Dagur - 30.04.1982, Side 3

Dagur - 30.04.1982, Side 3
„Það vantar fútt í stjórnmálin. Það talar ekki nokkur einasti maður um bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor,“ sagði áhuga- maður um pólitík við mig um daginn. „Það hvílir svo mikill friður yfir þessu öllu saman að maður gæti haldið að flokkarnir hefðu sameinast um að segja ekki neitt sem gæti styggt and- stæðinginn”. Islendingur er steinhættur að tala um aðra flokka, getur bara tjáð sig um kaupfélagið, eins og það ætli í framboð, með teríuna í broddi fylkingar.“ Það var allt of mikið til í þessu hjá áhugamanninum vini mínum, og varð til þess að ég settist niður kvöld eitt og íhugaði stöðuna. Eins og sannur fræðimaður þá notaði ég útilokunaraðferð Gröss, og sá fljótt að það voru þrjú fyrirbæri í akureyrskri póli- tík sem bæri að rannsaka nánar. Gamall baráttumaður fyrir auknum réttindum hestamanna, svo og þeirra sem eiga rollu- skjátur og búa í bæjarlandinu, hefur nú þegar látið þau boð út ganga að hann ætli ekki lengur að sameina vinstri menn, þar sem sameiningarflokkurinn hef- ur sundrast. Eftir því sem hægt er að ráða af málgagni íhalds- manna, fslendingi, mun Sjálf- stæðisflokkurinn ekki bjóða fram í vor. Þetta byggi ég á 7. tölublaði íslendings (frá 18. febrúar), en þar segir í grein á forsíðu blaðsins: „Þegar litið er til þessara fjögurra áætlana, sem gerðar hafa verið af bæjarstjórn og verkefni þau og markmið sem sjálfstæðismenn settu sér fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar, sést að verulegur hluti þeirra verkefna, sem þar voru sett fram hafa orðið að veruleika. Mál hafa fengið farsæla úrlausn á kjörtímabilinu . . .“ Sem sagt: Sjálfstæðisflokkur- inn var í minnihluta á yfirstand- andi kjörtímabili, en öll hans mál hafa hlotið farsæla úrlausn, orðið að veruleika. Af þessu leiðir að hans er ekki lengur þörf - það sjá aðrir um að fram- kvæma stefnu hans. Hvað er að gera með flokk sem sker sig ekki betur úr en þetta? Annað mál varð til þess að sannfæra mig enn betur um rétt- mæti þess sem undan var sagt. í grein í íslendingi þann 15. apríl s.l. segir Gísli, oddviti íhalds- manna, Jónsson: . . . „En frá því að sigurinn mikli vannst 1974, hafa vinstri flokkarnir í bænum sameinast gegn Sjálf- stæðismönnum og þannig reynt að gera áhrif stærsta flokksins sem minnst á gang bæjarmál- anna. Þetta eru ólýðræðisleg vinnubrögð.“ Aftur fletti ég í fræðibókum, svellþykkum, og komst eftir nokkurn lestur að eftirfarandi niðurstöðu: 1. Áður hafa Sjálf- stæðismenn komist að því að öll þeirra áhugamál hafi náð fram að ganga. 2. Lýðræðislega myndaður meirihluti er ekki ó- lýðræðislegt fyrirbæri. 3. Gísli hefur verið búinn að stein- gleyma því sem stóð í íslendingi fimmtudaginn 18. febrúar. Síðasta fyrirbærið sem ég rannsakaði er e.t.v. mun merki- legra en hin tvö. Þannig er mál með vexti að frændi minn er flat- fættur, en það er ættgengur skrambi og hefur valdið mörg- um af mínum nánustu miklum vandræðum. Þessi flatfætti frændi minn missti það upp úr sér í síma fyrr í vetur að hann, og fleiri sem líkt er ástatt fyrir, hefðu stofnað félag. Flatfótur heitir það. Ástæðan fyrir því að þeir stofnuðu félagið var sú að bæjaryfirvöld hafa ekki sinnt þeim nógu mikið á umliðnum árum og sagði frændi minn að í rauninni hefðu flatfættir menn verið kúgaðir árum saman. „Við eigum okkur sameiginlegan reynsluheim sem þú og aðrir með heilbrigðan fót skiljið ekki. Það er þessi reynsluheimur sem þjappar okkur saman og við munum í krafti atkvæðanna koma flatfættum manni í bæjar- stjórn. Þá munt þú sjá miklar breytingar, breytingar sem munu hafa áhrif á líf hvers og eins í bænum. Við höfum líka ákveðið að allir sem eru yfir 187,5 cm. á hæð, rauðhærðir og með útistandandi eyru, geti fengið aukaaðild að Flatfót. Þetta er fólk sem svo sannarlega á sinn eiginn reynsluheim og þarf að koma á framfæri sínum áhugamálum," sagði þessi frændi minn í símann. Eftir því sem ég kemst næst hélt hann áfram í eina tvo tíma, en ég sofn- aði einhvern tíma á fyrstu 20 mínútunum. „Krummi“ AKUREYRARBÆR Námskeið fyrir aldraða Fyrirhugað er námskeið að Löngumýri í Skagafirði 10. maí - 21. maí. Kennslugreinar: Bókband, hnýtingar, glermálun o.fl. Allar upplýsingar í síma 25880. Félagsmálstofnun Akureyrar. Stórkostlegt úrval " af sumarfatnaði \ ,LI Smekkbuxur, 5litir verökr. 449- Jakkar, 3liiir verðkr.295- A m w L' i-:: lK w '■og Dömu-og herraskyrtur meöMaó-kraga og venjulegum margirlitir, verðfrákr.269- Einnig ziljum við benda á að hjá okkurereittmesta buxnaúrval sem um getur Norðanlands, bæðiádömurogherra (líka stórnúmer34,36 og 38). ^ Sendum ipostkröfu. Skipagötu 5 Akureyri Sími22150 //V______I ad kaupa nýjan Skoda Nonni litli þarf ekki einu sinni að bijóta baukinn sinn og lána þér, því verðið er aðeins fra66.950kr. og greiðsluskilmálamir eins góoir ___ ____ ______ GanglMkJÍning 1962 og hugsast getur. Enda selst hann grimmt þessa dagana nýi Skódinn og því betra að tryggja sér bíl strax. Skálafell sf. Draupnisgata 4F Akureyri Sími 22255 3tf. apríl 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.