Dagur - 18.05.1982, Page 12
ÞJÓNUSTA
FYRIR
HÁÞRÝSTISLÖNGUR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
Síðasta helgi var annasöm hjá
lugreglunni á Akureyri.
Nokkrir voru teknir vegna ölv-
unar við akstur, aðrir voru sett-
ir í fangahús lögreglunnar
vegna ölvunar á almannafæri.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar voru tveir ökumenn
stöðvaðir í Glerárhverfi, en þeir
óku samsíða, of hratt, við slæm
skilyrði. Lögreglan lagði hald á
ökuskírteini ökumannanna, en
fulltrúi bæjarfógeta taldi í gær
ekki ástæðu til að svipta þá öku-
leyfi. Hins vegar sendi hann mál
þeirra til ríkissaksóknara. Ungur
ökumaður var tekin á bíl sínum í
Kræklingahlíð. Hann var á of
miklum hraða og við athugun
kom í ljós að hann var ekki með
ökuleyfi, hafði verið sviptur því
skömmu áður í eitt ár.
Norður-
Ijós
opnar
Stefnt er að opna Hótel Norður-
ljós á Raufarhöfn um miðjan
næsta mánuð. Að sögn Gunnars
Hilmarssonar sveitastjóra, er
búið að ráða mest allt starfsfólkið
en enn er ekki ákveðið hver verð-
ur í forsvari fyrir hótelið í sumar.
Hótelið var lokað í vetur og sagði
Gunnar að það yrði væntanlega
opið fram í september eða októ-
ber. Alls eru um 40 herbergi í
hótelinu og er það mun meira en
þörf er á, að sögn Gunnars.
Hafnarstræti verður göngugata:
Framkvæmdir í ágúst
í ágúst í sumar er fyrirhugað að
hefjast handa við að breyta
Hafnarstræti í göngugötu.
Vonast er til að gerð göngugöt-
unnar verði síðan lokið á næsta
sumri. Kostnaðaráætlun hönn-
uða frá desember 1981 er upp á
samtals tæplega 2,9 milljónir
króna.
Sá hluti göngugötunnar sem
byrjað verður á er Hafnarstrætið
frá Kaupangsstræti að Ráðhús-
torgi. í 1. áfanga verður unnið að
jarðvegsskiptum, endurbótum og
viðbótum lagna og undirstöðum
fyrir mannvirki og malbikun.
Síðar verður sett sandlag ofan á
malbikið og þar ofan á hellulögn.
Snjóbræðslukerfi verður sett í
sandlagið. Meðal fasts búnaðar í
göngugötunni verða ljósastaurar,
stallar, tröppur og skábrautir í
suðurhluta götunnar, til að aðlaga
hæð hennar inngöngum húsa,
sýningarkassar, símaklefi, sölu-
turn, auglýsingasúla og e.t.v.
skúlptúr síðar meir. Af lausum
búnaði má nefna trog fyrir gróður
og bekki.
Eftir að breytingunni er lokið
verður aðeins leyfð mjög tak-
mörkuð umferð um götuna, s.s.
vegna vöruaðflutninga, fatlaðra
og annarra, sem nauðsynlega
þurfa að komast á bíl að húsdyr-
um. Bifreiðastæði sem þjóna
svæðinu verða austan Skipagötu,
um 125 almenn stæði í 100-130 m
fjarlægð frá göngugötunni.
Göngutengsl verða aðallega við
þau um sund norðan „Parísar",
en það verður síðar meir væntan-
lega einnig hluti göngugötunnar
með verslanir á báðar hliðar.
Miðbæjarskipulagið gerir ráð
fyrir að byggt verði í skörð í húsa-
röðum við Hafnarstræti og Skipa-
götu. Af fyrirhuguðum nýbygg-
ingum má nefna nr. 97 (Huld), nr.
103 (Lyngdal, rakarastofa), nr. 98
(nýbygging í stað HA), nr. lOOb
(söluturn) og nr. 106 (Filmuhús-
ið). Ennfremur er gert ráð fyrir
byggingum meðfram áðurnefndu
sundi. Af elstu húsum er því að-
eins gert ráð fyrir að „Hamborg"
og „París“ standi áfram.
Hugmyndir um að Hafnarstræti
yrði gert að göngugötu komu
fram þegar unnið var að aðal-
skipulagi á árunum 1970-1974.
Þessi hugmynd var staðfest fyrir
réttu ári og Haraldur V. Haralds-
son, arkitekt, hefur annast hönn-
un götunnar. Bæjarstjórn sam-
þykkti 1,15 milljóna fjárveitingu
til þessa verkefnis á þessu ári.
„Ég tel að þessi breyting muni
hafa örvandi áhrif á verslunar-
þjónustu í miðbænum. Viðtökur
verslunareigenda hafa verið já-
kvæðar og þeir hafa áhuga á að
mynda samtök til að vinna að
málinu. Ég tel að þetta verði lyfti-
stöng fyrir miðbæinn og að-
dráttarafl hans muni aukast,
þannig að allar kynslóðir geti not-
ið þessa umhverfis, en ekki bara
ein kynslóð að kvöldlagi, eins og
vill brenna við í dag. Ég held einn-
ig að með bættu umhverfi muni
umgengni í miðbænum batna“,
sagði Haraldur V. Haraldsson
stuttu viðtali við Dag.
Skipulagið kynnt á fundi fréttamanna.
jíM
Mynd: H.Sv.
Svona mun Hafnarstrætið lfta út að lokum. Horft til suðurs frá Borgarsölunni.
