Dagur - 06.05.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 06.05.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, fímmtudagur 6. maí 1982 RAFGEYMAR í BfUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Mikið átak í malbikun gatna á undanförnum árum: Malbik á tæpa sex kílómetra í sumar Sóknarnefnd og byggingar- nefnd Glerárkirkju hefur ósk- að þess að bygginganefnd út- hluti lóð undir kirkju á Neðriás í Glerárhverfi. A fundi í bygginganefnd var lagt til við bæjarráð að sóknar- nefnd verði úthlutað lóð undir kirkju á umræddum stað, innan þcss svæðis scm skipulagsnefnd afmarkaði á fundi í desember 1979. Lóðarstærð og lóðarmörk verða ákveðin nánar þegar teikn- ingar og skipulag lóðar liggur fyrir. Blanda samþykkt Nú er búið að samþykkja að ráðist verði í virkjun Blöndu. Þetta er stór áfangi og mikið fagnaðarefni fyrir Norðlend- inga, enda má segja að nú sé lokið 20 ára baráttu þeirra fyrir stórri virkjun í kjördæminu, þannig að eðlilcg skilyrði sköp- uðust fyrir iðnaðaruppbygg- ingu. I samþykkt atvinnumálanefnd- ar Alþingis segir svo: „Blöndu- virkjun verði næsta meiri háttar vatnsaflsvirkjun. Miðlun umfram 220 Gl. veröi ekki aukin fyrr en nauðsyn ber til vegna raforku- kerfisins. Vcrði ágreiningur um aukna miðlun skal honum skotið til Alþingis að fenginni tillögu ríkisstjórnar . . . Verði þörf fyrir aukna vatnsmiðlun í 400 Gl. síðar skal Alþingi úrskurða í málinu ef ekki næst fullt samkomulag hags- munaaðila. Eðlilegt virðist að fela Landsvirkjun að meta þörfina fyrir hina auknu vatnsmiðlun en lagt er til að samið verði við Landsvirkjun um framkvæmdir". Nú er búið að ákveða hvaða götur á Akureyri verða malbik- aðar. Alls verða samt. 5.615 metrar af malbiki lagðir á tutt- ugu götur í bænum. Tæpir átta þúsund fermetrar af malbiki verða lagðir á gangstéttar. Þeg- ar þessum framkvæmdum Iýk- ur verður búið að leggja rúm- lega 12 km af malbiki á Akur- eyri síðan 1978. Það ár var búið að malbika 60.3 km á Akureyri en í haust er áætlað að búið verði að leggja malbik á 72 km. Að sögn Sigurðar Óla Brynj- ólfssonar bæjarfulltrúa, er raun- hæft að tala um að ljúka malbikun allra gatna á Akureyri á næstu tveimur árum. Eftirfarandi er áætlað að mal- bika í sumar: Þingvallastræti 500 m, Beykilundur210m, Brálundur 120 m, Eikarlundur 390 m, Lerki- lundur 490 m, Reynilundur 160 m, Stóragerði 330 m, Gilsbakka- vegur 220 m, Oddagata 240 m, Aðalstræti 240 m, Spítalavegur 420 m, Steinahlíð 160 m, Sunnu- hlíð 65 m, Austursíða 340 m, Bugðusíða 410 m, Keilusíða 120 m, Kjalarsíða 125 m, Miðsíða 690 m, Núpasíða 225 m og Þverasíða 160 m. Gangstéttir: Skarðshlíð 4.200 fm, Fosshlð 560 fm, Teigar- síða 630 fm, Þórunnarstræti 1.360 fm og ýmsar aðrar gangstéttar 1.230 fm. í sumar er áætlað að endur- byggja Hafnarstræti frá ráðhús- torgi að Kaupangsstræti, en í ný- byggingum gatna og holræsa er eftirfarandi áætlað: Jörvabyggð 195 fm, þyrping 1 við Vestursíðu 150 m, Dalsbraut (hluti norðan Þingv.str.) 600 m, holræsi með- fram Hörgárbraut 210 m, holræsi að húsum við Háhlíð 45 m, Þing- vallastræti frá Skógarlundi að Glerárbrú og Hlíðarbraut að Glerárbrú 500 m. Það kemur fram í tillögunum að áætlaður kostnaður við ýmsar framkvæmdir á vegum bæjarverk- fræðings er áætlaður kr. 18.510.000. Nánar tiltekið skipt- ast útgjöldin þannig: Endurbygg- ing gatna kr. 1.150.00, nýbygging gatna og holræsa kr. 3.170.000, brú á Glerá á Hlíðarbraut kr. 2.840.000, malbikun gatna kr. 6.720.000, malbikun gangstétta kr. 960.000, þjóðvegur í þéttbýli kr. 2.600.000 og ýmis verk kr. 1.070.000. Beðið eftirstrætó? Mynd: -gk. Iðnaðardeild SÍS bauð ellilífeyrisþegum vinnu Iönaðardeild SIS sendi fyrir skömmu öllum þeim sem hafa starfaö hjá deildinni, og eru farnir að fá ellilífeyrir, bréf þar sem þeim var boðin vinna hjá deildinni. I boði var starf við snyrtingu lóðarinnar og fl. um- hverfis verksmiðjubyggingar- nar á Gleráreyrum. Þegar Dag- ur ræddi við Júlíus Thorarensen formann starfsmannafélagsins í gær, kom fram að átta hafa sótt um starf og fengið það, en