Dagur - 29.04.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 29.04.1982, Blaðsíða 12
Soveskt rækjuskip Sovéskt verksmiðjuskip lagðist að Oddeyrarbryggju sl. mánu- dag með frysta rækju til upp- skipunar hér. Það er K. Jónsson og co., sem er að kaupa 200 lestir af rækju og hyggst pilla hana og sjóða niður. Skipið, sem kemur hingað beina leið frá Múrmansk, er 5080 lesta frystiskip með 70 manna áhöfn og safnar það rækju úr rækjutogur- um sem veiða í Barentshafi. Rækjan er fínasta úthafsrækja og kærkomin fyrir K. Jónson, þar sem nægjanlegt magn fyrir niður- suðuverksmiðjurnar er ekki til í landinu, en íslendingar eru með góða samninga við V-Þjóðverja og nú er verið að framleiða upp í þá samninga. Halldór æfir hjá WestHam Hinn stórefnilegi knattspyrnu- maður úr Þór, Halldór Askels- son, er nú staddur í London, en þar æfir hann með hinu fræga enska knattspyrnuliði West Ham. Halldór þykir með allra efnileg- ustu knattspyrnumönnum sem komið hafa fram her á landi í mörg herrans ár og í fyrra, er hann var í 3. aldursflokki, lék hann með tveimur landsliðum, drengjalandsliði skipuðu piltum 14-16 ára og með unglingalands- liðinu skipuðu unglingum 16-18 ára. Halldór leikur í sumar á fyrra ári í 2. aldursflokki, og einnig má telja víst að hann verði fasturleik- maður í meistaraflokki félagsins. Halldór mun dvelja í hálfan mán- uð við æfingar hjá West Ham í London, cn með honunt íferðinni er Þröstur Guðjónsson þjálfari, sem kynnir sér þjálfun hjá félag- inu. Halldór Áskelsson. Tvær rannsóknar- borholur í sumar verða boraðar rannsókn- arholur fyrir Hitaveitu Akureyrar að Reykjum í Fnjóskadal og Grýtu í Öngulsstaðahreppi. Hola Hitaveitunnar á Glerárdal verður virkjuð og í ráði er að bora rann- sóknarholu í Glerárdal. Grund gefur stór- fétil Grímseyjar Gísli Sigurbjörnsson forstjóri, afhenti biskupi íslands, herra Pétri Sigurgeirssyni, nýlega gjöf að upphæð kr. 20.000 til Grímseyjarkirkju og með gjöf- inni fylgdi eftirfarandi bréf: „Á þessu ári eru sextíu ár liðin frá því að Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund tók til starfa. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason, einn stofnenda og formaður stjórnar- nefndar til æviloka, lét sér annt um fólkið í Grímsey og þótti vænt um það. Meðfylgjandi ávísun er gjöf til kirkjunnar í Grímsey til minning- ar um hann og samstarfsmenn. Með bestu kveðju frá okkur á Grund til fólksins í Grímsey og herra biskupsins, sem um langt árabil var prestur þess.“ íslenska kirkjan þakkar þessa myndarlegu gjöf og þann hlýhug sem að baki liggur. Stjórn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, með Gísla Sigurbjörnsson í farar- broddi, hefur hlynnt að mörgum góðum málum um langt skeið og gefið þar fordæmi og vakið marga til meðvitundar um félagsleg og kirkjuleg mál. Skóli fyrir atferlis trufluð böm „Við höfum nú þegar auglýst eftir skólastjóra og kennara,“ sagði Ingólfur Armannsson fræðslustjóri, aðspurður um hvað liði áformum um skóla fyrir atferlistrufluð börn í kjör- dæminu. „Það er komin heimild til að setja hann á stofn næsta haust og var samþykkt á síðasta fræðsluráðs- fundi að auglýsa eftir starfsfólki. Einnig höfum við fengið svolítið fjármagn í stofnkostnað og er nú verið að athuga möguleikana á að kaupa hús undir skólann, en það er þó allt á athugunarstigi. Skólinn er fyrst og fremst ætl- aður börnum með geðræn eða fé- lagsleg vandamál eða hvoru- tveggja og reiknum vð með að til að byrja með verði þar ca. 5-8 börn. Þetta verður dagskóli, börnin verða þar frá 9-5 og fá þar mat o.þ.h. auk kennslunnar.