Dagur - 06.05.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Framsókn til framfara
Athygli hefur vakið hversu dauf stjórnmála-
baráttan hefur verið fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingarnar sem fram fara eftir rösklega hálfan
mánuð. Þetta á ekki síst við um Akureyri.
Nærtæk skýring er sú, að bæjarbúar séu til-
tölulega ánægðir með þá þróun sem orðið hef-
ur á síðasta kjörtímabili. Fjárhagsstaða bæjar-
ins hefur verið góð, mikið hefur verið fram-
kvæmt þrátt fyrir mikinn fjármögnunarkostn-
að, atvinna hefur verið næg til þessa þrátt fyrir
stöðugar hrakspár — eða í stuttu máli: Vel hef-
ur verið haldið um stjórnartaumana á
Akureyri.
Það er nú einu sinni svo, að sveitarfélög ráða
ekki ýkja miklu um þróun mála á fjölmörgum
mikilsverðum sviðum. Akureyrarbær hefur
t.d. litlu getað ráðið um afkomu fyrirtækja og
uppbyggingarmöguleika þeirra. Akureyrar-
bær hefur litlu getað ráðið um fjárframlög til
sjúkrahússins og margra annarra þátta heil-
brigðis- og félagsmála. Málið er einfaldlega
það, að sveitarfélög ráða ekki nándar nærri
nógu miklu um eigin málefni. Því leggja fram-
sóknarmenn á Akureyri mikla áherslu á það,
að sjálfstæði sveitarfélaga verði aukið og þeim
gert kleift að einbeita sér í ríkara mæli en verið
hefur að framkvæmdum í þágu íbúanna, sem
m.a. gætu stuðlað að aukinni atvinnuupp-
byggingu.
Minnihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar, sem
skipaður er sjálfstæðismönnum, hefur lítið
haft fram að færa varðandi úrbætur í málefn-
um bæjarins. Það er e.t.v. ofur eðlilegt, því
Akureyri hefur verið í örri framþróun, þó ekki
svo að vandamál hafi skapað. Sígándi lukka er
best, segir máltækið og má með sanni segja að
það hafi átt við um málefni Akureyrarbæjar.
Atvinnumálin eru efst á baugi í náinni
framtíð. Gera þarf stórátak svo Akureyri geti
haldið áfram að vaxa sem verið hefur. Fram-
sóknarmenn á Akureyri hafa skapað sér sér-
stöðu í málflutningi um atvinnuuppbyggingu í
framtíðinni. Þeir vilja halda áfram að byggja á
þeim grunni sem þegar er fyrir hendi, en jafn-
framt leita nýrra leiða. Þeir hafna engum
möguleika, en kjósa að vita fyrirfram hvers
konar atvinnuuppbyggingu gæti orðið um að
ræða. Þeir vilja ekki varpa sér alfarið í náðaf-
faðm ríkisins og erlendra auðhringa og beiða1
eins álvers eða svo. Þeir vilja eins og frekast er
kostur vernda vistfræðilega og félagslega
stöðu Eyjafjarðarsvæðisins. Þeir benda á að
álver er ekki eini kosturinn í orkufrekum iðn-
aði. Nefna mætti kísilmálmvinnslu og áburð-
arverksmiðju, svo eitthvað sé nefnt. Mikilvæg-
ast er að taka skynsamlega afstöðu á grund-
velli fullnægjandi upplýsinga, en hafna eng-
um góðum kosti og ráðast heldur ekki í neitt
sem ekki er full rannsakað.
Akureyringar tryggja framtíð sína best með
því að stuðla að aukinni hlutdeild framsóknar-
manna í bæjarstjórn undir kjörorðinu: Fram-
sókn til framfara.
4 - DAGUR - 6. mðí 1982
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir:
Spor afturábak í
jafnréttisbaráttunni
Hvers vegna eiga svo fáar
konur sæti í sveitarstjórnum
og á Alþingi? Margar ástæður
hafa verið nefndar í því sam-
bandi og sýnist sitt hverjum.
Kvennaframboðið á Akureyri
telur að konur fái ekki notið
sín innan annarra pólitískra
flokka og því sé „hreint
kvennaframboð“ eina leiðin
til að auka hlut kvenna í
stjórnmálum. Umrætt fram-
boð telur að konur hafi átt
örðugt uppdráttar vegna of-
ríkis karla, en þau ár sem ég
hef starfað innan stjórnmála-
flokka og í verkalýðshreyf-
ingu á Akureyri hef ég ekki
öðlast þá reynslu. Mér er ekki
heldur kunnugt um að þær
konur, sem skipa efstu sætin í
kvennaframboðinu hafi starf-
að innan stjórnmálaflokka
eða reynt að koma sér og
áhugamálum sínum á fram-
færi á vettvangi þeirra.
