Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 8
ÁGÆTT VÆRIEF FLEIRIGERÐU SÉR GREIN FYRIR ÞÝÐINGU ÞESS AÐ RÉTT SÉ HALDIÐ Á ATVINNUMÁL UNUM — segir Sigurður Jóhannesson, annar maður álista framsóknar- manna við bæjarstjórnarkosningamar 22. maí. væri tilbúinn til stærri átaka þar, ef lögboðin framlög fengjust hækkuð. Haldið hefur verið áfram að fjölga dagvistunum og byggja leikvallahús og byggðar hafa verið íbúðir við dvalar- heimilið Hlíð. Verulegt fjár- magn hefur farið til bygginga leiguíbúða og til Byggingasjóðs verkamanna. Rekstur Stræt- isvagna Akureyrar hefur farið vel af stað og hann bætt úr mik- illi þörf. Þá hefur verið byggt gróðurhús hjá Gróðrarstöðinni og einnig hús í Kjarnaskógi. Malbikunarframkvæmdir hafa oft verið taldar viss mæli- kvarði á getu hverrar bæjar- stjórnar og hefur þessi bæjar- stjórn haldið sæmilega vel á þeim málum. í árslok 1981 var lengd malbikaðra gatna í bæn- um orðin 45,1 km eða 67,9% af gatnakerfinu. Á síðasta 4 ára tímabili hafa verið malbikaðir 21,1 km en gatnakerfið lengdist á sama tíma um 10,2 km. Þessu hefur því miðað verulega vel áfram þótt kröfurnar séu ætíð meiri en það fjármagn sem við höfum tiltækt til að setja í mal- bikunarframkvæmdir. Einnig má nefna að verulega hefur áunnist við endurbyggingu eldri gatna og þeim áfanga nær lokið. Þá eru ótalin fjölmörg stór verk- efni sem eru á vegum annarra stofnana og fyrirtækja í eigu bæjarins, s.s. rafveitu, vatns- veitu, hitaveitu, vélasjóðs, Krossanesverksmiðju og Út- gerðarfélags Akureyringa svo eitthvað sé nefnt.“ Áfram byggist upp bær sem gott er að búa í - Og að lokum? „Framsóknarmenn hafa ætíð unnið að þróun bæjarmála og heill og farsæld Akureyrar svo sem unnt hefur verið á hverjum tíma. Við höfum haft forýstu um samstarf í bæjarstjórn og reynt að leysa sameiginleg verkefni bæjarins eftir leiðum samvinnu, samtaka og félagshyggju og haft að leiðarljósi að dugmiklir ein- staklingar fái að njóta dugnaðar síns og hugmynda. Við viljum að hér geti haldið áfram að byggjast upp bær sem hafi góða félags- lega og menningarlega aðstöðu, þar sem nægjanleg atvinna er fyrir alla, skilyrði til menntunar og uppeldis barna eru góð og að hér sé gott og friðsælt að eyða sínu ævikvöldi.“ Sigurður Jóhannesson tekur á móti Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í Listigarðinum. sl. sumar. félag Eyjafjarðarbyggða hafi þar mjög þýðingarmiklu hlut- verki að gegna. Þar tengjast saman þeir aðilar sem haft geta hvað mest áhrif á þróun nýrra atvinnugreina á Eyjafjarðar- svæðinu, samvinnufélögin og launþegafélögin, ásamt sveitar- stjórnum hér við fjörðinn. Ég vil leggja áherslu á það að þó upp- bygging nýrra atvinnugreina sé sjálfsagt og eðlilegt verkefni er okkur enn meira virði að halda vel utanum og styrkja þann atvinnurekstur sem fyrir hendi er hér í bænum. Atvinnurekstur samvinnumanna hefur verið grundvallarþáttur í uppbygg- ingu bæjarins undanfarna ára- tugi og hefur skapað þann stöð- ugleika sem hér hefur ríkt í þró- un atvinnumála. Ég vil sérstak- lega beina því til stafsfólks Sam- vinnuhreyfingarinnar að það tryggi best varanlega uppbygg- ingu atvinnufyrirtækja hér í bænum með því að auka styrk framsóknarmanna til áhrifa og stefnumótunar í atvinnumálum bæjarins.