Dagur - 06.05.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 06.05.1982, Blaðsíða 3
Stjórn sjúkrahúss Siglufjarðar um „reglugerð um flokkun sjúkrahúsa": „Meiriháttar áfall fyrir heil- brigðisþjónustuna í Siglufirði" „Stjórn sjúkrahúss Siglufjarðar mótmælir þeirri tilhögun í drögum að „reglugerð um flokkun sjúkrahúsa“, að sjúkrahús Siglufjarðar verði flokkað undir hjúkrunar- og endurhæfingarheimili, sem er vistheimili fyrir sjúklinga sem búið er að sjúkdómsgreina en þarfnast meðferðar sem hægt er að veita utan sjúkrahúsa. Ef tillit er tekið til núverandi starf- semi sjúkrahússins lítum við svo á að sjúkrahús Siglufjarðar hefði átt að flokkast undir „al- mennt sjúkrahús" og veita alla þá þjónustu sem nú er veitt og helst meiri, en ekki skerða það sem þegar er til staðar. Ef af þessu yrði væri þetta meirihátt- ar áfall fyrir heilbrigðisþjón- ustu í Siglufirði og það öryggi sem Siglfirðingar og sjómenn á fiskveiðiflotanum fyrir Norður- landi hafa að þessu leyti undan- farna áratugi, en yrði ekki leng- ur fyrir hendi,“ segir í ályktun sem stjórn sjúkrahúss Siglu- fjarðar gerði fyrir skömmu og sendi landssambandi sjúkra- húsa og heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. Stjórninni hafði borist drög að reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, þar sem kemur m.a. fram að sjúkrahús Siglu- fjarðar verði ekki lengur al- mennt sjúkrahús heldur aðeins „hjúkrunar- og endurhæfingar- heimili.“ Síðan segir í ályktuninni: „Ef litið er á tölur um starfs- mannahald sjúkrahúss Siglufjarð- ar er ljóst að eina breytingin í starfsmannahaldi sjúkrahússins yrði sú að staða sérfræðings í skurðlækningum yrði lögð niður. Við þá breytingu myndu sjúkra- flutningar héðan stóraukast og nýting á leguplássum sjúkrahúss Siglufjarðar minnka, en hún hef- ur verið 85-90% undanfarin ár. Þetta hefði aftur á móti í för með sér mikla fjölgun legudaga á svæðissjúkrahúsum sem nú í dag eru 100% nýtt að því okkur er tjáð. Siglufjörður býr við mjög erfið- ar samgöngur að vetrarlagi. Eina færa leiðin með veikt og slasað fólk að vetrarlagi er flugleiðis. Það er alkunna að það getur orðið ófært dögum saman frá Siglufirði vegna óveðurs og þar við bætist að flugvöllurinn er aðeins opinn nokkra tíma á dag í skammdeg- inu. Það að ætla sér til dæmis að flytja konu í barnsnauð landleið- ina um hávetur (til Akureyrar eða Sauðárkróks) er augljóslega ekki hvorki forsvaranlegt né fram- kvæmanlegt af þeim sem til þekkja. Öllum er ljóst að það eru ekki menn sem þekkja til stað- hátta hér sem samið hafa þessa reglugerð. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þá aðstöðu sem sjúkrahús Siglufjarðar hefur nú yfir að ráða og má segja að sú að- staða væri einungis svipur hjá sjón ef ekki hefðu komið til stórkost- legar gjafir ýmissa Siglfirðinga og líkmarfélaga hér í bæ. Siglfirðing- ar hafa alltaf vitað og gera það enn að forsenda fyrir byggð í Siglufirði er góð heilbrigðisþjón- usta. Þegar eyðileggja á með einu pennastriki áratuga starf áhuga- samra og óeigingjarna Siglfirð- inga, þá hljótum við að mótmæla kröftuglega. Samkvæmt því sem áður hefur verið sagt gerum við þá „kröfu“ að sjúkrahús Siglufjarðar verði flokkað undir „almennt sjúkra- hús“ í þeirri reglugerð er hér um ræðir. Við hljótum að heita á alla þá sem koma til með að leggja blessun sína yfir þessa reglugerð að taka tillit til röksemda okkar.“ GRÁLÚÐA Á DALVÍK Dalvík 2. maí. Þegar flestir vor- og sumarboð- ar bregðast og vetur konungur gengur aftur í garð er það einn árviss vorboði sem ekki bregst. Það er blessuð grálúðan. Tog- arinn Björgúlfur kom að landi sl. fimmtudagskvöld með full- fermi af grálúðu - 204 tonn eftir átta daga útivist. í gærkvöldi kom togarinn Björgvin að landi með svipað magn. Að sögn sjómannanna liggur allur togaraflotin yfir grálúðunni - meira segja þeir sem eiga að vera á þorskveiðum. Ástæðan er sú að HÓLAVATN: Innritun er hafin Innritun í sumarbúðirnar að Hólavatni er nú hafin og fer fram á skrifstofu