Dagur - 14.05.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 14.05.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 14. maí 1982 gömlum áiið 1968 Spakur öldungur Hafís lá úti fyrir Nordurlandi um langt skeið seinni part vetrar. 9. apríl barst Degi eftir- farandi bréf frá Þórshöfn: „Gamall maður einn hcr eystra spáði fyrir veðurfari svo ná- kvæmlega veturinn 1966 að ekki skeikaði um hálfan dag. Nú hefur hann spáð því, að það komi bati fyrir alvöru hinn 26. apríl. Segist hann lesa það í Vetrarbrautinni og hafa numið þau fræði af föður sínum að lesa veður af himintunglum“. Vcðurstofunni væri fengur í svona mönnum. Bjarndýr 22. maí er þessi frétt í Degi: „Síðustu daga hafa litlar breyt- ingar orðið á hafisnum hér við land, enda hægviðri. ísinn er kominn suður fyrir land allt á móts við Skeiðarársand. Aust- fírðir eru flestir lokaðir af ís og siglingar norð-austur fyrir land útilokaðar en torfær hin vestari leiðin. Bjarndýr sást á Norð- fírði, úti á ísnum í fyrradag“. Samfrosta viö N.-pólinn í sama blaði stendur í pistli frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði: „Enn er ekkert rót á ísnum. Sumir eru hissa á því, að hann skuli ekki reka frá landi. En við crum víst orðin samfrosta við Norðurpólinn og er þráseta íss- ins þá skiljanleg". Kommúnistaklíka Þá er í sama hlaði svohljóðandi auglýsing frá nemendum í M.A.: „Vegna linnulausra blaðaskrifa um hina svonefndu „kommúnistaklíku“ og póli- tískan áróður í M. A. sjáum við undirritaðir okkur tilneydda til að taka fram eftirfarandi: Þær ásakanir sem fram hafa komið í áðurnefndum skrifum, á hend- ur vissum kennurum skólans, að þeir noti aðstöðu sína sem kcnnarar til að reka pólitískan áróður innan veggja M.A. eru með öllu tilhæfulausar. Við vítum þessa málsmeðferð við- komandi blaða, sem einkenn- ist af vanþekkingu á öllum málsatvikum og hörmum jafnframt, ef skólinn licfur beðið álitshnckki þeirra vegna. M.A. 13.5. ’68. Björn Þórar- insson, inspector scolae. Björn Jósef Arnviðarson, fráfarandi inspector scolae. Benedikt Ás- gcirsson, formaður skólafél- agsins Hugins. Sigmundur Stefánsson, fráfarandi formað- ur Hugins. Sigurður Jakobs- son, ritstjóri skólablaðsins Munins. Gunnar Frímanns- son, fráfarandi ritstjóri Munins. Björn Stefánsson, formaður 6.-bekkjarráðs. Erl- ingur Sigurðarson, formaður 5.-bekkjarráðs. Kristján Sig- urbjarnarson, formaður 4.- bekkjarráðs. Benedikt Ó. Sveinsson, formaður 3.- bekkjarráðs. Jón Georgsson, formaður raunvísindadeildar Hugins. Jóhann Tómasson, fulltrúi í nemendaráði. Jóhann Pétur Malmquist, fulltrúi í nemendaráði. H-buxur Hægri umferð var tekin upp þann 26. maí og voru ýmsar leiðir farnar til að minna fólk á þessa breytingu. M.a. mátti á þessum tíma sjá þessa auglýs- ingu í Degi og víðar: „Hægri umferð er orðin raunveruleiki. H-BUXIJR eiga að minna æskufóikið á hægri umferð. Buxur fyrir H-daginn, köflótt- ar nankinsbuxur á börn og ung- linga. Fataverksmiðjan Hekla“. Þröngt í búi 29. maí má lesa þessa frétt: „Raufarhöfn, 28. maí. Heita má að orðið sé olíulaust hér á Raufarhöfn og fleiri vörur eru gengnir til þurrðar. ísinn hefur nú lítið eitt fjarlægst og talið er að e.t.v. sé skipum fært fyrir