“ Tekjum varið til framkvæmda í auknum mæli, í stað rekstrar - Það er athyglisvert í stefnu- skrá framsóknamtanna að þeir vilja aukið aðhald m.a. á sviði félagsmála, vilja að notendur dagvistunarþjónustu greiði meira fyrir hana en verið hefur. Hver er hugsunin á bak við þetta, er þetta einhver megin- lína? „í ályktun um félags- og heil- brigðismál segir, að félagslega aðstoð eigi fyrst og fremst að veita til að styðja fólk til sjálfs- Sigurður Jóhannesson. hjálpar og jafna aðstöðu manna til eðlilegrar þátttöku í félags- og atvinnulífi og að beita skuli að- haldi í rekstri dagvistarstofnana og ætlast verði til að notendur j þessarar þjónustu taki aukinn þátt í kostnaði við rekstur hennar. Það er sýnilegt af þróun... fjárhagsáætlunar bæjarins, að æ stærri hluti heildartekna hans fer til að greiða rekstur hinna ýmsu þjónustustofnana, þjónustu sem oft á tíðum nýtist hverjum bæjarbúa mjög misjafnlega. Við greiðum því niður kostnað fyrir vissan hóp bæjarbúa á meðan aðrir eiga ekki kost á að njóta þessarar þjónustu. Hlutverk bæjarfélagsins á að vera að byggja upp aðstöðu fyrir hinar ýmssu þjónustugreinar á sviði félags-, heilbrigðis- og íþrótta- mála t.d., en notendur þessarar þjónustu verða að gera ráð fyrir að greiða sanngjarnan hlut af raunkostnaði við reksturinn. Það er t.d. óeðlilegt að bærinn greiði 70% af rekstrarkostnaði við dagvistun barna á meðan einungis hluti þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda eiga þess kost að koma börnum sín- um þangað. Við þurfum að geta notað stærri hluta af heildartekj- um bæjarins til framkvæmda til þess að koma upp nægjanlegum fjölda dagvistarrýma og ekki íþyngja bæjarsjóði um of við j j rekstur þessara stofnana." Hvað hefur áunnist á kjörtímabilinu? - Þegar kemur að kosningum velta menn því gjarnan fyrir sér hvað áunnist hafí í málefnum ; bæjarins? „Víst hefur margt áunnist á i kjörtímabilinu en eins og eðli- legt er í vaxandi bæjarfélagi eru verkefni ætíð fyrir hendi, sem nauðsynlegt er að vinna að og verður verkefnalistinn vonandi aldrei tæmdur. í þessu sambandi má nefna að haldið hefur verið áfram uppbyggingu grunnskóla bæjarins, auk þess sem fyrsti áfangi hins nýja verkmennta- skóla er nú í byggingu. Tónlist- arskólinn hefur fengið aukið og bætt húsnæði fyrir sína starf- semi. Stórverkefnið á sviði íþrótta- og æskulýðsmála er bygging íþróttahallarinnar og er það verkefni á lokastigi. Þá hef- ur fjármagni verið veitt til áframhaldandi uppbyggingar starfseminnar í Hlíðarfjalli og verið er að byggja tækjageymslu við íþróttavöllinn. Bærino hefur líka staðið við sinn hluta fjár- veitinga til nýja sjúkrahússins og - Hefur orðið einhver stefnu- breyting hjá Framsóknarflokkn- um í einhverjum mikilvægum málum? „Nei, stefna okkar í öllum aðalmálaflokkum er óbreytt. Hún tekur aðeins þeim breyting- um sem eðlilegt er vegna þeirra mála sem efst eru á baugi og tillit til þeirra atriða sem leggja þarf sérstaka áherslu á hverju sinni.“ Atvinnurekstur samvinnumanna hefur verið grundvallar- þáttur og skapað stöðugleika - Nú líta flestir svo á að atvinnu- málin séu mál málanna. Sjálf- stæðismenn heimta stóríðju með það sama, alþýðubandalags- menn hóta verkföllum og erfið- leikum á vinnumarkaði verði þeir ekki kosnir til bæjarstjórnar og þeir vilja eftirláta íhaldinu stóriðjudraumana. Hver er af- staða framsóknarmanna til þess- ara mála? „Atvinnumálin hafa, eins og ég sagði áðan, ætíð verið veiga- mesti þátturinn í stefnuskrá framsóknarmanna hverju sinni og væri ágætt ef fleiri gerðu sér grein fyrir því hversu þýðingar- mikið það er, að rétt og farsæl- lega sé haldið á þeim málum. Það er sjálfsagt að stuðla að því og halda dyrum opnum fyrir nýj- um atvinnugreinum, hvort sem þær heita stóriðja eða eitthvað annað, sem hagkvæmt reynist að stofnsetja hér í bænum eða í nágrannabyggðum, ef við verð- um meira en umsagnaraðilar um þá staðsetningu. Ég er bjartsýnn á að hið nýstofnaða Iðnþróunar- Sigurður Jóhannesson, sem skipar annað sæti á framboðs- lista framsóknarmanna til bæjarstjórnarkosninganna á Ak- ureyri, er fæddur á Akureyri 2. október 1931. Hann er kvæntur Laufeyju Garðarsdóttur