ar nýraunsæislegar unglingasög-
ur sem njóta mikillar hylli nú á
dögum. I þeirri bókmenntateg-
und eru unglingar viðurkenndir
sem manneskjur og reynt að
sýna þá í réttu ljósi; draga
vandamál þeirra og umhverfis-
ins fram í dagsljósið eins og þau
eru. Þess konar efni á mun meira
erindi við unglinga og annað
fólk en aðrar og eldri unglinga-
sögur sem ýmist lýsa ofurmann-
legum hæfileikum söguhetjanna
eða eru glansmyndir af galla-
lausum fyrirmyndarungmenn-
um.
í þessu tilliti er Anna Lísa lóð
á stóra vogarskál en hitt kann að
orka tvímælis hvort verkið á er-
indi á svið eða bók. Frómt frá
sagt tel ég að bók hefði verið
betri kostur. Einfaldlega vegna
þess eðlismunar sem er á sögu og
leikriti.
Anna Lísa hefst á söng og
þannig lýkur henni einnig,
Söngvarnir eru of langir, enda
eru þeir fluttir af segulbandi
fyrir mannlausu sviði. Þessir
söngvar minntu mig á stelpu sem
er að troða sér í buxur sem eru
einum fjórum númerum of litlar
á hana, textinn alltof stór fyrir
laglínuna. Annars var tónlistin
ágætlega valin og leikin af
plötum milli atriða.
Þættirnir eru þrír, gerast þeg-
ar Anna Lísa er fjórtán, átján og
tuttugu og tveggja ára. Innbyrð-
is eru þeir eins byggðir: Anna
Lísa og heimilið; Anna Lísa og
ástarævintýri; Anna Lísa og fé-
lagar hennar í partíi. Þessi ein-
falda bygging setur verkinu
miklar efnisskorður, enda verð-
ur viðfangsefnið einkum sam-
skipti stúlkunnar við taugaveikl-
aða móður sína (og fyrirmynd-
arbróður meðan við nýtur), ást,
vonbrigði og einstæðingsskapur
eftir skakkaföll og síðast endur-
fundir og málalok þar sem allt
endar vel. Þetta tengir Anna
Lísa svo sjálf saman með eintali
milli þátta. í því eintali er líka
einasta vísbending um að per-
sónurnar eldist og þroskist.
Það er alltaf gaman að sjá
ungt áhugafólk leika og leikend-
ur í Önnu Lísu voru flestir hisp-
urslausir og „eðlilegir“ í hlut-
verkum sínum. Þó hefði leik-
stjóri mátt segja þeim meira til í
skýrum framburði og raddbeit-
ingu svo texti fengi að skila sér
betur. Þetta vill því miður alltof
oft gleymast. Annars má segja
að sviðssetning hafi tekist allvel
miðað við aðstæður í Dynheim-
um.
Leikendur eru alls ellefu og
annar eins hópur starfar að
sviðsbaki. Sérstaka athygli mína
vakti góður leikur Sóleyjar
Guðmundsdóttur í hlutverki
Önnu Lísu. Hún bar sýninguna
uppi. Aðrir leikendur gerðu
einnig vel.
Að lokum við ég benda á að
viðfangsefnið í Önnu Lísu á ekki
síður erindi til fullorðinna en
unglinga og ég vona að félögum í
SÖGU farnist vel við að koma
boðum sínum á framfæri.
25.4.82
Sverrir Páll
Við bjóðum
Akureyringum
ókeypis
þjónustu.
Hringið
til okkar
og við komum
heimog
hönnum
skilrúmí
stofuna eða
handrið fyrir
stigann.
Símar 91-84630
og 91-84635.
BJÓÐUM EINNIG VALIN ÍSLENSK HÚSGÖGN
SÝNINGARSALUR ÁRMÚLA 20 - SÍMAR: 84630 og 84635
og skápar eru sérhönnuö
fyrir yöur.
Þd getur gj örbreytt hemú& pim
með sfábwmun, hambiðum og skápum
jráÁrfelRfj-.
ARFELLS skilrúm, handrið
.. . með breytanlegum
styttukössum og hillum.
.. . með skápum f. hljóm-
flutningstæki. bókaskápum.
blómakössum og Ijósa-
köppum.
. . . framleidd úr stöðluðu,
varanlegu, vönduöu efni.
... Framleiðslan öll er
hönnuð af Arfell hf.
ARFELLS-þjónusta . . .
.. . við komum og mælum,
gerum teikningar og verðtilboö á
staðnum. yður að kostnaðar-
lausu.
... við biöjum yður aö hafa sam-
band tímanlega.
. . . komið með yðar hugmyndir.
. . . Greiösluskilmálar. ..
. . . allt að 6 mánuðir.
KOKA BORGARAR
HAFNARSTRÆTI 94
KÖKA BORGARAR
29. apríí 1982 - DAGUR- 9