Dagur - 14.05.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 14.05.1982, Blaðsíða 3
Ragnheiður Gestsdóttir og Jónas Helgason kennarar í erfiðrí eggjaþraut. Þátttakendur Ólympíuleikanna gengu fylktu liði frá Menntaskólanum niður í íþróttaskemmu. Fyrir skrúðgöngunni fór Sverrir Páll Erlendsson Keppni í limbó var mjög hörð og spennandi. Hér er Tómas Ingi Oirich, konrector, í þahn mund að „falla,,. kennari. „Litlir 01ympíuleikar“ skemmtu sér konunglega. Ljósmyndari Dags, KGA, var að sjálfsögðu mættur á staðinn og eru meðfylgjandi myndir ár- angur dvalar hans þar. Hinrik Þórhallsson íþróttakennari og „Meistari Tryggvi“ Gíslason leggja á ráðin i knattspyrnuleiknum. Tryggvi var dómari í öllum íþróttagreinunum og iá ekki á liði hans ef illa gekk hjá kennurum. „Litlu Ólympíuleikarnir“ eru árviss viðburður í Menntaskól- anum hér á Akureyri. Þá etja kappi nemendur sjöttabekkjar U og kennarar skólans í ýmsum greinum íþrótta, knattspymu, körfuknattleik, bendu, limbó, glímu og reiptogi svo eitthvað sé nefnt. Á föstudaginn var keppni þessi háð í Iþróttaskemmunni fyrir fullu húsi áhorfenda sem Snjólaug Bragadóttir: Hægt að ,,sanna“ allt með tölum Margs erum við vísari eftir Eld- húsdagsumræður í útvarpinu eins og fyrri daginn. Þarna komu þeir hver af öðrum þessir snill- ingar sem við höfum falið forsjá okkar og útskýrðu hvernig gangi. Einn tjáir okkur að nú sé því miður allt á hraðari niðurleið en nokkru sinni fyrr. Maðurinn skýrir þetta svo vel og styður með tölum að um okkur fer svartnættishrollur. Síðan kemur annar og færir prýðileg rök fyrir því að aldrei hafi annað eins verið gert fyrir okkur, og við njótum þess mesta og besta á öllum sviðum. Auðvitað notar hann einnig heilmikið af tölum, og við hljótum að sjá að þetta er laukrétt. Prósetur eða milljónir ljúga varla, svartartölur á hvítu blaði. En það er skrítið hvernig tveir menn geta fjallað að því er virð- ist af sérþekkingu um málið með tölum en fengið þó gjörólíka niðurstöðu. Rétt nýlega var verið að túlka afkomu saltverksmiðjunnar og var hún ýmist 14% í mínus eða 25% í plús, eftir því hvernig fa- rið var með tölurnar. Vonandi að mennirnir skilji sjálfir hvað þeir eru að gera en afkoma verk- smiðjunnar er eins, hvað sem allar tölur segja. Jæja. En eftir Eldhúsdagsum- ræðurnar á dögunum þar sem maður fékk skammta af upp og niður lýsingu um afkomu okkar á þjóðarskútunni, datt mér í hug saga sem ég las einhvern tíma í eldgömlu Urvali, en er því mið- ur búinn að gleyma í smáat- riðum. Hún var um mann sem sannaði svart á hvítu að hann ynni ekki einn einasta dag ársins. Auðvitað gerði hann það með tölum og hvernig sem farið var yfir útreikningana stóðust þeir fullkomlega. Munurinn var bara sá að maðurinn sjálfur og allir aðrir vissu vel að hann vann heilmikið yfir árið. Ætli flestir kannist ekki við auglýsingar um undra apparöt og efni sem nota á í bíla til að spara bensín. XÍZ á að spara allt að 25% og NNN í bensínið allt að 30%. Kannski 10% með nokkrum dropum af þessu og önnur 10% með litlum bauk af hinu. Svona má halda talsvert áfram. Auk þess var hann Ómar okkar allra að leiðbeina í sjón- varpinu ekki'alls fyrir löngu um hvernig ætti að aka til þess að spara einhver kynstur af bens- íni. Hann ætti að vita það, sem hefur komist lengst allra lands- manna á einhverri hungurlús af þessum dýru dropum. Hugsum okkur að við söfnum saman öllu þessu dóti í einn venjulegan bíl og ökum þar að auki eins og Ómar. Samkvæmt samlagningu á blaði ætti bíllinn þá að vera farinn að framleiða bensín, - eða hvað? - með meira en 100% sparnaði. Með svona reiknisaðferðum ætti okkur hérna á íslandi ekki að verða skotaskuld úr því að sanna á blaði að allar tekjur okk- ar fari í ríkishítina og vel það. Byrjum bara á 40% í skatta og 23,5% í söluskatt, a.m.k. erþað staðreynd. Ríkiðfær70% afbíl- um sem við kaupum og annað eins af bensíninu. Þá eru tollar af öllu sem við kaupum, og allt tóbakið og áfengið. Hvað fá raf- magnsveiturnar mörg prósent, sjónvarpið og sinfóníuhljóm- sveitin, og allt hitt? Þó ég hafi þessar tölur ekki á reiðum hönd- um í prósentum, hlýtur að sjást auðveldlega ef lagt er saman að ríkið fær a.m.k. 200% af tekjun- um okkar. Vissulega eru öll þessi dæmi stórlega ýkt og þegar í upphafi gengið út frá röngum forsendum við reikninginn. Maðurinn í Úrvalssögunni byrjaði t.d. á því að reikna út hvað hann svæfi marga tíma á ári og breyta því í vinnudaga. En séu rangfærsl- urnar dálítið minna áberandi, er þá ekki hægt að fá okkur venju- lega fólki til að trúa hverju sem er, þegar það er „sannað“ með tölum? En frá hringavitleysunni, og fáum einn notalegan frá börnun- um. „Mamma, vilt þú moka all- an snjóinn svo sumarið geti komið.“ - Einhver vandkvæði voru á því hjá mömmunni, sem reyndi að útskýra að veðrið væri líklega eitthvað bilað, en þó kæmi nú sumarið bráðum. Sú litla íhug- aði þetta svolítið en uppljóm- aði svo í framan: „Eigum við ekki bara að hafa jól á meðan . . .“ 14. maí 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.