frá Felli í Glerárþorpi og eiga þau fjögur börn, Sigríði 26 ára, Laufeyju 23 ára, Sigurð Árna 19 ára og Elínu 11 ára. Að loknu námi i Samvinnuskólanum starfaði Sigurður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga árin 1953 til 1968. Hann var framkvæmdastjóri Bifreiðaverkstæðisins Þórshamars hf. 1968-1979 og aðalfulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga frá 1979. Sigurður var bæjarfulltrúi 1970-1974 og frá 1978 og hefur átt sæti í ýmsum nefndum Akureyrarbæjar frá 1962 um lengri eða skemmri tíma. Formaður stjórnar Rafveitu Akureyrar frá 1974 og formaður stjórnar Tónlistarskólans á Akureyri frá 1973. Hann var varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra 1962-1970 og sat á Alþingi um tíma vorið 1965. hefur gert Akur.eyri að traustu bæjarfélagi með mikla framtíð- armöguleika. Eyjafjarðarsvæð- ið er atvinnuleg heild og verður að skoða atvinnumálin í ljósi þess. Og einnig greinina þar sem segir: Ljóst er að um margskon- ar vanda er að fást í atvinnumál- um Eyjafjarðarsvæðisins. Má að hluta rekja þennan vanda til lé- legrar afkomu fyrirtækja á undanförnum árum, sem eink- um á rætur að rekja til óhag- stæðrar verðþróunar. Því gera framsóknarmenn á Akureyri þá kröfu til stjórnvalda að þau tryggi fyrirtækjum rekstrar- grundvöll sem geri þeim kleift að fjárfesta og auka umsvif sín og þar með atvinnu. Rekstrar- grundvöll útflutnings- og sam- keppnisiðnaðar þarf að leið- rétta, þannig að þessar greinar njóti jafnréttis við aðrar atvinnugreinar.“ - Nú hafa framsóknarmenn á Akureyri lagt fram stefnuskrá sína. Hver eru að þínu mati meginatríði þeirrar stefnuskrár? „Það er ályktun okkar um atvinnumálin sem vegur þyngst í stefnuskrá okkar og raunar sá grunnur sem allar okkar óskir og hugmyndir um stjórn, skipulag og framtíðarmarkmið bæjarfé- lagsins eru byggðar á. Samofnir þættir iðnaðar, byggingarfram- kvæmda, verslunar og annarrar þjónustustarfsemi hafa átt þýð- ingarmesta þáttinn í þeirri þrótt- miklu upbyggingu sem orðið hefur á undanförnum árum. Það er því eðlilegt að atvinnumálin skipi veglegan sess í stefnuskrá framsóknarmanna. Ég vil þó sérstaklega benda á þessar greinar í atvinnumálaályktunni: Óflugt atvinnulíf er undirstaða allra framfara. Þróttmikill rekst- ur samvinnumanna/ einstak- linga og félagsrekstur bæjarbúa Tveir upprennandi myndlistarmenn af Akureyrska skólanum. Hægt að Ijúka námi í myndlist hér — heimsókn í Myndlistarskólann á Akureyri Myndlistarskólinn á Akureyri hóf göngu sína árið 1970 og hefur síðan jafnt og þétt verið að færa út kvíarnar. Fyrst í stað var hann eingöngu starf- ræktur í formi námskeiða í ýmsum greinum myndlistar en fyrir 2 árum tók til starfa fornámsdeild við skólann og jafngildir nám við hana 1. ári í Myndlista- og Handíðaskóla íslands. Næsta vetur tekur framhaldsdeild til starfa og gefur hún þeim sem lokið hafa fornámsdeild, kost á að halda áfram að verða að fullnuma málurum. Af því tilefni leit blaðamaður Dags við uppi á efsta lofti Gler- árgötu 34, þar sem skólinn er til húsa, og framkvæmdi vettvangs- könnun. Helgi Vilberg skólastjóri varð fyrstur á vegi blaðamanns og fóru eftirfarandi orðaskipti á milli þeirra. Blm: - Hvað þarf maður að hafa til brunns að bera til að komast í skólann? H: - Fyrst og fremst áhuga en einnig þarft þú að gangast undir inntökupróf og hafa lokið grunnskólaprófi eða sambæri- legri menntun. Standist þú inn- tökuprófið, er þér leiðin opin inn í fornámsdeild en hennar til- gangur er að veita nemanda list- rænan og tæknilegan undirbún- ing fyrir nám í sérnámsdeildum hér eða í MHÍ. Gengið er út frá þeirri forsendu að hver mis- munandi grein sjónlista eigi sér sameiginlegan grunn. í fornáms- deild