Dagur - 14.05.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 14.05.1982, Blaðsíða 7
14. maí 1982 - DAGUR - 7 Og það vildi svo til að ég var í stjórn Búnaðarfélagsins þegar þessar vélar voru keyptar og er ég þakklátur fyrir að hafa getað á þennan hátt látið gott af mér leiða. Það er gaman að hafa upp- lifað allar þær breytingar sem orðið hafa á kjörum fólks frá því sem áður var, þessa þróun frá því allt var unnið með hand- verkfærum þar til allt er orðið svona vélvætt eins og nú er. Þá er ekki síður ánægjulegt að fylgjast með þróun mennta- mála. Nú getur hver sá sem kær- ir sig um hlotið menntun. Eins er gott til þess að vita að enginn líði skort lengur. Ég bjó aldrei f neinni fátækt og hafði alltaf nóg að borða en ég vissi um fólk sem svoleiðis var ekki ástatt með. í Svarfaðardalnum var maður ekki var við að fólk hefði ekki nóg að borða og ég held að þar hafi sjávargagnið ráðið úrslit- um. Ég held að af hverjum bæ hafi einhver stundað sjósókn einhvern hluta árs og efnameiri bændur áttu gjarnan bát. Mannlífið En hefur ekki mannlífið og hugsunarháttur fólks tekið stakkaskiptum? - Jú, auðvitað hefur hann gert það, en þó ekki svo mikið. Ungt fólk undi sér við það sama og nú. Skíðaferðir voru vinsælar í mínu ungdæmi ekki síður en nú og skautaferðir ekki síður. Við fórum gjarnan mörg saman á skauta og mér finnst eins og hér áður hafi svellalögin verið meiri og árvissari en nú. Heimilislífið var náttúrulega allt öðruvísi þá en nú. Pá var mun fleira fólk í heimili og meira að gerast á bæj- unum. Eg ólst t.d. upp við kvöldvökur þar sem fólkið sat við vinnu sína og einn annað- hvort las sögur eða kvað rímur. Afi minn sálugi var afskaplega góður upplesari og kveðskap- armaður og fór m.a.s. á aðra bæi til að lesa upp eða kveða. Nú er það sjónvarpið og útvarpið sem hafa tekið við og er það ósköp eðlilegt. Ég er ekki frá því að nú lesi hver einstaklingur meira en í mínu ungdæmi en nú les fólk annars konar efni. Hér áður las maður fornsögurnar og þótt svo margt ljótt væri í þeim þá held ég að þær hafi bara verið gott lestr- arefni fyrir unglingana og sjálf- sagt miklu betra en þetta létt- meti sem nú er sótt svo mikið í. Svo man ég að þær bækur sem voru að koma út á þessum árum þóttu kærkomið lestrarefni, t.d. Sögur herlæknisins og Capitola. Ég held að málkennd ungling- anna hafi þroskast mjög veru- lega með lestri þessara bóka. Ég verð að játa það að þegar ég tala við unglinga núorðið þá þekki ég ekki sum orðin sem þau hafa á takteinum. Það er náttúrulega eðlilegt að málið breytist en ég er ekki sáttur við það að allt sé tekið gott og gilt. Ég held nú samt að unga kynslóðin eigi eftir aþ; sýna það og sanna að hún stendur engan veginn að baki þeirri sem á undan gekk. Það sem ég hef kynnst af félagsmál- um unga fólksins hefur sýnt mér að það hefur vilja og getu til að verða að gagni. Þess vegna lít ég björtum augum á framtíð þjóð- arinnar. Hvað um heimsmálin Manm virðast vera margar blik- ur á lofti sem geta leitt af sér óhamingju og jafnvel frekar nú en nokkurn tíma áður. Það er að vísu ekki stríð nema á at'mörk- uðum stöðum í heiminum en það virðist vera svo mikill stríðs- undirbúningur að maður getur venð í vafa um hvort ekki kemur til átaka. En það getur bjargast ef heimurinn eignast þá menn sem hafa hjartalag og skynsemi til að afstvra áföllum. - Það er ekki hægt annað en að líta það heldur dapurlega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.