Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 13
Akureyrarmeistarar Þórs í knattspymu.
Akureyrarmót í knattspyrnu:
Þórsarar sigruðu
Á laugardaginn fór fram
seinni Ieikur í bikarkeppni
KRA og kepptu þar Akureyr-
arfélögin Þór og KA. Fyrri
leik þessara aðila lauk með
jafntefli, eitt mark gegn einu.
Þessi leikur var nokkuð jafn
en það voru Þórsarar sem urðu
sigurvegarar, skoruðu tvö mörk
gegn einu hjá KA.
Þórsarar kusu að leika undan
nokkurri sunnan golu í fyrri
hálfleik og sóttu stanslaust
fyrstu mínúturnar.
Smám saman jafnaðist þó
leikurinn, en sóknir beggja liða
voru ekki beittar þannig að
markmenn fengu lítið að gera.
Á 12,mín kom stungubolti inn
fyrir vörn KA og Aðalsteinn
markmaður hljóp á móti boltan-
um og sóknarmanni hjá KA og
náði að hreinsa frá rétt á vítar-
teigslínu.
Það tókst þó ekki betur til en
það að Þórsari náði boltanum og
sendi hann strax á autt KA
markið en þar tókst einum varn-
armanni KA að verja með hend-
inni og Magnús Jónatansson
dómari dæmdi réttilega víti. Það
var Guðjón sem skoraði örugg-
lega úr vítaspyrnunni og kom
Þór yfir.
Tveimur mínútum síðar var
gróflega brotið á Gunnari Gísla-
syni, rétt utan vítateigS' Þórs og
KA fékk aukaspyrnu, en skotið
var framhjá markinu. Á 35. mín
fengu KA menn hom og Gunnar
Gíslason skallaði að marki Þórs
efst í hægra hornið, en varnar-
manni Þórs tókst að verja.
í síðari hálfleik sóttu KA-
menn heldur meira undan gol-
unni en lítið var um marktæki-
færi. Á 10. mín kom góður bolti
fyrir Þórsmarkið og ennþá var
Gunnar Gíslason á ferðinni og
skallaði beint á Eirík markvörð.
Síðast í leiknum pökkuðu
Þórsarar í vörn og var Halldór
Áskelsson nánast einn í sókn-
inni. Rétt fyrir leikslok tókst
honum að vippa boltanum lag-
lega yfir Aðalstein í KA-mark-
inu og skoraði annað mark Þórs.
KA byrjaði strax með boltann
og eftir aðeins nokkrar sekúnd-
ur lá hann í Þórsmarkinu og um
leið var leikurinn flautaður af og
Þórsarar bikarmeistarar, skor-
uðu tvö mörk gegn einu. Lið
Þórs er skipað ungum leikmönn-
um sem eiga að geta gert góða
hluti í annarri deild, en í KA-lið-
inu eru leikreyndari menn, en
bæði þessi lið eru betri á grasi en
á hörðum malarvelli, í strekk-
ings golu er erfitt að ná upp
góðri knattspyrnu.
Nanna og Elías urðu
Akureyrarmeistarar
Ljósgjafinn
sigraði
Síðasta skíðamót vetrarins
eða vorsins, var haldið í feg-
ursta veðri í Hlíðarfjalli á
sunnudaginn.
Þetta var Akureyrarmót í
svigi, en því móti varð að fresta
fyrr í vetur vegna veðurs. Skíða-
snjór er ennþá nægur í fjallinu
og því voru engin vandkvæði á
því að halda mótið.
Urslit mótsins urðu þessi:
Karlaflokkur:
1. Elías Bjarnason Þór 78.34
Nanna Leifsdóttir og Elías Bjarnason, nýbakaðir Akureyrarmeistarar.
2. Björn Víkingsson Þór 79.95
3. Bjarni Bjarnason Þór 81.07
4. Haukur Jóhannsson KA 81.21
Kvennaflokkur:
1. Nanna Leifsdóttir KA 87.04
2. HrefnaMagnúsdóttirKA
90.16
3. Þóra Úlfarsdóttir Þór 99.83
Körfuknattleiksdeild Þórs
gekkst fyrir firmakeppni í síð-
ustu viku. Keppnin fór þannig
fram, að einn leikmaður lék
fyrir hvert fyrirtæki, og sá féll
úr sem tapaði. Leikið var þar
til annar aðilinn hafði skorað
10 körfur.
Eftir talsverðar sviftingar stóð
Ljósgjafinn s.f. uppi sem sig-
urvegari í þessari keppni, en
fyrir það fyrirtæki keppti Jón
Már Héðinsson. Ljósgjafinn
sigraði Bifreiðaverkstæði Sig-
urðar Valdimarssonar í úrslita-
leik, en fyrir það fyrirtæki keppti
Jóhann Sigurðsson. í þriðja sæti
varð síðan Bílasalan, keppandi
fyrir það fyrirtæki var Valdimar
Júlíusson.
Akureyrarmót í fimleikum:
Þrefalt hjá Stefáni
Á sunnudaginn var haldið
Akureyrarmót í fimleikum í
íþróttahúsinu í Gleráskóla.
Þetta er í fyrsta sinn um
margra ára skeið sem slíkt
mót er haldið hér á Akureyri.
Dómarar keppninnar voru frá
Akureyri og Reykjavík.
Nokkur gróska er nú í þessari
íþrótt og fjöldi unglinga sem
iðkar fimleika. Keppt var í
drengja- og stúlknaflokki óg
urðu helstu úrslit sem hér segir:
DRENGIR
Æflngar á dýnum:
1. Stefán Stefánsson
2. Ingvar Stefánsson
3. Sævar Árnason
Æfingar á tvíslá:
1. Gunnar Hákonarson
2. Stefán Stefánsson
3. Ingvar Stefánsson
Æfíngar á hringjum:
1. Stefán Stefánsson
2. Ingvar Stefánsson
3. Gunnar Hákonarson
Æflngar á hesti:
1. Stefán Stefánsson
2. Ingvar Stefánsson
3. Gunnar Hákonarson
STÚLKUR
Æflngar á tvíslá:
(byrjendaþrep)
1. Friðrika Marteinsdóttir
2. Petra Viðarsdóttir
3. Sigríður Viðarsdóttir
2.-3. þrep
1. Kristín Hilmarsdóttir
2. Hanna Dóra Markúsdóttir
3. Matthea Sigurðardóttir
Gólfæfingar:
2. þrep
1. Petra Viðarsdóttir
2. -3. Arna Sigurðardóttir
2. -3. Sigríður Viðarsdóttir
3. þrep
1. Kristín Hilmarsdóttir
2. Arna Einarsdóttir
2.-4. AMrtthea Sigurðardóttir
3.-4. Hanna Dóra Markúsdóttii
Jafnvægisslá:
2. þrep
1. Anna María ísaksdóttir
2. Arna Einarsdóttir
3. Petra Viðarsdóttir
3. þrep
1. Matthea Sigurðardóttir
2. Hanna Dóra Markúsdóttir
3. Kristín Hilmarsdóttir
Æflngar á hesti:
2. þrep
1. Hildur Sigurbjörnsdóttir
2. Helga Hákonardóttir
3. Marta Hreiðarsdóttir
3. þrep
1. Friðrika Marteinsdóttir
2. Rósa Arnardóttir
3. Björk Pálmadóttir
4. þrep
1. Hanna Dóra Markúsdóttir
2. Kristín Hilmarsdóttir
3. Matthea Sigurðardóttir
11. maí 1982- DAGUR-13