eru kennd frumform og hlutateiknun, módel og ana- tomy, fjarvídd, formfræði og myndbygging, lit- og formfræði, málun, listasaga og fagurfræði. Blm: - Hvaða möguleika gefur þá framhaldsdeildin sem ýtt verður úr vör næsta haust? H: - Hún gefur nemendum kost á að ljúka námi í málaralist hér. Hingað til hafa þeir sem á framhaldsnám hyggja þurft að læra í Reykjavík, en næsta haust verður sem sagt hægt að hefja málaranám hér og útskrifast að 3 árum liðnum. í framtíðinni er meiningin hjá okkur að fjölga framhaldsdeildunum þannig að hægt verði að ljúka hér námi á fleiri sviðum myndlistar en málun. Blm: - Hvernig hefur að- sóknin verið að skólanum? H: - Hún hefur verið mjög góð og farið stöðugt batnandi. Við höfum verið með námskeið fyrir börn og unglinga sem alltaf hafa verið vinsæl. Einnig hafa hér verið haldin námskeið fyrir fullorðna í grafík, byggingalist, quilting, myndvefnaði, tau- þrykki og letrun og hefur að- sóknin verið með ágætum. í vet- ur hafa rúml. 200 manns verið í skólanum. Núna eru í fornáms- deildinni 9 nemendur, sem er ágætis stærð á bekk. Að svo mæltu héldu blaða- maður og skólastjóri á vit nem- enda sem rétt í þessu voru að hella upp á og gerðu hlé á vinnu sinni á meðan kaffið var drukkið. Á veggjum kennslu- stofunnar gaf að líta hinar ólík- ustu greinar sjónlista, málverk og myndvefnað, tauþrykk og teikningar en á hillum og borð- um lágu þar til gerð áhöld, penslar, litaspjöld, reglustikur og trönur. Því verður ekki á móti mælt að andrúmsloftið er menningarlegt, og blaðamaður- inn spyr, hvers lags fólk það sé eiginlega sem nemi listir í þessu menningarlega umhverfi. - Hér er fólk á öllum aldri með ólíkustu skoðanir, meðal- aldurinn er 29 ár. Hingað kemur fólk víða að af landinu þó að Ak- ureyringar séu hér í miklum meirihluta, segir einn úr hópn- um og annar bætir við: - Það er áhuginn á myndlist sem samein- ar okkur, hefði maður ekki ódrepandi áhuga á því að búa til myndlist, væri maður ekki að hafa svona mikið fyrir þessu. Ætli maður að ná viðunandi ár- angri, verður maður helst að vinna myrkranna á milli. Að þessu leyti er þetta mjög strang- ur skóli en jafnframt mjög skemmtilegur. Blm: - Ætlið þið að halda áfram í framhaldsdeildinni næsta haust? - Já, alveg örugglega, gellur við í nemendahópnum og einn bætir við: - Fæst okkar hafa tækifæri til að flytjast búferlum til Reykjavíkur og hefðu þá orð- ið að hætta námi, ef þessi mögu- leiki hefði ekki opnast. Þá er það von okkar að í framtíðinni geti skólinn farið út á brautir, sem ekki eru farnar í MHÍ. Æd. dreymir okkur um að stofna hér hönnunardeild með tilliti til iðn- aðarins í bænum e.t.v. í tengsl- um við verksmiðjurnar. Það virðist vera útbreiddur misskiln- ingur að útlit vöru skipti ekki máli og þess vegna sé hagkvæm- ast að framleiða hana á sem ein- faldastan hátt eftir einhverju stöðluðu formi. Líka hefur það viðhorf gilt hjá ráðamönnum þjóðarinnar, að listiðnaður væri ekki einsþjóðhagslega hagnýtur og annar iðnaður og listnám hef- ur á engan hátt verið metið til jafns við hið svokallaða þjóð- hagslega hagnýta nám. Þessu viðhorfi þarf að breyta. Við þurfum ekki að líta lengra en til Finnlands eða Danmerkur til að sjá, að stór hluti útflutnings þessara landa er listiðnaður. Við gerum okkur vonir um að í fram- tíðinni þróist hér á Akureyri iðnaðarframleiðsla, hönnuð á staðnum með sínu eigin svip- móti og verði fyrir þær sakir eftirsótt vara bæði innanlands og til útflutnings’. Þetta er lang- tímamarkmið Myndlistarskól- ans á Akureyri. Og með það lauk blaða- maðurinn úr bollanum og hélt út í hráslagann með hendur í vösum. 8 - DAGUR -11. maí 1982 11. maí 1982-DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.