hátt á annað hundrað fengu bréf. „Hugmyndin fæddist hjá stjórn starfsmannafélagsins og við létum stjórn Iðnaðardeildarinnar vita. Henni leist vel á hugmyndina og sendi viðkomandi aðilum bréf“, sagði Júlíus. „Nokkrir ellilífeyris- þegar voru byrjaðir að vinna þeg- ar hretið skall á og urðu því að hætta í bili. Ég á von á að fleiri muni láta frá sér heyra og vilji fá vinnu hjá deildinni". Júlíus sagði að til væru væru margir sem væru hættir að vinna, komnir á ellilífeyri, en hefðu nær óskerta starfsorku. „Þeir þurfa að hafa eitthvað við að vera í stað þess að sitja heima“, sagði Júlíus. „Þetta tilboð Iðnaðardeildarinnar er bundið við sumarið, en maður veit aldrei hvernig þetta kann að þróast. Það fólk sem sem nú þegar hefur hafið störf er mjög ánægt með þetta framtak Iðnaðardeild- arinnar og ég tel að önnur fyrir- tæki geti tekið sér hana til fyrir- myndar hvað þetta varðar a.m.k.“. Það kom fram í spjallinu við Júlíus að félagar í starfsmannafé- lagi verksmiðjanna hafa gert ým- islegt fyrir gamla starfsmenn, sem eru komnir á ellilífeyri og hættir að vinna. Þeir hafa t.d. unnið ým- islegt fyrir þá og sagði Júlíus að þetta starf mætti e.t.v.nefna „heimilishjálp“. „Við höfum mál- að fyrir þá, veggfóðrað, lagað vatnslagnir og fleira mætti telja“, sagði Júlíus að lokum. Ný brú yfir Glerá: Lægsta tilboðið var f rá ÝR hf. Þrjú tilboö bárust í smíði brúar yfír Glerá við Hlíðarbraut. Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði frá Ýr hf. og fól bæjarverkfræðingi, í samráði við bæjarstjóra, að semja við fyrirtækið um verkið. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 2.458.00, en tilboð Ýr hljóð- aði upp á kr. 2.047.481, Norður- verk hf. bauð kr. 2.289.155 og Aðalgeir og Viðar hf. bauð kr. 2.745.000. I L-'JL J ra ST -»—> fi iji —J gjL II < é Uu # Grund seld Samkvæmt þeím upplýsing- um sem bárust S&S til eyrna í gær er búið að selja Grund II í Eyjafirði. Það fylgdi sögunni að tveir bræður á Akureyri hefðu keypt jörðina. # Viljaselja pylsur í miðbænum Hvorki fleiri né færri en átta aðilar vildu fá leyfi bæjaryfir- valda til sölu á pylsum úr vagni á miðbæjarsvæðinu. Umsækjendur voru: Bjarni Bjarnason, Bjarni Ingvars- son, Hannes Haraldsson, Óskar Hjaltalín, Sæmundur Pálsson og Viðar Vaidimars- son. Hermann Arason og Al- freð Almarsson sóttu saman um ieyfi og sömu sögu er að segja um þau Hinrik Þórhalls- son og Ernu Norðdahl. Meiri- hluti bæjarráðs lagði til að veítt yrðu tvö leyfi til pylsu- sölu úr vagni og á bæjar- stjórnarfundi urðu þeir Bjarni Bjarnason og Óskar Hjaltalín fyrir valinu. # Björtframtíð Það verður ekkert slor að ganga svangur um miðbæinn í sumar. Menn geta keypt sér pylsur úr tveimur þar til gerð- um pylsuvögnum og ef það nægir ekki er röðin komin að hamborgurunum. Kóka-borg- arar opnuðu á dögunum og Tomma-borgarar eru í þann veginn að opna og hægt er að kaupa pylsur og hamborgara i nokkrum sjoppum í mið- bænum. # Aðþakkafyrir sig Það er ekki heiglum hent að læra að þakka fyrir sig og má hiklaust fullyrða að íslending- ar séu aftarlega á merinni í þessari grein. Þeir taka öllu sem sjálfsögðum hlut og það heyrist hvorki hósti né stuna þótt náunginn geri þeim stór- greiða. Sem beturfereru þótil gleðilegar undantekningar. A sínum tfma sagði Dagur frá starfsfræðsludegi í Glerár- skóla og fóru m.a. tveir starfs- menn Dags og kynntu nem- endum sfn störf. Á dögunum barst þeim eftirfarandi bréf: „Stjórn Foreldrafélags Gler- árskóla vill með bréfi þessu þakka fyrir framlag þitt til starfsfræðsludagsins, sem haldinn var í skóianum fimmtudaginn 19. mars si. Aimenn ánægja er ríkjandi með daginn, sem ekki síst byggist á þætti þeirra sem sátu fyrir svörum og veittu upplýsingar um störf sín. Með bestu kveðju, stjórn Foreldra- félags Glerárskóla.“ Þegar S&S var sýnt þetta bréf þá hlýnaði því um hjartarætur, enda nýkomið úr bænum þar sem það heimsótti nokkrar stofnanir, fulltrúa, verslanir og fleiri sem mættu læra ögn í þeirri list að þakka fyrir sig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.