Dagur - 21.05.1982, Page 11

Dagur - 21.05.1982, Page 11
Ætla að nota I snekkju á — Tveir ungir menn sjósetja glæsilega fleytu Stl Um síöustu helgi var sjósettur nýr bátur á Akureyri. Bátur- inn, sem er eign tveggja ungra manna á Akureyri, er vafa- laust einhver glæsiiegasta fleytan við Eyjafjörð og þó víðar væri leitað. Ungu menn- irnir, Arthur Bogason og Sveinn Jónsson, hafa lagt allt sitt í fyrirtækið og unnið hundruð ef ekki þúsundir klukkustunda í bátnum. Árangurinn: 25 feta plastbát- ur, knúinn 150 hestafla Volvo-vél, með sjónvarpi, fullkomnum staðsetningarút- búnaði, nokkrum handfæra- rúllum, fullkomnum hljóm- flutningstækjum, tveimur eldavélum og fleira mætti telja upp. -Um áramótin vorum við að ræða hvað við ættum að gera í sumar og á gamlárskvöld ákváð- um við að kaupa bát. Nokkur tími leið frá því að ákvörðun var tekin og við keyptum bátinn frá Mótun h.f. í Hafnarfirði. Þá fengum við að fara inn í hús- næðið hjá Vör og ef við hefðum ekki notið sérstakrar velvildar eigenda Varar væri þetta ævin- týri ekki orðið að veruleika, sagði Arthur, þegar Dagur heimsótti þá félaga í smíðasal- inn. Þeir voru að leggja síðustu hönd á verkið og ætluðu að sjó- setja um kvöldið. Arthur ætti ekki að verða skotaskuld úr að stýra fleytunni, því hann hefur starfað sem sjómaður, en Sveinn ætti að geta séð um vélina, sem bifvélavirki'. Arthur og Sveinn hættu báðir á sínum vinnustöð- um til að geta helgað sig að smíðinni. -Þetta er tæplega fimm tonna bátur, sagði Sveinn þegar við klöngruðumst upp í bátinn, þar sem hann stóð á sterklegum vagni. - Hann á að geta gengið einar 30 mílur, en jafnaðar- keyrsla er 27, 28 mílur. Það á að vera hægt að „dúndra“ honum upp í svona 34 mílur. Arthur bætti því við, að báturinn væri tilvalinn til að nota hann í túra með erlenda ferðamenn. - Það er ekki hægt að finna betri bát í svoleiðis ferðalög. Við getum haft eina átta menn með sjó- stengur aftur á. Hann gengur svo vel að það er hægt að fara með mannskapinn á þá staði sem fiskast. Við erum búnir að tala við ráðamenn í ferðaskrif- stofum á Akureyri, en ég veit ekki hvað gerist. Við höfum áhugann. - Já, það var allt selt, sagði Sveinn og hló þegar hann var spurður hvort þeir hefðu selt all- ar sínar jarðnesku eigur til að komast yfir bátinn. - Ég seldi Bronco ’74, alveg toppbíll. Arthur seldi Shelby Cobra. - Það þekkja allir bíladellumenn landsins þann bíl, sagði Arthur. Það kom fram hjá þeim félögum að þeir fjármögnuðu fyrirtækið að hluta með „braski" eins og þeir orðuðu það. Þeir fengu bíl- ana sína að hluta greidda með öðrum ódýrari, sem þeir síðan löguðu, pússuðu og hreinsuðu og seldu ögn dýrari. - Já, við græddum svolítið á áhuganum, játaði Arthur og andvarpaði, en það var ekki hægt að heyra neinn sektartón í rómnum. Þegar við sátum í lúkarnum og hlustuðum á hljómflutnings- tækin, sem nægt hefðu meðal- íbúð, sagði Sveinn að samstæð- an væri 240 sínuvött, sem mun jafngilda einum 400 músikvött- um. Það skal tekið fram að blaðam. hefur ekkert vit á hljómflutningstækjum, en svo mikið er víst að hávaðinn var mikill. Af hverju tvær eldavél- ar? Sveinn og Arthur litu hvor á annan og skellihlógu. - Þú ert blindur ef þú sérð það ekki maður, hvein í Arthuri - við vilj - um geta framreitt þrjá heita rétti í einu! Útgerðarmennirnir tilvon- andi eru miklir á þverveginn, eru báðir miklir matmenn. Það er sem sagt skýringin á eldavél- unum tveimur. Það má enginn skilja það sem á undan fór á þann veg, að þeir Sveinn og Arthur ætli eingöngu að gera út á erlenda túrista - þvertámóti. Handfærarúllurnar verða notaðar á hefðbundinn hátt, á hefðbundnum miðum. Með öðrum orðum þá ætla þeir að róa á snekkjunni. En hún er frábrugðin flestum öðrum fiski- bátum landsmanna og óneitan- lega dálítið hraðskreiðari en þeir bátar sem gerðir eru út frá verstöðvum við Eyjafjörð - en e.t.v. er þetta framtíðin! -Ef þetta er ekki góður hand- færabátur þá veit ég ekki hvern- ig hann á að líta út, en hann er líka mjög dýr. En það er best að segja hverja sögu eins og hún er. Við hefðum aldrei getað þetta nema af því að við nutum sér- staklega mikils velvilja þeirra sem eiga og ráða Vör. Starfs- mennirnir eru alveg einstakir. Járnsmiðurinn, Marinó Jónsson, og trésmiðurinn, Kári Baldursson, hafa þó unnið einna mest með okkur. Og ekki meg- um við gleyma Hallgrími Skaptasyni framkvæmdarstjóra. Þetta er allt þeim að þakka, sagði Arthur um leið og hann svipti sér léttilega frá borði. Um leið varaði hann útsendara Dags við því að stiginn væri ekki fastur, það mætti engu muna að hann dytti ekki niður á gólf. Takk fyrir aðvörunina Arthur. Á siglingu. Mynd: áþ. Sveinn og Arthur í bátnum sínum fyrir sjósetningu. I. at. maM982-R^QMR-T 11

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.