“ Skólanum er ætlað að þjóna öllu kjördæminu þó svo að hann verði staðsettur á Akureyri þann- ig að þeir nemendur sem eiga lengra að sækja verða væntanlega vistaðir hér í bænum,“ sagði Ing- ólfur að lokum. Rækjunni skipað á land. Mynd: áþ Mótmæla vegi um Vaðlareit Á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem haldinn var fyrir skömmu, var samþykkt ályktun um lagningu vegar um Vaðlareit ogstóriöju. Félagiðereindregiðá móti lagningu Leiruvegar um Vaðlareit. „Fundurinn gerir kröfu um að öll veglínan, frá Hall- andi til Akureyrar verði endur- hönnuð með það að markmiði að vegurinn verði lagður ofan við Vaðlareit. Einnig ályktar fundur- inn að leitað skuli samkomulags við landeigendur um að opna Vaðlareit fyrir almennri útivist." Fundurinn varaði eindregið við öllum fyrirætlunum um byggingu málmbræðslu (álvers) í Eyjafirði og taldi að það samrýmdist ekki þeim markmiðum félagsins að græða upp skóg á þessu svæði. „Ekki hægt að selja íbúðir hér“ — segir Hörður Tulinius hjá Híbýli hf. „Við erum með tvö verkefni í bænum, og þegar vinnu lýkur við þau verk í vor og haust er ekkert fyrirsjáanlegt fyrir okk- ur að gera hér. Þess vegna höf- um við verið að leita fyrir okkur með verkefni utan Akureyrar, og höfum m.a. í hyggju að gera tilboð í byggingu heimavistar við Menntaskólann á Egils- stöðum og við grunnskólann á Sauðárkróki. Auk þess er fleira sem við erum að velta fyrir okkur“, sagði Hörður Tulinius í samtali við Dag, en Hörður er einn eigenda byggingaverk- takafyrirtækisins Híbýli h.f. á Akureyri. „Hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni að mnu mati, og það hljóta allir að sjá að eitthvað er að, þegar fyrirtæki eins og Híbýli þarf að leita út fyrir Akureyri eftir verkefnum. Þó höfum við lóðir til þessaðbyggjaáum lOOíbúðirhér í bænum og höfum greitt bygg- ingaleyfisgjald fyrir tvö fjölbýlis- hús. En við getum ekki byggt á þessum lóðum. Ástæðan er ein- faldlega sú að það er ekki hægt að selja íbúðir hér í bænum í dag. Vaxtabirgðin er svo mikil að fólk leggur ekki út í það að hefja bygg- ingar“, sagði Hörður. Sem fyrr sagði íhuga forráða- menn Híbýlis h.f. nú að gera til- boð í ákveðin verkefni bæði á Sauðárkróki og á Egilgsstöðum. Það kom fram í samtalinu við Hörð að fleiri verkefni koma einnig til greina utan Akureyrar, þótt enn séu þau mál á því stigi að ekki sé tímabært að skýra nánar frá þeim. # Góð sala í gallabuxum Sipverjarnir á sovéska rækju- flutningaskipinu sem hefur iegið í Akureyrarhöfn undan- farna daga, hafa víssulega sett svip á bæinn, enda fara þeir ekki um nema nokkrir saman í hóp, einhverra hluta vegna! - Örlítið litu þeir við í verslunum bæjarins, sovét- mennirnir og voru, að sögn þeirra sem fylgdust með vöruskoðun þeirra, hrifnir af mörgu er á boðstólum var. En það er eins og svo oft áður með sovéska sjómenn, gjald- eyririnn var af fremur skorn- um skammti, eða svo virtist vera. En við höfum haft af því fregnir að þeim málum hafi verið kippt í lag. Segja okkur vandaðir menn að þeir sovésku hafi boðið hér ódýrt vodka til sölu, líters flöskur á aðeins 150 krónur flöskuna og hafi margir Akureyringar gert góð kaup á þeim vett- vangi. En hvað skyldu sovét- mennirnír svo hafa gert við krónurnar? Margir þeirra keyptu sér Duffys gallabuxur, og sáust þeir alsælir á svip rölta um bæinn þannig klæddir. Mun að sögn hafa gengið nærri gallabuxna- birgðum ákveðinna verslana hér í bænum. # Gömulhúsog gamlir menn Sjálfstæðismenn á Akureyri leita nú með logandi Ijósi að baráttumálum. Gísli Jónsson TQ ra ■'T'i "p -J] Ö JjU fann eitt á dögunum og var ekki seinn á sér að rita um það í íslending. Hann komst sem sé að því að gera ætti upp og breyta Lundi við Eiðsvalla- götu í sýningarsal. í tilefni þess orti kunningi S&S: íhaldskjörorð eru tvenn, ekk’ er feit sú spýta, gömul hús og gamla menn, gera þeir upp og nýta. # Snyrtilegri bæ Víða má sjá fólk taka til í görð- um og er það vel. S&S vill benda bæjarbúum á auglýs- ingu frá heilbrigðisfulltrúa, sem birtist í blaðinu i dag. Hin áriega fegrunarvika á Akur- eyri er ákveðin 10. til 19. maí nk. Starfsmenn Akureyrar- bæjar munu þá fjarlægja rusl sem hreinsað hefur verið af íbúðarhúsalóðum og sett er í hrúgur á götukanta. Atvinnu- rekendur eru sérstaklega hvattir til að hreinsa um- rædda daga. # Og snyrtilegri miðbæ Miðbærinn á Akureyri er kafli út af fyrir sig. Þar standa svo gömul og hrörleg hús að þau eru eigendum sínum til skammar. Þsð þarf ekki að til- taka nákvæmlega hvar þessi hús standa við Hafnarstrætið, síður en svo. En þar sem S&S efast um að húsin verði rifin á næstu vikum, mánuðum eða árum, vill það benda á að málning myndi bæta útlit húsanna til muna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.