Dagur - 21.05.1982, Page 16

Dagur - 21.05.1982, Page 16
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Dalbæ - heimili aldraðra á Dalvík - barst nýlega stór- mannleg gjöf. Heimilinu var gefin jörðin Ytra-Holt í Svarf- aðardal og gefendur voru bræðumir Valtýr Jóhannesson og Garðar Helgi Jóhannesson, ábúendur þar. Með jörðinni fylgja allar byggingar sem á henni eru eða eins og segir í gjafabréfinu „múrfast, naglfast og jarðfast“. Guðjón Brjánsson, forstöðu- maður heimiiisins, sagði þetta vera stærstu gjöf sem heimilinu hefði borist. Líklega væru það fá dvalarheimili sem fengið hefðu aðra eins gjöf og sýndi það glöggt stórhug og velvilja þeirra Ytra- Holtsbræðra í garð heimilisins. Jörðin Ytra-Holt Iiggur á mörk- um Dalvíkurbæjar og Svarfaðar- dalshrepps og eru landkostir hennar gífurlegir - mikið og gott ræktarland og ekki síðra beitar- land. Þá sagði Guðjón, að í Dalbæ væri kominn vorhugur í mann- skapinn, sumir farnir að sá mat- jurtum, aðrir uppteknir í sauð- burði eða við hestamennsku. Frambjóðendur til bæjarstjórnar héldu fund á heimilinu á miðviku- dagskvöldið og nú stendur þar yfir málverkasýning eftir ýmsa nor- ræna myndlistarmenn. í sumar verður gengið frá dag- deild við heimilið og verður þai aðstaða fyrir 6-8 manns, snyrtiað- staða, bókasafn, heilsugæsla o.fl. Guðjón Brjánsson mun nú láta af störfum sem forstöðumaður heimilisins en því hefur hann gegnt frá því að starfsemin hófst. í hans stað kemur Gunnar Berg- mann til starfa í Dalbæ. Vorvaka ’82: Umfangsmesti listvið- burður í sögu Akureyrar 27. maí hefst hér á Akureyri listahátíð sem mun standa sam- fellt yfir í heilan mánuð. Hátíð þessi ber nafnið Vorvaka ’82 og samanstendur af fjölda listvið- burða, erlendra og innlendra. Má þar nefna flutning Passíu- kórsins á „African Sanctus“, myndlistarsýningu Félags ís- lenskra myndlistarmanna, landsmót skólahljómsveita, Ijósmyndasýningu Ken Reyn- olds, tónleika The London Symfonietta, tónleika hljóm- sveitar Tónlistarskólans, sýn- ingu á handritum íslandsklukk- unnar, keramik-, vefnaðar- og glerlistarsýningar, franskan lát- bragðsleik og sænskan trúð- leik, trúðaskóla, vísnasöng o.fl. o.fl. Forsaga þessa máls er sú að í fyrra höfðu forráðamenn Lista- hátíðar í Reykjavík samband við bæjaryfirvöld á Akureyri og grennsluðust fyrir um áhuga á, að einhver atriði Listahátíðar ’82 kæmu norður. Félag íslenskra myndlistarmanna hafði einnig áformað myndlistarsýningu hér á meðan Listahátíð stæði yfir í Reykjavík. Fleiri aðilar höfðu uppi ráða- gerðir um tónleika og sýningar hér á þessum tíma, má þar nefna Passíukórinn og Tónlistarskól- ann, en áformað var að efna til „músíkdaga í maí“ eins og oft áður. Þá var í bígerð, á Amts- bókasafninu, sýning á handritum íslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness og einnig átti að halda hér landsmót skólahljómsveita. Þegar í ljós kom að allir þessir aðilar höfðu uppi áform um list- viðburði í sumar var ákveðið að slá þessu öilu saman í eina sam- fellda listahátíð og er óhætt að segja að þarna sé í uppsiglingu umfangsmesti listviðburður í sögu Akureyrar. Sumir segja reyndar að þetta sé lengsta listahátíð í heimi. Þess skal getið að gert er ráð fyrir að fleiri atriði geti bæst við þau sem nú eru ákveðin og verða á kynntri dagskrá. Sj álfsagt er t. d. að nota þá aðstöðu sem útbúin verður í Skemmunni, þ.e. hljóm- sveitarpallur og aðstaða fyrir áheyrendur. Þeir sem áhuga hafa á því eru beðnir að hafa samband við Hauk Sigurðsson á bæjarskrif- stofunni, 4. hæð. Sauðburður á Sveinsstöðum. Mynd M.