Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 15

Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 15
Aðalfundur Kaupfélags Vopnfirðinga Aðaifundur Kaupfélags Vopn- fírðinga var haldinn laugardag- inn 3. aprfl sl. Þórður Pálsson, formaður félagsins setti fund og flutti skýrslu stjórnar. Jörund- ur Ragnarsson, kaupfélags- stjóri, flutti skýrslu um störf og rekstur félagsins á árinu 1981 og skýrði reikningana sem Iágu fyrir fundinum. Heildarvelta Kaupfélags Vopn- firðinga á árinu 1981 var 48,5 millj. kr. og hafði aukist um 60% milli ára. Fjárfestingar á árinu námu 1,2 millj. kr. og voru þær í minnsta lagi árið 1981 miðað við árin á undan. Niðurstöðutölur efnahagsreiknings voru kr. 32,6 millj. Reksturinn skilaði hagnaði á árinu 1981 sem nam kr. 409 þús. kr. í skýrslu kaupfélagsstjóra kom m.a. fram að vaxtabyrði félagsins er mikil og stæði allri starfsemi félagsins fyrir þrifum. Á fundin- um komu fram áhyggjur bænda vegna þess uggvænlega ástands sem nú ríkir í sölumálum á kinda- kjöti til útlanda. Framkvæmdir á árinu 1982 verða helstar þær að bygginga- vörudeild félagsins verður breytt og stækkuð til muna. Þá mun haf- ist handa við að reisa verkstæðis- hús, þar sem verkstæði félagsins væru öll undir einu þaki. „íslenskar konur mega ekki sitja hjá“ Samband eyfírskra kvenna - SEK- hélt aðalfund sinn þann 1. maí sl. í sambandinu eru 8 kvenfélög norðan Akur- ejyrar og eru félagsmenn 440. A fundinum var einróma sam- þykkt að beina því til bæjar- og sveitarfélaga svæðisins að félags- og heilbrigðisþjónusta við aldr- aða verði stórlega bætt en jafn- framt stuðlað að því að aldraðir geti stundað störf sín og búið á heimilum sínum sem lengst. Það var og samþykkt einróma að beina því til fræðsluyfirvalda og skóla að aukin áhersla yrði lögð á að kynna skaðsemi fíkni- efna í skólum. Loks samþykkti aðalfundur SEK einum rómi hvatningu til allra íslenskra kvenna til að leiða hugann að vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna og hvert stefndi í þeim efnum. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við friðarhreyf- ingar hvarvetna í heiminum og fagnaði því að að hér væri hún einnig að skjóta rótum. „íslensk- ar konur mega ekki sitja þegjandi hjá, þegar framtíð mannkynsins er í slíkri tortímingarhættu, held- ur taka sér stöðu við hlið allra þeirra sem berjast fyrir friði hvar sem er í heiminum" segir að lok- um í ályktuninni. Eyfjörð auglýsir Veiðitímabilið er að hefjast: Úrval af veiðistöngum, Kast- og flugustangir, barnastangasett, flugulínur - silungalínur. Úrvalið af spúnum er alveg ótrúlegt Fluguhjól 11 gerðir, opin spinnhjól 10 gerðir, Ambassador 3 gerðir, lokuð kasthjól 8 gerðir. Litlar blakkir með nylon-trissu, margar stærðir. Olíuluktir margir litir. Verið velkomin. Opið laugardaga frá kl. 10-12. Póstsendum samdægurs. Komið eða hringið. Hjalteyrargata 4, sími 25222, Akureyri. W EYFJÖRÐ Bílasala - Bílaskipti Dodge Aspen árg. 1976, tveggja dyra fallegur bíH, til sölu. Skipti á dýrari framhjóladrifnum bíl æski- leg. Upplýsingar í síma 24243, eftir hádegi. Viðtalstímar frambjóðenda: Frambjóðendur Framsóknarflokksins verða til viðtals á skrifstofunni Hafnarstræti 90, mánudaga til fimmtu- daga kí. 17-19 og 20-22, og á föstudögum kl. 17-19. Komið og spjallið við frambjóð- endur og þiggið kaffiveitingar. Frá grunnskólum Akureyrar Innritun 6 ára barna (fædd 1976), sem ætlað er að sækja forskólanám á næsta skólaári, fer fram í barnaskólum bæjarins miövikudaginn 12. maí nk., kl. 10-12 f.h. Innrita má meö símtali við viðkom- andi skóla. Oddeyrarskóla Barnaskóla Akureyrar Glerárskóla Lundarskóla í síma 22886 ísíma 24172 í síma 22253 í síma 24560 í stórum dráttum verða skólasvæði óbreytt miðað við núverandi skólaár, en í undantekningatilfellum munu skólarnir hafa samband við viðkomandi for- eldra. Á sama tíma þarf að tilkynna um flutning eldri nemenda milli skólasvæða, því að skólarnir þurfa að skipuleggja störf sín með löngum fyrirvara. Verði þeim ekki gert aðvart geta viðkomandi nemendur ekki treyst á skólavist á breyttu skólasvæði. Skólastjórarnir. Utboð Flugmálastjórn ríkisins óskar eftir tilboði í uppsteypu á flugstöðvarbyggingu á Húsavík- urflugvelli. Útboðsverk 2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækniþjón- ustunnar sf., Húsavík og Verkfræðistofu Gunnars Torfasonar, Ármúla 26, Reykjavík, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð skulu hafa borist Tækni- þjónustunni sf., Garðarsbraut 12, Húsavík, eigi síðaren þriðjudaginn 25. maí 1982 kl.11.00. Fyrir hönd Flugmálastjórnar, Tækniþjónustan sf. Við minnum á að utankjörstaðaat- kvæðagreiðslan er hafin. Stuðningsmenn B-listans: Kjósið tímanlega ef þið hafið ekki tök á að kjósa á kjördag. Hafið samband við skrifstofuna ef þið vitið um einhverja stuðningsmenn sem ekki verða heimaákjördag. X Hef opnað tannlæknastofu í Kaupangi við Mýrarveg, vestari álmu, efri hæð. Sími 22226. Viðtalstími eftir samkomulagi. Ingvi Jón Einarsson, tannlæknir. Við minnum á að kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofunni Geisla- götu 9, alla virka daga kl.10-15. Kærufrestur er til 8. maí. Stuðningsmenn y B-listans: Gangið úr skugga um að allir þeir sem rétt hafa til að vera á kjörskrá á Akureyri séu það. Húsvíkingar - Húsvíkingar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins er í Garðar. Opin virka daga kl. 20-22, laugardaga kl. 14-16, sími 41225. Stuðningsmenn, lítlð irm og takið þátt í kosn- ingastarfinu. B-listinn t.<:maí 1982 y DAGUR y 15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.