Dagur - 13.05.1982, Page 4

Dagur - 13.05.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Framkvæmdastefna framsóknarmanna Undir forustu framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar hefur mikið verið framkvæmt. Ekki aðeins á síðasta kjörtímabili, heldur allan síð- asta áratug, en þá var mikil gróska í málefnum Akureyrar og jafnvel svo, að sum árin fjölgaði meira í Akureyrarbæ einum heldur en á öllu höfuðborgarsvæðinu til samans, eins og fram hefur komið í ársskýrslu Framkvæmdastofn- unar ríkisins. Síðasta kjörtímabil var fram- kvæmdastefna framsóknarmanna enn ríkj- andi og eru dæmi þess mörg og glögg. Malbikaðar götur á Akureyri hafa lengst um 90% á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og verða yfir 50 km á lengd á þessu sumri. Allt kjörtímabilið hefur verið unnið að gatnagerð og nú er lokið endurbyggingu gatna og hol- ræsa sem gerðar voru fyrir 1960. Ný malbikun- arstöð var keypt. Þetta eru helstu fram- kvæmdir sem unnið hefur verið að í gatnagerð á síðasta kjörtímabili. Skólamál hafa ekki setið á hakanum, því að byggð var ný kennsluálma við Glerárskóla, hafin bygging verkmenntaskóla, húsnæði Tónlistarskólans aukið og eflt nám á sviði heilsugæslu, verslunar og myndlistar. Haldið hefur verið áfram uppbyggingu dreifikerfis hitaveitunnar og byggð varakyndistöð og nýr vatnsjöfnunargeymir hefur verið reistur fyrir vatnsveituna. Unnið var við nýju íþróttahöllina fyrir 25 milljónir á kjörtímabilinu, miðað við núgild- andi verðlag, tækjahús voru reist í Hlíðarfjalli og við íþróttavöllinn, íþróttafélögin hafa feng- ið stuðning bæjarins, trimmbraut og útivistar- svæði í Kjarnaskógi bætt, lokið hönnun sund- laugar í Glerárhverfi og framkvæmdir hefjast í sumar, svo að eitthvað sé nefnt varðandi íþrótta- og útivistarmálin. Komið hefur verið í veg fyrir mengun frá Krossanesverksmiðjunni, stöðugt unnið að endurbótum hjá Ú.A. og skipulag hafnarsvæð- isins er í fullum gangi. Dreifikerfi rafveitunnar hefur verið styrkt og aukið og Akureyringum hafa verið tryggð áhrif á uppbyggingu raf- orkukerfis landsins með sameiningu Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar. Reistir hafa verið leikskólar í Lundarhverfi og Síðuhverfi og hönnun leikskóla í Þórunnar- stræti er á lokastigi, auk þess sem unnið hefur verið að endurbótum á eldri dagvistum. Reist- ar hafa verið 12 íbúðir fyrir aldraða við Hlíð og unnið að endurbótum í Skjaldarvík. Á kjör- tímabilinu hafa verið afhentar um 50 íbúðir samkvæmt lögum um verkamannabústaði og yfir 30 eru í smíðum. Umsóknir liggja fyrir um smíði 40-50 í viðbót. Þá hafa verið teknar í notkun 27 leigu- og söluíbúðir og 19 eru í smíð- um og á lokastigi. Lokið er umfangsmiklu deiliskipulagi mið- bæjarins og framkvæmdir hafnar í samræmi við það. Strætisvagnakerfið hefur verið endur- skipulagt og keyptir tveir nýir vagnar og ákveðið hefur verið að kaupa þann þriðja Jón Sigurðarson: Akureyri — iðnaðarbær í stefnuskrá framsóknarmanna við komandi bæjarstjórnarkosn- ingar má m.a. lesa eftirfarandi um atvinnumál: „Framsóknarmenn á Akur- eyri telja það höfuðatriði í nýrri sókn í atvinnumálum, að þau fyrirtæki sem þegar eru starf- rækt hér í bæ nái að efla og auka umsvif sín. Bent er á, að enn eru ónýttir fjölþættir möguleikar á aukinni úrneyslu landbúnaðar- og sjáv- arafurða, og má í því sambandi nefna lífefnaiðnað". Ekkert bæjarfélag á landinu er eins háð afkomu iðnaðar og Akureyri. Það er því augljóst hagsmunamál Akureyringa að iðnaður njóti sem bestra rekstr- arskilyrða. Þrátt fyrir hátt- stefndar yfirlýsingar þingmanna og þingmannsefna um nauðsyn þess að efla iðnað, hefur alltof lítið áunnist á undanförnum árum. Hefur þá litlu skipt, hvaða stjórnmálaflokkur hefur verið við völd. Ýmsar álögur eru þyngri á iðnað en aðrar framleiðslugrein- ar. Má þar nefna aðstöðugjald. Fjárfestingalán iðnaðar hafa lengi verið veitt að mestum hluta í erlendum gjaldmiðlum. Af mörgum erlendum aðföngum útflutnings- og samkeppnisiðn- aðar eru greidd innflutnings- gjöld. Af framansögðu leiðir að framleiðslukostnaður er hærri í iðnaði er í fiskvinnslu. Tekjur útflutningsiðnaðar og sam- keppnisaðstaða þess iðnaðar sem seiur framleiðslu sína í beinni samkeppni við tollfrjáls- an innflutning ræðst af gengi ísl. krónunnar. Gengið er miðað við þarfir fiskvinnslunnar eða a.m.k. þann Jón Sigurðarson. fræga 0 punkt. Framsóknar- menn á Akureyri vilja að rekstr- arkjör iðnaðar verði bætt. Um þetta segir í stefnuskrá við kom- andi bæjarstjórnarkosningar: „Rekstrargrundvöll útflutn- ings- og samkeppnisiðnaðar þarf að leiðrétta þannig að þessar greinar njóti jafnréttis við aðrar atvinnugreinar". Atvinnulíf á Akureyri á mikið undir því að réttlætis sé gætt í þessum málum. Bæjarstjórn á Akureyri á að þrýsta á stjórn- völd um leiðréttingu þessara mála. Þegar svo er komið að iðn- fyrirtæki hér í bæ njóta betri rekstrarkjara og fara að skila hagnaði munu þau færa út kví- arnar og auka þar með atvinnu- framboð. Af þeirri iðnaðarhefð sem skapast hefur á Akureyri leiðir, að ýmis skilyrði til stofnunar iðnfyrirtækja eru hér betri en annars staðar. Ræður þar mestu , að hér í bæ má finna dugmeiri iðnaðarmenn og iðnverkafólk en víðast annars staðar. Al- mennur skilningur á þörfum og eðli iðnaðar ríkir hér í bæ. það er því enginn vafi á því að margir þeir sem hafa uppi áform um stofnun nýrra fyrirtækja vildu gjarnan staðsetja þau á Akur- eyri. Til að örva enn þennan áhuga tel ég rétt að nýstofnuð- um fyrirtækjum verði auðveldað að komast yfir byrjunarörðug- leika með skammtíma fyrir- greiðslum t.d. afslætti eða niður- fellingu gjalda til bæjarsjóðs. Slík fyrirgreiðsla yrði bæði fjár- hagslegur og siðferðilegur stuðningur við ný fyrirtæki og mundi skila sér margfaldlega, þegar þessi fyrirtæki væru komin vel á legg. - Fað má aldrei gleymast að höfuðatriði í atvinnuuppbyggingu á Akureyri verður að vera efling þess atvinnulífs sem þegar er til í bænum. * 4-DAGUR-13. maí 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.