Ó. Framkvæmdastofnun um tekjur á Akureyri árið 1980: Meðaltekjur á verksmiðjum SÍS hærri en í fiskiðnaði Þegar starfsmenn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins at- huguöu laun starfsfólks í vefj- ariönaði á Akureyri, þ.e. í verksmiðjum SÍS á Gleráreyr- um, kom í Ijós að árið 1980 voru meðaltekjur á ársverk nokkuð hærri þar en meðal starfsfólks í fiskiðnaði á Akur- eyri. Að sögn Bjarna Einars- sonar hjá Framkvæmdastofnun kom þessi niðurstaða nokkuð á óvart, því að fram til þessa hef- ur almennt verið talið að laun í vefjariðnaði á Akureyri væru lægri en í fiskiðnaði. Áður hef- ur verið frá því greint í Degi að laun starfsfólks í vefjariðnaði á Norðurlandi eystra árið 1980 hefðu verið hærri en hjá sam- bærilegum starfshópum annars staðar á landinu. Árið 1980 voru meðaltekjur á ársverk7,7 millj. gkr. á Akureyri. í vefjariðnaði störfuðu 827, þar af voru 375 í hálfu starfi og minna, en 452 voru í fullu starfi, þ.e. í meira en hálfu starfi. Samtals er hér um að ræða 461 ársverk. Með- altekjuráársverk voru8,l milljón gkr. Til samanburðar má geta þess að í fiskiðnaði voru 345 ársverk, 319 voru í hlutastarfi og 300 í fullu starfi. Meðaltekjur í fiskiðnaði á Akureyri árið 1980 voru 7,1 millj. gkr. Landsmeðaltal árstekna meðal sjómanna árið 1980 var 14,0 millj. gkr. og landsmeðaltal í fiskiðnaði var7,l millj. gkr. eins og áðurvar getið og 7,7 millj. gkr. í vefjariðn- aði. „Þessar tölur segja okkur mikið, vefjariðnaður er ekki sá láglaunaiðnaður sem menn hafa talið fram til þessa,“ sagði Bjarni. Opnar Sjallinn 17. júní? „Við vonumst til að geta lokið viðgerðum á stóra salnum fyrir 17. júní en svalirnar og litli salur- inn koma væntanlega í gagnið seinna í sumar,“ sagði Þórður Gunnarsson umboðsmaður Brunabótafélags íslands, inntur eftir hvernig liði framkvæmdum í Sjálfstæðishúsinu. „Stúdentar ættu að geta fagnað útskrift í Sjallanum eins og venjulega en mun færri komast að en áður. Aðalgeir Finnsson verktaki sagði að ef ekki hömluðu verkföll ætti allt að geta staðist áætlun. Samið hefði verið um að ljúka viðgerð stóra saiarins og anddyr- isins fyrir útskrift stúdenta og væri ekki meining þeirra að sú áætlun breyttist. M # Ingimundur kveður Siglufjörð Bæjarstjórar koma og fara. í síðustu viku sögðum við frá því að bæjarstjórinn á Sauð- árkróki hefði í hyggju að fara þaðan og nú hafa borist fregnir af þvi, að Ingimundur Einarsson, bæjarstjóri á Siglufirði, óski ekki eftir endurráðningu. Hann til- kynnti á fundi bæjarráðs 10. maí sl. að hann hefði í hyggju að flytja frá Siglufirði um miðj- an júní. Bæjarráð beindi því til bæjarstjórnar að starf bæjar- stjóra á Siglufirði verði aug- lýst laust til umsóknar. Um- sóknarfrestur er tii 5. júní. # „Rekstrar- fyrirkomulag dagvista öfugsnúið“ í síðustu viku birtist bréf í Degi frá stjórn Foreldrasam- takanna á Akureyri. Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri, svarar þessu bréfi í síðasta blaðj þar sem hann segir m.a. orðrétt: „Þá er í bréfinu agnúast út í stefnu- skráratriði einhvers stjórn- málaflokks, það er að „beita aðhaldi í rekstri" dagvistar- stofnana, og réttilega bent á, œiM að það eitt sé engln lausn. Hitt er heldur engin lausn, að láta eins og rekstur sveitarfélaga sé fjárhagslega vandræða- laus fyrir sveitarfélögin. Hið sanna er, að rekstrarfyrir- komulag dagvista er svo öfugsnúið, að það er fyrir löngu orðið megínþröskuld- urinn í uppbyggingu þeirra, miklu meiri heldur en meintur illvilji einhverra stjórnmála- flokka“. # „Dagvistun fyrir öil börn nánast óhugsandi“ Síðan segir Jón Björnsson: „Dagvistun fyrir öll börn er nánast óhugsandi, sé ekki gerð breytíng á lagafyrirmæi- um um rekstur dagvista/ tekjustofna sveitarfélaga. Því fyrr sem einhver, foreldra- samtök eða stjórnmálaflokk- ur, kemur á framfæri breyt- ingu hér á, því betra, það er ólíkt gagnsamara en að karpa um jafn sjálfsagðan hlut og það, að aðhaldi skuli beitt í rekstri".

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.