Tæknimaður hefur
verið ráðinn
Björn Sigmundsson, útvarps-
virki, hefur verið ráðinn tækni-
maður Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri og er hann sá fyrsti sem ráð-
inn er í slíkt starf utan Reykjavík-
ur. Björn mun fá þjálfun hjá
tæknideild Ríkisútvarpsins í
Reykjavík í nokkrar vikur, en
halda síðan norður ásamt Jónasi
Jónassyni. Að sögn Harðar Vil-
hjálmssonar munu þeir félagar
hefjast handa þann 1. ágúst n.k.,
en þá kemur Jónas úr sumarleyfi.
Fyrst um sinn a.m.k. munu þeir
hafa aðsetur í húsi Ríkisútvarps-
ins við Norðurgötu, en nú er í at-
hugun að kaupa mun betra hús
fyrir starfsemina í Glerárhverfi.
Snorri Finnlaugsson kosningastjóri:
„Það vantar ekki
nema herslumuninn“
— til að tryggja Sigfríði Angantýsdótlur
glæsilega kosningu
„Viö erum alveg sannfærð um,
aö það vantar ekki nema
herslumuninn til þess að
Sigfríður Angantýsdóttir
tryggja Sigfríði Angantýsdótt-
ur sæti í bæjarstjórn, og því
veltur á miklu að allir leggist á
eitt þessa fáu daga sem eftir
eru, til þess að tryggja henni
glæsilega kosningu“, sagði
Snorri Finnlaugsson, kosninga-
stjóri framsóknarmanna í sam-
'tali við Dag. Snorri sagði að
vissulega hefði kosningabarátt-
an farið rólega af stað en hún
magnaðist með hverjum degin-
um og hann væri viss um að
þessir síðustu dagar gætu skipt
sköpum.
Útvarpsútsending verður í
kvöld (þriðjudagskvöld kl. 20,30)
í gegnum Skjaldarvík, þar sem
fulltrúar allra flokka flytja ræður
og svara spurningum.
Á fimmtudagskvöldið verður
síðan kosninga- og skemmtifund-
ur B-LISTANS að Hótel KEA.
Par verða flutt stutt ávörp auk
fjölbreyttrar skemmtidagskrár
þar sem landskunnir skemmti-
kraftar munu koma fram, m.a.
Ómar Ragnarsson. Sagðist Snorri
vilja hvetja Akureyringa unga
sem aldna að fjölmenna á þennan
fund, því að þetta væri skemmti-
fundur fyrir alla fjölskylduna.
Að lokum sagðist Snorri vilja
hvetja alla stuðningsmenn B-
LISTANS sem tök hefðu á að
koma á skrifstofuna að Hafnar-
stræti 90 því að nóg væri að starfa
frá morgni og fram eftir kvöldi.
Einnig hvatti hann fólk til þess að
skrá sig til vinnu á kjördag því að
fjölda fólks vantaði enn.
I
ra
la
m
<1
# Framboðs-
fundurinn í
sjónvarpssai
Akureyringar hafa vafalaust
fylgst náið með framboðs-
fundinum á sunnudag f sjón-
varpinu. Kom þar vel fram í
ræðum frambjóðenda Fram-
sóknarflokksins hve góð mál-
efnastaða þeirra er í þessarí
kosningabaráttu. Sigurður
Jóhannesson lýsti fram-
kvæmdastefnu framsóknar-
manna með Ijósu dæmi um
þau niðurgreiddu forréttindi
sem nú viðgangast t.d varð-
andi dagvistarmál, meðan
ekki er hægt að verða við
raunverulegum þörfum. Unga
fólkið í þriðja, fjórða og
f immta sæti stóð sig áberandi
vel, en þetta er fólkið sem
smátt og smátt mun taka við
bæjarmálastarfi á vegum
Framsóknarflokksins í aukn-
um mæli, ef að líkum lætur.
Mikil endurnýjun varð á lista
framsóknarmanna og greini-
legt að vel hefur tekist til.
Raunhæft er að gera sér vonir
um að Sigfríður Angantýs-
dóttir nái kjöri í bæjarstjórn,
en til þess þarf öflugt átak og
dyggan stuðning kjósenda.
Ef fólk tekur mið af þeirri
grósku sem verið hefur
undanfarin ár undir forystu
framsóknarmanna, lætur verk
þeirra og málefni ráða úrslit-
um, þarf ekki að óttast niður-
stöðuna.
# Hringborðið
ómálefnalegt
Margrét Kristinsdóttir lagði
konunum tveim í 3. og 4.
sæti á lista framsóknarmanna
óvænt lið, með því að benda á
að ( sætum sumra flokkanna
væru konur í öruggum sætum
og baráttusætum. Þessi orð
eiga ekki við um neinn flokk
nema Framsóknarflokkinn og
svo þriðju víddina sem ekki er
hugsuð til frambúðar. Mar-
grét sagði að sú tímamóta-
breyting sem orðið hefði á
framboðum flokkanna nú
gerði sérstakt kvennafram-
boð með öllu óþarft, en viður-
kenndi að hún hafi talið þann
kost möguiegan til árangurs
þegar hugmyndin kom fyrst
upp. Sigurður J. Sigurðsson
talaði um áframhaldandi
velmegun og gerði þar með
stöðnunarhjal þeirra sjálf-
stæðismanna að engu. Þegar
á heildina er litið var þetta
ágætur framboðsfundur,
nema hvað hringborðsum-
ræðurnar voru ekki nógu mál-
efnalegar og menn greinilega
misjafnlega upplagðir. Val-
gerður frá vaffinu kom best út
með blíðlegri framkomu,
hvort sem það dugar í stjórn-
aramstri bæjarmálanna eða
ekki. Leiðinlegt var að sjá að
Gísli Jónsson skuli ekki hafa
fram að færa í kostningabar-
áttunni annað en áreitni og
frammíkötl.