Dagur - 11.05.1982, Síða 7

Dagur - 11.05.1982, Síða 7
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri: Vel í stakk búnir til átaka ef ytri skilyrði eru hagstæð Á aðalfundinum flutti Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, ítarlega skýrslu um rekstur og stöðu félagsins. Margt af þeim upplýsingum koma fram ann- arsstaðar hér I opnunni. í lok skýrslu sinnar ræddi Valur m.a. hið efnahagslega umhverfí, sem við lifum og hrærumst í og sagði: „Þegar litið er til fjármuna- myndunar ársins verður að segja, að hún hafi verið viðunandi mið- að við allar aðstæður. Fjármuna- myndunin var álíka mikil og fjár- Valur Amþórsson festingar ársins, en auk þess feng- ust svo til þeirra langtímalán og Innlánsdeild og stofnsjóðir hækk- uðu. Fjármunamyndunin og hækkun þessara þátta, langtíma- lána, Innlánsdeildar og stofn- sjóða, dugir þó ekki til þess ein- ungis að mæta vaxandi reksturs- fjárþörf í verðbólgunni, þannig að við þurfum á síauknu aðfengnu rekstursfé að halda, að svo miklu leyti sem það er fáanlegt, og þá á þeim gífurlegu vöxtum sem fyrir það þarf að greiða. Vaxtahalli fyrirtækisins í heild var mikill á ár- inu, en var nánast enginn fyrir nokkrum árum síðan og verð- bólgan er því að grafa undan rekstursmöguleikum félags okkar, hún dregur úr möguleik- um til aukinna umsvifa, hún dreg- ur úr möguleikum til uppbygging- ar og hún rýrir rekstursafkomuna. Eftir verðbólgu síðasta árs og undangenginna ára er því staðan sú, að miklum erfiðleikum er bundið að koma í höfn þeim fjár- festingaverkefnum, sem verið er að vinna að og sem við blasa. Þörf virðist vera fyrir það að draga saman seglin og svigrúm er ekki fyrir auknar launagreiðslur, nema þær fari beint út í verðlagið. Verðbólgan grefur því undan rekstursmöguleikum Kaupfélags Eyfirðinga á öllum sviðum á sama hátt eins og hún smám saman er að sjúga þróttinn úr íslensku efnahagslífi. smám saman er að sjúga þróttinn úr íslensku efnahagslífi. Þótt ég vilji síður en svo vera með barlómstal eftir að við höfum lokið rekstursárinu 1981 með til- tölulega góðum árangri, er ekki því að leyna, að talsvert virðist hafa syrt í álinn varðandi rekst- ursskilyrðin framundan og þá fyrst og fremst af þeim sökum, að útlit er fyrir áframhaldandi verð- bólguþróun. Sparifjármyndun er nánast engin í þjóðfélaginu um þessar mundir. Bankakerfið er fjármagnslaust og getur ekki auk- ið útlán sín til atvinnufyrirtækj- anna. Þvert á móti virðast bank- arnir þurfa að draga inn lánsfé. Þjóðartekjur á mann uxu aðeins um 0,4% á síðasta ári og hafa nán- ast staðið í stað á undanförnum 3 árum. Þegar sleppt er áli, kísilgúr og málmblendi dró úr framleiðslu á iðnaðarvörum til útflutnings á síðasta ári um 3,5%. Vöruskipta- halli gagnvart útlöndum var 1% af þjóðarframleiðslu á síðasta ári og er það í fyrsta skipti síðan 1977 að orðið hefur vöruskiptahalli við útlönd. Halli var á viðskiptajöfn- uði við útlönd um 5% af vergri þjóðarframleiðslu á árinu. Land- búnaðarframleiðsla minnkaði um 3% og verðmæti sjávarflans á föstu verðlagi er talið hafa minnk- að um 2,2% á árinu 1981. Loðnu- istofninn er hruninn í bili og sömuleiðis skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu og saltfiskmarkaðir þrengri. Gæru- og skinnamarkað- ir eru erfiðir og dilkakjötsfram- leiðslan of mikil. Þrátt fyrir allar þessar aðstæður er nú blásið til átaka á vinnumark- aði. Öllum má þó ljóst vera, að rauntekjur geta ekki aukist nema með aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Hægt er að greiða fleiri verðbólgukrónur í laun, en þær auka ekki rauntekjurnar. Þær draga hinsvegar máttinn úr atvinnufyrirtækjunum og atvinnulífinu í heild. Út af fyrir sig má skilja mjög vel afstöðu þess lágtekjufólks í þjóðfélaginu, sem býr með nakta launataxta án yfir- vinnu, bónusgreiðslna eða upp- mælingar. Því finnst eðlilega sinn hlutur skarður samanborið við sólbrennda sjónvarps-, vídeó- og bílakaupendur, sem eiga ekki svo lítinn þátt í viðskiptahalla lands- ins á síðasta ári. En margföld reynsla er fyrir því, að kröfugerð lágtekjufólksins, sem vissulega er vel rökstudd frá sanngirnis- og jafnréttissjónarmiðum í þjóðfé- laginu, er notuð sem grundvöllur fyrir allsherjar uppreikningi launataxta allra stétta í þjóðfélag- inu, þannig að árangurinn verður aukin verðbólga, rýrnun kaup- máttar og lágtekjufólkið situr eftir með sárt ennið. Sjálfvirkar víxlhækkanir kaupgjalds og verð- lags með tilheyrandi verðbólgu eru sennilega verstu óvinir launa- fólksins í raun, þótt Iaunafólk eigi erfitt með að yfirgefa gamlar kennisetningar um nauðsyn vísi- tölubindingar kaupgjalds og verðlags. Þessi vísitölubinding viðheldur verðbólgunni. Verð- bólgan framkallar óhjákvæmilega háa vexti. Verðbólgan og hávext- irnir hafa framkallað nýja tekju- skiptingu í þjóðfélaginu. Spari- fjáreigendur, sem væntanlega er fremur betur hafandi fólk í þjóð- félaginu, fá meira í sinn hlut en launafólkið, og þá ekki síst unga fólkið með lánaþunga á nýlegu íbúðarhúsnæði, ber minna úr býtum. Hagsmunum þessa fólks ætti að vera best þjónað með því að takmarka í verulegum mæli vísitölubindingu kaupgjalds og verðlags, með því að slá niður verðbólguna þannig að vaxtakjör geti lækkað, þannig að atvinnulíf- ið geti aftur haft svigrúm til upp- byggingar og atvinnusköpunar og aukið svigrúm fyrir launagreiðsl- ur. Þetta eru einföld sanmndi, sem öllum ættu að vera ljós, en það þarf mikinn kjark til að rífa sig út úr ýmsum þeim kennisetn- ingum sem menn hafa tileinkað sér varðandi stjórn kaupgjalds- og verðlagsmála í landinu. Hitt er ljóst, að þörf er sáttmála milli stétta og hagsmunasamtaka í þjóðfélaginu þar sem hlutur hinna verst settu sé leiðréttur aðrir gefi eitthvað eftir. Komið verði í veg fyrir meiriháttar átök á vinnu- markaði og stöðvun atvinnulífs- ins, en stöðvun þess myndi að sjálfsögðu draga úr möguleikum á því að bæta rauntekjur í landinu. Mér er ljóst vegna kunnugleika míns á stöðu atvinnufyrirtækja víðsvegar um landið, að stöðvun atvinnulífsins nú gæti riðið greiðslustöðu margra fyrirtækja að fullu. Stöðvist hjól atvinnulífs- ins hér á þessu svæði á næstunni má Ijóst vera, að þýðingarmiklar framkvæmdir stöðvast og fara ekki í gang aftur á næstunni. Þýð- ingarmikil fyrirtæki á svæðinu búa við svo þrönga greiðslustöðu, að verði stöðvun á framleiðslu og greiðsluflæði er ekki fyrirsjáan- legt, hvernig hægt verður að koma þeim rekstri í gang aftur, nema þá að segiin um leið verði dregin saman verulega. Þetta vil ég segja hér og nú, en e.t.v. er óþarfi að ég sé að segja þetta. Mönnum er þetta e.t.v. ljósara en ég hefi gert mér grein fyrir. Ég hef þetta ekki lengra en vil lýsa þeirri von minni, að sanngjamir menn í þjóðfélaginu geti náð höndum saman um lausn kjaramála á þann hátt, að ekki komi til stöðvunar atvinnulífsins með þeim hörmu- legu afleiðingum, sem slíkt myndi hafa við ríkjandi aðstæður í atvinnulífinu og í þjóðarbúskapn- um í heild. Takist hins vegar að draga úr verðbólgu og halda hjólum atvinnulífsins gangandi er ég bjartsýnn á að fljótlega batni hag- ur lands og þjóðar, þá komi betri tíð með blóm í haga. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta stöðu atvinnufyrirtækja en þau þurfa svigrúm og tíma til að nota þann bætta rekstursgrundvöll, til að styrkja stöðu sína og byggja sig upp. Kaupfélag Eyfirðinga hafði fremur gott ár á síðasta ári. Efna- hagur þess er traustur. í starfsemi þess hefur þróast öflugur vaxtar- broddur til eflingar eytfirskum byggðum, íslensku samvinnu- starfi og íslensku efnahagslífi. Fái kaupfélagið að búa við sæmilega hagstæð ytri skilyrði er það vel í stakk búið til áframhaldandi átaka til eflingar landi og lýð. Vonandi má því auðnast að gegna áfram þessu þýðingarmikla hlut- verki sínu.“ Styrkir menningarsjóðs Á fundi sínum 5. maí ákvað stjórn Menningarsjóðs KEA eftirfar- andi styrkveitingar: Myndlistar- skólinn á Akureyri 15 þúsund krónur til áhalda- og tækjakaupa, Ferðafélagið Hörgur 5 þúsund krónur til endurbyggingar gamla bæjarins að Baugaseli í Barkár- dal, Einar Kr. Einarsson Akur- eyri 15 þúsund krónur til náms í klassiskum gítarleik, Héraðs- skjalasafn Svarfdæla 15 þúsund krónur til uppbyggingar safnsins, Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðar- dal 5 þúsund krónur til kvik- myndagerðar um marsinn, en þessi dans hefur varðveist þar í dal, Leikklúbburinn Saga á Ákur- eyri 15 þúsund krónur til starf- semi sinnar og Hjálparsveit skáta fékk 15 þúsund krónur til endur- nýjunar á fjarskiptabúnaði. Sam- tals nema styrkirnir 90 þúsund krónum. Fyrirhugaðar framkvæmdir Miklar fjárfestingar voru hjá félaginu á árinu eins og annars staðar kemur fram og námu þær samtals 24,5 milljónum króna. Stærsta fjárfestingin á Akureyri var vegna nýrrar brauðgerðar í gömlu mjólkur- stöðinni í Grófargili, en utan Akureyrar var mest fjárfest í viðbyggingu og tækjum frysti- hússins í Hrísey. Helstu framkvæmdir sem fyrir- hugaðar eru á þessu ári eru við dagvöruverslunina í Sunnuhlíð á Akureyri, vegna viðbyggingar við sláturhús og frágangs á nýju hús- næði véladeildar, við þjónustu- miðstöð á Grenivík, frystigeymsl- ur kjötiðnaðarstöðvar og áfram- haldandi framkvæmdir við frysti- húsið í Hrísey. Samþykkt hefur verið að framkvæma fyrir 17 milljónir á þessu ári. Nokkur stór verkefni eru framundan og eru þau helstu stórverslun í miðbæ Akureyrar, verslunarhús á Dalvík, stækkun á Hótel KEA, svo að eitthvað sé nefnt. Stjómarkjör Á leið í mat á Hótel KEA. Úr stjórn Kaupfélags Eyfirðinga áttu að ganga Jón Hjálmarsson, Villingadal og Gísli Konráðsson, Akureyri. Gíslivarendurkjörinn, en í stað Jóns, sem baðst undan endurkjöri, var kjörinn Sigurður Jósepsson, Torfufelli. En í hans stað, sem varamaður í stjórnina, var kjörinn Jóhannes Geir Sigur- geirsson, Öngulsstöðum. Hilmar Daníelsson, Dalvík, var endur- kjörinn endurskoðandi og Jón Helgason, Akureyri, sem vara- endurskoðandi. Jóhannes Sig- valdason, Akureyri, var kjörinn í stjórn Menningarsjóðs KEA til 2ja ára í stað Jóhannesar Óla Sæmundssonar sem lést í byrjun þessa árs. Varamenn í stjórn Menningarsjóðs voru kjörnir Guðríður Eiríksdóttir, Akureyri, og Hólmfríður Jónsdóttir, fyrrv. menntask. kennari. Loks var lýst kjöri 19 fulltrúa á aðalfund Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. 11. máí 1982 - DAGUR ^7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.