Dagur - 14.05.1982, Blaðsíða 5
Magnús Ólafsson:
Björn Sigurbjörnsson skólastjóri,
form. USAH. og framkvæmda-
stjóri Húnavökunnar fylgist ræki-
lega með öllu sem fram fer
V^*‘uU
Um sumarmálin ár hvert er blás-
ið til Húnavöku. Flykkjast þá
ungir sem aldnir æá hinar marg-
breytilegu samkomur sem boðið
er upp á og fullyrða má að þar
finni allir eitthvað við sitt hæfi.
í gömlum heimildum er þess
getið að þá fyrst var rætt um að
koma á skemmtisamkomu með
fjölbreyttri skemmtiskrá þótti
mönnum rétt að sá mannfagn-
aður stæði í viku, sem brúð-
kaupsfagnaður að fornum sið,
en þar fóru fram margskonar
þjóðlegir leikir. En þótt þessi
fræðslu og skemmtivaka Hún-
vetninga hafi verið með nokkuð
öðrum hætti og þjónað nokkuð
öðrum tilgangi eru mörg dæmi
um það að á Húnavöku hittast
ungmenni í fyrsta sinn, en
bindast
böndum sem
eigi rofna.
Húnavaka hefur verið haldin
síðan 1948. Að vísu féll hún
niður árið 1949 vegna samkomu-
banns í héraðinu, en síðan hefur
hún verið haldin árlega. Það er
Ungmennasamband Austur-
Húnvetninga sem hafði for-
göngu fyrir fyrstu Húnavökunni
og síðan hefur sambandið haft
veg og vanda af þessari árshátíð.
Síðan koma fjölmörg félög og
félagasamtök til liðs við Ung-
mennasambandið til þess að
gera Vökuna sem fjölbreyttasta,
menningarlegasta og skemmti-
legasta.
Það hafa margvíslegar breyt-
ingar átt sér stað í þjóðfélaginu á
þeim hálfa fjórða áratug, sem
liðinn er síðan Húnavaka var
fyrst haldin. Vissulega hafa ýms-
ar breytingar einnig átt sér stað á
efni og uppsetningu Húnavök-
unnar, en enn skipar hún vegleg-
an sess í húnvetnsku félags og
Dansinn dunar og hér dansa menn Óla skans af innlifun.
menningarlífi,
sem væri snöggtum
fátæklegra ef Húnavaka
leggðist af.
Ymsir halda því fram að
Húnavakan sé ekki nema svipur
hjá sjón miðað við það sem áður
var. Ef grannt er skoðað kemur
þó sitthvað annað í ljós. T.d. eru
málverkasýningar og eða aðrar
myndlistasýningar orðinn fastur
liður á Húnavöku, skemmtanir
fyrir börn og unglinga orðnar
fjölbreyttari en fyrr og þannig
mætti fleira telja. Hitt er hins
vegar staðreynd að kröfur fólks-
ins eru nú allar aðrar og meiri en
fyrrum og nú er mun meira um
að vera allan ársins hring. Þar er
mikil breyting frá því sem var í
árdaga Húnavökunnar. Þá var
vart um aðra skemmtun að ræða
allan veturinn.
Fjölmargir eru þeir sem leggja
sitt af mörkum til þess að gera
Vökuna sem fjölbreyttasta. Þar
stíga líka margir sín fyrstu og
jafnvel einu spor á leiksviði og
margir eru þeir, sem leggja nótt
við dag í æfingar og annan undir-
búning. Lauslega talið mun á
fjórða hundrað manns hafa
komið fram á leiksviðinu í Fél-
agsheimilinu á Blönduósi um
síðustu Húnavöku og stundum
hefur þessi tala verið enn hærri.
Þá eru þeir fjölmargir ótaldir
sem standa á bakvið, en vinna
margir hverjir eigi minna starf
og r^unar ómetanlegt við undir-
búning.
Ungmennasambandið gefur
út ritið Húnavöku og berst það
leseiidum sínum um Húnavöku
ár hvert. Það hefur nú komið út
samfellt í 22 ár. Þar birtast frá-
sagnir, sögur og ljóð eftir Hún-
vetninga og áhergla er lögð á að
varðveita þar þjóðlegan fróð-
leik, sem að öðrum kosti er hætt
við að falli í gleymsku. Þá er þar
árlega birtur ýtarlegur hún-
vetnskur fréttaannáll yfir helstu
atburði liðins árs og getið er allra
Húnvetninga, sem látast ár
hvert. Ritið er nú um 240 síður
að stærð og prýtt fjölda mynda.
Nú er unnið að endurútgáfu
elstu árganga ntsins, sem löngu
eru uppseldir.
Magnús Ólafsson.
Þeir eru ekki allir háir í loftinu sem dansa á Húnavöku. Síöustu árin hefur
dansleikur fyrir yngstu borgarana verið fastur liöur á Húnavöku. Þar er
opið hús, aðgangur ókeypis og hljómsveitin spilar á fullu. Sonur Björns
Ungmennasambandsformanns er rúmlega ársgamall og dansar hér af inn-
lifun.
Jón Karlsson heitir þessi velskeggjaði maður. Lengur en nokkur annar
hefur hann annast miðasölu á dagskráratriði Húnavökunnar og hefur vart
fallið dagur úr að Jón hafi ekki mætt í miðasölunni þau rúm 30 ár sem liöin
eru síðan Húnavaka var fyrst haldin. Við hlið Jóns situr Stefán gjaldkeri
Ungmennasambandsins.
'i34i maí 1982-riyAGUR'T'5