Dagur - 13.05.1982, Page 1
MIKIÐ
ÚRVAL AF
SKARTGRIPA-
SKRÍNUM
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. árgangur
Akureyri, fimmtudagur 13. maí 1982
51. tölublað
Sólbakur:
Engin
ákvörðun
veríð
tekin
Enn hefur ekkert verið ákveðið
með kaup á nýju skipi fyrir Út-
gerðarfélag Akureyringa.
Þann 31. júlí verður að leggja
Sólbaki EA vegna aldurs.
„Fyrir þann tíma verðum við að
vera búnir að fá okkur skip“,
sagði Gísli Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Ú.A. „Hvaða
skip það verður er alveg óvíst í
dag“.
Aðspurður sagði Gísli, að
menn hefðu rætt um að gera við
Sólbak og leigja skip á meðan, en
talið er að það sé lítið ódýrara að
gera hann upp en að smíða nýtt
skip. „Við verðum að fá nýtt skip
og reynum að gera það á þann
hagsíæðasta hátt sem möguleiki
er á“, sagði Gísli. „Nokkur skip
hafa verið skoðuð. Þessi skip eru
bæði hér á landi og erlendis".
Aðalgeir og
Viðar h.f.
afhenda
íbúðir
í síðustu viku afhenti fyrirtækið
Aðalgeir og Viðar h.f. stjóm
verkamannabústaða sjö nýjar
íbúðir í fjölbýlishúsi við Sunnu-
hlíð. Það var fyrir rúmu ári að
fyrirtækið tók að sér snuði sjö
íbúða af þeim fjörutíu sem fram-
kvæmdir hófust við í fyrra á
vegum stjórnar verkamanna-
bústaða.
íbúðirnar, sem Aðalgeir og
Viðar h.f. eru nú að ljúka við eru
2ja og 3ja herbergja, 50 fm og 90
fm að stærð. Þær verða afhentar
eigendum innan skamms, full-
frágengnar.
Framkvæmdir á kjörtímabilinu:
Malbikaðar götur
hafa lengst um 90%
Malbikaðar götur á Akureyri
hafa lengst um 90% á því kjör-
tímabili sem nú er að Ijúka og
verða yfir 50 km á lengd á þessu
sumri. AUt kjörtímabilið hefur
verið unnið að gatnagerð og nú
er lokið endurbyggingu gatna
og holræsa sem gerðar voru
fyrir 1960. Ný malbikunarstöð
var keypt. Þetta eru helstu
framkvæmdir sem unnið hefur
verið að í gatnagerð á síðasta
kjörtímabili.
Skólamál hafa ekki setið á hak-
anum, því að byggð var ný
kennsluálma við Glerárskóla,
hafin bygging verkmenntaskóla,
húsnæði Tónlistarskólans aukið
og eflt nám á sviði heilsugæslu,
verslunar og myndlistar. Haldið
hefur verið áfram uppbyggingu
dreifikerfis hitaveitunnar og
byggð varakyndistöð og nýr
vatnsjöfnunargeymir hefur verið
reistur fyrir vatnsveituna.
Unnið var við nýju íþróttahöll-
ina fyrir 25 milljónir á kjörtíma-
bilinu, miðað við núgildandi
verðlag, tækjahús voru reist í
Hlíðarfjalli og við íþróttavöllinn,
íþróttafélögin hafa fengið stuðn-
ing bæjarins, trimmbraut og úti-
vistarsvæði í Kjarnaskógi bætt,
lokið hönnun sundlaugar í Gler-
árhverfi og framkvæmdir hefjast í
sumar, svo að eitthvað sé nefnt
varðandi íþrótta- og útivistarmál-
in.
Komið hefur verið í veg fyrir
mengun frá Krossanesverksmiðj-
unni, stöðugt unnið að endurbót-
um hjá Ú.A. og skipulag hafnar-
svæðisins er í fullum gangi.
Dreifikerfi rafveitunnar hefur
verið styrkt og aukið og Akureyr-
ingum hafa verið tryggð áhrif á
uppbyggingu raforkukerfis lands-
ins með sameiningu Landsvirkj-
unar og Laxárvirkjunar.