„Það er grundvallarmis-
skilningur að hægt sé að fylkja
konum saman til þverpóli-
tískra samtaka um stjórnmál
til lengdar. Kvennalisti kemst
ekki hjá því að taka afstöðu til
pólitískra mála frekar en
stjórnmálaflokkarnir - það er
einfaldlega afleiðing þess að
taka þátt í stjórnmálastarfi.
Og aðstandendur kvennalista
munu þá komast að raun um,
að afstaða til þjóðfélagsmála
ræðst ekki af kynferði og að
mismunandi stjórnmálaskoð-
anir kvenna munu verða vilj-
anum til samstarfs á kyn-
grundvelli yfirsterkari,“ sagði
ESJ íleiðaraTímaris sl. sumar
og ég vil gera orð hans að
mínum.
Eru konur á listum
stjórnmálaflokka
ekki konur?
Tilgangur kvennafram-
boðsins var í upphafi sá einn
að auka hlut kvenna í bæjar-
stjórn á Akureyri. Þær konur
sem töldu þetta vænlegustu
leiðina komu sér saman um
stefnu í bæjarmálum og birtu
framboðslistann. Jafnframt
kom það fram að þær hyggð-
ust aðeins bjóða fram í þetta
eina sinn. Þeirra listi kom
fram fyrstur, en eftir að hinir
stjórnmálaflokkarnir birtu
sína lista kom í ljós að hlutur
kvenna hafði vænkast til
muna frá því sem áður var.
Aldrei þessu vant eru konur
að berjast um sætin í bæjar-
stjórn ... En e.t.v. telja
kvennaframboðskonur að
þær séu ekki að berjast við
konur - samanber ummæli
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
reykvískrar blaðakonu, sem
er framarlega í kvennafram-
boðinu í Reykjavík, en hún
sagði að nú gæfist kjósendum
sá nýi kostur „að kjósa konur
vegna þess að þær eru konur.
Enginn annar framboðslisti
býður upp á slík kjör.“ Sem
sagt: Konur á listum annarra
flokka eru ekki konur heldur
fulltrúar flokkanna. Það er
þungur dómur.
Að mínu mati er kvenna-
framboðið neyðarúrræði, sem
ekki á lengur rétt á sér, þar
sem konur hafa haslað sér völl
innan hinna flokkanna. Það
sýna framboðslistarnir.
Vilji til þess að vinna
saman
En þar með er ekki öll sag-
an sögð. Konur, sem skipa
lista Alþýðubandalagsins í
komandi kosningum buðu
konum, sem skipa aðra fram-
boðslista til viðræðna um al-
mennan fund. Á þeim fundi
skyldu aðeins konur hafa
framsögðu - umræðuefnið:
Konur og stjórnmál.
Enginn hefði orðið hissa ef
þetta boð hefði komið frá
kvennalistanum, því þeirra
aðalmál er að koma sér á
framfæri við kjósendur, sem
eru misjafnlega móttækilegir
fyrir sérstökum „reynslu-
heimi“ kvennanna. Konur á
lista Framsóknarflokksins
töldu ekki ástæðu til að taka
þátt í slíkum fundi. Við höf-
um unnið með körlum í undir-
búningi kosninganna og erum
harla ánægðar með það fyrir-
komulag. Og eitthvað held ég
að hefði sungið í okkur ef
karlar á franiboðslistunum
hefðu tekið þá ákvörðun að
boða til fundar um sinn
„reynsluheim“ án okkar
kvennanna. Tilfellið er að
karlar og konur geta unnið
saman og í dag er fullur vilji til
þess hjá báðum kynjum.
Bæjarfélagið þarfnast
sameinaðra krafta
kynjanna
Ég tel að jafnréttisumræða
undanfarinna ára hafi átt sinn
þátt í því að konur starfa nú í
ríkari mæli innan stjórnmála-
flokkanna og eru jafnframt
tilbúnar að taka við ábyrgðar-
störfum innan þeirra. Konur
hafa lengi verið óánægðar
með sinn hlut í stjórnmálum,
en ég held að við höfum ekki
haft meira við aðra að sakast
en okkur sj álfar í þeim efnum.
Það er mín skoðun að eðlilegt
sé að fólk vinni saman að
áhugamálum sínum, óháð
kyni, aldri, stöðu o.s.frv. í
stjórnmálum sem og annars-
staðar.
Það eru ekki til nein sérmál
kvenna eða sérmál karla, en
það er til bæjarfélag sem þarf
á sameinuðum kröftum kynj-
anna að halda.