Sléttu. Allir vegir eru ófærir og höfum við ekki aðrar samgöng- ur en úr lofti. Ekki urðu neta- tjón veruleg hér, þótt ísinn færi yfír netin, fundust þau aftur. Vel veiðist af grásleppu, þegar hægt er að stunda sjóinn“. Hross á ísjaka Þá er frétt í Degi 3. júlí sem ber yfirskriftina „Hross á ísjaka“, og hljóðar þannig: „Um helg- ina tóku menn eftir því, að tvö hross á ísjaka rak frá landi við ós Eystri-Héraðsvatna. Slysa- varnarmenn frá Sauðárkróki réru út að jakanum og steyptu hrossin sér þá til sunds og héldu til lands. Reyndust þetta vera trippi frá Hellulandi á Hegranesi. Menn geta ímynd- að sér hve slíkt hefði örvað í- myndunaraflið ef til tríppanna hefði sést í rökkri og þeim ekki verið bjargað“. Seigar geitur 10. júlí segir frá því á forsíðu að geitur sem horfíð hafí frá Þórs- höfn haustið 1966 hafi komið í leitirnar fyrir skemmstu. í lok fréttarinnar segir: „Það þykir hin mesta furða, að geitfé hafí lifað tvo síðustu vetur á úti- gangi báða kalda og annan harðan“. Bautinn og Emmessís, bjóða öllum krökkum, 12 ára og yngri, sem borða í Smiðjunni eða Bautanum, frían íspinna eða klaka, eftir matinn. „AUtaf hægt að finna lausn á óskum viöskiptavinanna „Þetta starf er fólgið í því að reikna út fargjöld fólks sem ferðast á milli landa og sjá svo um að fólkið komist leiðar sinnar á sem ódýrastan og hagkvæmastan hátt“, sagði Haukur Einarsson er við spjölluðum stuttlega við hann. Haukur sem starfar hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar er nýkominn frá Kaupmanna- höfn en þar sótti hann hálfs- mánaðar námskeið hjá SAS, sem ætlað var þeim er fást við útgáfu farseðla fyrir milli- landaflug. „Þetta var mjög gagnlegt námskeið, og ég held að maður sé mun betur hæfur til þess að gefa út farseðla fyrir millilanda- flug eftir að vera búinn að sækja svona námskeið. Það er flókið mál að finna bestu leiðina við út- gáfu þessara farseðla hverju sinni, svo að viðskiptavinirnir fái sem mest og best fyrir pening- ana. Það þarf að reikna þetta allt saman út eftir ákveðnum íeglum, og til þess að gera það rétt verður maður auðvitað að kunna þær reglur sem farið er eftir“. - Haukur er fæddur í Reykja- vík, en fluttist fimm ára að aldri upp í Borgarfjörð þar sem hann var til 16 ára aldurs. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur aftur en síðan að Laxárvirkjun þar sem Haukur starfaði áður en hann réðist til Flugleiða 1975. “Ég starfaði þar í innanlands- fluginu í tæp 7 ár, eða þar til ég hóf störf hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar. Jú, ég tel að þar hafi ég fengið vissa undirstöðu sem kemur mér að góðum notum í dag. Það er gaman að starfa við þetta, og það er alltaf hægt að finna lausn á þeim óskum sem viðskiptavinirnir koma með, og það kappkostar maður að gera í þessu starfi, og auðvitað bestu lausnina hverju sinni“. - Við spurðum Hauk hvernig hann kynni við það að búa á Ak- ureyri. „Ég er hér enn, svo að mér hlýtur að líka það vel“, var svar- ið og ekki hafði Haukur tíma til að dvelja lengur yfir misjafnlega gáfulegum spurningum. Haukur Einarsson. P SUMAR82 Fegurð °g Ínskleiki Mtuiið Tríumiih I NTE RNATIONAL

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.