Reistir hafa verið leikskólar í
Lundarhverfi og Síðuhverfi og
hönnun leikskóla í Þórunnar-
stræti er á lokastigi, auk þess sem
unnið hefur verið að endurbótum
á eldri dagvistum. Reistar hafa
verið 12 íbúðir fyrir aldraða við
Hlíð og unnið að endurbótum í
Skjaldarvík. Á kjörtímabilinu
hafa verið afhentar um 50 íbúðir
samkvæmt lögum um verka-
mannabústaði og yfir 30 eru í
smíðum. Umsóknir liggja fyrir
um smíði 40-50 í viðbót. Þá hafa
verið teknar í notkun 27 leigu- og
söluíbúðir og 19 eru í smíðum og
á lokastigi.
Lokið er nmfangsmiklu deili-
skipulagi miðbæjarins og fram-
kvæmdir hafnar í samræmi við
það. Strætisvagnakerfið hefur
verið endurskipulagt og keyptir
tveir nýir vagnar og ákveðið hefur
verið að kaupa þann þriðja
ígærkvöldi var fundur á vegum Framsóknarfélags Akureyrar í Glerárskóla. Sex efstu menn á lista Framsóknarflokks■
ins fluttu ávörp og svöruðu fyrirspumum. Fundurinn var ágætlega sóttur eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.
Fundarstjóri var Orn Gústafsson. Á innfelldu myndinni er Sigfríður Angantýsdóttir. Mynd: áþ.
Sameigin-
legur
framboðs-
fundur
áKEA
Sameiginlegur framboðsfund-
ur allra lista á Akureyri verður
á Hótel KEA í kvöld klukkan
20,30.
Framsögumenn af hálfu Fram-
sóknarflokksins verða Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir, Sigfríður Ang-
antýsdóttir og Jón Sigurðarson,
en Sigurður Oli Brynjólfsson og
Sigurður Jóhánnesson munu
svara skriflegum fyrirspurnum,
sem leyfðar verða á fundinum.
Á sunnudag klukkan 16 hefst í
sjónvarpinu 2 klst. langur þáttur
með frambjóðendum á Akureyri.
Jóhanna Friðfinnsdóttir, starfsmaður Dags, dró út vinningshafann að
viðstöddum tveim vottum og Ásdísi Árnadóttur, umboðsmanni Sam-
vinnuferða/Landsýnar á Akureyri.
„Ég held ég fái
mér bara sæti“
„Hvað ertu að segja, ég held
ég fái mér bara sæti“, sagði
Kristín Þorláksdóttir er henni
var tilkynnt að hún hefði hlot-
ið aðalvinninginn í Ferðaget-
raun Dags og Samvinnuferða,
ferðavinning að upphæð allt
að 10 þúsund krónum. Geysi-
leg þátttaka var í getrauninni,
en Kristín sem býr að Eskihlíð
6 í Reykjavík var sú heppna
þegar dregið var úr nöfnum
þátttakenda.
„Þetta er óvænt ánægja og ég
vona að ég geti notað þennan
vinning þegar kemur fram á
haustið. Ég er mikil ferðamann-
eskja, hef farið 22 sinnum til út-
landa og komið til 39 eða 40
landa að ég held. Þar af hef ég
farið fimm sinnum með Sam-
vinnuferðum svo að þeir eru víst
farnir að þekkja mig þar.
Kristín er frá Veigastöðum á
Svalbarðsströnd, en flutti til
Reykjavíkur um 1940. Hún
hafði áður tekið stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri,
og á einmitt 50 ára stúdentsaf-
mæli í sumar. „Ég ætla endilega
að reyna að komast norður í júní
og heilsa upp á gamla skólann
minn, og svo sé ég til með utan-
landsferðina“.
Kristín sagðist vera búin að
vera áskrifandi að Degi síðan
1963. „Faðir minn, Þorlákur
Marteinsson var einn af stofn-
endum Dags og sat þar m.a. í
blaðstjórn, en þegar hann dó tók
ég við áskriftinni og hef fengið
Dag síðan“.
Fyrir hönd Dags og Sam-
vinnuferða óskum við Kristínu
til hamingju með vinninginn og
vonum að hún eigi skemmtilega
vinningsferð fyrir höndum. Öll-
um þeim fjölda sem tók þátt í
þessum leik þökkum við einnig
fyrir þeirra hlut.