sumarbúð- anna kl. 6-7 e.h. á mánudögum og miðvikudögum í Kristni- boðshúsinu Zion, niðri, gengið inn að sunnan. Fyrsti dvalarflokkúr verður fyrir drengi 8-10 ára og fer hann að Hólavatni 9. júní og verður til 23. júní. Annar flokkur verður fyrir stúlkur 8-10 ára frá 30. júní til 14. júlí. Þriðji flokkur verður fyrir stúlkur 10 ára og eldri frá 20. júlí til 3. ágúst. Fjórði flokkur verður frá 5. ágúst til 19. ágúst fyrir drengi 10 ára og eldri. Alls verðá því 4 flokkar að Hólavatni í sumar og dvalartími hvers flokks 14 dagar. Dvalargjald á dag er kr. 130.00. Listi Fram- sóknarmanna á Raufarhöfn Búið er að leggja fram framboðs- lista framsóknarmanna á Raufar- höfn. Listann skipa: 1. Þórarinn Stefánsson stýrimaður, 2. Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri, 3. Sig- ríður Þorsteinsdóttir húsmóðir 4. Þorgeir Ólafsson byggingafull- trúi, 5. Jónas Pálsson sjómaður, 6. Sigrún Guðnadóttir húsmóðir, 7. Helgi Hólmsteinsson skip- stjóri, 8. Stefanía Snorradóttir húsmóðir, 9. Guðni Oddgeirsson verkstjóri og 10. Björn Hólm- steinsson oddviti. ekki er þorskbita að fá úr sjó, eins og menn orða það. Það verður því nóg að gera í frystihúsum landsins á næstunni. Grálúðuna er aðeins hægt að frysta þannig að nokkuð að nokkuð vandamál skapast hjá minni frystihúsum, sem að öllu jöfnu setja hluta aflans í salt og skreið. En menn þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af aukinni skreið- arverkun á meðan. Á föstudagskvöldið fór Dísar- fellið frá bryggju með fullfermi af skreið og hausum. Alls var þetta um 425 tonn sem er að verð- mæti nálagt átta milljónum króna. Meirihluti farmsins var hausar og hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að það væri hægt að gera verðmæti úr þorsk- hausum? Annars eru menn hér ekki ánægðir með þá ákvörðun bankayfirvalda að stöðva fyrir- greiðslu vegna umræddra afurða. Verkendur hér telja þessa ákvörðun ekki rétta, þar sem nú fer i hönd verkun skreiðar fyrir Ítalíumarkað, sem cr allsendis ólíkur markaðnum í Nígeríu. AG. Hvorki er forsvaranlegt né framkvæmdanlegt að flytja konu í barnsnauð landleiðina til Akureyrar eða Sauðárkróks um hávetur - segir efnislega í ályktun stjórnar sjúkrahúss Siglufjarðar. Orlof aldraðra að Löngumýri Þeir ellilífeyrisþegar skipta nú mörgum hundruðum sem sótt hafa námskeið þau og orlofs- dvalir að Löngumýri í Skaga- firði, sem Þjóðkirkjan skipu- leggur í samvinnu við félags- málastofnanir Reykjavíkur, Kópavogs og Akureyrar og reyndar fleiri aðila. í ár hefst sumarstarfið 10. maí og verður þá eitt hinna vinsælu námskeiða til undirbúnings elliár- um. Kenntverðurbókband,hnýt- ingar, glermálun en þar að auki verða fyrirlestrar og sýnikennsla um ýmis efni sem varða aldrað fólk. Námskeiðið er í hálfan mán- uð og opið öllum. Orlofsdvalir hefjast síðan og skiptast þannig: Flokkar Reykvíkinga: 24. maí - 4. júní 3. júIí-25. júlí 26. júlí - 6. ágúst 29. ágúst-3. sept. Akureyringar og Kópavogsbú- ar eiga forgang í flokknum 9.-20. ágúst, Skagfirðingar og aðrir 14. júní-25. júní. Síðar í haust verða væntanlega fleiri námskeið að Löngumýri. Margrét Jónsdóttir að Löngumýri veitir þessu starfi forstöðu og veit- ir allar nánari upplýsingar (sími 95-6116), svo og Félagsstarf eldri borgara að Norðurbrún 1 í Reykjavík, sími 86960 og Félags- málastofnanir Kópavogs og Akureyrar. Nýlega hefur verið tekið í notk- un mjög falleg og hentug heima- vistarbygging að Löngumýri, gjöf þeirra Ingibjargar Jóhannsdóttur og Bjargar Jóhannesdóttur sem lengi veittu staðnum og skóla for- stöðu. Margskonar starf fer fram að Löngumýri auk starfsins fyrir aldraða. M.a. verða þar tvær er- lendar ráðstefnur í sumar, ýmis mannamót á vegum kirkjunnar og fleira, enda aðstaða aðlaðandi og staðurinn í þjóðbraut og stutt í sundlaug og ýmsa merkisstaði. Sporthú^idj HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Sporthúydh, HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 6. maí 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.