Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 11
Bjartmar Kristjánsson:
Laugalandsskóli verði
menningarmiðstöð
Svo sem kunnugt er hefir Hús-
mæðraskólinn á Syðra-Lauga-
landi ekki starfað hin síðustu
árin. Seinast var skólanum slitið
hinn 16. maí 1975. 38 ára merki-
legu þjóðmenningarstarfi var
lokið á þessum stað.
Ekki veit ég svo gjörla, hve
margar húsmæður hlutu mennt-
un sína í Laugalandsskóla, en
nokkuð mun tala þeirra hafa
verið komin á annað þúsundið.
Má af því ráða, að áhrifa skólans
hafi víða gætt meðal þjóðarinn-
ar.
Það er dapurlegt til þess að
hugsa, að þessi skyldu verða ör-
lög Húsmæðraskólans á Syðra-
Laugalandi, þau sömu og hins
gagnmerka Kvennaskóla, sem
þar stóð á árunum 1877-96
„Tímarnir breytast“ er sagt. Og
víst voru það breyttir tímar sem
ollu því, að húsmæðraskólinn á
Laugalandi og fleiri slíkir skólar
vesluðust upp á þessum árum.
en þetta er í rauninni furðulegt
fyrirbæri. Þegar til þess er
hugsað, hve hátt skólamenntun
er metin hjá þjóðinni- eða svo
mætti sýnast eftir útþenslu
skólakerfisins að dæma- þá sýn-
ist það öfugsnúið, að einmitt
þessir skólar, sem hiklaust má
telja til hinna þýðingarmestu og
bestu skóla landsins, skildu
hljóta þessi örlög.
En þarna mun fyrst og fremst
um að kenna eintrjánungshætti
„kerfisins". í stað þess að breyta
skólunum og sveigja þá til sam-
ræmis við breyttar aðstæður og
viðhorf, var þeim haldið í sama
Það er annars undarlegt, hve
þessi „gáfaða þjóð“ hefir metið
húsmóðurstarfið lítils, a.m.k. á
hinum síðari tímum „Bara
húsmóðir" er sagt um þetta veg-
legasta og þýðingarmesta starf,
barna á því, að svo verði.
Húsmæðraskólann á Syðra-
Laugalandi, svo og aðra niður-
nýdda húsmæðraskóla landsins,
væri því fyllsta ástæða til að
endurreisa, þótt í breyttu formi
farinu, uns allt fór úr reipunum.
Fleira kom að sjálfsögðu til, svo
sem grunnskólalögin, sem gera
ráð fyrir kennslu í matreiðsu og
heimilisfræðum í grunn-skóla-
num. Þá heyrðust líka raddir um
það, að húsmæðraskólarnir
gæfu engin „réttindi". Úr því
hefði þó mátt bæta með „einu
pennastriki“, hefði vilji ráða-
manna verið fyrir því,
sem unnið er í mannlegu samfé-
lagi. Og meðferðin á húsmæðra-
skólunum hefir rækilega undir-
strikað álit og mat samtíðarinn-
ar á þessari stétt.
En þó að margt andstætt sæki
nú að þessari bestu og elskuleg-
ustu stétt þjóðfélagsins, þá
munu nú húsmæður verða áfram
í landi voru, enda veltur bæði
tímanleg og eilíf velferð landsins
væri. En þar sem ég tel, að ekki
þýði að tala um slíka hluti í bráð,
vil ég gera það að tillögu minni
um Laugalandsskóla, að þar
verði komið upp menningarmið-
stöð, þar sem allt þyrfti ekki að
lúta lögmálum „kerfisins".
Þarna mætti hafa námskeið í
hússtjórnar og heimilisfræðum.
Hrafnagilsskóla vantar t.d. alla
aðstöðu til kennslu í matreiðslu.
Með tilkomu nýju brúarinnar
undan Laugalandi væri mögu-
leiki á að nýta húsakynni Hús-
mæðraskólans til þeirra hluta.
Ýmiss konar önnur námskeið
mætti halda þarna, fyrir fólk á
öllum aldri, t.d. garðyrkjunám-
skeið að vorinu. Þá vil ég minna
á, að mjög merkilégri starfsemi
Jóns Sigurgeirssonar skólastjóra
og Úlfs Ragnarssonar læknis,
var úthýst úr skólahúsinu vegna
leigu þess til hitaveitunnar
Ég játa það fúslega, að hug-
myndir mínar um nefnda menn-
ingarmiðstöð eru engan veginn
fullmótaðar og ekki einu sinni
hálfmótaðar. En ég varpa þessu
fram til umhugsunnar fyrir okk-
ur öll, sem ekki látum okkur á
sama standa, hvað gert verður
með húsakynni Laugalands-
skóla í framtíðinni. Látum við
okkur lynda, að Laugalands-
skóli verði algerlega að velli
lagður - í annað sinn? Eða vilj-
um við, að upp af rústum hans
rísi frjálsleg mennta- og menn-
ingarstofnun, er haldi uppi
merki hins liðna, þótt með
nokkuð öðrum hætti sé en áður
var?
28. apríl 1982.
Bjartmar Kristjánsson.
IBUAR
í
GLERARHVERFIS
Frambjóðendur Framsóknarflokksins boða til fundar í
Glerárskóla, miðvikudaginn 12. maí kl. 20.30
AVORP FLYTJA:
• Sigurður Óli Brynjólfsson
• Sigurður Jóhannesson
• Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
• Sigfríður Angantýsdóttir
• Jón Sigurðarson
• Þóra Hjaltadóttir
UMRÆÐUR OG FYRIRSPURNIR
Jón Sigurðarson
FJÖLMENNIÐ OG KYNNIÐ YKKUR
STEFNU FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Ulfhildur Rögnvaldsdóttir
Framsókn
til framfara
Þóra Hjaltadóttir
1 t PA9ÍMB 711 > >