Dagur - 06.05.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 06.05.1982, Blaðsíða 9
Mesta áherslu þarf að leggja á atvinnumálin —segir Guðlaug Björnsdótlir, sem skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins á Dalvík í öðru sæti á lista Framsókn- arflokksins á Dalvík til bæjar- stjórnarkosninga í vor er Guðlaug Björnsdóttir hús- móðir, borin og barnfæddur Dalvíkingur. Hún er gift Hilmari Daníelssyni og eiga þau 4 börn á aldrinum 15-22 ára. Hún hefur unnið við verslunar- og bankastörf með húsmóðurstarfinu síðustu árin. Guðlaug hefur ekki verið áður í framboði og því lá beinast við að spyrja: Hvað olli því að þú gafst kost á þér í annað sæti listans sem jafnframt er öruggt sæti í bæjar- stjórn? Já, öruggt segir þú, ég lít nú svo á að aldrei sé neitt öruggt í pólitíkinni frekar en öllu öðru. En þegar komið var til mín og leitað eftir því að ég tæki sæti á listanum, hugsaði ég mig lengi og vel um. Þar sem ég hef undanfarin ár, eða síðan börnin komust á legg, starfað mikið að fé- lagsmálum, setið í nefnd bæjar- stjórnar og með þau kynni af störfum bæjarstjórna, sem ég fékk þegar Hilmar var á kafi í þessum málum, komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta gæti verið bæði þroskandi og á vissan hátt lífsreynsla sem ekki væri ástæða til að kasta frá sér. Síðan verður það að koma í ljós, hvort þetta er þess virði og eða ég manneskja til að takast á við þetta. Sú mikla umræða sem fram hefur farið um kvenréttindi og jafnréttismál og þátttöku kvenna í opinberum störfum hafði líka sitt að segja. Kvenna- framboð sem slíkt er að mínum dómi ekki leiðin til jafnréttis, heldur finnst mér að konur eigi að koma sínum hugðarefnum fram í gegnum hinar hefð- bundnu leiðir, ef hægt er að segja svo. Þó það kosti þær helmingi meiri fyrirhöfn og vinnu en karlmanninn, því það er víst óhjákvæmilegt, þá hefur konan einmitt þrautsegjuna og þolinmæðina sem til þess þarf og þá stendur hún líka fastar fyrir og sterkar en karlmaðurinn. Það kemur líka í ljós sú ánægjulega staðreynd þegar litið er á fram- boðslistana til bæjarstjórnar- kosninga á Dalvík að þar eru konur óvenju fjölmennar. Og sumar í öruggum sætum. Hvaða málefni eru þá hug- leiknust og á hvaða málaflokka telur þú að leggja beri áherslu á, á næsta kjörtímabili? Atvinnumál eru að sjálfsögðu þau mál sem þarf að leggja mesta áherslu á. Til að bærinn okkar haldi áfram að blómgast og mannlíf að dafna, dugir ekki annað en að atvinna sé næg. Það þarf fyrst og fremst að halda utan um þau fyrirtæki sem fyrir Guðlaug Bjömsdóttir eru á staðnum og líka kæmi til greina að hefja athuganir á því hvort hér væri grundvöllur fyrir nýjum atvinnugreinum, t.d. ein- hverskonar iðnaði í tengslum við heita vatnið. Ég álít að bæjarfélög eigi ekki að taka beinan þátt í rekstri fyrirtækja heldur að skapa þeim aðstæður og vinna jarðveginn, halda utan um þau eins og ég sagði hér að framan. Síðan er það mál sem mér er hugleiknast en það er fegrun og snyrting bæjarins. Mikið átak og gott hafa einstak- lingar unnið undanfarin ár, eins og sjá má á þeim fallegu og vel hirtu lóðum sem eru nánast við hvert hús. Aftur á móti þykir mér hlutur bæjarfélagsins sjálfs heldur lakari og á ég þar við opin svæði í bænum. Sum þeirra er búið að skipuleggja og vinna lít- illega að plöntun trjáa, en því miður hefur ekki verið hugsað nógu vel um þetta, hvað sem veldur. Ýmsum öðrum um- gengnismálum hér í bæ er mjög ábótavant. Það er því einlæg ósk mín að þessum málum verði komið í betra horf. Önnurmál, sem þú viltnefna í bessu sambandi? Ja, þá er kannski í beinu fram- haldi af fegrun bæjarins væri ekki úr vegi að hugsa sér að byggja hér upp ferðamannaað- stöðu. Það kallar að sjálfsögðu á margt sem vantar hér í dag, svo sem tjaldstæði með snyrtiað- stöðu, stærri og betri sundlaug en þá sem nú er í notkun. En bygging sundlaugar hefur verið í brennidepli og mun því máli áreiðanlega verða hraðað eftir föngum. Og vel gæti ég hugsað mér að vinna að því á allan hátt að vekja athygli á bænum okkar. láta vita af því að við séum til hér á Dalvík. Við höfum nefnilega upp á margt að bjóða þegar að er gáð. Ekki má gleyma hinum ýmsu félagasamtökum hér í bæ sem vert er að veita stuðning til hagsbóta fyrir mannlífið á staðnum. Ertu bjartsýn á úrslit kosning- anna? Hæfilega bjartsýn eins og fram kemur í upphafi. En því getur sá kjósandi treyst, sem gefur okkur B-lista frambjóð- endum atkvæði sitt og stuðlar að því að þriðji maður okkar nái kjöri, að við erum tilbúin nú sem áður að vinna að framþróun og bættum lífsskilyrðum fólksins á Dalvík. Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf. veröur haldinn á kaffistofu frystihúss félagsins, mánudaginn 17. maí nk. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. Aukning hlutafjár. Stjórnin. HliðB 1. Gulldansinn 2. Hverersinnar gæfusmi6ur 1. Verðbolguvögguvisa 2. Sí&asta haiiö 3. Frostrósir 4. Bnmana 5. Ríma 6. Takiöeftlrmér 6. Veita iiö - trommur Björgvin Guðmundsson - gitar, raddir GuSmundur Þór Ásmundsson - hljómborö, söngur, raddir Ragnar Jörundsson - söngur, mddir, ásláttur Marino Bjömsson - bassl, gltar, raddir ÍUimUTGAFAN Aðalfundur Iðnaðarmannafélags Akureyrar árið 1982 veröur haldinn í Lóni laugardaginn 8.maí nk. kl. 14.00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kynning á Efnaverksmiðjunni Sjöfn og fram- leiðslu hennar. Allir iðnaðarmenn velkomnir. Stjórn Iðnaðarmannafélags Akureyrar. Vorum að taka upp: Óbleyjað léreft. Indversk bómullarefni, nýja liti. Röndótt efni. Furulitað í gluggatjöld. Dúkaplast. Smávörur. $ Eigum til mikið úrval af bað- handklæðum, verð frá kr. 35.00. Nýkomið í bamadeild: Sumarstakkar, stærðir 110-170. Trimmgallar, stærðir 80 -110. Bómullarpeysur, velurpeysur. Burðarúmspokar. Bleyjupokar. Buxur, flauel og gallaefni. Sumarhattar. Sundföt. 6. maí 1982 - DAGUR — 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.